Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir „ÞETTA lið á að vera mun sterk- ara en serbneska liðið sem við lék- um við í 32 liða úrslitum fyrir áramót. Ég reikna því með hörkuleikjum um helgina og von- ast eftir góðum stuðningi við þetta verkefni,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvenna- liðs Vals í handknattleik, sem í dag og á morgun leikur við serbneska liðið RK Lasta Radnicki í 16 liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli Vals á Hlíð- arenda. Fyrri viðureignin hefst kl. 16.30 í dag og sú síðari á sama tíma á morgun. Valur sló út serbneska liðið ZORK Napredak Krusevac í 32 liða úrslitum í haust með samtals 36 marka mun í tveimur leikjum. Ágúst segist reikna með að róð- urinn verði miklu erfiðari í dag. Bæði sé Lasta Radnicki mun sterk- ara lið og eins hafi Valsliðið ekki leikið eins vel upp á síðkastið og það hafi gert í haust. „Við ætlum okkur að nota þessa leiki um helgina til þess að rífa okkur í gang á nýjan leik,“ sagði Ágúst sem veit lítið um væntanlega and- stæðinga þar sem ekki hefur tekist að verða sér úti um upptöku af leikjum þess. Lasta Radnicki sló út ítalska liðið Sarta Ariosto Ferrera í 32 liða úr- slitum með samtals átta marka mun. Allir leikmenn Vals eru heilir og tilbúnir í átök helgarinnar, að sögn Ágústs. Markmiðið er að sjálfsögðu að slá serbneska liðið úr keppni og komast í 8 liða úrslit keppninnar. Valsmenn stefna í átta liða úrslit Ágúst Jóhannsson „VIÐ erum nokkuð vongóðir, ekki síst ef okkur tekst að ná upp vörn og markvörslu,“ sagði Jón Eggert Hallsson, formaður handknattleiks- deildar Fram, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann var þá staddur í Timisoara í Rúmeníu hvar hans menn leika tvo leiki gegn liði heima- manna í dag og á morgun í 16 liða úr- slitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Báðir leikirnir hefj- ast klukkan 11 árdegis að staðar- tíma. „Þetta er nokkuð snemmt en við því er ekkert að segja. Það mun vera vani að leika svo snemma dags hér í þessum bæ,“ sagði Jón Eggert ennfremur sem lét vel af aðstæðum í Timisoara sem er nærri landamær- um Rúmeníu og Ungverjalands. Lið Timisoara vann svissneska lið- ið Wacker Thun í síðustu umferð með samtals þriggja marka mun. Það tapaði á útivelli með einu marki, 27:26, en vann heima með fjögurra marka mun, 28:24. „Okkur langar til þess að fara lengra í þessari keppni og helst sem lengst þar sem Fram verður 100 ára á þessu ári. Vissulega verður við ramman reip að drega hér ytra en við munum gera okkar besta,“ sagði Jón Eggert Hallsson. Vongóðir Framarar Kári Árnason,leikmaður danska knatt- spyrnuliðsins AGF, hefur verið settur í hvíld um sinn vegna meiðsla í hné. Hann hefur ekki tekið þátt í tveim- ur síðustu æfingaleikjum liðsins og myndataka í vikunni leiddi í ljós álagsmeiðsli. Á vef AGF er sagt að þetta séu afleiðingar af mjög erf- iðum æfingum undanfarnar vikur en vonast sé til þess að Kári verði kom- inn af stað á ný þegar AGF fer í æf- ingabúðir til Kýpur um næstu helgi. Fyrsti leikur AGF í úrvalsdeildinni að loknu vetrarfríi er gegn Horsens hinn 16. mars.    Gunnar Sigurðsson, markvörðurí knattspyrnu, er genginn í rað- ir bikarmeistara FH og hefur skrifað undir samning sem gildir út tímabil- ið. Gunnar ákvað að leggja mark- mannshanskana á hilluna haustið 2006 þegar hann lék með Fram en hann tók hanskana fram að nýju síð- astliðið sumar og lék tvo leiki með KFS í Eyjum. Gunnar á að baki 76 leiki með Fram í efstu deild og 39 með Eyjamönnum.    Hólmar Örn Eyjólfsson, knatt-spyrnumaður úr HK, fer á morgun til Englands þar sem hann verður til reynslu hjá úrvalsdeild- arfélaginu West Ham í eina viku. Hólmar, sem er 17 ára, hefur leikið þrjá síðustu leiki 21-árs landsliðsins og spilaði auk þess með U17 og U19 ára landsliðunum á síðasta ári. Þá lék hann 12 leiki með HK í úrvals- deildinni, alla í byrjunarliði.    Eiður SmáriGuðjohn- sen er í 18 manna leikmannahópi Barcelona fyrir leik liðsins gegn Real Zaragoza í spænsku 1. deild- inni í kvöld. Bör- sungar, sem eru átta stigum á eftir Real Madrid, end- urheimta Deco, Carles Puyol, Bojan Krikc og Touré Yaya en á sjúkra- listanum eru menn eins Samuel Eto’o, Gianluca Zambrotta og Sylv- inho.    Hans Óttar Lindberg nýkrýndurEvrópumeistari með Dönum í handknattleik hefur framlengt samning sinn við þýska stórliðið Hamburg og gildir hann til ársins 2011. Hans, sem er af íslensku bergi brotinn, gekk í raðir Hamburg úr danska liðinu Viborg síðastliðið sum- ar og hefur fallið vel inn í leik liðsins. Hægri hornamaðurinn hefur skorað 73 mörk í 17 leikjum með liðinu.    