Vikublaðið - 17.02.1997, Side 5
17. febrúar 1997
UljyLiJj D
Ingólfur V. Gíslason,
starfsmaður Jafnréttis-
ráðs, hélt í síðustu viku
fyrirlestur í Háskóla ís-
lands sem fjallaði um
tregðu karia til þess að
skilgreina sig sem kynteg-
und. Blaðamaður Viku-
blaðsins heimsótti Ingólf á
skrifstofu Jafnréttisráðs
og fékk hann í stutt spjall
um kreppu kynjagerðar
vestrænna samfélaga.
Er nauðsynlegt að karlar skilgreini
sig sem kyntegund?
Já, sem félagslegt kyn af því að þeir
hafa verið skilgreindir sem normið
eða það sem er eðlilegt. Á meðan
konumar hafa verið frávikin. Til þess
að menn geti tekið á kynja-strúktúm-
um í samfélaginu sem leikur konur
um margt mjög grátt, þá er mikilvægt
að menn átti sig á því að karlmennsk-
an er líka eitthvað sem er skapað í fé-
lagslegum tengslum en er ekki eitt-
hvað sem er fyrirfram gefið. Það hafa
verið hin almennu viðhorf að það sé
eðlilegt að karlar séu 75% þing-
manna, að allir bankastjórar og for-
stöðumenn stærstu fyrirtækjanna séu
karlar, Og þess vegna má ekki grípa
til neinna sértækra aðgerða til að rétta
hlut kvenna vegna þess að þá er geng-
ið gegn hinu norminu. En ég held hins
vegar að ef menn átti sig á því að karl-
mennska sé líka félagsleg afurð þá
opnist nýir möguleikar til að breyta
samfélaginu.
Nú hefur margt verið ritað og rætt
um reynsluheim kvenna. Þú sagðir
að menn ættu ekki að lfta svo á að
karlmennskan væri fyrirfram gef-
, ■ r..
_
inn, áttu við að hún sé afurð
reynsluheims karla?
Það er einn af meginpunktunum í
hinum nýju, gagnrýnu karlafræðum
að það sé ekki um neinn einn slíkan
heim að ræða eða hina einu sönnu
karlmennsku heldur móti mismun-
andi hópar mismunandi karlmennsku
og það sé meðal annars mótað af öðr-
um formgerðum í samfélaginu; stétt-
um, búsetu og kynþáttum o.s.frv.
Menn eru ofnir saman úr mörgum
þráðum, bæði karlar og konur. Og
það er ekkert gefið að það að vera
kona þýði það að þú hafir sama
reynsluheim og aðrar konur.
Eru karlafræðin þá ákveðin við-
leitni til að búa til hinn „mjúka”
mann?
Nei, nú hefur að sumu leyti verið
að ósekju gert grín að því fyrirbæri.
Það er kannski liður í vöm feðraveld-
isins að gera gys að þeim sem eru
öðmvísi sem karlmenn. En maður vill
sjá aukna möguleika karlmanna til að
lifa fjölbreyttara lífi. Þ.e.a.s. að það
eigi sér stað breikkun á hlutverka-
möguleikum karla. Slík breikkun hef-
ur orðið hjá konum á síðustu áratug-
um. En maður hefur orðið minna var
við það hjá körlum. Bæði hvað varðar
atvinnuþátttöku þar sem þeir fara lítið
sem ekkert inn í hefðbundnar kvenna-
greinar. Það em helst breytingar varð-
andi kynhegðun, það er t.d. ekki sama
„stigma” gagnvart því að vera hommi
og áður. Menn geta nú leyft sér að
grínast með kynhegðun þannig að
menn vinna á skrifstofu á daginn en
em dragdrottningar á kvöldin. Þetta
er smátt og smátt að verða leyfilegt.
Ef menn geta talað um pólitísk mark-
mið þá er það viðurkenning á fjöl-
breytileika karlmennskunnar sem við
viljum sjá.
Eru þessar pælingar í fyrirlestrin-
um þá tilraun til að ýta eftir þessari
þróun?
