Morgunblaðið - 11.06.2008, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
Jóhann R.Benedikts-
son, leikmaður 1.
deildarliðs
Fjarðabyggðar í
knattspyrnu, var
í gær úrskurð-
aður í eins leiks
bann vegna fjög-
urra gulra
spjalda. Í gærkvöld fékk hann svo
rauða spjaldið þegar Austfjarðaliðið
gerði jafntefli, 2:2, við Leikni R. í 1.
deildinni. Hann verður því í banni í
næstu tveimur leikjum, gegn Þór í
1. deild á laugardaginn og gegn FH
í bikarkeppninni næsta fimmtudag.
Þormóður Jónsson hafnaði í 7.sæti í þungavigtarflokki á
heimsbikarmóti í júdó sem fram fór
í Madríd um síðustu helgi. Þor-
móður vann Grikkja í fyrstu um-
ferð en tapaði síðan fyrir Hern-
andes frá Brasilíu, sem er í 25.
sæti heimslistans. Brasilíumaðurinn
komst í undanúrslit og þar með
fékk Þormóður uppreisnarglímu.
Þar lagði hann Martinez frá Spáni
á „ippon“ eftir einnar mínútu við-
ureign og tryggði sér 7. sætið með
því. Þá átti hann tækifæri á að
keppa um bronsverðlaunin en beið
lægri hlut fyrir Mehbah frá Mar-
okkó.
Zico, brasilíska knattspyrnuhetj-an frá níunda áratug síðustu
aldar, er nú talinn líklegastur til að
taka við stöðu knattspyrnustjóra
enska félagsins Chelsea, en Sky
Sports greindi frá þessu.
Tékkneski varnarmaðurinnDavid Rozehnal hefur gengið
til liðs við ítalska knattspyrnuliðið
Lazio frá Newcastle United á Eng-
landi, en Rozenhnal hefur verið á
láni hjá Lazio frá áramótum.
ChristianSchwarzer,
hinn 38 ára
gamli línumaður
frá Rhein-
Neckar Löwen,
verður í hópi
þýska landsliðs-
ins í handknatt-
leik sem fer á
Ólympíuleikana í Peking. Þjálfar-
inn, Heiner Brand, tilkynnti þetta í
gær og sagði að Schwarzer væri
mikilvægur leiðtogi í liðinu og hefði
sýnt í vetur að hann væri enn þá
einn besti línumaðurinn í þýsku 1.
deildinni. Brand hefur kallað saman
22 leikmenn til æfinga og ætlar
með 17 til Kína, enda þótt aðeins
megi vera með fjórtán í endanleg-
um hópi þar.
Arsenal virðist hafa unnið bar-áttuna um Aaron Ramsey,
knattspyrnumanninn efnilega frá
Wales, en BBC skýrði frá því að
Ramsey hafi valið Arsenal framyfir
Manchester United og Everton.
Ramsey, sem er aðeins 17 ára,
hefur vakið mikla athygli fyrir
frammistöðu sína með Cardiff City.
Fólk sport@mbl.is
Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson
thorkell@mbl.is
Nokkur hasar var í Víkinni, þar sem
Víkingur, sem hefur ekki gengið
sem best það sem af er tímabilinu,
tóku á móti toppliði ÍBV, en þessum
liðum var spáð efstu tveimur sæt-
unum í deildinni í ár. Leikurinn var
nokkuð opinn og skemmtilegur
fyrstu mínúturnar, en heimamenn
komust yfir þegar Þórhallur Hin-
riksson skoraði úr vítaspyrnu strax
á fjórðu mínútu. Dómari leiksins
ákvað að fækka aðeins í liði Víkinga
um miðbik fyrri hálfleiks, þegar
hann rak markaskorarann Þórhall
Hinriksson af velli og tók það nokk-
uð stapp að koma Þórhalli af leik-
vellinum.
Pétur Runólfsson jafnaði metin
áður en hálfleiknum lauk. Eyja-
menn, sem spila skemmtilegan
bolta, komust svo yfir eftir um tíu
mínútna leik í síðari hálfleik, þegar
Atli Heimisson skoraði fyrir þá eftir
laglegt spil. Þeir Matt Garner og
Ingi Rafn Ingibergsson innsigluðu
svo sigurinn með sitt hvoru markinu
á síðustu fimm mínútunum, en áður
hafði Runólfur Sveinn Sigmundsson
í liði Víkinga fengið reisupassann,
eftir að hafa fengið sitt annað gula
spjald. Víkingar voru því níu talsins
þegar flautað var til leiksloka.
