Vikublaðið - 17.02.1997, Síða 6

Vikublaðið - 17.02.1997, Síða 6
CDIi/iMDtHD 17. febrúar 1997 „Þórarinn Viðar er maður sem ekki ætti að sjást og ég fæ alltaf hroll þegar ég heyri hann tala. Það er óþolandi þegar Vinnuveitendasambandið heldur því fram að ekki sé hægt að hækka lægstu launin án þess að verðbólgan xjúki upp úr öllu valdi. Þetta gerist á sama tíma og fréttir berast um gríðarlegar launahækkanir bankastjóra,” segir Rannveig H. Gunnlaugsdóttir í viðtali við Vikublaðið. að var hlýtt og nota- legt í stofunni hjá Rannveigu þótt út væri kafaldsbylur og allt á kafi í snjó. Kaffiihnur og kertaljós mættu blaða- manni auk Guðlaugs, heimiliskisunnar. Rannveig er ein fjöl- margra starfsstúlkna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur en þeirra starf felst aðal- lega í ræstingum af ýmsu tagi og umsjár býtibúrs. En hvernig kom til að Rannveig ákvað að gerast starfsstúlka? „Ég hafði verið heimavinnandi húsmóðir um langt skeið. Það var náttúrulega mikið að gera enda eigum við hjónin fjögur böm. Ég ákvað samt að venda kvæði mínu í kross árið 1989 og réð mig þá til starfa hjá Borgarspítalan- um. Þá var yngsta barnið okkar að komast á skólaaldur, ég hef reyndar aldrei unnið fulla vinnu.” Rannveig segir Sjúkrahús Reykja- víkur vissulega vera stóran vinnustað en ekki sé hægt að kvarta yfir aðbún- aði þar og hún bætir við að andinn á vinnustað sé almennt mjög góður. „Það er gott að starfa á hjartadeild- inni og mér hefur alltaf þótt gefandi að vinna innan um fólk. Maður kynn- ist mörgum og maður verður aldrei leiður, því sífellt kemur nýtt fólk inn, sem gaman er að kynnast. Starfsfólk- ið er einnig allt hið besta fólk.” Rannveig er sátt við starf sitt og ætlar að ílengjast um sinn á sjúkra- húsinu, nú em aðeins tvö böm eftir í kotinu, tólf ára sonur sem gengur í Langholtsskólann og dóttir sem stun- dar nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Elsta dóttirin dvelur í Bandaríkjunum og eldri sonurinn er ráðsmaður á býli austur á fjörðum. Ástandið afar slæmt hjá mörgum Er Rannveig sátt við launin sín? „Það gengur nú svona upp og ofan að lifa af þessum launum og ég get alls ekki sagt að það sé auðvelt. Það vill mér nú reyndar til happs að maðurinn hefur ágætis vinnu en hann starfar hjá hreinsifyrirtæki í Hafnarfirði, svo ég þarf ekki að kvarta. Ég er sjálf að- eins í 80% starfi en ég vildi ekki þurfa að sjá ein fyrir fjölskyldu á þeim launum sem ég fæ. Ég held að ef laun eiginmannsins kæmu ekki til væri þetta dæmi vonlaust, jafnvel þótt ég ynni fulla vinnu. Margar sam- starfskonur mínar eiga við fjárhags- örðugleika að etja, þeim tekst ein- faldlega ekki að láta enda ná saman og ástandið er afar bágborið hjá mörgum þeirra. Það er hart að fólk sem vinnur fulla vinnu skuli ekki geta séð sómasamlega fyrir sér og sínum” Á síðasta ári var Rannveig kjörin trúnaðarmaður á sínum vinnustað og stuttu seinna var hún kosin í stjórn Starfsmannafélagsins Sóknar. „Ég hafði nú lítið komið nálægt málum sem þessum en ég er búin að fara á trúnaðarmannanámskeið. Það er gaman að geta verið þáttakandi í þessum málum.” Fólk orðið langþreytt á misréttinu Nú eru launþegahreyfingar lands- ins að missa þolinmæði sína gagnvart ráðamönnum ekki síst í ljósi frétta um launahækkanir bankastjóra. Hvaða augum líta Sóknarkonur bar- áttuna framundan? „Starfsmannafé- lagið Sókn er stórt félag með um 5000 manns á sínum snærum. Það er oft talað um Sóknarkonur en það má ekki gleymast að karlmenn eru þó- nokkrir í félaginu og meðal annars er einn þeirra í stjórn. Sóknarfólk er langt frá því að vera ánægt með stöðu kjaramála. Auðvitað vill eng- inn í raun fara í verkfall en nú er bara svo komið að fólk er orðið langþreytt á misréttinu og þess vegna mun það taka þátt í aðgerðum ef það er það eina