Vikublaðið - 17.02.1997, Side 8

Vikublaðið - 17.02.1997, Side 8
[BiíJMDOKB 17. febrúar 1997 Islensku tónlist launin Itilefni afhendingar íslensku tónlistar- verðlaunanna leitaði Vikublaðið hófanna hjá fjórum tónlistar- mönnum til þess að spyija þá hvaða aug- um þeir líti þessi verðlaun, hvernig þeim lítist á tilnefn- ingarnar og hvaða gildi verðlaunin hafi almennt fyrir tónlist- arlíf í landinu. Emiliana númer eitt Vekur athygli á því sem vel er gert „í mínum huga eru tónlistarverð- launin frábær hvatning fyrir lista- menn. Ef ég ætti hins vegar að velja söngvara ársins þá væri það Egill 01- afsson. Egill hefur ekki verið fram- sækinn í plötuútgáfu þetta árið og fær því ekki útnefningu, enda hefur hann einbeitt sér meira að leiksviðinu. Við Egill vorum reyndar báðir tilnefndir í fyrra. Ég hlaut sjálfur þrjár tilnefning- ar og fannst það mjög ánægjulegt enda átti ég síst von á því, þótt ég hafi starfað í tónlistarheiminum í 27 ár. Það er margt spennandi að gerast í tónlistinni nú og ég mér líst ágætlega á tilnefningamar, til dæmis finnst mér útnefning Haraldar Freys, sem besta trommuleikara, afar spennandi og hvetjandi fyrir hann.” Reyni að hafa gaman af þessu Næstkomandi fimmtudagskvöld verða íslensku tónlistarverðlaunin afhent fjórða sinni. Athöfnin fer fram á Hótel Borg. Alls eru útnefningar til verðlaunanna í fimmtán flokkkum og jafnan eru fimm út- valdir í hveiju hópi. Það var 70 manna hóp- ur fólks sem tengist tónlistarheiminum á einn eða annan hátt sem stóð að forvalinu. Við tilnefninguna er einblínt á þá aðila og þau verk sem komu út á síðastliðnu ári. Lesendum til frekari glöggvunar eru útnefn- ingarnar birtar hér að neðan. Hljómborðsleikari ársins Eyþór Gunarssson (Mezzoforte/Bubbi ofl.) Jón Ólafsson (Emiliana Torrini/Stone Free) Kjartan Valdimarsson (Todmobile/Fagra veröld) Máni Svavarsson (Stefán Hilmarsson) Pálmi Sigurhjartarson (Sniglabandið) Trommuleikari ársins Einar Valur Scheving (Bubbi/ýmsir Jazz) Gunnlaugur Briem (Mezzoforte) Haraldur Freyr Gíslason (Botnleðja) Jóhann Hjörleifsson (Emiliana Torrini/Stone Free) Matthías Hemstock (Todmobile) Emiliana Torrini - Merman KK og Magnús Eiiíksson - Ómissandi fólk Kolrassa Krókríðandi - Köld eru kvennaráð Páll Óskar Hjálmtýsson - Seif Páll Rósinkrans -1 belive in you Stefán Hilmarsson - Eins og er... Klassík geislaplata ársins Kristinn Amason - Northern Light/ Sor ponce Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar - W.A. Mozart, Grand partita Þorsteinn Gauti Sigurðsson- Tarchmaninov, píanókonsert nr.2 í c-moll. Marta Guðrún Halldórsdóttir og Öm Magnússon - íslensk þjóðlög, safn Engel Lund Þorkell Sigurbjömsson/ Hljómeyki- koma Egill Ólafsson söngvari „Ég er afar hlynntur veitingu tón- listarverðlauna. það er almennt alltof lítið fjallað um menningu hér á landi og þar á ég aðaliega við tónlist og dans. Klassísk tónlist fær núorðið meiri umfjöllun en áður. Umfjöllun um íþróttir í blöðum og ijósvakamiðl- um em miklu mun umfangsmeiri en nokkurn tímann menningammfjöllun. Öll umfjöllun um tónlist virðist vera í kringum útgáfu á plötum og við það situr. Vegna þessa held ég að afhend- ing tónlistarverðlaunanna sé af hinu góða. Dagbiaðið stóð á sínum tíma fyrir vinsældakosningu á milli tónlist- armanna en það jafnast ekki á við formið sem er á afhendingu tónlistar- verðlaunanna í dag. Með þessu móti er kastljósinu beint að mörgum og ekki endilega bara þeim sem vinna til verðlauna. Það er mikill fjöldi hæfi- leikafólks sem vinnur að tónlist í dag, hvort sem er í poppi eða jazzi og það á svo sannarlega athyglina skilið. Af þeim söngvumm sem em til- nefndir myndi ég setja Emilíönu Torr- ini í fyrsta sæti með fullri virðingu fyrir Andreu Gylfadóttur, sem á fylli- lega heima þama. Ég hef ekki heyrt mikið í þeim Önnu Haildórsdóttur og Margréti en Björk hefur auðvitað sannað sig. Af karlpeningnum myndi ég ekki setja neinn í fyrsta sæti. Páll Óskar væri þó ofarlega hjá mér, hann er mesti performerinn, svo myndi ég setja Bjama Ara númer tvö vegna þess að hann er svo mikill söngvari. Bubbi á ekki heima á þessum lista því hann er fyrir löngu búinn að sanna að hann sé söngvari aldarfjórðungsins. “ Gunnar Hrafnsson bassaleikari Tamla- sveitarinnar. „Það er upphefð fyrir tónlistarfólk að fá útnefningu til verðlaunanna. Þetta er einnig frábær hvatning