Héldum áfram að
spila okkar fótbolta
„Við tókum því bara með ró þegar
við lentum undir og héldum bara
áfram að spila okkar fótbolta. Það
skilaði sér ágætlega, því við skor-
uðum síðan nokkur mörk og unnum
leikinn,“ sagði Atli Heimisson glaður
í bragði, en hann skoraði annað
mark Eyjamanna í leiknum.
Hinn 18 ára gamli Viðar Örn
Kjartansson kom Selfyssingum yfir
10 mínútum fyrir leikslok í topp-
slagnum fyrir austan fjall en
Garðbæingar jöfnuðu strax í næstu
sókn, 1:1, og þar var Ellert Hreins-
son að verki. Nýliðarnir frá Selfossi
eru enn ósigraðir og eru með 14 stig
í 2. sætinu en Stjarnan 11 stig í
þriðja sæti.
Leiknir R. stefndi í sinn fyrsta
sigur, gegn Fjarðabyggð á Eskifirði,
því Halldór K. Halldórsson og Jakob
Spangsberg skoruðu tvívegis
snemma í seinni hálfleik, 2:0. En
Austfirðingar jöfnuðu metin því
Sveinbjörn Jónasson skoraði tvíveg-
is fyrir þá á síðustu 11 mínútunum,
2:2. Í lokin var Jóhann R. Benedikts-
son hjá Fjarðabyggð rekinn af velli.
Eyþór tryggði Ólafs-
víkingum sigur á Þór
Víkingar í Ólafsvík komust upp í
5. sætið með því að sigra Þór, 2:1.
Hreinn Hringsson kom Þórsurum
yfir með fallegu skallamarki í byrjun
síðari hálfleiks en Brynjar Víðisson
jafnaði fyrir Ólsara með skoti af
löngu færi. Eyþór Guðnason gerði
sigurmark þeirra tíu mínútum fyrir
leikslok eftir sendingu Alfreðs Jó-
hannssonar inn fyrir vörn Þórsara.
KS/Leiftur komst yfir gegn KA á
Akureyrarvelli þegar Ede Visinka
skoraði úr vítaspyrnu. Ingi Freyr
Hilmarsson og Magnús Blöndal
tryggðu KA sigur með mörkum í síð-
ari hálfleiknum, 2:1.
Slóvenski framherjinn Denis Cu-
ric kom Haukum í 2:0 gegn Njarðvík
á Ásvöllum en Suðurnesjamenn gáf-
ust ekki upp og jöfnuðu, 2:2. Krist-
inn Björnsson og Aron Már Smára-
son voru þar að verki.
Stuð á Eyjamönnum
ÍBV sigraði Víkinga 4:1 í Víkinni og er enn með fullt hús Sveinbjörn bjargaði
Fjarðabyggð Ólsarar í 5. sæti eftir sigur á Þór Jafntefli í toppslag á Selfossi
EYJAMENN gefa ekkert eftir í 1.
deild karla í fótboltanum og í gær-
kvöld unnu þeir sinn sjötta sigur í
jafnmörgum leikjum. Þeir fengu á
sig sitt fyrsta mark eftir aðeins fjór-
ar mínútur gegn Víkingi R. í Víkinni
en sneru því upp í stórsigur, 4:1, þar
sem tveir leikmenn Víkings voru
reknir af velli. Liðin í öðru sæti, Sel-
foss og Stjarnan, skildu jöfn í hörku-
leik á Selfossi, 1:1, og Víkingar frá
Ólafsvík komust í efri hluta deildar-
innar með því að leggja Þór, 2:1.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frískur Úgandamaðurinn Augustine Nsumba lék vel með ÍBV gegn Víkingi og sækir hér að vörn Reykvíkinga.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í Róm
seth@mbl.is
Jón Arnór skoraði öll 7 stig sín í fyrri
hálfleik en staðan í hálfleik var 39:39.
Jón Arnór var enn að svitna um
hálftíma eftir að leiknum var lokið
þegar Morgunblaðið ræddi við hann.
