Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
Arsene Wen-ger, knatt-
spyrnustjóri Ars-
enal, vonar að
Thierry Henry og
félagar hans í
Barcelona standi
uppi sem sig-
urvegarar í
Meistaradeildinni
en hann spáir því
að Evrópumeistaratitilinn falli
ensku liði í skaut.
Wenger, sem stýrði sínummönnum í úrslitum Meist-
aradeildarinnar fyrir tveimur árum
þar sem Arsenal tapaði fyrir Barce-
lona í úrslitaleik, segir að Manchest-
er United sé sigurstranglegra liðið í
rimmunni við Barcelona í undan-
úrslitum. ,,Ég sé fyrir mér að enskt
lið vinni Meistaradeildina í ár en
hvert það verður er erfitt að spá fyr-
ir um,“ segir Wenger.
Tim Finchem, framkvæmdastjóriPGA-mótaraðarinnar í golfi,
ætlar á næstu dögum að einbeita sér
að því að koma golfíþróttinni á kort-
ið á ný hjá Alþjóðaólympíunefndinni,
IOC. Golf hefur ekki verið á keppn-
isdagskrá Ólympíuleikanna í um 100
ár og er það markmiðið hjá Finchem
að reyna að koma golfinu inn á
keppnisdagskrá ÓL árið 2016.
Keppnisdagskrá ÓL er ákveðin með
7 ára fyrirvara og þarf PGA því að
vinna vel í sínum málum á næstunni
en ekki er búið að ákveða hvar Ól-
ympíuleikarnir fara fram árið 2016.
Það verður ákveðið í október á
næsta ári á fundi IOC í Kaupmanna-
höfn og samhliða þeim fundi verður
ákveðið hvort golfið fer aftur inn á
keppnisdagskrána.
Tiger Woods,efsti kylf-
ingur heimslist-
ans í golfi, verður
frá keppni í 4-6
vikur en hann fór
í speglunar-
aðgerð á hné í
gær. Woods end-
aði í öðru sæti
Mastersmótsins sem lauk sl. sunnu-
dag en þar sigraði Trevor Immelm-
an frá Suður-Afríku. Woods hafði
sett sér háleit markmið fyrir þetta
ár og ætlaði hann sér að sigra á öll-
um fjórum stórmótunum á þessu ári.
Meiðsli Woods eru ekki alvarlegen um var að ræða brjósk- og
liðþófaskemmdir. Hann mun missa
af Players-meistaramótinu sem
fram fer 8.-11. maí. Hann verður lík-
lega klár í slaginn fyrir næsta stór-
mót, Opna bandaríska meist-
aramótið, sem fram fer 12.-15. júní á
Torrey Pines í San Diego. Þetta er í
þriðja sinn sem Woods fer á aðgerð
á vinstra hné, fyrst árið 1994 og aft-
ur árið 2002.
Celtic vann ævintýralegan sigur áerkifjendunum í Rangers, 2:1, í
skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
í gærkvöld. Hollenski sóknarmað-
urinn Jan Vennegor of Hesselink
skoraði sigurmarkið í uppbótartíma
og hleypti á ný spennu í einvígi lið-
anna um meistaratitilinn. Rangers
er með 75 stig gegn 74 stigum hjá
Celtic en Rangers á tvo leiki til góða
og á eftir sjö leiki en Celtic aðeins
fimm.
Luca Toni hélt áfram að skorafyrir Bayern München í gær-
kvöld. Hann tryggði liðinu þá góðan
útisigur á Frankfurt með tveimur
mörkum seint í leiknum, 3:1, en
Frankfurt var yfir lengi vel. Bayern
náði með sigrinum tíu stiga forskoti
á Werder Bremen þegar fimm um-
ferðum er ólokið og úr þessu getur
fátt komið í veg fyrir að liðið verði
meistari í 21. sinn og í þriðja skiptið
á fjórum árum.
Fólk sport@mbl.is
Ekki munaði nema hársbreidd að
Eiður skyti Chelsea í úrslit Meist-
aradeildarinnar fyrir tveimur árum
en skot hans sleikti markstöngina í
uppbótartíma í síðari leiknum sem
Liverpool hafði betur í, 1:0, eftir
markalaust jafntefli í fyrri leiknum
á Stamford Bridge.
Morgunblaðið ræddi við Eið
Smára um komandi viðureignir og
framtíð hans í liði Barcelona en Eið-
ur er nú að enda sitt annað tímabil
hjá Katalóníuliðinu en hann er
samningsbundinn því til ársins 2010.
