Morgunblaðið - 21.02.2008, Side 3

Morgunblaðið - 21.02.2008, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 3 Jakob Örn Sigurðarson var stiga-hæstur í liði Univer þegar liðið tapaði 89:75 fyrir Marso-Vagép í ungversku úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í fyrrakvöld. Jakob skoraði 23 stig og lék allar 40 mínúturnar. Hann hitti úr sjö af átta skotum inn- an þriggja stiga línu og úr tveimur af fimm þriggja stiga skotum, tók fjög- ur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum þrívegis.    Sigurður Ari Stefánsson, Eyja-maðurinn í norska handknatt- leiksliðinu Elverum, fór á kostum í gærkvöld þegar lið hans, undir stjórn Axels Stefánssonar, vann Stord á útivelli, 35:31, í úrvalsdeild- inni. Sigurður Ari skoraði 11 mörk úr 14 skotum í leiknum og Ingi- mundur Ingimundarson var einnig drjúgur og gerði 5 mörk fyrir Elver- um, sem er í fjórða sæti deild- arinnar. Magnús Ísak Ásbergsson skoraði 3 mörk fyrir Kragerö sem steinlá fyrir Sandefjord, 43:25, en lið Kragerö er þegar fallið úr úrvals- deildinni þó fimm umferðum sé ólok- ið.    Ásgeir ÖrnHall- grímsson var markahæstur hjá GOG með 6 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson skor- aði 4 þegar lið þeirra gerði jafn- tefli, 30:30, við Bjerringbro í dönsku úrvalsdeild- inni í handknattleik í gærkvöld. GOG hélt þar með þriðja sætinu og Bjerringbro er áfram í því fjórða. Fannar Þorbjörnsson og Hannes Jón Jónsson skoruðu eitt mark hvor en Gísli Kristjánsson ekkert þegar lið þeirra, Fredericia, vann góðan sigur á Kolding, 25:23.    Þrír íslenskir kylfingar verðameðal keppenda á Opna portú- galska áhugamannamótinu sem hefst í dag á Estela vellinum. Þetta eru þeir Kristinn Þór Einarsson úr GKj, Ólafur Loftsson úr NK og Stef- án Már Stefánsson úr GR.    Kristinn Jak-obsson dæmir viðureign Hamburger SV og Zürich frá Sviss í 32-liða úr- slitum UEFA- bikarsins á AOL- leikvanginum í Hamborg í kvöld. Sigurður Óli Þórleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson eru aðstoð- ardómarar og Jóhannes Val- geirsson er fjórði dómari leiksins.    Kyung-Shin Yoon átti sannkall-aðan stórleik þegar Hamburg lagði Portland, 32:29 í meist- aradeildinni í handknattleik í gær- kvöldi. Kappinn gerði sér lítið fyrir og skoraði 15 mörk gegn spænska liðinu. Hann er ekki með liði Suður- Kóreu á Asíumeistaramótinu í Íran þessa dagana en án hans unnu land- ar hans Japan örugglega í gær, 33:25, og eru með 4 stig eftir tvo fyrstu leikina.    Fimmtán ára stúlka, Guðrún Ol-sen, gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk fyrir knatt- spyrnulið Keflavíkur gegn Aftur- eldingu í gærkvöld. Liðin mættust þá í Faxaflóamóti kvenna í Reykja- neshöllinni og lokatölur urðu 6:0 fyrir Keflavík.    Sigfús Sigurðsson náði ekki aðskora en var einu sinni rekinn af velli þegar lið hans, Ademar León, vann Torrevieja á útivelli, 32:28, í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Fólk sport@mbl.is „Það er gífurlega mikilvægt að skora á útivelli og 1:1 er betra en 0:0. Þetta eru mjög góð úrslit fyrir okkur fyrir seinni leikinn. Mér fannst við stjórna meirihluta leiksins. Lyon átti nokkur hættuleg færi og er með gott lið, og við þurfum 100 prósent einbeitingu til að vinna seinni leikinn á Old Traf- ford,“ sagði Wayne Rooney, sóknar- maður Manchester United, sem fékk besta færi fyrri hálfleiks en mark- vörður Frakkanna varði þá vel frá honum. Karim Benzema kom Lyon yfir á 54. mínútu með glæsilegu skoti frá vítateig, í stöng og inn, eftir sendingu frá Jeremy Toulalan. Tévez náði að jafna fyrir Man. Utd á 87. mínútu með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Nani en þeir Tévez og Nani komu inn á sem varamenn fyrir Paul Scho- les og Ryan Giggs um miðjan síðari hálfleik. „Það voru mikil vonbrigði að fá á sig þetta mark í lokin og það er kald- hæðnislegt að 0:0 hefðu verið betri úrslit en 1:1. En frammistaða liðsins var góð, við gerðum allt rétt nema að halda forystunni. Við stöndum mjög tæpt eftir þessi úrslit,“ sagði Alain Perrin, þjálfari Lyon, við fréttastofu AP eftir leikinn. Barcelona með sterkasta hóp í heimi, segir Strachan „Við áttum satt best að segja enga möguleika gegn þeim í kvöld. Við gáf- um þeim tvö mörk en við lékum gegn einu besta liði heims, sem sennilega er með sterkasta leikmannahóp í heimi,“ sagði Gordon Strachan, knattspyrnustjóri Celtic, eftir ósigur gegn Barcelona á heimavelli, 2:3. Eiður Smári Guðjohnsen sat á varamannabekk Barcelona og kom inn á fyrir Thierry Henry tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Skotarnir komust tvisvar yfir, gegn gangi leiksins, með fallegum skallamörkum frá Jan Vennegor of Hesselink og Barry Robson, en þeir Lionel Messi og Thierry Henry jöfn- uðu metin. Mark