Já, það má segja það. Eg ræði
kreppu kynjagerðar vestrænna samfé-
laga. Það er að segja að feðraveldið
eigi í lögmætiskrísu og ég velti fyrir
mér mögulegum lendingum þeirrar
krísu. Einn möguleiki er sá að við fá-
sem
und
um bakslag á þessum þó litlu framför-
um sem orðið hafa á möguleikum
kvenna. Að þeim verði einhvem veg-
inn snúið við. Síðan er hinn mögu-
leikinn að karlar verði viðurkenndir
sem félagslegt kyn ekki síður en kon-
ur. Til þess yrði að grípa til pólitískra
aðgerða fái þeir aukna möguleika til
að breikka sína hlutverkamöguleika.
Hvaða pólitísku aðgerðir sérðu fyr-
ir þér í því ?
Þar horfi ég mikið til aukinna
möguleika á fæðingarorlofi og auk-
inna möguleika feðra til að sinna
bömum sínum.
En í atvinnulífinu, t.d. sókn karla
inn á þau svið sem hingað til hafa
tilheyrt konum?
Ég held að mér sé óhætt að á öllum
Norðurlöndunum, öðmm en íslandi,
hafa menn gripið til einhverra að-
gerða til að auka þátt karla í uppeldis
og umönnunarstörfum. Það skal við-
urkennt að það hefur gengið treglega.
Þá vaknar sú spuming hvort að við
höfum í raun og vem náð einhverjum
árangri þó að við fjölguðum körlum á
leikskólunum ef eftir sem áður mat
samfélagsins á þeim störfum er jafn
aumt og það er í dag. Þannig að mað-
ur myndi vilja sjá að samfélagið sýndi
það í verki að þetta séu þau mikilvæg-
ustu störf sem unnin em í samfélag-
inu; uppeldi og umönnun, með því að
launa þau sem slík. Það þýðir þó ekki
að það þurfi að laga launin til þess að
karlar sæki í störfin. Enda held ég að
það dygði ekki. Við sjáum t.d. í lönd-
um þar sem hjúkrunarfræðingar em
tiltölulega vel launaðir að eftir sem
áður em karlar mjög fáir þar. Þannig
að þó að launin skipti einhverju máli
þá eru það ekki þáu sem að er höfuð-
atriðið varðandi það að fá karla í
störfin.
heldur flokksþing 8. mars og þar Þá veldur það SLN-mönnum
HEIMSHORN
Skotland - full-
valda ríki?
Svo kann að fara að innan örfárra
ára verði sjálfstæðisbarátta Skota
komin á fulla ferð. Ástæða þess
kann að vera fólgin í kosningalof-
orði formanns Verkamannaflokks
Bretlands, Tony Blair.
Blair hefur lofað því að ef Verka-
mannaflokkurinn vinnur sigur í
bresku þingkosningunum, sem fara
fram eftir um þrjá mánuði, muni
hann sjá til þess að sérstakt þing
Skotlands verði sett á laggimar
tveimur áram eftir kosningamar
eða á miðju fyrsta kjörtímabili Bla-
ir og félaga. Gamlir refir í Verka-
mannaflokknum eru orðnir veru-
lega áhyggjufullir, því valdabarátta
er hafin innan Skotlandsdeildar
flokksins, barátta sem gæti endað
með háværri kröfu um sjálfstæði
Skotlands.
Skoski Verkamannaflokkurinn
verður að vanda kosið í embætti og
stjórnir. Þar á einnig að smíða regl-
ur um val fulltrúa á væntanlegt þing
Skotlands í Edinborg. Og innan
skoska Verkamannaflokksins tak-
ast á tveir armar um völdin, ný
blokk sem nefnist „Scottish Labour
Network” (SLN) og núverandi for-
ysta í Skotlandi, sem í augum SLN
liggur of langt til vinstri og gæti því
stuðað margan kjósandann í kosn-
ingum eftir tvö ár, ekki síst ef Blair
kynni þá að vera orðinn óvinsæll.
áhyggjum að öflugustu Skotamir í
Breska Verkamannaflokknum
(Gordon Brown, Robin Cook og
Donald Dewar) virðast staðráðnir í
því að halda sér áfram í pólitíkinni í
Westminster, London. Þeir óttast
að sitja uppi með lítt þekkta fram-
bjóðendur í skosku kosningunum.
