Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson
ingvarorn@mbl.is
Ekki er alltaf allt sem sýnistog á það við um hinaítölsku vespu því þar ferlítið og nett farartæki
sem flestir álíta hentugt til innan-
bæjarsnatts en þó fer þar farartæki
sem lyfti grettistaki, farartæki sem
á sínum tíma átti stóran þátt í því að
koma Suður-Evrópu á ról eftir lok
seinni heimsstyrjaldarinnar.
Flugvélahönnunin
endurfædd í skellinöðru
Það var á Ítalíu árið 1946 sem úr-
ræðagóðir menn leituðu lausna á því
hvernig hægt væri að koma Ítalíu
aftur í gang en landið hafði fengið
slæma útreið fyrir það að hafa verið
meðreiðarsveinn Hitlers og skó-
sveina hans í seinni heimsstyrjöld-
inni. Piaggio-verksmiðjurnar, sem í
stríðinu höfðu hannað og smíðað
flugvélar, þurftu að finna sér nýtt
hlutverk enda var þeim bannað af
bandamönnum að smíða farartæki
sem hægt væri að nota sem stríðstól.
Efnahagurinn var í rúst og ástand
samgönguleiða slæmt. Þörf var á
farartæki sem væri ódýrt og hagnýtt
svo hægt væri að blása nýju lífi í
efnahaginn, en að auki átti far-
artækið að vera auðvelt í akstri fyrir
bæði karla og konur, hafa pláss fyrir
farþega og síðast en ekki síst átti
það ekki að skíta út föt ökumanns-
ins. Þar með var komin uppskriftin
að sérkennilegu útliti vespunnar.
Hugmyndina að vespunni átti
Corradino D’Ascanio og kynnti hann
frumgerð hennar fyrir Enrico Piag-
gio, en áður hafði ágreiningur komið
í veg fyrir að Innocenti myndi fram-
leiða skellinöðruna góðu. Þegar Pi-
aggio heyrði háa tíðni vélarinnar
sagði hann að hún hljómaði alveg
eins og vespa og úr varð að nafnið
festist við hjólið. Vespa, sem í dag er
samnefnari fyrir skellinöðrur af öll-
um gerðum, er því í raun einungis
réttnefni á skellinöðrum frá Piaggio.
Árið 1947 seldi Piaggio rúmlega
2.500 vespur, ári síðar seldust 10
þúsund vespur og 1950 seldust 60
þúsund vespur sem þó var einungis
byrjunin á vinsældum vespunnar.
Helstu ástæður þess að þetta
skemmtilega farartæki sló í gegn
voru einmitt þær að í upphafi var
lagt af stað með góða uppskrift.
Vespan hentaði afar vel í Suður-
Evrópu þar sem fólk gat notað hana
líkt og reiðhjól en þó var hún snyrti-
legri, fljótari í förum, hafði mun
meiri burðargetu og pláss fyrir einn
farþega. Ýmis smáatriði settu mark
sitt á hönnunina eins og krókur við
stýrið þar sem hægt var að festa inn-
kaupapokann, en einnig var hægt að
fá vespur með læstu hanskahólfi og
síðast en ekki síst skipti létt viðhald
skellinöðrunnar mjög miklu máli og
má þar líklega þakka reynslu hönn-
uðanna í flugvélahönnun. Þannig
skilaði flugvélahönnunin sér í fram-
fjöðrun hjólsins sem var þannig að
auðvelt var að taka felguna af og
jafnframt var klæðning hjólsins inn-
blásin af loftaflsfræðinni. Vinsældir
vespunnar fóru hins vegar fyrir al-
Vespan er elskuð og virt
Uppgangur Eftir seinni heimstyrjöld spratt upp mikil þörf fyrir ódýrt og hagnýtt ökutæki á Ítalíu.
Úr nýrri bílasmiðju
Renault-Nissan og
indverska mótor-
hjólaframleiðand-
ans Bajaj, sem
reist verður í
Chakan í Maharas-
htra-héraði á Ind-
landi, munu árið
2011 renna ódýrir
bílar sem höfða
eiga til indversku
millistéttarinnar
sem stækkar hröð-
um skrefum.
Tilkynnt var um samstarf fyr-
irtækjanna í París í vikunni en
fransk–japanski bílaframleiðand-
inn fær þar til liðs við sig næst-
stærsta mótorhjólaframleiðanda
Indlands. Miðað er við að bíllinn,
sem gengur undir vinnuheitinu
„ULC“ muni kosta um 100.000
indverskar rúpíur, eða sem svarar
2.500 dollurum, eða 1.600 evrum.
Gert er ráð fyrir að fyrstu bíl-
arnir aki úr bílasmiðjunni
snemma árs 2011 en afköst henn-
ar eru ráðgerð um 400.000 bílar á
ári. Samstarfsfyrirtæki um bíla-
smíðina verður að hálfu leyti í
eigu Bajaj Auto, 25% í eigu Re-
nault og 25% í eigu Nissan.
„Bíllinn verður helmingi eyðslu-
grennri en núverandi bílar á þess-
um markaði,“ segir forstjóri Ba-
jaj, Rajiv Bajaj, en markmiðið er
að hann komist 34 km á hvern
lítra, eða 100 km á um þremur
lítrum eldsneytis.
Helsti markaður „ULC“-bílsins
verður Indland en ekki er úti-
lokað að hann verði síðar seldur
einnig í öðrum löndum Suðaustur-
Asíu.
