Vikublaðið - 17.02.1997, Qupperneq 7
17. febrúar 1997
HHLSMÐQÍD
get ekki sagt að ég hafi mikla trú á
stjómmálamönnum, þeir hafa ekkert
gert fyrir okkur sem erum á lægstu
laununum. Þeir em flestir ómögulegir
og mín vegna mættu þeir allir fara í
frí.
Einkagóðæri Davíðs
og hinna ríku
Fólk hefur þurft að búa við afar bág
kjör í alltof langan tíma, það eru
löngu orðið tímabært að þessu linni.
Svo tala menn um góðæri. Þetta góð-
æri hefur farið ffamhjá mér og reynd-
ar öllum sem ég þekki og tala við. Ég
held barasta að þetta sé eitthvert
einkagóðæri hjá honum Davíð. Ef
þetta góðæri er í raun staðreynd þá
skil ég ekki af hverju láglaunafólkið
ætti ekki að fá réttlátan skerf af því.
En líklega er þetta einungis góðæri
hinna efnameiri.”
Um síðustu áramót var persónuaf-
slátturinn frystur af stjómvöldum, lík-
lega í þeim tilgangi að selja launþeg-
um hann aftur í kjarasamningum.
Hvað finnst Rannveigu um þetta?
„Við látum ekki plata okkur með
þessu bragði. Það er staðföst skoðun
mín að það eigi að hækka skatta hjá
þeim sem hæst hafa launin. Mér þætti
ekki óeðlilegt að miða við 150 þús-
und króna tekjur og allt þar yfir. Það
verður að setja þak. Vandinn er hins
vegar sá að þeir sem ráða þessu em
sjálfir hálaunamenn og maður sér það
nú ekki alveg fyrir sér að þessir menn
byrji á því að auka skattaálögur á
sjálfum sér. Það er óþolandi að hinir
lægst launuðu þurfi sífellt að borga
brúsann. Þetta misrétti hefur verið lát-
ið óátalið í alltof mörg ár.
Menn verða að sættast á að allt
undir 70 þúsundum er of lágt. Auðvit-
að vildi ég sjá enn hærri lágmarks-
laun, en það verður að taka á þessum
málum af skynsemi. Það er betra að
fá þetta í smáskömmtum en að fá ekki
neitt.”
Fæ hroll þegar ég heyri
í Þórarni Viðari
Vinnuveitendasambandið er ekki í
miklu áliti hjá Rannveigu: „Þórarinn
Viðar er maður sem ekki ætti að sjást
og ég fæ alltaf hroll þegar ég heyri
hann tala. Það er óþolandi þegar þess-
ir menn tala um að hækkun lægstu
launa muni kveikja mikið verðbólgu-
bál á meðan maður heyrir um gríðar-
legar launahækkanir bankastjóra í
fréttunum. Hvernig er hægt að taka
mark á þessum mönnum? Svo talar
Þórarinn um að launabil hér sé minna
en tíðkast annars staðar. Það getur vel
verið rétt en það breytir ekki þeirri
staðreynd að fjöldi fólks skrimtir ekki
einu sinni af laununum sínum. Hvem-
ig eiga annars menn á borð við Þórar-
in V, sem hafa árslaun láglauna-
mannsins á mánuði að geta sett sig í
spor hinna lægst launuðu?”
Rannveig hefur ekki mikla trú á að
landflótti Islendinga sé þeim til góðs.
„Mér hefur aldrei dottið í hug að flýja
land, ef svo má að orði komast. Það
eru alltaf til menn sem segja að grasið
sé grænna hinum megin. Eg hef bara
ekki séð að þeir íslendingar, sem ég
þekki til, hafi það eitthvað miklu
betra þegar þeir eru komnir út fyrir
landsteinana. Mér hefur alltaf liðið
vel hér á landi og hér vil ég vera.”
Lífið ekki eintómt böl
Þegar Rannveig er ekki að sinna
sjúklingum eða samningamálum fyrir
félaga sína í Sókn þá segist hún helst
vilja vera heima með fjölskyldunni.
