Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
Juande Ramosknatt-
spyrnustjóri
Tottenham hefur
mikinn áhuga á
að fá Eið Smára
Guðjohnsen til
liðs við sig í sum-
ar að því er fram
kemur í enskum
netmiðlum.
Ramos hyggst losa sig við fram-
herjann Darren Bent sem Totten-
ham keypti frá Charlton fyrir 16,5
milljónir punda, 2,1 milljarð króna, í
sumar og þar sem Jermain Defoe er
farinn til Portsmouth þá vill Ramos
fá Eið Smára. Spánverjinn er sagður
reiðbúinn að punga út 7 milljónum
punda fyrir Íslendinginn, 900 millj-
ónum króna.
Hamarsmenn, sem sitja í botn-sæti Iceland Express-deildar
karla í körfuknattleik og eru komnir
með annan fótinn niður í 1. deild,
hafa ákveðið að losa sig við Banda-
ríkjamanninn Nicholas King. Hann
lék sjö leiki með liðinu og skoraði að
meðtali 22,4 stig og tók 7 fráköst.
Magnús Lárusson, kylfingur úrGKj bætti sig um fimm högg á
öðrum degi á Al Torreal mótinu á
Spáni í gær. Þá lék hann völlinn á
pari og er því samtals á fimm högg-
um yfir pari og er í 36. til 38. sæti en
keppendur eru 57 talsins. Besta skor
dagsins í gær átti Will Besseling frá
Hollandi en hann lék á átta höggum
undir pari. Carlos Garcia frá Spáni
er efstur á 11 höggum undir pari.
Evrópumeistarar AC Milan eru áhöttum eftir ítalska framherj-
anum Luca Toni og vilja fá hann til
að fylla skarð Brasilíumannsins Ro-
naldos. Toni er á mála hjá þýska lið-
inu Bayern München sem hann
gekk til liðs við frá Fiorentina síð-
astliðið sumar og hefur skorað 22
mörk í 26 leikjum fyrir félagið.
Luca Toni er þrítugur að aldri oghóf feril sinn með Modena en
hefur leikið með ítölsku liðunum
Empoli, Treviso, Lodigiani, Vi-
cenza, Brescia, Palermo og Fiorent-
ina. Hann á baki 32 leiki með ítalska
landsliðinu og hefur í þeim skorað 15
mörk.
Avram Grantknatt-
spyrnustjóra
Chelsea og eig-
inkonu hans var
hótað lífláti.
Böggull með dufti
barst til Grants á
æfingasvæði fé-
lagsins í Cobham
í suðurhluta London um hádegisbilið
í fyrradag og að sögn lögreglunnar
var bréf í pakkanum áletrun sem á
stóð: „Þegar þú opnar þetta bréf
munt þú deyja rólega með kvala-
fullum hætti.“ Innihaldið reyndist
meinlaust.
Berti Vogts sagði í gær upp starfisínu sem landsliðsþjálfari Níg-
eríu í knattspyrnu eftir að hafa að-
eins verið um ár í starfinu. Vogts
stýrði Nígeríumönnum í 8-liða úrslit
í Afríkukeppninni fyrir skömmu
hvar þeir féllu út eftir snarpa við-
ureign við Gana. Vogts var með
samning við nígeríska knattspyrnu-
sambandið fram til ársins 2010.
Niels de Vos, framkvæmdastjóribreska frjálsíþróttasambands-
ins, segir nauðsynlegt að herða við-
urlög við ólöglegri lyfjaneyslu í
frjálsíþróttum. Hann segir tveggja
ára keppnisbann vera of vægt og
hefur varpað fram hugmyndum í þá
veru að íþróttamönnum verði refsað
með allt að átta ára keppnisbanni
fyrir að neyta ólöglegra lyfja.
Fólk sport@mbl.is
Það eru landsbyggðarliðin frá Ak-
ureyri og Vestmannaeyjum sem
hafa verið með hæsta hlutfallið af er-
lendum leikmönnum á umræddu
tímabili – sem er þó ekki nema 13%.
HK úr Kópavogi flokkast ekki undir
landsbyggðarlið. Þar hafa 24 erlend-
ir leikmenn leikið með félaginu frá
árinu 1999 og eru það um 12% af
þeim leikmönnum sem komu við
sögu hjá liðinu á þessum tíma.
Reyndar hefur lítil hreyfing verið á
þeim erlendu leikmönnum sem hafa
leikið með HK og má þar nefna að
Augustas Strazdas er á sínu 5. tíma-
bili með Kópavogsliðinu.
