Morgunblaðið - 29.03.2008, Page 4

Morgunblaðið - 29.03.2008, Page 4
4 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ knattspyrna Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is Í ár fellur aðeins neðsta liðið en þrjú efstu liðin í 1. deild komast upp. Að auki mætast næstneðsta lið úrvals- deildar og fjórða efsta lið 1. deildar í aukaleikjum um sæti í deildinni í mótslok. Brann, með fjóra Íslendinga inn- anborðs, á meistaratitil að verja. Miðað við spádóma þykir liðið eiga góða möguleika á að endurtaka af- rekið í ár en Viking, Rosenborg og jafnvel Stabæk eru talin líklegustu keppinautar Brannmanna um efsta sætið í ár. „Sérfræðingar“ virðast hins vegar á einu máli um að Bodö/ Glimt sé með slakasta lið deildarinn- ar í ár og muni hafna í botnsætinu. Ólafur Örn Bjarnason er að hefja sitt fimmta tímabil með meisturum Brann. Hann sagði við Morgunblað- ið að titillinn sem slíkur myndi ekki setja aukna pressu á lið sitt. „Okkur hafði verið spáð einu topp- sætanna næstu ár á undan svo það er ekkert nýtt fyrir okkur að byrja sem eitt líklegasta liðið. Aðalmálið er að hefja tímabilið vel, þá er allt hægt. Lið okkar er svipað og í fyrra, við misstum fyrirliðann en fengum þrjá miðjumenn og nýjan framherja og þegar allir verða heilir eigum við að vera með mjög góða breidd og mikla samkeppni um allar stöður. Annars hefur undirbúningstíma- bilið verið hálfskrýtið hjá okkur. Við spiluðum Evrópuleiki langt fram í desember og svo aftur gegn Everton í febrúar. Fyrir vikið var veturinn styttri og skemmtilegri, við þurftum ekki að bíða þrjá fyrstu mánuði árs- ins eftir að deildin byrjaði, og von- andi hefur þetta bara þau áhrif að við mætum sterkir til leiks eins og í fyrra,“ sagði Ólafur Örn. Fimm til sex lið geta unnið titilinn Hann á von á mjög tvísýnni bar- áttu um meistaratitilinn. „Já, ég tel að 5-6 sterkustu liðin séu mjög svip- uð að styrkleika. Brann, Rosenborg, Lilleström, Viking og Stabæk eru mjög sterk, ég hef líka trú á Våle- renga ef liðið byrjar vel með nýjum þjálfara, og svo finnst mér Tromsö vera óðum að nálgast þessi lið. Þetta er ekki lengur eins og það var um árabil þegar Rosenborg keypti alla bestu leikmenn Noregs, á meðan önnur félög bitust um hina sem eftir voru, og rúllaði deildinni upp ár eftir ár. Núna eru 7–8 félög í deildinni orðin mjög sterk fjárhagslega og komin með hlutafélög sem sjá um leikmannakaupin.“ Ólafur var sammála þeim spám að Íslendingaliðin Fredrikstad, Lyn og Aalesund væru líkleg til að sigla lygnan sjó um miðja deild. „Fredrikstad gæti, rétt eins og Tromsö, hangið í efri liðunum í deildinni. Lyn hefur gert mjög vel undanfarin ár, miðað við mannskap, og þar hafa ungir leikmenn fengið tækifæri og staðið sig vel. Aalesund virðist sterkara en undanfarin ár og er ekki lengur spáð falli. Það er hins vegar hætt við að það verði erfitt fyrir Bodö/Glimt að forð- ast botnsætið. Liðið er langt norður í landi, er ekki með heillandi völl eða mikil fjárráð til að laða að leikmenn. Það er auðveldara fyrir hina nýlið- ana, HamKam og sérstaklega Molde sem er með glæsilegan völl og ríka bakhjarla. En í ár fellur bara eitt lið beint og það er því gott tækifæri fyr- ir Bodö/Glimt og hina nýliðana til að halda sér í deildinni.