Arnór Smárason verður í leik-mannahópi Heerenveen þegar liðið mætir Heracles á útivelli í hol- lensku 1. deildinni í dag. Fólk sport@mbl.is Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is Sigurður lék stórt hlutverk í sigri Valsmanna á Íslandsmótinu í fyrra en í sumar fór hann til Danmerkur og lék frameftir vetri með Skander- borg í úrvalsdeildinni þar í landi. Hann sneri aftur heim nokkrum vik- um fyrir jól, búinn að fá leiða á hand- bolta eins og hann sagði þá við Morgunblaðið. Heima á Hlíðarenda líkar honum hinsvegar lífið. „Þetta var hálfglatað þarna í Dan- mörku, liðið var ekkert sérstakt, æfði ekki nógu mikið og það var eng- inn sjúkraþjálfari. Þeir sem þekkja mig vita að ég þarf helst tvo eð þrjá slíka. Ég þurfti á hvíld að halda, fékk hana og það virkaði mjög vel því nú er ég kominn virkilega graður inní þetta aftur hjá Val,“ sagði Sig- urður og glotti. Sjö mörk á skömmum tíma Í gærkvöld lék hann meiddur, kom ekki til leiks fyrr en um miðjan fyrri hálfleik og var hættur keppni fyrir miðjan þann síðari. En þessi stutti tími dugði þessum óútreikn- anlega handboltamanni til að skora 7 mörk, hvert öðru ólíkara, gefa tvær línusendingar sem gáfu mörk og krækja í eitt vítakast. Mosfell- ingum var eflaust léttir í því að sjá hann sitja á varamannabekknum á ný síðustu 15 mínúturnar. Meiddur á Hlíðarenda, þá er ég í réttum gír „Já, ég er svo sannarlega kominn heim, orðinn meiddur á Hlíðarenda á ný! Þá er ég í réttum gír. Ég togn- aði í síðunni í leiknum við Stjörnuna og hvíldi því bikarleiknum á móti Víkingi vegna þess að hann átti að vera svo léttur. Ég sá mikið eftir því að hafa ekki spilað hann því þar vor- um við mjög heppnir að tapa ekki.“ Valsmenn voru í miklu basli með Aftureldingu í fyrri tveimur leikjum liðanna í vetur, og fengu aðeins eitt stig úr þeim. Í gærkvöld var allt annað uppi á teningunum. „Menn voru staðráðnir í að hefna fyrir það hneyksli að hafa bara feng- ið eitt stig gegn næstneðsta liðinu í deildinni. Við værum í góðum mál- um í dag ef þau slys hefðu ekki átt sér stað. En nú erum við komnir vel af stað, það er góður „fílingur“ í hópnum og við höfum unnið góða sigra gegn tveimur af hinum topp- liðunum í leikjunum sem ég hef tek- ið þátt í. Þetta verður bara gaman, frábært að spila fjórfalda umferð og svona á deildin að vera,“ sagði Sig- urður. Valsliðið átti annars í heildina mjög góðan dag. Það tók rúmar 10 mínútur að brjóta niður mótspyrnu Mosfellinga en Valsmenn gerðu í raun út um leikinn með sex mörkum í röð í lok fyrri hálfleiks þegar þeir náðu tíu marka forystu, 18:8. Sá munur hélst framá lokakaflann og þá kom önnur sex marka syrpa sem kom muninum uppí 14 mörkin. Auk Sigurðar voru Baldvin Þor- steinsson og Arnór Gunnarsson mjög öflugir í Valsliðinu, ásamt Pálmari Péturssyni sem varði mörg skot úr dauðafærum. Hann varði 16 skot, jafnmörg og markverðir Aftur- eldingar, en missti boltann aldrei til mótherja eftir þau, öfugt við kollega hans í hinu markinu. Ekki mönnum bjóðandi Bjarki Sigurðsson þjálfari Aftur- eldingar var óhress með frammi- stöðu sinna manna. „Þetta var hreinn skandall af okkar hálfu og ekki mönnum bjóðandi. Við ætluðum að halda hraðanum niðri og nýta tímann vel, það tókst fyrstu 10 mín- úturnar en síðan gerðum við okkur seka um fjölda mistaka, misstum boltann í tíma og ótíma og þeir voru fljótir að refsa okkur. Varnarupp- stillingin þeirra, 3/2/1, kom okkur alls ekki á óvart en við duttum í þá gryfju að reyna að keyra á sama hraða og Valsmenn og réðum ekkert við það. Við erum komnir með bakið uppvið vegg í næstneðsta sætinu og hver töpuð stig senda okkur í meiri vandræði,“ sagði Bjarki. Einar Örn Guðmundsson stóð uppúr í liði Aftureldingar og skoraði með mörgum fallegum langskotum. Þá var nýi ungverski markvörðurinn Oliver Kiss öflugur framanaf leik. Árvakur/G.Rúnar Ójafn leikur Hilmar Stefánsson hornamaður Aftureldingar reynir að komast framjá Sigfúsi Páli Sigfússyni Valsmanni. Gleðigjafinn er mættur ÞEIR kalla hann „Gleðigjafann“ á Hlíðarenda og víðar og Sigurður Eggertsson stóð undir því nafni í gærkvöld, allavega hvað stuðnings- menn Vals varðar. Hann er kominn aftur heim frá Danmörku, Vals- menn hafa nú unnið fyrstu þrjá leikina með hann innanborðs og virðast til alls líklegir fyrir loka- sprettinn á Íslandsmótinu en þeir voru ekki í vandræðum með að sigra Aftureldingu, 36:22, í úrvals- deildinni í handknattleik að Hlíð- arenda.  Sigurður Eggertsson með 7 mörk, meiddur, á skömmum tíma  Þurfti á hvíldinni að halda, hálfglatað í Danmörku  Valur burstaði Aftureldingu, 36:22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.