Morgunblaðið - 16.02.2008, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.02.2008, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 3 Jóhannes Harðarson fékk lítið aðspreyta sig með norska 1. deild- arliðinu Start í æfingaleik gegn Odd/Grenland í gær. Jóhannes kom inn á völlinn á síðustu mínútu leiks- ins en Start sigraði 1:0.    Varnarmaðurinn Haraldur Guð-mundsson lagði upp jöfn- unarmark Ålesund í æfingaleik gegn Ham/Kam í gær. Leikurinn endaði 1:1 en Ham/Kam leikur í 1. deild í Noregi en Ålesund er í úrvalsdeild.    Garðar Jó-hannsson skoraði eitt af mörkum Fre- drikstad þegar liðið sigraði Strömsgodset, 3:1, í æfingaleik í gær. Garðar skor- aði fyrsta mark sinna manna og lagði upp það annað og var í leikslok valinn maður leiks- ins.    Heiðmar Felixson skoraði 14mörk fyrir Hannover- Burgdorf þegar liðið vann HC Em- por Rostock, 37:25, í þýsku 2. deild- inni í handknattleik, norðurhluta. Robertas Pauzolis, fyrrverandi leik- maður Hauka, kom næstur Heið- mari við markaskorun hjá Hannover með 7 mörk. Hannover-Burgdorf er í 6. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 21 leik.    Darren Clarkefrá Norður- Írlandi fór holu í höggi á öðrum keppnisdegi Jak- arta meist- aramótinu í golfi sem fram fer í Indónesíu. Clarke sló draumahöggið á 4. braut sem er par 3 en hann lék hringinn á 3 höggum undir pari og er hann samtals á 5 höggum undir pari. Felipe Aguilar frá Chile er efstur á 13 höggum und- ir pari en hann lék á 62 höggum í gær eða 8 höggum undir pari.    Hollenski landsliðsmaðurinn,Wesley Sneijder, mun missa af næstu leikjum spænska meistaral- iðsins Real Madrid, en hann brákaði rifbein á æfingu liðsins í gær. Sneijder hefur leikið vel fyrir Real Madrid á fyrstu leiktíð sinni með lið- inu en hann missir af báðum við- ureignum liðsins í 16-liða úrslit- umMeistaradeildarinnar gegn Roma frá Ítalíu. Næsti deildarleikur Real Madrid er í kvöld gegn Real Betis og verður Argentínumaðurinn Gabriel Heinze ekki í stöðu vinstri bakvarðar hjá Real Madrid vegna meiðsla. Real Madrid er efst í spænsku deild- arkeppninni en liðið er með átta stiga forskot á Barcelona.    LeBron James,leikmaður Cleveland Caval- iers í NBA- deildinni, sagði í gær við frétta- menn að banda- ríska landsliðið myndi fagna sigri á Ólympíu- leikunum í Peking í Kína. „Við verðum Ólympíu- meistarar,“ sagði James en hann er stigahæsti leikmaður NBA- deildarinnar með 30,3 stig að með- altali í leik. Bandaríska landsliðið hefur æft meira en áður stjórn Mike Krzyzewski. „Ég er mjög spenntur að fá tæki- færi til þess að leika á ÓL. Við erum með leikmenn í okkar liði sem þola ekki að tapa. Kobe Bryant, Carmelo Anthony, Dwyane Wade eru burðar- ásarnir og ég mun einnig axla ábyrgð,“ sagði Wade í gær. Fólk sport@mbl.is n að vera ni í gær- eimsókn í ÍR-ingar að kenna voru leik- ðhyltinga tuðnings- yfir þessu ör. Loka- 3:35 yfir í eirri und- a í bikar- a svo gott ti og mér fannst eins og Fjölnismenn gæfust eigin- lega upp við þetta. Við náðum að ráða hrað- anum sem hentaði okkur mjög vel. Við pressuðum þá vel og þeir gerðu okkur þetta eiginlega nokkuð auðvelt með því að gefast allt of fljótt upp, sagði Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR, ánægður í lok leiks. ÍR gerði út um leikinn strax í fyrsta leik- hluta – eða það héldu leikmenn Fjölnis í það minnsta. ÍR vann fyrsta leikhluta 37:18 þar sem aðeins erlendu leikmennirnir þrír skoruðu fyrir Fjölni. Anthony Drejaj gerði níu af stigunum 18 en eftir það