“ Nýir vellir og áhorfendum fjölgar Ólafur sagði að það hefðu orðið miklar breytingar í norsku knatt- spyrnunni síðan hann kom þangað í ársbyrjun 2004. „Allt umhverfið í fótboltanum hérna hefur breyst mikið og um- gjörðin í kringum liðin og leikina er orðin ótrúleg. Nánast allir vellir eru annaðhvort nýir eða nýendurgerðir. Núna eru það bara Tromsö, Bodö, HamKam og Stabæk sem eru ekki með stúku hringinn í kringum völl- inn, og bæði Stabæk og HamKam eru að byggja nýja leikvanga. Með þessari bættu umgjörð hefur áhorf- endum fjölgað ár frá ári og þetta er orðin virkilega flott deild. Hún er líka sterkari en flestir Ís- lendingar gera sér grein fyrir. Ég varð fyrir sjokki þegar ég kom á sín- um tíma og ég held að það sé enn erfiðara en áður fyrir íslenska leik- menn að festa sig í sessi. Norska úr- valsdeildin er ekki bara einu skrefi heldur mörgum á undan þeirri ís- lensku,“ sagði Ólafur Örn Bjarna- son.  Arnar Darri Pétursson, Lyn, 17 ára markvörður. Kom frá Stjörn- unni í þessari viku.  Ármann Smári Björnsson, 27 ára miðvörður/framherji. Kom haustið 2006, áður með Brann 2002.  Birkir Bjarnason, Bodö/Glimt, 19 ára miðjumaður. Lánaður til félags- ins frá Viking Stavanger þetta tíma- bil, lék þar tvö undanfarin ár.  Garðar Jóhannsson, Fredrikstad, 27 ára framherji. Leikur sitt annað tímabil með liðinu.  Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Vålerenga, 25 ára framherji. Kom í láni frá Hannover í ágúst.  Gylfi Einarsson, Brann, 29 ára miðjumaður. Kom í vetur, áður fjög- ur ár með Lilleström.  Haraldur Freyr Guðmundsson, Aalesund, 26 ára varnarmaður. Leikur sitt fjórða tímabil með liðinu.  Indriði Sigurðsson, Lyn, 26 ára miðvörður/bakvörður. Kom sumarið 2006, áður fjögur ár með Lilleström.  Kristján Örn Sigurðsson, Brann, 27 ára miðvörður. Leikur sitt fjórða tímabil með liðinu.  Ólafur Örn Bjarnason, Brann, 32 ára miðvörður. Leikur sitt fimmta tímabil með liðinu.  Theódór Elmar Bjarnason, Lyn, 21 árs miðjumaður. Kom frá Celtic í vetur.  Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk, 28 ára framherji. Leikur sitt fimmta tímabil með liðinu, áður með Strömsgodset 2001. Þessir leika í Noregi Á ferð Ólafur Örn Bjarnason í leik með Brann gegn Viking. RÉTT eins og í sænsku úrvalsdeild- inni eru fjögur lið í þeirri norsku með gervigras á sínum heimavöllum. Það eru Tromsö og Bodö/Glimt, sem bæði koma frá bæjum norðan heim- skautsbaugs, og svo Aalesund og Strömsgodset. Nýr leikvangur Sta- bæk verður lagður gervigrasi, sem virðist framtíðin í norskri knatt- spyrnu. Ólafur Örn Bjarnason hjá Brann sagði að vellirnir væru mis- jafnir. „Gervigrasið er fínt hjá Aale- sund og ég held að það sé svipað í Bodö. Í Tromsö er það hinsvegar hræði- legt, hreint hrika- lega lélegt, og þegar við spiluðum þar í frosti í fyrra, þegar ekki var hægt að bleyta það, var þetta eins og að spila á teppinu í stofunni hjá ömmu! Það er ekkert að því að spila á gervi- grasi og það hentar vel þeim liðum sem halda boltanum og spila góðan fótbolta. Ég held að það verði hins vegar ekkert sérstakt fyrir lið eins og Ströms- godset og HamKam sem spila kraftafót- bolta, með stórum og sterkum mönn- um sem sparka langt,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason. ÍSLENDINGAR hafa oft verið fjölmennir í norsku knattspyrnunni og þessir hafa spilað með þeim lið- um sem nú leika í úrvalsdeildinni:  Bodö/Glimt: Anthony Karl Gregory 1994, Krist- ján Jónsson 1994.  Brann: Bjarni Sigurðsson 1985-88 og 1994, Sæv- ar Jónsson 1986, Ólafur Þórðarson 1989-90, Ágúst Gylfason 1995-98, Birkir Kristinsson 1996-97, Bjarki Gunnlaugsson 1998, Stefán Þ. Þórðarson 1998.  Fredrikstad: Ríkharður Daðason 2003.  