Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 3 Sigurður Ari Stefánsson átti stór-leik og skoraði 10 mörk þegar Elverum, undir stjórn Axels Stef- ánssonar, vann góðan sigur á Runar, 33:28, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum um norska meistaratit- ilinn í handknattleik í gærkvöld. Sig- urður skoraði 7 mörk í fyrri hálf- leiknum en þá var Elverum undir, 14:16. Ingimundur Ingimundarson skoraði eitt marka liðsins. Liðin mætast aftur á heimavelli Runar um næstu helgi en það sem sigrar sam- anlagt kemst í undanúrslitin.    Ólafur Stefánsson skoraði 4 mörkfyrir Ciudad Real í gærkvöld þegar lið hans vann öruggan sigur á Antequera, 30:22, í átta liða úrslit- um spænsku bikarkeppninnar í handknattleik. Ciudad Real mætir Arrate í undanúrslitum en Arrate vann Sigfús Sigurðsson og félaga í Ademar León örugglega í gærkvöld, 34:26. Sigfús náði ekki að skora fyrir Ademar en var rekinn tvisvar af velli.    Hreiðar Levy Guðmundssonlandsliðsmarkvörður var besti maður Sävehof í gærkvöld en það dugði ekki til því lið hans tapaði á heimavelli, 25:29, fyrir Ystad í þriðja leik liðanna í undanúrslitunum um sænska meistaratitilinn í handknatt- leik. Sävehof var með 2:0 forystu í einvíginu og hefði með sigri verið komið í úrslit en Ystad fær nú tæki- færi til að laga stöðuna á sínum heimavelli. Erik Fritzon skoraði 7 mörk fyrir Sävehof en Oscar Carlén 8 mörk fyrir Ystad.    Eyjamenn lögðu Aftureldingu,31:29, í uppgjöri neðstu liða úr- valsdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Mikil spenna var í lokin, Afturelding var með sjö útispilara gegn fjórum leik- mönnum ÍBV í síðustu sókninni og freistaði þess að jafna en í staðinn náðu Eyjamenn boltanum og skor- uðu. Nikolaj Kulikov skoraði 7 mörk fyrir ÍBV og Oliver Kiss átti stórleik í marki Aftureldingar.    Lærisveinar Sigurðar Jónssonarí Djurgården eru aftur á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu eftir jafntefli, 1:1, við Örebro á útivelli í gærkvöld. Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn með Djurg- ården. Nýliðar Norrköping töpuðu 1:3 fyrir Halmstad á heimavelli og eru enn án sigurs. Garðar B. Gunn- laugsson kom inná sem varamaður hjá Norrköping á lokamínútunum en Gunnar Þór Gunnarsson sat á vara- mannabekk liðsins allan tímann.    Árni Gautur Arason markvörðurmátti þola sitt annað tap í jafn- mörgum leikjum með Thanda Royal Zulu í suður-afrísku knattspyrnunni í gær. Lið hans sótti þá heim Mamel- odi Sundowns og tapaði, 2:0. Thanda er áfram í þriðja neðsta sæti deildarinnar þegar sex umferðum er ólokið, þremur stigum frá fallsæti. Fólk folk@mbl.is Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Keflavík hafði fjögurra stiga forystu eftir fyrsta leikhluta en vann þann næsta 23:13 eftir að ÍR reyndi svæð- isvörn um tíma en gafst fljótlega upp á henni. Keflavíkurliðið leit mun betur út í alla staði. Boltinn gekk hratt milli manna í sókninni og gríð- arleg barátta var í leikmönnum í fráköstum. Þegar einhver „hitnaði“ í sókninni var leitað til hans og að þessu sinni var það Gunnar Einars- son sem var sjóðheitur. Hann gerði 23 stig, hitti úr fimm af sex þriggja stiga skotum sínum, úr fjórum af sex tveggja stiga skotum en nýtti ekki eina vítaskotið sem hann fékk. Arnar Freyr Jónsson átti einnig flottan leik, gríðarlega snöggur leik- maður sem erfitt er að ráða við á degi sem þessum. Miklu munaði fyrir ÍR-inga að Hreggviður Magnússon, einn mátt- arstólpa liðsins, náði sér engan veg- in á strik í gærkvöldi