Það virðist ekki línulegt samhengi
milli fjölda erlendra leikmanna og
Íslandsmeistaratitla. Valur varð Ís-
landsmeistari á síðustu leiktíð og í
liðinu voru aðeins íslenskir leik-
menn. Fram var með 2 erlenda leik-
menn árið 2006 þegar liðið varð Ís-
landsmeistari. Efsta lið
N1-deildarinnar á yfirstandandi
leiktíð í karlaflokki, Haukar, er ekki
með erlendan leikmann í sínum röð-
um –líkt og undanfarin þrjú ár.
ÍR-ingar áttu ekki pening
ÍR hefur átt mjög fá samskipti við
umboðsmenn erlendra leikmanna á
undanförnum árum. Á síðustu 9
keppnistímabilum hefur ÍR aðeins
verið með 2 erlenda leikmenn og
þeir voru báðir hjá félaginu á síðustu
leiktíð þegar liðið féll úr efstu deild.
Hólmgeir Einarsson var lengi for-
maður handknattleiksdeildar ÍR og
hann sagði í gær að hugmyndafræði
félagsins hefði komið í veg fyrir að
leitað væri að liðsstyrk erlendis frá.
„Við vorum með mjög marga efni-
lega stráka og töldum eðlilegt að
þeir fengju tækifæri til að spreyta
sig – í stað þess að sitja og horfa á
erlenda leikmenn spila. Við fengum
líka marga stráka úr öðrum liðum
sem fengu ekki tækifæri hjá sínum
liðum en þeir náðu margir að gera
fína hluti með okkur.“
Hólmgeir bætti því við að fjárhag-
ur ÍR hefði aldrei leyft það að félagið
leitaði á erlend mið til að styrkja lið-
ið. „Við vorum að berjast um efstu
sætin lengi vel og það var því mjög
freistandi að leita að öflugum leik-
manni í útlöndum. Við vildum hins
vegar ekki gera neitt nema að eiga
pening fyrir því. Og þar sem það var
ekki til peningur gerðum við ekki
neitt í þessum málum. Ég er stoltur
af því að hafa tekið þátt í að búa til
gott lið úr efnivið sem var til hjá fé-
laginu,“ sagði Hólmgeir.
Hver man ekki eftir Duranona?
Á Akureyri hafa 32 erlendir leik-
menn leikið með Þór, KA og nú sam-
eiginlegu Akureyrar frá árinu 1999.
Robert Julian Duranona er án efa
þekktasti erlendi leikmaðurinn sem
lék á Akureyri. Kúbumaðurinn fékk
síðar íslenskan ríkisborgararétt og
lék með íslenska landsliðinu á stór-
mótum.
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari og
leikmaður Akureyrar, segir að flest-
ir þeir leikmenn sem hafa komið er-
lendis frá á undanförnum áru séu
búnir að festa rætur á Akureyri.
„Við höfum svo sem ekki verið að
setja mikinn kraft í það að fá erlenda
leikmenn til okkar á undanförnum
árum. Goran Gusic hefur t.d. verið í
langan tíma á Akureyri og er sestur
hér að með sína fjölskyldu,“ sagði
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari og leik-
maður Akureyrar. Rúnar lék lengi
sem atvinnumaður á meginlandi
Evrópu og segir að það sé eðli af-
reksíþrótta að menn komi og fari frá
félögum. „Það er ekkert nýtt að
menn séu að flakka á milli liða. Sam-
keppnin er kannski mest að utan.
Góðir íslenskir leikmenn eru eftir-
sóttir hjá erlendum liðum og það er
mikill vöxtur í handboltanum í Evr-
ópu. Við missum því bestu leikmenn-
ina út í atvinnumennsku en það hef-
ur sem betur fer ekki leitt til þess að
íslensku liðin fylli þau skörð með er-
lendum leikmönnum. Ég er á þeirri
skoðun að miðlungsgóður erlendur
leikmaður geri ekki mikið fyrir ís-
lensk félagslið sem ætla sér stóra
hluti. Ein skýringin á því hve fáir er-
lendir leikmenn hafa verið í íslensk-
um liðum gæti verið sú að þeir bestu
eru einfaldlega of dýrir. Íslensku lið-
in velja þá frekar að gefa ungum
leikmönnum tækifæri og nota fjár-
magnið sem þau hafa til að bæta um-
gjörðina hjá félaginu.“ Rúnar bætir
því við að samkeppnisstaða liða á Ís-
landi sé að mörgu leyti ójöfn og að
landsbyggðarliðin standi höllum
fæti. „Það fer mikil orka og tími í að
finna fjármagn til þess eins að koma
liðunum frá A-B í leiki. Ég gæti trú-
að að helmingurinn af rekstrar-
kostnaði deildarinnar væri ferða-
kostnaður. Þegar ástandið er með
þessum hætti erum við ekki mikið að
velta því fyrir okkur að fá leikmenn
frá öðrum liðum eða erlendis frá.
