Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 1
laugardagur 16. 2. 2008 íþróttir mbl.isíþróttir Kvennalið Vals og karlalið Fram í 16 liða úrslitum Evrópumótanna >> 4 GLEÐIGJAFINN ER MÆTTUR VALSMAÐURINN SIGURÐUR EGGERTSSON SKORAÐI 7 MÖRK Á SKÖMMUM TÍMA ÞRÁTT FYRIR MEIÐSLI >> 4 Eftir Víði Sigurðsson og Guðmund Hilmarsson vs@mbl.is, gummih@mbl.is Barry Smith hefur spilað með Vals- mönnum undanfarin tvö ár og átt stóran þátt í velgengni þeirra. Hann lék 17 af 18 leikjum Vals síðasta sum- ar þegar félagið varð Íslandsmeistari og liðið hefur aðeins tapað tvívegis í þeim 32 deildaleikjum sem hann hef- ur leikið með því. Smith er 34 ára gamall og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins stóð honum til boða eins árs samn- ingur hjá Val en FH-ingar eru hins- vegar tilbúnir með tveggja ára samn- ing. Smith lék á sínum tíma með Celtic og Dundee í skosku úrvals- deildinni og í vetur hefur hann leikið með Morton í 1. deild í heimalandi sínu. Skoska félagið vill halda honum en Smith vill frekar leika á Íslandi, þar sem hann kann afar vel við sig. Sverrir hélt til Sundsvall í gær þar sem hann gekkst undir læknisskoðun og að henni lokinni fundaði hann með forráðamönnum félagsins ásamt föð- ur sínum, Garðari Sverrissyni, þar sem farið var yfir samninginn, launa- kjör og lengd hans. ,,Við eigum eftir að ganga frá nokkrum atriðum sem snúa að skattamálum áður en við getum inn- siglað samninginn,“ sagði Torbjörn Wiklund, yfirmaður knattspyrnu- mála, við sænska blaðið Sundsvall Tidning í gær. ,,Sverrir á eftir að verða mikilvægur fyrir okkur. Hann er sannkallaður víkingur sem hægt er að halda í höndina á þegar vindur blæs.“ Sverrir Garðarsson er 23 ára gam- all og kom inn í FH-liðið á ný á síð- asta tímabili eftir tveggja ára fjar- veru vegna meiðsla. Þá vann hann sér sæti í landsliðshópnum og spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Dönum á Parken í nóvember. Hann var í lands- liðshópnum á Möltumótinu á dögun- um en gat ekki spilað þar vegna meiðsla. ,,Við erum búnir að ná samkomu- lagi við Sundsvall um félagaskiptin. Þeir gengu að okkar kröfum og við erum sáttir með það og vonum að Sverri vegni vel en það er ljóst að enginn leikmaður kemur í staðinn fyrir uppalinn FH-ing,“ sagði Pétur Ó. Stephensen, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, við Morgun- blaðið. Barry Smith í stað Sverris? Árvakur/G.Rúnar Barátta Joshua Helm og félagar hans í Íslandsmeistaraliði KR lögðu Keflavík í stórleik 17. umferðar Iceland Ex- press deildar karla í körfuknattleik í gær. ÍR-ingar tóku Fjölni í kennslustund á útivelli í Grafarvogi. »2-3 MIKLAR líkur eru á því að skoski varnarmaðurinn Barry Smith leysi Sverri Garðarsson af hólmi í vörn bikarmeistara FH í knattspyrnu á komandi keppnistímabili. Sverrir gengur frá samningi við sænska úr- valsdeildarliðið Sundsvall eftir helgina og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru FH-ingar langt komnir með að fá Smith í vörnina til að fylla skarð Sverris.  Sverrir Garðarsson á leið til Sundsvall  FH langt komið með að fá Barry Smith sem hefur leikið með Val í tvö ár Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is RAGNA Ingólfsdóttir badminton- kona stendur mjög vel að vígi með að vinna sér keppnisrétt á Ólympíu- leikunum í Peking í sumar. Hún mun að óbreyttu keppa á fimm al- þjóðlegum mótum næstu tvo mán- uðina og með eðlilegri frammistöðu þar ætti hún að tryggja sér Ólymp- íusætið á allöruggan hátt. Nítján Evrópuþjóðir fá keppnis- rétt í einliðaleik kvenna á leikunum í Peking, fyrir einn keppanda hver. Fjórtán Evrópuþjóðir eiga kepp- endur sem eru fyrir ofan Rögnu á heimslistanum eins og staðan er núna. Þar er Ragna í 56. sæti á nýjasta listan- um. Sú Evrópuþjóð sem er í 20. sæt- inu er Írland en fremsti keppandi Íra, Chloe Ma- gee, er í 75. sæti heimslistans, nítján sætum neðar en Ragna. Það þarf ansi mikið að gerast til að fremstu badmintonkonur fimm Evrópuþjóða komist fram úr Rögnu á lokasprettinum og útlit fyrir að einungis meiðsli gætu komið í veg fyrir Kínaför hjá henni. Staða Evrópuþjóðanna á listan- um er sem hér segir: Eftirtaldar 19 þjóðir eru á leið til Peking með keppendur í einliðaleik kvenna eins og staðan er núna, sæti á heimslistanum í sviga: 1. Frakkland (6), 2. Þýskaland (7), 3. Danmörk (9), 4. Búlgaría (15), 5. Bretland (16), 6. Holland (18), 7. Rússland (26), 8. Svíþjóð (35), 9. Úkraína (37), 10. Finnland (42), 11. Ítalía (43), 12. Sviss (45), 13. Eistland (47), 14. Slóvenía (55), 15. Ísland (56), 16. Hvíta-Rússland (58), 17. Portúgal (60), 18. Tékkland (67), 19. Austurríki (68). Síðan eru tvær næstu þjóðir til vara. Það eru Írland (75) og Spánn (82). Ragna fer til Austurríkis í næstu viku og keppir þar á mótinu Austri- an International í Vínarborg. Síðan keppir hún að óbreyttu á mótum í Króatíu, Portúgal og Rúmeníu og endar á Evrópumeistaramótinu í Herning í Danmörku um miðjan apríl. Að því loknu verður staðan endanlega ljós en heimslistinn sem birtur verður 1. maí ræður end- anlega úrslitum um hverjar fá far- seðlana til Peking. Ragna Ingólfsdóttir Ragna er á leið á ÓL í Peking LEIKIR íslenska landsliðsins í handknattleik karla í forkeppni Ól- ympíuleikanna fara fram í Wroclaw í Póllandi. Pólska handknattleiks- sambandið hefur loks staðfest leik- staðinn en valið stóð á milli Wroc- law og Kozsalin, sem er við Eystrasaltsströnd Póllands. Leikið verður 30., 31. maí og 1. júní en auk Íslendinga og Pólverja berjast Argentínumenn og Svíar einnig um þau tvö sæti sem í boði eru fyrir þessar fjórar þjóðir á Ól- ympíuleikunum í Peking sem fram fara í ágúst. Leikjaniðurröðin ligg- ur ekki fyrir ennþá. ÓL-forspil í Wroclaw

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.