Vikublaðið - 17.02.1997, Side 3

Vikublaðið - 17.02.1997, Side 3
17. febrúar 1997 ÍBMíiíáJíjíD ✓ -hrelnn meirihluti félagshyggjufólks við Háskóla Islands í sex ár. í sex ára valdatíð Röskvu hefur bilið milli Röskvu og Vöku aukist jafnt og þétt, Röskvu í hag. Árið 1991 sigraði Röskva með 1% mun en árið 1995 var munurinn orðinn tæp 20%. Vilhjálmur „Það sem skilur hreyfingarnar að er fyrst og fremst skil- greining á menntahug- takinu” Katrín „Röskva hefur haldið uppi málefna- legri gagnrýni á hel- stefnu rfkisstjórnarinn- Röskva - samtök félags- hyggjufólks við Há- skóla íslands hefur fengið hreinan meirihluta í sex kosningum til Stúdenta- ráðs í röð og þar með bor- ið sigurorð af Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta sem hefur sterk tengsl við - Sjálfstæðisflokkinn. Næsta miðvikudag verður kosið til Stúdentaráðs og þá kemur í ljós hvort Röskva heldur meirihlut- anum sjöunda árið í röð. -Vísir að vinstrisveiflu í þjóðfélag- inu segja sumir. Árangur af samstöðu vinstriaflanna þar sem unnið er af ein- hug án flokkadrátta og tortryggni, segja aðrir, ásamt virkri og öflugri andstöðu Röskvu gegn niðurskurði Sjálfstæðisflokksins í menntamálum. Um sterka stöðu Röskvu innan Há- skólans segir Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson formaður Stúdentaráðs H.Í.: „Það sem skilur að Röskvu og Vöku er fyrst og fremst skilgreining á menntahugtakinu. Vaka skilgreinir menntahugtakið mjög þröngt og ein- blínir á innri aðstæður stúdenta svo sem gæði kennslu og þess tíma sem fólk dvelur á svæðinu. Það er einnig það sem hreyfingamar eiga sameigin- legt. Aðal Röskvu hins vegar, auk áherslu á bætta kennslu og aðstöðu innan Háskólans, eru áherslur á stöðu námsmanna í víðara samhengi. Þá á ég við hluti eins og Lánasjóðinn, upp- byggingu stúdentagarða og dagvistun bama námsmanna. Allt sem lýtur að jafnrétti til náms og því sem gerir það að verkum að fólk almennt geti stund- að hér nám. Það sem tryggir að nám sé ekki forréttindi fárra heldur sjálf- sögð réttindi allra.” Nú hefur Vöku og Röskvu greint á um skylduaðildina að Stúdentaráði. í hverju felst sá ágreiningur? „Það er rétt að skylduaðildin að Stúdentaráði hefur verið ágreinings- mál milli hreyfinganna. Við lítum á það sem samtryggingu námsmanna ef þeir lenda í vandræðum. Hugmynd Vöku er í takt við hugmyndir hægri- manna almennt en þær lúta að því að auka kostnaðarvitund námsmanna með því að taka upp þjónustugjöld, ef fólk þarf á neyðaraðstoð að halda. Röskva vill umfram allt tryggja hag námsmanna almennt og yfirleitt. Inn- an skóla sem utan, “ segir Vilhjálmur. Virk andstaða í sex ára valdatíð Röskvu hefur bil- ið milli Röskvu og Vöku aukist jafnt og þétt, Röskvu í hag. Árið 1991 sigr- aði Röskva með 1% mun en árið 1995 var munurinn orðinn tæp 20%. Mat margra viðmælenda Vikublaðsins úr röðum námsmanna er að bæði hafi Röskva haft upp á að bjóða frambæri- legra fólk og sterkari málefnastöðu en Vaka. Málefni sem lúta að kjörum námsmanna almennt og það falli í góðan jarðveg á sama tíma og skorið hefur verið niður í menntakerfmu og þrengt verulega að hag stúdenta. Katrín Júlíusdóttir sem leiðir lista Röskvu til Háskólaráðs, bendir á að í valdatíð Röskvu haft ríkisstjómin skorið grimmt niður í menntamálum. „í tíð þessarar ríkisstjómar hefur ver- ið skorið vemlega niður og sú óánæg- ja endurspeglast í góðu gengi Röskvu í Háskólapólitíkinni. Röskva hefur haldið uppi málefnalegri gagnrýni á menntastefnu ríkisstjómarinnar og fyrir vikið náð tiltrú námsmanna. Enda hefur Röskva staðið öflugan vörð um hagsmuni námsmanna,” seg- ir Katrín. Margir benda á að sigur Reykja- víkurlistans fyrir þremur árum endur- spegli að einhverju leyti Röskvugald- urinn. Þar náðist upp gríðarleg stemmning meðal ungs fólks á vinstri væng, utan