„Ég var mjög ánægður með mitt
framlag. Skotin fóru ofan í en ég
hefði að sjálfsögðu viljað taka aðeins
fleiri skot í síðari hálfleik. Mér fannst
allt liðið mæta til leiks með öðru hug-
arfari en í síðasta heimaleik. Við vor-
um aðeins meira afslappaðir í því sem
við vorum að gera. Menn hugsuðu
kannski að það væri ekkert annað
sem gæti gerst en að við værum
komnir í sumarfrí ef illa gengi. Við
getum vel unnið þetta Siena-lið á
góðum degi og núna er pressan kom-
in á þá. Ég tel að það geti allt gerst í
framhaldinu og ég hef trú á því að við
getum unnið fjóra leiki í röð,“ sagði
Jón sem lék í 26 mínútur af alls 40.
Það er óhætt að segja að litla Ís-
land leiki stórt hlutverk í úrslitum í
einni stærstu deild heims í körfu-
bolta. Stuðningsmenn Roma kunnu
vel að meta baráttugleði Jóns Arn-
órs, en hann var sá leikmaður sem
kastaði sér ávallt í gólfið á eftir bolt-
anum ef þess þurfti. Það var Jón Arn-
ór sem náði að blaka boltanum til
samherja úr vonlausri stöðu seint í
fyrri hálfleik. Við mikinn fögnuð tæp-
lega 10.000 áhorfenda.
Það eru eflaust þessir hlutir sem
fékk ítalskan stuðningsmann til þess
að panta sér íslenska fánann á Net-
inu og er fáninn hengdur upp á grind-
verk fyrir framan áhorfendastúkuna.
Reyndar var þessi stuðningsmaður
stúlka. En það er önnur saga.
Aðrir þjóðfánar, en sá ítalski og sá
íslenski, voru ekki sjáanlegir á pöll-
um Pala Lottomatica.
„Við getum vel unnið fjóra leiki í röð“
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Vinsæll Jón Arnór Stefánsson nýtur
hylli stuðningsmanna Roma.
JÓN Arnór Stefánsson lagði sitt að
mörkum í sannfærandi 84:70-sigri
Roma á Siena í fjórða úrslitaleiknum
um ítalska meistaratitilinn í körfu-
knattleik í gærkvöld. Staðan í rimm-
unni er 3:1 fyrir Siena. Liðin eigast
við í Siena á morgun og Siena getur
með sigri þar tryggt sér titilinn.
Eftir Sindra Sverrisson
sindris@mbl.is
ÁRNI Gautur Arason, fyrrverandi landsliðs-
markvörður í knattspyrnu, er kominn heim frá
Suður-Afríku þar sem hann hefur leikið með
Thanda Royal Zulu í efstu deild síðan í mars. Hann
segist nú ætla að taka sér góðan tíma í að velja
næsta skref eftir að hafa staðið í ströngu milli
stanganna hjá TRZ.
„Liðið var í fallbaráttu og ég vissi það þegar ég
fór út, þannig að það var alveg nóg að gera. Mark-
miðið var í sjálfu sér bara að sleppa við að falla og
það tókst. Ég var lítið búinn að
vera að spila fótbolta þegar ég
fór þarna út, en æfði vel sjálfur,
og mér fannst ég standa mig
ágætlega. Við fengum samt
fullt af mörkum á okkur enda
var vörnin bara ekkert spes,“
sagði Árni Gautur í samtali við
Morgunblaðið í gær
Hann kvaðst ánægður með
veruna í Durban, heimaborg
liðsins. „Þetta var náttúrlega
svolítið öðruvísi reynsla en það er mjög gaman að
hafa prófað þetta. Menningin var öðruvísi og fót-
boltinn sem var spilaður opnari en maður er van-
ur. Stemningin á leikjunum var svo bara mismun-
andi en ef við vorum til dæmis að spila við stærstu
liðin var alltaf mikil stemning og þá lékum við til
að mynda á leikvöngum sem á að nota í heims-
meistaramótinu 2010,“ sagði Árni Gautur sem seg-
ir enn allt óljóst hvað framtíð sína varði, en hann á
nokkrar vikur eftir af samningi sínum við TRZ.
„Það eru alltaf einhverjar þreifingar í gangi en
ég er ekki kominn í neinar viðræður og ég ætla
bara að taka mér góðan tíma í að velja lið. Þetta
kemur betur í ljós í júlí.“
„Það er gaman að hafa prófað þetta“
Árni Gautur
Arason