sem dugir. Ég get ekki séð að láglaunafólk láti bjóða sér það lengur að það taki heilt ár að vinna sér inn mánaðarlaun þeirra hálaunuðu í þjóð- félaginu. Hvaða sanngimi er í þessu? Og svo segja menn að ef lægstu laun- in séu hækkuð þá rjúki verðbólgan upp. Það þarf enginn að segja mér að þetta sé rétt því ekki rýkur verðbólg- an upp þegar lauh bankastjóra, þing- manna eða annarra ámóta em hækk- uð upp úr öllu valdi. Svo verða menn hissa þegar verkafólk og annað lág- launafólk fer í fýiu.” Lágmarkslaun ekki undir 70 þúsundum Auk þess að sitja í stjórn Sóknar hefur Rannveig einnig átt sæti í samninganefnd félagsins. Hvernig miðar málum á þeim bæ? „Við höf- um unnið samkvæmt viðræðuáætlun frá því í nóvember og það hefur komist hreyfing á mörg málanna. Það er í það minnsta jákvætt að menn skuli setjast niður og ræða málin. Eitt stærsta baráttumál okkar er í sam- bandi við vaktaálagið. Við missum það þegar við fömm í sumarfrí. Þetta gerðist árið 1989 og við höfum ekki í hyggju að gefa þetta lengur eftir.” Rannveig segir að byrjunarlaun Sóknarfólks séu rétt rúm fimmtíu þúsund og hæstu laun séu undir átta- tíu þúsundum. „Lægstu laun ættu ekki að vera undir 70 þúsundunu það er algert lágmark að mínu mati. Ég er ekkert endilega fylgjandi lagasetn- ingu um lágmarkslaun enda ættu allir skyni bomir menn að sjá að allt þar fyrir neðan hlýtur að teljast óásættan- legt. Það er ekki auðvelt að fá ungt fólk til starfa, til dæmis í minni starfsgrein. Hver heldurðu að gleypi við 53 þúsunda króna byrjunarlaun- um? Þetta er bara enginn peningur. Við höfum haft möguleika á að vinna sig upp um launaflokka með því að sækja námskeið en það er nú samt þannig að ef starfsmaður í Sókn tekur öll möguleg námskeið og hefur tilskylda starfssreynslu þá kemst hann í hæsta launaflokk, sem eru rúmar sjötíu þúsund. Þar er þakið og ofar fer enginn. Gagnvart láglauna- fólki, þá finnast mér skattleysismörk- in vera alltof há. Ef ég til dæmis tek tvær aukavaktir í mánuði þá fæ ég aðeins greitt fyrir aðra þeirra, hin fer öll í skatta. Þótt ég sé ekki fylgjandi lengingu vinnutímans þá gæti það hjálpað mörgum, sem hafa mögu- leika á að vinna meira að gera það og þyngja þar með launaumslagið.” Þrátt fyrir lág laun segir Rannveig starfsstúlkur spítalanna hafa verið starfi sínu tryggar. Hún segist þekkja margar sem hafa unnið við þetta í nokkra áratugi og flestar séu þær í eldri kantinum. Flestum líkar starfið vel en auðvitað vildu þær hafa miklu betri kjör. Rannveig bætir við að í vetur hafi hún í fyrsta sinn fundið fyrir flótta úr stéttinni, enda mælirinn kannski fullur hjá mörgum kvenn- anna. Hef ekki mikla trú á stjórnmálamönnum Hefur Rannveig trú á að Sókn tak- ist að ná fram kjarabótum fyrir sitt fólk? „Ég hef mikla trú á formannin- um okkar, Þórunni Sveinbjörnsdótt- ur. Hún er hörkukona og vill hag okkar auðvitað sem bestan. Þá er Guðrún Óladóttir, varaformaður, ekki síðri baráttukona. En þær eru náttúrulega ekki einráðar heldur byggist þetta á því að félagar okkar standi saman, það eru þeir sem taka hina endanlegu ákvörðun.” Fer ekki bráðum að draga til tíð- inda hjá samninganefndinni. Er þol- inmæðin ekki á þrotum? „Nei, það er ekki komið á það stig. Það hefur ver- ið ákveðin hreyfing á málum og við viljum halda viðræðum áfram um sinn. Samninganefndirnar hittast nú vikulega en auðvitað verður eitthvað bitastætt að fara að gerast”. Rannveig hefur aldrei verið flokks- bundinn og segist ekki aðhyllast einn stjórnmálaflokk öðrum fremur. „Ég „Ég er sjálf aðeins í 80% starfi en ég vildi ekki þurfa að sjá ein fyrir fjölskyldu á þeim launum sem ég fæ. Ég held að ef laun eiginmanns- ins kæmu ekki til væri þetta dæmi vonlaust, jafnvel þótt ég ynni fulla vinnu.”

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.