„Ég dingla mér nú stundum með vin-
konunum, við kíkjum í Kringluna og
fáum okkur kaffi á eftir. Við hjónin
reynum að vera dugleg að ferðast inn-
anlands en við höfum ekki gert mikið
af því að fara til útlanda. Ég er uppal-
in í sveit, á Syðri-Kvíhólma undir
Eyjafjöllum og þangað förum við
gjarna á sumrin. Maðurinn er með
hrossadellu en ég hef aldrei verið
mikið fyrir reiðmennsku. Lífið er nú
ekki bara eintómt böl og það þýðir
ekkert annað en að horfa með bjart-
sýni til framtíðarinnar. Hlutimir verða
ekkert betra þótt menn séu með sífellt
volæði. Lífið skröltir víst alltaf áfram
af göntlum vana.
aþ
Bryndís Hlöðversdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögu um iittekt á aðbúnaði íslenskra sjómanna.
verji ' eru sagðir hafa fábrotna að- ástandið þegar gömul skip, þar sem Einn þátt þessa máls þarf að skoða
Bryndís Hlöðversdóttir,
Sigurður Hlöðversson
og Steingrímur J. Sigfús-
son eru flutningsmenn
þingsályktunartillögu um
aðbúnað um borð í físki-
skipum, þar sem gert er
ráð fyrir úttekt á aðbún-
aði og starfsumhverfi
skipverja um borð í ís-
lenskum fískiskipum og
að gerðar verði tillögur til
ríkisstjórnarinnar um úr-
bætur í þeim efnum.
Tillagan er
svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjóminni að skipa nefnd er hafi það
hlutverk að gera úttekt á aðbúnaði og
starfsumhverfi skipverja um borð í
íslenskum fiskiskipum og gera tillög-
ur til ríkisstjómarinnar um úrbætur í
þeim efnum. f nefndinni eigi sæti
átta fulltrúar skipaðir af Vinnueftirliti
ríkisins, Sjómannasambandi fslands,
Farmanna- og fiskimannasambandi
íslands, Vélstjórafélagi íslands,
Landssambandi íslenskra útvegs-
manna, Samtökum úthafsútgerða,
landlæknisembættinu og Félagi ís-
lenskra heimilislækna.
Uttektin taki til allra fiskiskipa
sem gerð em út af íslenskum útgerð-
um og taki m.a. annars til eftirfarandi
þátta:
a. öryggismála og alls að-
búnaðar í íbúðum og við störf um
borð,
b. möguleika skipverja til
líkamsræktar og tómstundaiðkunar
með tilliti til þess tíma sem veiði-
ferðin tekur,
c. möguleika skipverja til að
hafa samband við umheiminn, sér-
staklega fjölskyldu sína,
d. lengd útiveru og hvenær
slíkt sé í síðasta lagi ákveðið,
e. dvalartíma í landi milli
veiðiferða og hvenær hann sé ákveð-
inn,
f. vaktafyrirkomulags og
hvíldartíma.
Að lokinni úttekt skal
nefndin gera tillögur um úrbætur á
því sem betur má fara til ríkisstjóm-
arinnar. Skulu þær tillögur liggja fyr-
ir skriflega eigi síðar en 1. júlí 1997
og leggi ríkisstjórnin þær fyrir Al-
þingi í upphafi þings haustið 1997.”
Starfsumhverfi sem
veldur vanlíðan
Tillögunni fylgir greinargerð, þar
sem segir: „Á síðustu árum hefur
umræða um aðbúnað skipverja um
borð í fiskiskipum sem gerð eru út af
íslenskum útgerðum aukist. Bendir
margt til þess að aðbúnaður sé ekki
alls staðar sem skyldi og standist
ekki nútímakröfur. Hefur athyglin
þar einkum beinst að svonefndum út-
hafsveiðiskipum, þ.e. skipum sem
fara í langar veiðiferðir á fjarlæg
mið, þótt vissulega gildi það sama
fyrir skip með langa útiveru innan
landhelginnar. í nýlegri umfjöllun í
Vinnunni, tímariti ASÍ, var fjallað
um þessi mál og þar kom fram gagn-
rýni á aðbúnað skipverja sem nauð-
synlegt er að taka alvarlega. Skip-
stöðu al tomstundaiðkunar, samband
við land sé takmarkað, aðstaða til lík-
amsræktar lítil eða engin, útiverutími
óöruggur og dvalartími í landi sömu-
leiðis og svo mætti lengi telja.