Stórar og smáar skærar eiga sér
stað. Meðal annars deila menn út
og suður um hversu mikið sjálfsfor-
ræði Skoska þingið ætti að hafa í
fjármálum - á þingið að ráða yfir
lágu „útsvari” af tekjuskattinum í
Bretlandi eða á það að fá alla stað-
greiðslu skoskra þegna.
Það fer vart á milli mála hverjir
munu sigra í kosningunum í Bret-
landi. Nýlegar kannanir mæla
Verkamannaflokkinn með öragga
stöðu og mælist hann með 52% í
Skotlandi (þar sem hann fékk 39% í
kosningunum 1992). f könnunum
mælast Scottish National Party með
25%, íhaldsflokkurinn með aðeins
15% (fékk 26% árið 1992) og
Frjálslyndi demókrataflokkurinn
með 8%.
Það er annars athyglistvert við
kosningaloforðið um sérstakt þing
Skotlands að í hugmyndunum er
gert ráð fyrir hlutfallskosningu en
ekki einmenningskjördæmum.
Þarna er mikill munur á eins og
dæmin sanna og ólíklegt talið að
einn flokkur næði hreinum meiri-
hluta. Það fer síðan eftir frammi-
stöðu hins væntanlega þings í aug-
um Skota hvort kjósendur sætta sig
við þetta millistigsástand eða hvort
krafan um algert sjálfstæði öðlast
flug.
AHRIF
Helgi Hjörvar
framkvœmdastjóri Blindra-
félagsins
Hvaða bækur og rithöfundar hafa
haft mest áhrif á pólitískar skoðan-
ir þínar?
Rfkið eftir Platón, Frelsið eftir Mill,
Kenning um réttlæti eftir Rawls.
Nefndu eina kvikniynd, bók, leik-
rit, ljóð, lag eða tónverk sem þú vilt
að allir lesi, sjái heyri.
Kvikmynd: Einræðisherrann eftir
Chaplin. Bók: Uppreisnin á baraa-
heimilinu. Leikrit: Kennslustundin
eftir Ionesco. Ljóð: Gras eftir Sand-
burg. Tónverk: Óðurinn til gleðinnar
eftir Beethoven.
Hver hafði mest áhrif á þig í æsku?
Foreldrar mínir.
Hvaða atburður í lífstíð þinni hefur
haft mest áhrif á skoðanir þínar?
Kynni mín af ógnarstjóminni f Aust-
ur-Evrópu. Þangað fór ég þegar ég
var 14 ára. En þau kynni leiðréttu
nokkuð af ranghugmyndum mínum.
Hvaða stjórnmálamanni lífs eða
liðnum hefur þú mest álit á?
Gandhi.
Ef þú gætir farið á hvaða tíma sög-
unnar sem er og dvalið þar í 24
tíma. Hvert færirðu og hvers
vegna?
Til fyrstu 24 tíma hennar. Til þess að
fá að vita hvernig öll þessi vitleysa
byrjaði.
Hjá hverjum leitarðu ráðlegginga í
mikilvægum málum?
Hildi dóttur minni, 5 ára.
Ef þú mættir setja ein lög, hver
yrðu þau?
Lög um nýtt, virkara og víðtækara
lýðræði.
ÁBENmNG
Jómfrúardjass
Djassklúbbur Jómfrúarinnar stend-
ur fyrir uppákomum á hverju föstu-
dagskvöldi og hefur dagskrá verið
ákveðin að minnsta kosti næstu tutt-
ugu kvöld fram í tímann.
Næstkomandi föstudagskvöld
munu Jteir Hilmar Jensson, gítar, Jó-
hann Ásmundsson, bassi, og Matthías
Hemstock, trommur, leika djassút-
setningar á vinsælum popplögum.
Með þeim verður söngkonan Teena
Palmer.
Tónleikamir hefjast urn níuleytið
og standa til miðnættis ef stemmning
verður góð. Það er vert að geta þess að
danskt smurbrauð er framreitt á með-
an djassinn dunar.
Skemmtun á Hótel Sögu
Um síðustu helgi var Allabadderí
framsýnt á Hótel Sögu. Sýnt var fyrir
fullu húsi. Að Allabadderí standa þau
Egill Ólafsson, Sigrún Eva Ármanns-
dóttir og Tamlasveitin. Sýningar All-
abadderís era ásamt glensi Spaug-
stofumanna áformuð um hverju helgi
það sem eftir lifir vetrar.