var hann gjörsamlega heillum horfinn og átti hreint út sagt ömurlegan leik. Í öðrum leikhluta lifnaði heldur yfir Fjölnismönnum þegar unglingarnir Ægir Steinarsson, 16 ára, og Haukur Pálsson, 15 ára, komu inn á. Þá kom í það minnsta smáhreyfing á mann- skapinn. En það dugði skammt. Allir leikmenn ÍR léku vel í gær. Nate Brown hélt uppi góðum hraða í sókninni, hitti vel og sama gildir um Sveinbjörn Cla- essen og eins átti Hreggviður Magnússon fínan leik. Ekki er hægt að hrósa mörgum í liði Fjölnis. Ægir og Haukur voru fínir og eins átti Sean Knitter ágætan leik. Miklu mun- ar fyrir lið sem byggir á fáum mönnum að þeir standi sig. Eins og áður segir var Dre- jaj ákaflega slakur og Kristinn Jónasson, miðherji liðsins, skoraði ekki eitt einasta stig og virtist gjörsamlega áhugalaus. Fjölnismenn verða að mæta með meiri áhuga í bikarúrslitaleikinn um næstu helgi ef þeir ætla ekki hreinlega að verða hafðir að athlægi. koruðu 37 stig í fyrsta leik- nslustundinni gegn Fjölni SUNDLIÐ Íþrótta- bandalags Reykjavíkur sigraði með yfirburðum í stigakeppni sundmótsins Malmö Open sem haldið var um síðustu helgi í Malmö í Svíþjóð. Liðið var skipað félagsmönnum úr Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík, ÍFR, og Íþrótta- félaginu Ösp. Samtals vann sundfólkið 29 gullverðlaun, 18 silf- urverðlaun og 8 brons- verðlaun. Þetta er í fimmta skiptið í röð sem lið ÍBR vinnur þennan bikar og vannst hann því til eignar. Í borðtennis lenti Tómas Björnsson úr ÍFR í þriðja sæti í sínum flokki og Kol- beinn Pétursson, Akri á Akureyri, sigraði í B- úrslitum í sínum flokki. Sundlið Ívars frá Ísafirði og Fjarðar úr Hafnarfirði urðu einnig sigursæl á mótinu. Alls tóku sex íþróttafélög frá Íslandi þátt í mótinu að þessu sinni, ÍFR, Ösp, Ívar frá Ísafirði, Þjótur frá Akra- nesi, Akur frá Akureyri og Fjörður frá Hafnarfirði. Alls voru keppendur, far- arstjórar og aðstoðarfólk frá íslensku félögunum 126 talsins. ÍBR vann fimmta árið í röð í Malmö Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Það hefur oft verið hart barist í við- ureignum KR og Keflavíkur í gegnum árin. Baráttan var svo sannarlega til staðar í leiknum í gær eins og stiga- skorið ber með sér. Varnarleikur KR lagði grunninn að sigri liðsins og helstu vopn Keflvíkinga í sóknarleikn- um voru sleginn úr höndum þeirra í upphafi leiks. Bobby Walker fór illa með lið KR í fyrri viðureign liðanna í deildinni þar sem hann skoraði 37 stig. Benedikt Guðmundsson þjálfari KR hafði greinilega fundið leið til þess að stöðva Walker því hann komst ekki á blað fyrr en langt var liðið á þriðja leik- hluta. Walker skoraði aðeins 11 stig og var með skelfilega skotnýtingu – líkt og flestir leikmenn Keflavíkur. „Við höfum unnið vel í varnarleikn- um á undanförnum æfingum og þá sérstaklega í hjálparvörninni. Það skilaði sér í þessum leik. Walker og Johnson voru ekki að skora mikið og við ætluðum að láta þá hafa mikið fyrir því að skora,“ sagði þjálfarinn í leiks- lok. Fyrirliðinn var tilbúinn í slaginn KR og Keflavík eru jöfn að stigum þegar 17 umferðum er lokið og aðeins 5 leikir eru eftir þar til að úrslita- keppnin hefst. Það virðist sem KR lið- ið sé að smella betur saman í vörn sem sókn þessa dagana. Fannar Ólafsson fyrirliði KR var með á ný eftir langt hlé vegna meiðsla. Það var greinilegt að Fannar var tilbúinn í slaginn og hafði hann skoðun á flestum dómum sem féllu. „Fannar var að sjálfsögðu mjög spenntur að fá tækifæri til þess að leika á ný. Varnarleikurinn