Lilleström: Rúnar Kristinsson 1997-00, Heiðar Helguson 1998-99, Arnar Þór Viðarsson 1998, Indr- iði Sigurðsson 2000-03, Grétar Ó. Hjartarson 2000, Gylfi Einarsson 2001-2004, Davíð Þór Viðarsson 2002, Ríkharður Daðason 2002-03, Viktor Bjarki Arnarsson 2007.  Lyn: Ólafur Þórðarson 1991-92, Andri Marteins- son 1994, Einar Örn Birgisson 1998, Helgi Sigurðs- son 2001-2003, Jóhann B. Guðmundsson 2001-2003, Stefán Gíslason 2005-2007, Emil Hallfreðsson 2007.  Molde: Bjarki Gunnlaugsson 1997-98, Andri Sig- þórsson 2001-03, Bjarni Þorsteinsson 2001-03, Ólafur Stígsson 2002-03, Marel Baldvinsson 2006- 07.  Rosenborg: Árni Gautur Arason 1998-03.  Stabæk: Helgi Sigurðsson 1997-99, Pétur H. Marteinsson 1999-01, Marel Baldvinsson 2000-02, Tryggvi Guðmundsson 2001-03.  Strömsgodset: Gestur Gylfason 1995-96, Óskar Hrafn Þorvaldsson 1998, Valur Fannar Gíslason 1998-99, Stefán Gíslason 1999-01, Unnar Sigurðs- son 2000, Veigar Páll Gunnarsson 2001.  Tromsö: Tryggvi Guðmundsson 1998-00, Orri Freyr Hjaltalín 2002, Hörður Sveinsson 2007.  Vålerenga: Kristinn Björnsson 1981, Brynjar Björn Gunnarsson 1998, Árni Gautur Arason 2004- 07.  Viking: Jón Erling Ragnarsson 1986, Pétur Arn- þórsson 1986, Auðun Helgason 1998-00, Ríkharður Daðason 1998-00, Hannes Þ. Sigurðsson 2002-05 og 2007, Birkir Bjarnason 2006-07.  HamKam er eina liðið í norsku úrvalsdeildinni sem aldrei hefur haft íslenskan leikmann í sínum röðum.  Teitur Þórðarson þjálfaði Brann 1988-90 og 2000-02, Lyn 1991-92 og 2003 og Lilleström 1994- 95.  Karl Guðmundsson þjálfaði Lilleström 1960.  Íslenskir leikmenn hafa líka spilað með Kongsv- inger, Moss, Sogndal og Start í úrvalsdeildinni Fjölmargir hafa leikið í Noregi Ljósmynd/Milan Illik Sterkur Kristján Örn Sigurðsson, fyrirliði landsliðsins og miðvörður Noregsmeistara Brann, í baráttu við Slóvakann Martin Jakubko. „Ótrúleg umgjörð“  Norska úrvalsdeildin hefst í dag  Liðum fjölgað í 16 fyrir næsta tímabil  Mörgum skrefum á undan Íslandi, segir Ólafur Örn Bjarnason TÓLF Íslendingar eru á mála hjá liðunum fjórtán í norsku úrvals- deildinni í knattspyrnu. Keppnin hefst í dag og þar með er brotið blað í sögu norska fótboltans því aldrei áður hefur verið leikið í marsmánuði í norsku deildakeppn- inni. Það er liður í stækkun og leng- ingu keppnistímabilsins í Noregi því frá og með 2009 verða sextán lið í úrvalsdeildinni.                            !    " #$%      & ' (                &)                   *+!       ,- ./$          /   /0   0    / 0   ! "   Íslendingaliðin Vålerenga og Aalesund mætast í opn- unarleik norsku úrvalsdeild- arinnar í kvöld og á morgun mætast Brann og Fredrikstad. Bodö/Glimt fær HamKam í heimsókn, Stabæk sækir Molde heim og Lyn fer til Þrándheims og leikur við Ros- enborg í síðasta leik fyrstu umferðar á mánudagskvöldið.  Rosenborg hefur unnið norska meistaratitilinn lang- oftast, 20 sinnum. Fredrikstad kemur næst með 9 meistara- titla, Viking með 8 og síðan Lilleström og Vålerenga sem hafa orðið norskir meistarar 5 sinnum hvort félag.  Kristinn Björnsson varð norskur meistari með Våle- renga 1981, fyrstur Íslend- inga. Gunnar Gíslason varð meistari með Moss 1987.  Árni Gautur Arason varð síðan sjö sinnum meistari, sex sinnum með Rosenborg frá 1998 til 2003 og með Våle- renga 2005.  Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason og Ár- mann Smári Björnsson urðu meistarar með Brann 2007. Eins og teppið hjá ömmu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.