Fyrr á árinu tilkynnti indverski
bílaframleiðandinn Tata Motor að
hann hygðist smíða heimsins
ódýrasta bíl, Nano, sem einnig
mundi kosta 100.000 rúpíur eða
jafnmikið og samstarfsbíll Renaul-
Nissan og Bajaj. Nanoinn er vænt-
anlegur á markað öllu fyrr, eða í
september næstkomandi – meira
en tveimur árum á undan ULC-
bílnum.
Bílaframleiðendur eiga nú í
hálfgerðu kapphlaupi um ind-
verska bílamarkaðinn en tveir
þriðju allra bíla sem seldir eru í
Indlandi eru framleiddir þar í
landi. Eftir miklu er að slægjast
þar sem íbúarnir eru 1,1 millj-
arður og efnafólki og fólki sem
efni hefur á bílakaupum í stað
skellinaðra og mótorhjóla fjölgar
hratt.
Einkum og sér í lagi miða bíla-
framleiðendur við að selja smá-
bíla í Indlandi enda aukning á
spurn eftir smærri bílum talin
munu aukast hlutfallslega mest.
Þá segja fréttaskýrendur að Ind-
land sé ákjósanleg miðstöð út-
flutnings á smábílum til annarra
Asíulanda. Þar sé tækniþekking
mikil og tilkostnaður hlutfallslega
minni.
Japönsku bílafyrirtækin Toyota
og Honda segjast bæði vera að
skoða möguleika á framleiðslu
ódýrra smábíla fyrir indverskan
markað.
Boða ódýran
millistéttarbíl
Renault Megane Sport Tourer,
árg. 2005, ek.79þús.km, Beinsk.
Geislaspilari, Rafmagn og fl.
Verð 1290 þús. kr, áhv.1250 þús. kr.
VW Passat HighLine,
árg. 2006, ek.20þús.km, Sjálfsk. Topplúga, Leður
og fl. Stgr.Tilboð 2790 þús.
kr, Ásett Verð 3040 þús. kr.
VW Transporter Kasten,
árg. 2007, ek.28þús.km, Beinsk.
Geislaspilari, Samlæsing og fl.
Verð 2390 þús. kr, áhv.1600 þús. kr.
Nissan Patrol GR SE+,
9/1998, ek. 269 þús. km, Beinsk. Dísel, 33“
Breyttur, Topplúga, Leður og fl.
Verð 1280 þús. kr.
Cadillac Escalade AWD,
árg. 2007, ek. 39 þús. km, Sjálfsk. Topplúga,
Leður, Fjarlægðarskynjarar og fl. Stgr.Tilboð
7390 þús. kr, Ásett Verð 8490 þús. kr.
MMC Pajero GLS,
árg. 2004, ek.78þús.km, Sjálfsk., Dísel,
Dráttarkúla, Topplúga, Leður og fl. Stgr.Tilboð
3890 þús. kr, Listaverð 4290 þús. kr.
VW Polo,
7/2007, ek.13þús.km, Beinsk. Geislaspilari,
Rafmagn og fl. Verð 1790 þús. kr.
Hyundai Tucson 4X4 CRDI,
11/2005, ek.44þús.km, Sjálfsk. Dísel, Hiti í sætum,
Rafmagn og fl. Verð 2890 þús. kr,
áhv. 2170 þús. kr.
Funahöfða 1 • Opið virka daga kl. 10:00-18:30 • Laugardaga kl. 12:00-16:00
M
bl
1
00
75
55
Suzuki VL 1500 Intruder,
árg. 2003, ek. 1 þús. km,
Verð 1350 þús. kr.
Stórglæsilegt hjól!!
Toyota Avensis Wagon Sol,
árg. 2004, ek.51þús.km, Beinsk.
Filmur, hiti í sætum og fl.
Verð 1890 þús. kr, áhv. 1640 þús. kr.
VW POLO BASICLINE Árgerð 2004.
Ekinn 78 þ.km. Verð kr. 890.000.
Áhvílandi kr. 885 þús., mán. afborgun
kr. 18 þús. Skipti: Ódýrari.
FORD E150 ECONOLINE.
Árgerð 2002. Ekinn 62 þ. km. Verð
kr. 2.650.000. Áhvílandi kr. -1 þús.,
mán. afborgun kr. 31 þús. Skipti:
Ódýrari.
SKODA OCTAVIA.
Árgerð 2006. Ekinn 23 þ. km.
Verð kr. 2.390.000. Diesel. Áhvílandi
kr. 2230 þús., mán. afborgun kr. 38
þús. Skipti: Nei.
BMW X5 3.0D Árgerð 2007. Ekinn 15
þ. km. Verð kr. 7.990.000.
Umboðsbíll vel útbúinn.
HONDA ACCORD SPORT Árgerð
2006. Ekinn 38 þ. km. Verð kr.
2.490.000. Áhvílandi kr. 2400 þús.,
mán. afborgun kr. 45 þús.
Skipti: ódýrari
KIA SORENTO BL Árgerð 2007. Ek-
inn 9 þ. km. Verð kr. 3.580.000.
Diesel sjálfskiptur.
VW TOUAREG. Árgerð 2007. Ekinn 6
þ. km. Verð kr. 6.750.000. Diesel, vel
útbúinn bíll. Skipti ódýrari.
VW CADDY. Árgerð 2006. Ekinn 45
þ. km. Verð kr. 1.850.000. Diesel.
Skipti ódýrari.
MMC PAJERO DID. Árgerð 2006.
Ekinn 48 þ. km. Verð kr. 5.450.000.
Diesel, 7 manna, 33“ breyttur.
VW TOUAREG R5. Árgerð 2004. Ek-
inn 78 þ. km. Verð kr. 4.790.000.
Diese.l Gott stgr.v., skipti ódýrari.
Sími: 420 5000