okkar verður mun þéttari með Fannar í miðjunni. Það vita það allir að Jere- miah Sola er ekki heimsins besti varn- armaður og hann þarf að hafa menn eins og Fannar í kringum sig. Fannar lék aðeins í 10 mínútur í gær en á þeim tíma náði hann að taka 1 frákast á hverri mínútu. Alls 10 fráköst og hann skoraði 4 stig. Miðað við leikinn í gær þurfa Kefl- víkingar að bæta margt í leik sínum á næstu vikum. Varnarleikurinn hefur oft verið betri hjá liðinu og í gær kom að því að nánast enginn leikmaður virtist geta komið boltanum ofaní körfuna. BA Walker hefur farið á kostum í vetur í liði Keflavíkur en í gær átti hann leik sem hann vill örugg- lega gleyma sem fyrst. „Við vitum al- veg hvað Walker getur gert fyrir okk- ur. Hann fékk fín færi og það var kannski jákvæðasti þátturinn í okkar leik. Að öðru leyti vorum við að leika illa saman sem lið og skotnýtingin var gríðarlega slök,“ sagði Einar Einars- son aðstoðarþjálfari Keflavíkur. Hann segir að leikmenn liðsins þurfi að fara yfir stöðuna sjálfir. „Við ætluðum að mæta á heimavöll KR og láta finna fyrir okkur. Það gerðist ekki og ástæð- an er ekki sú að menn hafi ekki verið vel undirbúnir. Við vorum ekki að gera það sem við gerum vel. Sóknarleikur- inn hefur sjaldan gengið eins illa upp og skotnýtingin segir allt sem segja þarf. Ef við viljum berjast um Íslands- meistaratitilinn þá þurfum við að gera aðeins meira en andstæðingar okkar. Það vorum við ekki að gera í þessum leik,“ sagði Einar. Keflvíkingar voru pirraðir Það var snemma í leiknum sem leik- menn Keflavíkur fóru út af sporinu. Margir leikmenn liðsins létu mótlætið fara í taugarnar á sér og það nýttu KR-ingar vel. Pálmi Freyr Sigurgeirs- son og Helgi Magnússon léku frábæra vörn gegn Walker og Johnson. Í sókn- arleiknum var það Sola sem fékk úr mestu að moða og Joshua Helm var einnig öflugur. Leikstjórnandinn Avi Fogel stjórnaði sínu liði frábærlega auk þess sem hann lék hörku vörn. Fo- gel var nálægt því að ná tvöfaldri tvennu. Hann skoraði 11 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Helm skoraði 18 stig og tók 15 fráköst. „Að mínu mati hefur liðsheildin sjaldan verið sterkari hjá okkur. Það voru allir að leggja sitt af mörkum og þar sem liðið stóð sig vel tókst mér ekki að koma öllum okkar leikmönn- um eins mikið inn í leikinn og ég hefði viljað,“ sagði Benedikt. Eins og áður segir var skotnýting Keflvíkinga langt frá því að vera „eðli- leg“. Liðið var aðeins með 32% skot- nýtingu í tveggja stiga skotum, 12/38. Og í þriggja stiga skotunum fóru 7 rétta leið af alls 26. Skotnýting KR var um 50% í tveggja stiga skotunum, 20/ 41, og þriggja stiga nýting liðsins var 30%, 8 af 27 fóru rétta leið. Varnarleikur KR lagði grunninn að sigrinum Árvakur/G.Rúnar Sterk vörn Brynjar Þór Björnsson lék vörnina af krafti í liði KR í gær gegn Magnúsi Gunnarssyni úr Keflavík. ÍSLANDSMEISTARALIÐ KR sýndi styrk sinn í gær í stórleik 17. um- ferðar Iceland Express deildar karla í körfuknattleik þegar liðið lagði efsta lið deildarinnar, Keflavík, 80:69. KR náði fljótt yfirhöndinni í leiknum með góðum varnarleik en helstu skyttur Keflvíkinga hafa sjaldan átt eins slæman dag. Kefla- vík og KR eru bæði með 28 stig eftir 17 umferðir en Keflavík er með betri árangur í innbyrðis viðureignum lið- anna.  Íslandsmeistaralið KR upp að hlið Keflvíkinga  Skotnýting Keflvíkinga hefur sjaldan verið verri  Fannar Ólafsson tók 10 fráköst á aðeins 10 mínútum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.