Eiður var í byrjunarliði Börsunga í
leiknum gegn Recreativo Huelva
um síðustu helgi en var tekinn af
velli um miðjan seinni hálfleik þegar
Börsungar voru 2:1 yfir.
Var frekar fúll þegar
mér var kippt út af
,,Ég var ánægður með frammi-
stöðu mína í síðasta leik. Ég var
frekar fúll þegar mér var kippt út af
en Rijkaard talaði við mig í gær og
sagðist hafa verið ánægður með
minn leik. Hann sagðist hafa ákveð-
ið að setja varnarsinnaðri leikmann
inn á í þeirri stöðu sem við vorum í
en því miður fengum við á okkur
jöfnunarmark,“ sagði Eiður Smári.
Barcelona tekur á móti grönnum
sínum í Espanyol í deildinni á laug-
ardag en síðan er komið að leiknum
við Manchester United.
Ekkert skrítið að telja United
sigurstranglegra
Spurður út í rimmuna við Man-
chester United sagði Eiður:
,,Auðvitað hefur það sitt að segja
formið á liðunum í dag en þegar
menn eru komnir í undanúrslit
Meistaradeildarinnar þá held ég að
það sé bara dagsformið sem skiptir
máli. Bæði lið eru með frábæra leik-
menn innanborðs og ef þau spila
bæði sinn besta leik þá held ég að
þetta verði meiriháttar leikir, ekki
síst fyrir hlutlausa aðila. Sérstak-
lega þar sem við höfum verið að
hiksta mikið undanfarið í deildinni
er það ekkert skrítið að fólk tali um
Manchester United sem sigur-
stranglegra liðið í þessu einvígi en
þegar á leikdag er komið þá er þetta
spurning um hvernig leikmenn eru
stemmdir. Það getur verið ágætt
fyrir okkur að vera ekki liðið sem er
spáð sigri,“ segir Eiður Smári.
Eiður telur það verri kost að
byrja á heimavelli; ,,Ég hefði auðvit-
að kosið að eiga seinni leikinn á
heimavelli. Fyrri leikurinn í svona
rimmu ræður heilmiklu en ég hef
það á tilfinningunni að úrslitin ráð-
ist ekki í Barcelona heldur í við-
ureigninni á Old Trafford. Það er al-
gjört lykilatriði fyrir okkur að ná að
halda markinu hreinu, með því eig-
um við alltaf möguleika í seinni
leiknum.“
Eiður mætti oft Manchester Unit-
ed þau ár sem hann lék með Chelsea
og oftar en ekki hefur honum tekist
vel upp á móti ,,rauðu djöflunum“.
Á góðar minningar frá leikjum
gegn Manchester United
,,Ég á góðar minningar frá leikj-
um á móti Manchester United hvort
sem það er á Stamford Bridge eða
Old Trafford. Ég hef líklega náð að
skora fjögur mörk á móti Manchest-
er United í einhverjum sex til sjö
leikjum og að mig minnir hafa tvö
þeirra komið á Old Trafford. Ég
vona bara að ég fái að spreyta mig í
þessum leikjum. Manchester-liðið er
feikilega gott. Það er vel spilandi og
með marga frábæra leikmenn inn-
anborðs og klárlega besta liðið á
Englandi í dag. Ég býst við hörku-
spennandi leikjum og ég met það
svo að við þurfum að spila okkar
bestu leiki til að fara áfram. Ég tel
það mikinn plús fyrir okkur að fá
Messi aftur inn í liðið. Hann er leik-
maður sem getur brotið upp leikinn
og sprengt varnir andstæðinganna
upp á eigin spýtur. Hann getur gef-
ið okkur þann neista fram á við sem
hefur vantað. Okkur hefur svo sem
gengið vel að skora á tímabilinu en
við höfum fengið allt of mörg mörk á
okkur.“
Held að það takist
loks hjá Chelsea
Hvað heldur þú með rimmu þinna
gömlu félaga í Chelsea og Liver-
pool?
,,Ég hef bara ekki hugmynd um
það en einhvern veginn hef ég það á
tilfinningunni að það takist loksins
hjá Chelsea að slá Liverpool út.
Einhvern tímann kemur að því og
eigum við ekki bara að segja að það
gerist núna. Það er hins vegar virð-
ingarvert að sjá Liverpool þarna
enn einu sinni miðað við frekar slakt
gengi í deildinni. Einhvern veginn
ná þeir að stilla sig vel inn á Meist-
aradeildina og Liverpool er lið sem
kann að nýta sér það að spila heima
og að heiman.“
Skoða alla möguleika í sumar
Þannig að þínir villtustu draumar
eru þá þeir að Barcelona og Chelsea
mætist í úrslitum?
