Morgunblaðið - 29.03.2008, Page 1

Morgunblaðið - 29.03.2008, Page 1
laugardagur 29. 3. 2008 íþróttir mbl.isíþróttir Suðurnesjaliðin áttu ekki í vandræðum á heimavelli>> 2 ÓTRÚLEG UMGJÖRÐ TÓLF ÍSLENDINGAR VERÐA Í SVIÐSLJÓSINU Í MEISTARABARÁTTUNNI Í NOREGI >> 4 Dagný var um fjórum sekúndum á undan Tinnu í stórsvigskeppninni í kvennaflokknum en Katrín Krist- jánsdóttir varð þriðja. Dagný kom í mark á 2:08,77 mínútum en Kristín var með samanlagðan tíma 2:14,75 mín. Björgvin Björgvinsson frá Dalvík var einnig með mikla yfirburði í karlaflokknum en hann var nálægt því að falla úr keppni á lokakafl- anum í síðari ferðinni. Björgvin var með samanlagðan tíma 2:01,95 mín- útur en Ármenningurinn Árni Þor- valdsson var tæplega þremur sek- úndum á eftir. Þriðji varð Gísli Rafn Guðmundsson sem keppir einnig fyrir Ármann en hann varð aðeins hálfri sekúndu á eftir Árna. Tveir sænskir keppendur kepptu í karlaflokknum sem gestir og en þeir náðu öðrum og þriðja besta brautartímanum. Stella og Andri sigruðu Einnig var keppt í skíðagöngu og þar sigraði Stella Hjaltadóttir í 5 km göngu kvenna og Andri Stein- dórsson sigraði í 10 km göngu karla. Það var einnig keppt í skíða- göngu í gær í Tungudal og í 15 km göngu karla sigraði Andri Stefáns- son en annar varð Sævar Birgisson. Sævar hafði betur gegn Andra í sprettgöngunni á fyrsta keppnis- degi mótsins. Birkir Þór Stefánsson varð þriðji í 15 km göngunni í gær. Í kvennaflokki sigraði Stella Hjartardóttir frá Ísafirði en það er áratugur frá því hún sigraði síðast á skíðalandsmótinu. Ísfirðingar voru sigursælir í kvennagöngunni því Sólveig Guðmundsdóttir varð önnur og Guðbjörg Rós Sigurðar- dóttir, sem er einnig frá Ísafirði, varð þriðja. Veðrið var í aðalhlutverki Dagný og Björgvin með mikla yfirburði í stórsviginu á skíðalandsmótinu DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri sigraði í stórsvigi kvenna á skíðalandsmótinu á Ísafirði í gær en Tinna Dagbjartsdóttir varð önn- ur. Björgvin Björgvinsson frá Dal- vík varð meistari í sömu grein í karlaflokki og Arnar Þorvaldsson varð annar. Keppt var í svoköll- uðum Sandfellsbakka á skíðasvæð- inu í Tungudal og voru aðstæður fyrir keppendur, starfsmenn og áhorfendur mjög erfiðar vegna hvassviðris og skafrennings. Ljósmynd/Guðfinna Hreiðarsdóttir Meistarar Stella Hjaltadóttir, Brynjar Leó Kristjánsson og Andri Steindórsson sigruðu öll í hefðbundinni göngu. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „ÞAÐ var mjög góð tilfinning að sjá boltann fara ofan í holuna á lokaholunni. Ég vissi ekki á þeim tíma að ég hefði komist í gegnum niðurskurðinn en ég var nokkuð viss um að ég kæmist í gegn með því að leika á pari vallar samtals á fyrstu tveimur keppnisdögunum,“ sagði atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson við Morg- unblaðið í gær. Þegar Birgir átti eftir að leika fimm holur á öðrum keppnisdegi Andalúsíumeist- aramótsins á Evrópumótaröðinni voru allar líkur á því að Birgir kæmist ekki í gegnum niðurskurð- inn. Það breyttist snögglega þegar Birgir fékk þrjá fugla á síðustu fimm holunum og náði hann að leika á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Á fyrsta keppnisdegi mótsins lék Birgir á 73 höggum og er hann í 56.-69. sæti. „Í raun er ég mjög ánægður með allt sem ég hef verið að gera á þessu móti. Þegar útlitið var frekar dökkt fór ég að leggja aðeins meira í að koma boltanum nær holu og taka meiri áhættu. Það gekk upp og ég mun nota þessa leikaðferð á næstu tveimur keppnisdögum,“ sagði Birgir Leifur. Það eru margir þekktir kappar sem eru úr leik á þessu móti og má þar nefna Darren Clarke frá Norð- ur-Írlandi og Danann Thomas Björn en þeir hafa báðir leikið með Ryderliði Evrópu. „Þessi völlur hér í Andalúsíu er ekki mjög langur en það er hægt að setja hann þannig upp að það er erfitt að eiga við hann.“ Birgir Leifur þurfti að hætta keppni eftir aðeins tvær holur á síðasta móti sem fram fór á portúgölsku eyjunni Madeira. Kylfingurinn segir að það hafi verið gríðarlegt áfall enda langt síðan að hann hafði leikið á Evrópumótaröðinni. Erfiðleikar á Madeira „Það tók aðeins á að vera í sjúkrameðferð á meðan aðrir voru að leika. Ég fékk mikinn verk í mjóbakið sem leiddi alla leið upp í hálsinn og ég gat ekki slegið golf- högg á þeim tíma. Ég er ekki alveg búinn að ná mér en ég er betri í dag en í gær og það er jákvætt,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Þetta er í annað sinn á keppn- istímabilinu þar sem Birgir kemst í gegnum niðurskurðinn en þetta er fimmta mótið á keppnistímabilinu þar sem hann tekur þátt. Birgir er 8 höggum á eftir efstu mönnum sem eru Peter Hedblom frá Svíþjóð og Matthew Millar frá Ástralíu. Birgir vissi ekki hver staðan var þegar rætt var við hann í gærog kom honum það á óvart hve fá högg skilja á milli þeirra efstu og þeirra sem rétt komust í gegnum niðurskurðinn. „Það getur allt gerst á þessu móti og hlutirnir eru fljótir að breytast ef menn detta í „stuð“ á flötunum. Ég fékk þessa tilfinningu á lokakaflanum í gær og það þarf voðalega lítið til að maður nái betra skori en ég þarf að vera þolinmóður og bíða eftir réttu tækifærunum,“ sagði Birgir Leifur. „Útlitið var orðið frekar dökkt“ Birgir Leifur Hafþórsson fékk þrjá fugla á fimm holum þegar mest á reyndi í Andalúsíu Reuters Birgir Leifur Hafþórsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.