Henrys, 2:2, var stórglæsilegt, skot frá vítateigslínu vinstra megin í markhornið fjær. Ro- naldinho lagði upp tvö fyrri mörkin. Það var svo Messi sem skoraði öðru sinni, 3:2, á 79. mínútu og tryggði Barcelona mjög verðskuldaðan sigur. Það þarf mikið að gerast til þess að Eiður Smári og félagar sigli ekki örugglega í átta liða úrslitin eftir þennan sigur. Okkar hugmyndafræði byggist á sóknarleik „Við spiluðum til sigurs í kvöld, það tókst svo við erum afar ánægðir. Við vitum að það er mjög erfitt að mæta Celtic á þessum velli, úrslit liðsins sýna það. Við byrjuðum vel en Celtic skoraði úr sinni fyrsta sókn og sem betur fer vorum við fljótir að jafna. Ég tel að við höfum stjórnað leiknum í heild sinni og sigurinn hafi verið mjög verðskuldaður. Okkar hug- myndafræði byggist á sóknarleik og við reynum ávallt að vera með þriggja manna framlínu, sama hverj- ir mótherjarnir eru. En seinni leik- urinn er eftir og við tökum hann mjög alvarlega þrátt fyrir þessi úrslit. Við verðum að leika mjög vel á heimavelli til að ná líka góðum úrslitum þar,“ sagði Johan Neeskens, aðstoðarþjálf- ari Barcelona, við fréttamenn eftir leikinn í Glasgow. Ánægður með frammistöðuna en nýttum ekki færin Arsenal sótti linnulítið gegn Evr- ópumeisturum AC Milan á Emirates- leikvanginum en varð að sætta sig við jafntefli, 0:0. Ítalirnir sluppu heldur betur með skrekkinn nokkrum sek- úndum áður en flautað var til leiks- loka því þá skallaði Emmanuel Adebayor boltann í þverslána og út af aðeins þriggja metra færi. „Við fengum ekki á okkur mark og það er gott fyrir seinni leikinn. Í heildina er ég ánægður með frammi- stöðuna hjá mínu liði en auðvitað var ekki nógu gott að nýta ekki eitthvert af færunum sem við fengum. Við réð- um lögum og lofum á vellinum í seinni hálfleik en náðum ekki að nýta okkur það,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.  Fenerbache lagði Sevilla, 3:2, í Tyrklandi og fer því með naumt for- skot í síðari leikinn á Spáni. Santürk Semih skorað sigurmark Tyrkjanna þremur mínútum fyrir leikslok. Tévez bjargvætturinn Reuters Gott mark Carlos Tévez fagnar hér jöfnunarmarki sínu gegn Lyon í Meistaradeildinni í gærkvöldi. CARLOS Tévez skoraði óhemju dýr- mætt mark fyrir Manchester United í gærkvöld þegar ensku meist- ararnir voru komnir í slæma stöðu gegn Lyon í Frakklandi. Hann jafn- aði, 1:1, þremur mínútum fyrir leiks- lok og sá til þess að United færi með allt aðra stöðu en í stefndi í síðari viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Old Traf- ford eftir tvær vikur.  Jafnaði 1:1 fyrir Man. Utd. á 87. mínútu gegn Lyon  Eiður inn á í blálokin þegar Barcelona vann Celtic 3:2  Messi með tvö mörk  AC Milan slapp með skrekkinn ORÐSPOR Helenu Sverrisdóttur fer víða í bandaríska háskólakörfuboltanum og mót- herjar hennar liðs, TCU, óttast hana nú mest allra. Þannig var ítarlega fjallað um Helenu í gær á heimasíðu Colorado State-háskólans (CSU) fyrir leik liðanna sem fram fór í nótt. Helena hefur tvisvar í röð verið útnefnd „leikmaður vikunnar“ í Mountain West- deildinni en það er afar fátítt að nýliði á fyrsta ári leiki jafn stórt hlutverk í sínu liði og raunin hefur verið með hana í vetur. Lið TCU er í öðru sæti deildarinnar og hefur komið talsvert á óvart. Á síðu Colorado State er sagt að það sé að stórum hluta Helenu að þakka og þar er farið yfir helstu afrek hennar að undanförnu. Hún hafi tekið 12 fráköst í sigri gegn Wyoming og skorað 24 stig í sigri á New Mexico. „Það vita allir að hún er góður leikmaður en hún hefur heldur betur hrokkið í gang í síðustu leikjum. Það verður lykilatriði fyrir okkur að reyna að halda henni í skefjum. Hún er bakvörður en samt stór og getur farið undir körfuna og ég held að hún sé stund- um látin spila þar. Hún getur í raun allt, það er hægt að láta hana spila allar fimm stöð- urnar á vellinum ef með þarf,“ segir leikmaður CSU, Juanise Cornell. „Ég mun gera mitt besta til að halda henni frá körfunni og koma í veg fyrir að hún skori,“ segir samherji hennar, Amaka Uzmoah. Greinarhöfundur segir að það verði hinsvegar ekki auðvelt því sú íslenska skori úr öll- um stöðum á vellinum, hafi þegar gert 22 3ja stiga körfur á tímabilinu og skori líka grimmt undir körfunni. Mótherjar Helenu Sverris- dóttur óttast hana mjög Góð Helena Sverrisdóttir hefur leikið vel í Bandaríkjunum og fær mikið hrós frá mót- herjum sínum. rstir til þess. nni mættust Wil- mikinn botnslag að sta sæti deild- mtánda. agar í Wilhelms- i og félögum hans í shavener upp um sætinu með 12 stig u með 11 stig eins ur síðan á botn- gærkvöldi. Birkir r mínútur leiksins. ru eftir af leiknum þrjú skot. eð Füchse Berlín í maliðið betur og gar agnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.