og í þriðja leik- hluta lék hann aðeins síðustu tvær mínúturnar. Flottur kafli Keflvíkinga Keflavík var 69:61 yfir eftir þriðja leikhluta og ÍR gerði fyrsta stig þess fjórða. En þá var ballið búið. því Keflavík gerði 19 stig í röð og var Gunnar iðinn á þessum kafla. Næstu stig ÍR komu ekki fyrr en 2,35 mínútur voru eftir af leiknum og hann í raun búinn, staðan þá 88:62. Eins og áður segir komst ÍR í 2:0 með fræknum sigri í Keflavík í fyrsta leik og síðan í Seljaskóla í næsta leik. En þeim tókst ekki að fylgja þessum sigrum eftir og svíður það væntanlega. „Þetta er mjög svekkjandi. Við komum hingað al- veg sannfæðir um að við gætum unnið hér eins og við gerðum í fyrsta leiknum,“ sagði Jón Arnar Ingvars- son, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við erum með þannig lið að margt þarf að smella saman hjá okkur sem sést kannski vel á því að við töpuðum fleiri leikjum en við unnum í vetur. Það sést því að það eru gallar í þessu hjá okkur, en ég held að ÍR geti horft til framtíð- arinnar björtum augum. Það eru margir menn í liðinu sem fengu mikla reynslu út úr þessu enda er- um við með íslenska leikmenn í lyk- ilhlutverkum hjá okkur. Þeir eru reynslunni ríkari og verða ennþá sterkari að ári,“ sagði Jón Arnar. Erum hundfúlir Spurður hvort liðið geti samt ekki verið ánægt með heildarútkomuna í vetur. Liðið endaði í sjöunda sæti, komst í undanúrslit með því að vinna KR og tapar fyrir deildar- meisturum Keflavíkur í oddaleik. „Auðvitað erum við hundfúlir, en ef maður horfir yfir þetta í heild þá lékum við tvö efstu liðin í úrslita- keppninni og höfum veitt þeim verð- unga keppni með því að vinna Kefla- vík á útivelli og KR tvisvar á útivelli. Það sýnir að það býr margt gott í þessu liði,“ sagði þjálfarinn. Hann sagði að ekki hefði náðst það besta út úr liðsheildinni að þessu sinni. „Við byggjum leik okk- ar á liðsheildinni og náðum bara ekki að ná því besta út úr henni í kvöld. Einvígið byrjaði vel en síðan snerist þetta í þannig leik sem hent- ar Keflavík betur og við náðum ekki að snúa því við þannig að við næðum að ráða ferðinni,“ sagði Jón Arnar. Stoltur af liðinu Eiríkur Önundarson átti góðan leik í gær fyrir ÍR og var að vonum svekktur þegar hann gekk af velli. „Þetta er gríðarlega svekkjandi. Við erum búnir að vera dálítið rokkandi í vetur og höfum sýnt að við getum unnið alla – en því miður líka tapað fyrir öllum. Ég held að það sé verið að setja saman nokkuð heilsteypt lið hjá okkur og við vorum ansi hreint nálægt því að komast einu skrefi lengra núna. En því miður náðum við ekki að sýna okkar rétta andlit í síðustu þremur leikjum okkar. Það var sérstaklega svekkjandi að ná ekki að sýna sparihliðina á heimavelli, en þar var okkar helsta von um að slá Keflavík út. Þeir eru með gott lið og mikla reynslu og vanir að vera í þessari stöðu. Þetta varð því orðið ansi erfitt eftir að við töpuðum á heimavelli en þetta fer í reynslubankann hjá strákunum og ég er gríðarlega stoltur af liðinu,“ sagði Eiríkur. Glæsileg endurkoma KEFLVÍKINGAR leika til úrslita í Iceland Express-deild karla í körfu- knattleik. Liðið lagði ÍR 93:73 í oddaleik liðanna í undanúrslitunum í gær fyrir fullu húsi áhorfenda í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ. Mikil stemning var á áhorf- endabekkjunum en Keflvíkingar höfðu undirtökin á vellinum þannig að leikurinn varð aldrei spennandi. En áhorfendur skemmtu sér engu að síður hið besta. Endurkoma Keflvíkinga er einsdæmi í sögu körfunnar en þeir eru fyrstir