um að halda áfram og vekur eftirtekt fólks á þvf sem vel er gert og ekki síst hveijir það eru sem standa á bak við tónlist- ina. Ég er þeirrar skoðunar að ekki sé nóg gert af því kynna þessi verðlaun fyrir almenningi en manni virðist þetta meira vera tónlistarmenn að af- henda öðmm tónlistarmönnum verð- laun. Þessu verður að breyta. Ég sit í stjóm FÍH og við höfum staðið fyrir mörgum tónlistarhátíðum í gegnum tíðina. Það er von okkar í FIH að afhending tónlistarverðlaun- anna verði starfsemi tónlistarmanna á íslandi til frekari framdráttar í fram- tíðinni. Af þeim sem em tiinefndir í ár þá finnst mér þetta vera góður þver- skurður af því sem er að gerast í fag- inu. Ég er mjög sáttur við valið og það er gaman að sjá ný andlit eins og Ónnu Halldórsdóttur og Margréti Kristínu. Sá sem sló mig samt alveg út af laginu var Páll Rósinkrans, hann var hreint ótrúlegur. Af plötum ársins myndi ég telja Botnleðju fremsta í flokki, sérstaklega lagið þeirra Haus- verkun, sem reyndar er útnefnt sem besta lag ársins.” Margt spennandi að gerast í tón- listinni Ásgeir Óskarsson trommmuleikari Stefán Stefánsson saxófónleikari „Ég hef alltaf fylgst með tónlistar- verðlaununum en kannski aldrei sem nú, þar sem ég sjálfur tilnefndur í flokki bestu jazzleikara og bestu blásturshljóðfæraleikara ársins. Ég hef reyndar kennt meirihluta þeirra sem em tilnefndir ásamt mér, til dæm- is þeim Jóel Pálssyni og Óskari Guð- jónssyni, en þetta er afskaplega föngulegur hópur. Ég get ekki gert upp á milli þeirra sem eru tilnefndir í mínum flokkum, þeir em allir hæfi- leikamenn. Hópur saxófónleikara er mjög sterkur hér á landi um þessar mundir og get ég í fijótu bragði nefnt tvo mjög góða sem eru ekki tilnefnd- ir, þá Kristin Svavarsson og Eirík Örn. Mér finnst að menn ættu fyrst og fremst að reyna að hafa gaman af þessu og listamenn ættu ekki að taka þetta of alvarlega. Ég veit ekki um neinn tónlistarmann sem stefnir leynt og ljóst að því að vinna þessi verð- laun. Það ber að líta á þetta sem skemmtun og það er alltaf jákvætt þegar vakin er athygli á starfi tónlist- armanna.” hj Bassaleikari ársins Eiður Arnason (Todmobile/Sniglabandið) Jakob Smári Magnússon (SSSÓL/Bubbi) Jóhann Asmundsson (Mezzoforte) Ragnar Páll Steinarsson (Botnleðja) Róbert Þórhallsson (Emiliana Torrini/Stone Free) Söngvari ársins Bjarni Arason Bubbi Morthens Páll Óskar Hjálmtýsson Páll Rósinkrans Stefán Hilmarsson Gítarleikari ársins Eðvarð Lárusson (ýmis jazz) Friðrik Karlsson (Mezzoforte) Guðmundur Pétursson (Emiliana Torrini/Stone Free) Kristján Kristjánsson (KK) Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson (Todmobile) Blásturshljóðfæraleikari ársins Jóel Pálsson (Milljónamæringarnir)saxafónn Öskar Guðjónsson (Messoforte) Saxófónn Sigurður Flosason (kv.Sig.Flos.) Saxófónn Stefán S. Stefánsson (S.S.S.) Saxófónn Veigar Margeirsson (Milljónam.ofl.) Trompet Flvtjandi/ hljómsveit ársins Botnleðja Emiliana Torrini Kolrassa Krókríðandi Mezzoforte Todmobile Söngkona ársins Andrea Gylfadóttir Anna Halldórsdóttir Björk Guðmundsdóttir Emiliana Torrini Margrét Kristín Sigurðardóttir Lagahöfnndur ársins Bubbi Morthens Jóhann Helgason Magnús Eiríksson Stefán Hilmars, Máni Svavars og Friðrik Sturla Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Textahöfundur ársins Andrea Gylfadóttir Bubbi Morthens Magnús Eiríksson Megas Stefán Hilmarsson Geislaplata ársins Botnleðja - Fólk er fífl Lag ársins Eins og er - Stefán Hilmarsson Hausverkun - Botnleðja The Boy Who Giggled So Sweet - Emiiiana Torrini Villtir morgnar - Anna Halldórsdóttir Woodooman - Todmobile Verður Emiliana söngkona ársins 1997? LISTINN Á íslandi fá tónlistar- menn gullplötu þegar plata þeirra hefur selst í fimm þúsund eintökum. í útlöndum eru allt miklu stærra í sniðum og til dæmis fá tónlist- armenn í Bandaríkjun- um platínuplötu þegar þeir hafa selst í tveimur milljónum eintaka. Það þykir vafalaust gott að ná því marki einu sinni á lífsleiðinni en sam- kvæmt lista yfir sölu- hæstu tónlistarmenn heimsins þá hafa sumir gert gott betur. Listamaður Fjöldi platna 1. Elvis Presley 12 2. The Beatles 11 3. Led Zeppelin 9 4. Billy Joel 8 5. -10. Aeorosmith 7 5.-10. Álabama 7 5.-10. Journey 7 5.-10. Bruce Springsteen7 5.-10. Barbra Streisand 7 * -X-* -

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.