Slíkt starfsumhverfi veldur að
sjálfsögðu mikilli vanlíðan hjá skip-
verjum og í umræddri umfjöllun er
því lýst að þeir þjáist oft af þung-
íyndi, sem orsakist ekki síst af því
hversu erfitt sé að samhæfa fjöl-
skyldulíf og vinnu, hversu fábrotin
aðstaða sé til tómstundaiðkunar og
líkamsræktar og samskipti við um-
heiminn stopul. Þá er því einnig lýst
að óljós brottfarartími og heimkomu-
tími sé til þess fallinn að spilla að
miklu leyti þeim tíma sem menn eiga
í landi hverju sinni og geri það að
verkum að hann nýtist ekki sem
skyldi til hvíldar og afslöppunar.
Ymislegt fleira mætti nefna sem
hnígur í sömu átt og fram hefur kom-
ið á undanfömum mánuðum. í við-
tölum í fjölmiðlum við sjómenn, að-
standendur þeirra og jafnvel lækna
kemur fram að álagið er mikið, bæði
á sjómennina sjálfa og fjölskyldur
þeirra.
Fábrotin ákvæði
um vinnuvernd
f lögum nr. 46/1980, um aðbúnað,
hollustuhætti og öryggi á vinnustöð-
um, er launafólki í landi tryggð
ákveðin vinnuvemd, sem felst í lág-
marksreglum um öryggi og aðbúnað
á vinnustaðnum. Þessi lög taka ekki
til skipa og önnur lagaákvæði um
vinnuvernd í skipum eru fábrotin.
Sérstaklega þykir því ástæða til að
gera úttekt á þessum málum um borð
í fiskiskipum með það í huga að
gerðar verði tillögur til úrbóta sem
miði að því að öll fiskiskip uppfylli
nútímakröfur um aðbúnað og starfs-
umhverfi á vinnustöðum.
Kröfur um aðbúnað til sjós hafa að
sjálfsögðu breyst mjög mikið á síð-
ustu ámm og tekur það jafnt til íbúða
sem vinnuaðstöðu. Nýjustu skip flot-
ans em flest hönnuð með það í huga
að búa sem best að áhöfn og gera líf-
ið um borð sem eðlilegast eftir því
sem slfkt er hægt. í flotanum eru hins
vegar misgömul skip og aðbúnaður
því mjög mismunandi. Verst er
mikil þrengsh eru um borð og lík-
amsræktar- og tómstundaaðstaða lítil
eða engin, fara í langar veiðiferðir.
serstaklega, en það em reglur um úr-
eldingu fiskiskipa og að hve miklu
leyti þær verka sem hemill á úrbætur.”
Borgarskipulag Reykjavíkur
Borgartún 3 105 Reykjavík sími 563 2340 Myndsendir 562 3219
Landakot og næsta nágrenni
Kynning á deiliskipulagi Landakotsreits fer fram í sýn-
ingarsal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa, Borgar-
túni 3, 1. hæð, kl. 9.00-16.00 virka daga, og stendur til
17. mars 1997.
i
UTBOÐ
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir til-
boðum í viðbyggingu við vigtunarhús Malbikunarstöðvar-
innar Höfða hf.
Um er að ræða steinsteypu og fullnaðarfrágang á 140m2 við-
byggingu.
Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriðjud. 18. febr. nk.
Opnun tilboða: fímmtud. 6. mars 1997, kl. 11.00 á sama
stað.
F.h. Reykjavíkurhafnar er óskað eftir tilboðum í vinnu við
lögn brunaslöngukerfis í húseignum hafnarinnar og nefnist
verkið:
Grandagarður 16 og 18, brunaslöngukerfí.
Verkið felst í að leggja aðfærslur að brunaslöngum og upp-
setningu á þeim.
Helstu magntölur:
Vatnslagnir 025 290 m
Vatnslagnir 032 450 m
Brunaslöngur 27 stk.
Hitaþráður 10W150m
Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriðjud. 18. febr. nk.
Opnun tilboða: miðvikud. 5. mars 1997, kl. 11.00 á sama
stað.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 pósthólf 879 - 121 Reykjavík
Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616