til að komast í úrslit eftir að hafa lent 2:0 undir. Keflvíkingar viðhéldu einnig hefðinni varðandi Suðurnesjalið í úrslitum en lið þaðan hefur alltaf verið í úrslitum frá því úr- slitakeppnin hófst 1984. Ljósmynd/Jón Björn Ólafsson Skin og skúrir Gunnar Einarsson og Arnar Freyr Jónsson átti flottan leik í gær en ÍR-ingurinn Hreggviður Magn- ússon náði sér ekki á strik og fylgist hér með Arnari Frey, ásamt Tahirou Sani, leggja boltann í körfuna. ÞAÐ eru miklar líkur á því að Páll Gísli Jónsson muni ekki standa í marki ÍA í Landsbankadeildinni í sumar. Páll Gísli meiddist á hægra hné á æfingu liðsins sl. fimmtudag og bendir flest til þess að hann sé með slitið krossband. Á föstudag mun Páll Gísli fara í myndatöku og eftir þá rannsókn mun hann fá úr því skorið hvort krossbandið sé slitið. Skagamenn hafa nú þegar hafið leit að markverði til þess að fylla skarð Páls Gísla. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags mfl. félagsins, segir að tveir ungir og efnilegir markverðir séu í leikmannahóp félagsins. „Trausti Sigurbjörnsson verður 18 ára á þessu ári og Árni Snær Ólafsson er ekki nema 17 ára. Þeir eiga báðir framtíðina fyrir sér en það er ekki raunhæft að ætla þeim að standast það álag sem fylgir því að leika í efstu deild á Íslandi heilt keppn- istímabil. Við erum því að leita að markverði,“ sagði Þórður Guðjónsson við Morgunblaðið. ÍA leitar markmanns VALDÍS Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni á Akranesi, sigraði á alþjóðlegu áhuga- mannamóti sem lauk á Kýpur í gær. Valdís lék samtals á 2 höggum yfir pari en hún var á 70 höggum eða 2 höggum undir pari á fyrri hringnum og 76 höggum í gær eða 4 höggum yfir pari. Alls luku 27 keppendur leik af þeim 29 sem hófu keppni. Heiða Guðnadóttir úr GS endaði í þriðja sæti á 10 höggum yfir pari (78-76). Eygló M. Óskarsdóttir úr GKG varð fjórða á 16 höggum yfir pari (81-79) og Ragna Björk Ólafsdóttir úr GR varð fimmta á 20 höggum yfir pari (83-81). Á föstudag hefst keppni í karla- flokki og þar leika þeir: Andri Már Óskarsson GHR, Axel Bóas- son GK, Björn Guðmundsson GA, Guðjón Henning Hilmarsson GKG og Rúnar Arnórsson GK. Valdís efst á Kýpur Valdís Þóra Jónsdóttir ÓLÖF María Jónsdóttir hefur leik í dag á Evrópumótaröð kvenna í golfi eftir langt hlé en mótið sem Ólöf leikur á fer fram á Spáni. Árið 2005 komst Ólöf María fyrst allra kylfinga frá Ís- landi á Evrópumótaröðina í golfi og keppnistímabilið 2004-2005 lék hún á 12 mótum og endaði hún í 105. sæti peningalistans. Á tímabilinu 2005-2006 náði Ólöf aðeins að leika á 8 mótum en hún varð að hætta keppni undir lok tímabilsins vegna meiðsla á úlnlið. Hún lék ekki á mótaröðinni á síðasta tímabili þar sem hún eignaðist sitt fyrsta barn og vegna veikinda barns- ins varð Ólöf að fresta endurkomu sinni á mótaröðina. Mótið á í dag er því fyrsta atvinnumótið hjá Ólöfu Maríu frá því um miðjan júlí árið 2006. Á því ári náði hún aðeins að kom- ast í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum af alls átta og besti árangur hennar var 37. sæti. Besti árangur hennar á Evr- ópumótaröðinni er 35. sætið en þeim árangri náði Ólöf árið 2005 á móti Danmörku. Ólöf María með á ný ot- ns- þau og :11 Jó- et- og og 2. og ndi, með 19. frá ot- blo in- 21. rir :21 ni í on- am þá ær m - tir tri: ls- s-  Keflvíkingar neituðu að gefast upp þegar þeir voru 2:0 undir  Brutu blað í sögu körfuknattleiksins  ÍR-ingar geta verið stoltir af frammistöðu sinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.