Það hefur einnig verið mjög erfitt að
fá íslenska leikmenn hingað norður.“
Ekki mikið áreiti frá
erlendum umboðsmönnum
Valur hefur titil að verja á Ís-
landsmótinu en liðið varð meistari í
fyrra án þess að vera með liðsstyrk
erlendis frá. Hlíðarendaliðið hefur
aðeins verið með 6 erlenda leikmenn
í sínum röðum á undanförnum 10 ár-
um og segir Óskar Bjarni Óskars-
son, þjálfari liðsins, að allt frá árinu
1988 hafi í raun ekki verið þörf á
liðsstyrk frá útlöndum.
„Það var mjög mikil samkeppni
um stöður hjá íslensku leikmönnun-
um sem voru í „gullaldarliði“ Vals
undir stjórn Þorbjörns Jenssonar.
Það var því ekki þörf á erlendum
leikmönnum og ég held að Roland
Valur Eradze markvörður hafi í
raun verið fyrsti erlendi leikmaður-
inn sem var fenginn til félagsins af
því að það vantaði leikmann í þessa
stöðu.“ Óskar telur að það kerfi sem
þarf til að koma erlendum leikmönn-
um á framfæri sé ekki eins þróað í
handboltanum í samanburði við
körfu- og fótbolta. „Það er ekki auð-
velt að finna góða leikmenn í Evr-
ópu. Það hefur verið aðeins meira af
fyrirspurnum til okkar í vetur þar
sem Valur var í Meistaradeild Evr-
ópu en ég held að handboltinn sé
ekki með eins öflugt net umboðs-
manna og í hinum tveimur bolta-
greinunum.“
Eins og áður segir hafa um 7% af
öllum þeim leikmönnum sem hafa
verið á leikskýrslu undanfarin 10
tímabil verið erlendir.
Á næstu tveimur dögum verður
farið yfir stöðuna hvað varðar fjölda
erlendra leikmanna í efstu deild
karla í fótbolta og körfubolta á
íþróttasíðum Morgunblaðsins.
Árvakur/Golli
Innfluttur Augustas Strazdas, landsliðsmaður frá Litháen, leikur sitt fimmta tímabil með HK en hann er einn af 24
erlendum leikmönnum sem komið hafa við sögu hjá Kópavogsfélaginu á undanförnum tíu árum.
„Ekki auðvelt að finna
góða leikmenn í Evrópu“
ÍSLENSK handboltalið í efstu deild
karla á undanförnum 10 keppnis-
tímabilum hafa samtals verið með
182 erlenda leikmenn í sínum röð-
um. Þegar hlutfall erlendra leik-
manna á þessum tíma er skoðað
kemur í ljós að 7% allra leikmanna í
deildinni á síðustu 10 keppn-
istímabilum komu erlendis frá.
Ýmsar ástæður eru fyrir komu er-
lendra leikmanna í íslensk hand-
boltalið. Sum lið ná ekki að lokka til
sín íslenska leikmenn og þurfa því
að leysa málin með þessum hætti.
Flest þeirra liða sem hafa verið í
toppbaráttunni undanfarin ár hafa
ekki verið með marga erlenda leik-
menn í sínum liðum.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
Rúmlega 180 erlendir leikmenn hafa komið við sögu hjá íslenskum handbolta-
liðum á síðustu 10 tímabilum Um 7% af heildarfjöldanum koma erlendis frá
! "
#
$
"
!"#
%$ &$ '$ ()$ *$ %$ ()$ '$ +$ ()$ ,$ ()$ -$ +$ ()$ *$ '$ !$%
&*
'+
%)-
('*
((.
&'
%(+
(.)
(.(
(+%
(%.
%(*
,,
(,*
%(,
(%.
('&
%**+
!$%
,
(-
%,
%&
()
&
(.
(-
(-
(-
'
(&
-
.
,
%
%
(+%
&