,,Já, eigum við ekki að segja það
en ég er nú ekki farinn að hugsa svo
langt ennþá. Auðvitað yrði það
meiriháttar gaman að mæta
Chelsea í úrslitum í Moskvu.“
Hvað segir þú um framtíð þína
hjá Barcelona? ,,Ég er ekkert farinn
að spá í það. Maður hefur það á til-
finningunni að það sé mikið að fara
að gerast hjá Barcelona í sumar og
að margir leikmenn fari og aðrir
komi í staðinn. Ég hef lítið verið að
velta mér upp úr þessu. Nú einbeiti
ég mér bara að því sem eftir er hjá
Barcelona á þessu tímabili og skoða
svo alla kosti og valmöguleika sem
upp koma í sumar og tek ákvörðun
út frá því. Þetta er ekki eitthvað
sem maður ákveður einn, tveir og
þrír heldur þarf maður að hugsa sig
vel. Ég veit ekkert hvað verður með
þjálfarann en mér sýnist að það séu
ákveðin kaflaskipti framundan hjá
liðinu en það mun ekki skýrast fyrr
en í sumar. Það fer mikið eftir því
hvernig tímabilið endar hjá okkur.
Við eigum enn möguleika á Evr-
ópumeistaratitlinum og þó svo að
staðan í deildinni sé ekki allt of góð
þá geta hlutirnir verið fljótir að
breytast og við eigum eftir að mæta
Real Madrid,“ segir Eiður.
Nú hafa komið fréttir um að Ro-
naldinho fari í sumar. Þið hafið verið
í góðu sambandi og er það rétt að
hann sé förum?
,,Það er ekkert komið á hreint
með það. Þessar yfirlýsingar sem
hafa komið í fjölmiðlum hér úti um
að allt sé klappað og klárt með hann
og AC Milan tek ég með smá fyr-
irvara en mér finnst nú samt allt
benda til þess að hann fari.“
AP
Barátta Eiður Smári Guðjohnsen á hér í höggi við Iago Bouzón í leik Barcelona og Recreativo Huelva.
Yrði meiriháttar gaman
að mæta Chelsea í Moskvu
MIKIL eftirvænting ríkir hjá knatt-
spyrnuáhugamönnum fyrir undan-
úrslitin í Meistaradeild Evrópu í
knattspyrnu en fyrri leikirnir verða
háðir í næstu viku. Á þriðjudag eig-
ast við Liverpool og Chelsea á An-
field en daginn eftir tekur Barce-
lona á móti Manchester United á
Nou Camp. Eiður Smári Guðjohn-
sen fær þar með aðra tilraun til að
komast í úrslit Meistaradeild-
arinnar en hann var í liði Chelsea
fyrir tveimur árum sem féll úr leik
fyrir Liverpool.
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
Þurfum að spila okkar bestu leiki gegn Man. Utd til að fara í úrslitin
Hef á tilfinningunni að það sé mikið að fara að gerast hjá Barcelona í sumar
Eiður Smári hefur bæði leikið með Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu
ANDERS Bjerregaard, framkvæmdastjóri
danska knattspyrnuliðsins Bröndby, er
ánægður með nýju mennina sem hann sá um
að fá til félagsins fyrir þetta tímabil og í vet-
ur. Það eru þeir Stefán Gíslason, sem félagið
keypti frá Lyn í Noregi, Samuel Holmén og
Max von Schlebrügge.
Áður hafði Bjerregaard verið gagnrýndur
fyrir innkaup sín en í samvinnu við fyrri
þjálfara liðsins náði hann í marga leikmenn
sem ekki festu rætur hjá félaginu. Þar á með-
al Hannes Þ. Sigurðsson sem ekki náði sér á
strik og náði aðeins að spila með Bröndby í
hálft ár.
„Stefán hefur leyst mjög vel af hendi þá
stöðu sem honum var ætluð. Hann liggur aft-
arlega á miðjunni og dreifir spilinu, ásamt því
að vinna boltann, og er búinn að koma sér vel
fyrir,“ sagði Bjerregaard við fótboltavefinn
bold.dk. Stefán var einmitt gerður að fyr-
irliða Bröndby áður en keppni hófst að nýju í
síðasta mánuði eftir vetrarfríið í deildinni.
Bröndby hefur snúið blaðinu við eftir afar
slæma byrjun á tímabilinu og er nú í áttunda
sæti úrvalsdeildarinnar auk þess sem liðið á
góða möguleika á að komast í úrslitaleik bik-
arkeppninnar.
Ánægður með kaupin á Stefáni Gíslasyni