flokka sem innan, sem vann mjög vel að framboðinu og rnargir kunnir Röskvuliðar störfuðu með Reykjavrkurlistanum. I Reykjav- íkurlistanum er á ferð sama módel og í Röskvu, vinstrimenn í bandalagi við framsóknarmenn. Vöku skortir trúverðugleika Menntastefna ríkisstjómarinnar hefur einkennst af miklum niður- skurði og samdrætti á öllum sviðum menntamála. Mjög hefur verið þrengt að námslánakerfinu og er mál margra að íslendingar hafi á þessum tíma mjög svo fjarlægst drauminn um jafn- rétti til náms. Úr þessu hafa Röskvuliðar unnið vel. Virk andstaða við aðgerðir stjóm- valda, áherslur á félagsleg málefni á sama tíma og hægrisinnað íhald er við landstjómina hafa gefist vel í bland við jafnréttisyfirbragð á framboðslist- um. Sem dæmi má nefna að árið 1996 var hlutfall kynjanna jafnt á fram- boðslistum Röskvu, á meðan hlutfall- ið var 13-9, körlum í vil hjá Vöku. Margir viðmælenda Vikublaðsins bentu á að ýmislegt fleira en ójafnt hlutfall kynjanna og tengingin við hægri hugmyndafræðina stæði Vöku fyrir þrifum. „Það hefur staðið trú- verðugleika Vöku fyrir þrifum að framboðslistar hennar samanstanda af fólki sem án efa gæti náð prýðis ár- angri innan módelsamtakanna en hef- ur ekkert að gera í pólitík,” eins og einn viðmælenda Vikublaðsins komst að orði. „Námsmenn gera kröfu um málefnalegar umræður um hagsmuni stúdenta og þeim hefur Röskva haldið uppi,” sagði sá hinn sami. Aðall Röskvu er samstaða og póli- tískur einhugur. Hvergi í starfi sam- takanna vottar fyrir flokkadráttum eða togstreitu um það sem forsvarsmenn vinstriflokkanna telja að haldi þeim sundruðum. Vegna þessa er Röskva oft nefnt sem draumamódel sameiningarsinna á vinstrikantinum. Fróðlegt verður að fylgjast með því þegar sú kynslóð sem hefur setið við völd í Háskólan- um undanfarin ár í umboði Röskvu kemur af fullum krafti inn í lands- málapólitíkina. Hvort krafa þeirra um uppstokkun flokkakerfisins í anda Háskólastjómmálanna verði að veru- leika eða ekki. Berst gegn helstefnunni Tónninn í viðmælendum Viku- blaðsins gagnvart Röskvu var al- mennt sá að samtökin hefðu staðið sig vel í baráttunni gegn niðurskurðarhníf Sjálfstæðisflokksins í menntamálum. Eins og ung kona úr Félagsvísinda- deild sagði aðspurð um hvað lægi að baki velgengni Röskvu: „Á meðan stjómvöld undir forystu Sjálfstæðis- flokksins berja hausnum við steininn og neita að viðurkenna þá staðreynd að framtíð landsins sé fólgin í þekk- ingu en ekki kjöti og fiski, hefur Röskva barist hetjulegri baráttu gegn helstefnu þessari í menntamálum. Vaka myndi aldrei sinna því hlutverki sómasamlega, eins rækilega og hún er merkt hægri mönnum. Eg sjálf er ekki félagshyggjumanneskja, hins vegar trúi ég því einlægt að framtíð þjóðarinnar liggi í aukinni og bættri menntun. Bendi ég þar á írska efna- hagsundrið máli mínu til stuðnings. Þessu neitar Sjálfstæðisflokkurinn að trúa og á meðan svo er, kýs ég til vinstri og þar af leiðandi Röskvu hér í Háskólanum. Af þeirri einföldu ástæðu að hún hefur staðið sig í vöm- inni fyrir menntun í landinu.” Á meðan Röskva er laus við yfir- bragð og togsteitu gamla flokkakerf- isins á hún góða von um áframhald- andi velgengni. Ferskleiki og áherslur á félagslegar umbætur er það sem lað- ar að unga fólkið í dag og um leið og skortur á nýrri hugmyndafræði fælir unga fólkið frá því að ganga til liðs við gömlu vinstri flokkana. Náms- menn virðast ekki vilja sjá framhald af ungliðahreyfmgum gömlu flokk- anna í Háskólapólitíkinni eins og raunin er með Vöku. Röskva er í þeirra augum samansafn af því besta sem félagshyggjan hefur upp á að bjóða, án beinna afskipta þeirra stjómmálaflokka sem fyrir hana stan- da. Á meðan svo er mun Röskvugald- urinn magnast. bgs Hlunnindabréf í íslandsmiðum Þorsteins H. Gunnarssonar bónda Á nýafstöðn- um miðstjórn- arfundi Alþýðu- handalagsins lagði Þorsteinn H. Gunnarsson bóndi afar at- hyglisvert skjal fram til kynn- ingar, hugmyndafræðilegrar þró- unar og umræðu innan Alþýðu- bandalagsins. Skjalinu fylgdu eft- irfarandi hugleiðingar. Hugmyndin kviknaði við lestur bókar Sveins Skorra Höskuldssonar, prófessors við Háskóla íslands, sem gefin var út af Máli og menningu 1993. Naut Sveinn Skorri til verksins styrks frá Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga að tilhlutan þáverandi forstjóra Erlends Einarssonar. Einnig fékk hann framlög úr Rannsóknar- sjóði Háskóla íslands til verksins. Bókin heitir Benedikt á Auðnum, ís- lenskur endurreisnarmaður. Ohikað má segja að verk þetta sé eitt af höf- uðritum íslenskrar samvinnuhreyf- ingar og samvinnuhugsjóna. Orðið hlunnindabréf hef ég ekki fundið í íslenskum orðabókum en á bls. 392 í bókinni er sagt frá því. í bréfi frá Pétri á Gautlönd- um til Jóns í Múla er sagt að hlunnindabréf séu frábrugðin almennum hlutabréfum að því leyti að þau njóti minni árlegs arðs en hafa svo forgangsrétt að eign félagsins, komi til skipta við upplausn þess. Þessar vangaveltur þeirra félaga eru komnar til vegna þess að sam- vinnumenn í Þingeyjarsýslu voru að velta fyrir sér að ganga í bandalag við enskan kaupmann, Zöllner, um verslunarviðskipti. Hlunnindabréf falla vel að hug- myndum manna um veiðileyfagjald. Þau geta borið hóflegan arð en svo er líka hægt að setja þau á opinn upp- boðsmarkað öll eða að hluta og réði þá frjáls markaður arðgreiðslunni. Samkvæmt samvinnuhugsjóninni yrði þó ávallt að gera arðinn upp á heildarársgrundvelli, þ.e. hver ein- staklingur fengi jafn háa árlega arð- greiðslu af sínu bréfi þó hluti bréf- anna gæfi meira í aðra hönd tíma- bundið. Ríkisvaldið fengi hlutfalls- lega jafn mikið í sinn hlut að tiltölu. Með því að einstaklingar og ríkis- vald skiptu með sér arðinum hlut- fallslega væri þjóðin og ríkisvaldið bundin saman í eina heild. Til að koma í veg fyrir röskun á stöðu útgerða og tímabundna óvissu í sjávarútvegi yrði að leiða í lög for- leiguákvæði sem tryggði rétt út- gerða. Framleiguréttur til þriðja aðila að vissu marki yrði að vera leyfður til að skapa sveigjanleika. Við gjaldþrot sjávarútvegs- fyrirtækja mundu skráðir handhafar hlunnindabréfa draga réttindin yfir auðlind- inni út úr þrotabúinu til að koma í veg fyrir að hlunninda- réttindin færðust frá þjóðinni yfir til banka og fjármálastofn- ana. Með þessari aðferð er eignar- réttur þjóðarinnar ótvírætt tryggður yfir auðlindinni. Áframhaldandi hlunnindaréttindi til eigenda þrota- búsins og/eða nýrra útgerðaraðila þess yrði því samningsatriði og færi ráðherra með það samningsumboð og vald. Talsmenn þeirrar þróunar sem nú er í gangi varðandi eignarrétt yftr auðlindinni tala um mikla hagræð- ingu. Ekki er hægt að fallast á að það sé hagræðing að náttúrusprottin rétt- indi þjóðarinnar séu færð frá henni til fámenns hóps einstaklinga, þó þeir geti sýnt fram á að þeir séu dug- legir og útsjónarsamir. Þeir geta haldið áfrant að róa þó þeir borgi ör- lítið gjald. Hagfræðin kennir að allt sem er takmarkað hækkar í verði. Útgerðir hafa farið á hausinn og munu halda því áfrani. Innlent og er- lent auðmagn mun komast yfir veð- réttindi í útgerðum. Þróunin gæti orðið sú að hér hæfust stórkostleg- ustu málaferli íslandssögunnar. Nið- urstaða þess gæti orðið, í versta falli, að Islendingar yrðu bónbjargannenn í eigin landi. Þá götu hafa íslending- ar gengið áður og ættu að vera reynslunni ríkari. Hlunnindabréf falla vel að hugmyndum manna um veiði- leyfagjald, Þau geta borið hóf- legan arð en svo er líka hægt að setja þau á opinn uppboðs- markað öll eða að hluta og réði þá frjáls markaður arðgreiðsl- unni.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.