Denni - 01.01.1984, Blaðsíða 4

Denni  - 01.01.1984, Blaðsíða 4
, f » r V fjr < r • f » * • * i r 'fagamalt máltæki segir: |„Heimskt er heimaalið barn.“ Já, þetta vissu menn fyrir mörgum öldum. Af hverju vita ekki allir þetta núna, fyrst for- feðurokkarvoru svo for- sjálir að gera þetta að máltæki? Eftirfarandi samtal þekkja allir: - Hvaðertuaðfástvið núna? - Égerímenntaskóla. - Ha, menntaskóla? Ætlarðu þá í Háskólann þegar þú ert búinn? - Nei. - Ekki? Hvað græð- irðu þá á því að taka stúdentsprófið? Já, spyr sá sem ekki veit. Þau ár sem fólk er í menntaskóla eru að meðaltali fjögur. Og hvað vinnst á þessum fjórum árum? spyr fólk. Það er margt, svo ótalmargt. Á þessum fjórum árum kynnist einstaklingurinn fjölmörgum jafnöldrum sínum. Með þátttöku í félagsstarfsemi skóla síns fær nemandinn þann félagslega þroska sem hann á eftir að byggja á öll sín sam- skipti við annað fólk, að meira eða minna leyti. Nemandinn les bók- menntir, á íslensku sem og öðrum tungumálum, hann les fjöldann allan af bókum um hin ýmsu fræði, hann gerir ritgerð- irog verkefni, hann ræðir málin vítt og breytt og á jafnréttisgrundvelli við kennarann og skólafé- laga sína, hann gerir ótaimargt skemmtilegt og þroskandi, hann er ungur og leikur sér. Með öllum lestri og þátttöku í hverskonar verkefnum þroskast nemandinn og aflar sér vitneskju. Hann er ekki heimaalinnog því ekki heimskur. Því hefur verið haldið fram að stúdentsprófið eitt sér veiti engin at- vinnuleg réttindi. Það er fádæma þröngsýni að halda slíku fram. Jafnvel Bílarnir okkar eru tilbúnir í ferðalag hvert á land sem er. Áralöng reynsla. Við höfum bíla af öllum stærðum. Hafðu samband. STEINDÓR SIGURÐSSON NJARÐVÍK PÓSTHÓLF 108 SÍMAR 92-4444, 3550 og 2840 þó að í sumum greinum fái starfsmaður með stúdentspróf lítið sem ekkert meira kaup en sá minna menntaði, þá hef- ur sá fyrrnefndi yfirleitt alla tilburði til þess að verða mun betri starfs- kraftur, því hann er lesinn, hann veit. Allt nám, í hvaða mynd sem þaðer. er þjóðfélaginu til góðs á einn eða annan hátt. Sumum finnst að fjögur ár í menntaskóla sé of langur tími til þess að verða lesinn, til þess að vita. Bent er á að þau laun sem fólk tapar á því að vera í menntaskóla í stað þess að taka þátt í atvinnulífinu, þ.e. fórnar- kostnaðurinn við það að vera í skóla, sé mikil og dýrmæt upphæð. Það er þó á engan hátt rétt- lætanlegt eða eðlilegt að meta andlegan þroska til fjár. Sú vitneskja sem ungt fólk aflar sér, og sú þjálfun sem það hlýtur i menntaskólunum eru þjóðfélaginu ómetanleg. I Biblíunni er heilræði sem hljóðar eitthvað á þesa leið: Gefður svöng- um manni, fisk, og hann verðursadduríeinndag. Kenndu honum að veiða fisk, og hann mun verða saddur það sem eftir er ævinnar. Á sama hátt má segja: Segðu fáfróðum manni að tveir og tveir séu fjórir, og hann mun vita það í einn dag. Kennduhonumað leggja saman tvo og tvo, og hann mun fá út fjóra alla sínaævi.Þaðerfáttbetra en að kunna, vita, skilja og geta. Snúum okkur nú að öðru. Hugleiðum gagn- rýnina sem nemendur framhaldsskóla, og reyndar allra skóla, hafa í frammi á námsefnið sjálft. Sagt er að sumt sem kennt er sé ekki praktískt. Auðvitað á öll gagnrýni rétt á sér að vissu marki, svofremi að húnsé settfram af kunn- áttu og mátulega litlum tilfinningahita. Tökum dæmi: í algebru eru not- uð hugtök sem eru ókunnugum framandi. Bókstafir eru mikið not- aðir í stað talna. Gagn- rýnar raddir spyrja: Hve- nær sjáum við x og y í lífinu? Hvað græðum við á því að kynnast þeim núna? Auðvitað notum við þau ekki í aksjón sama dag og við kynn- umst þeim, en í næstum öllum okkar viðfangsefn- um koma þau okkur að góðum notum. Fyrir u.þ.b. ári síðan, spurðum við stærðfræðikennar- ann okkar sömu spurn- inga: hvað græðum við á því að kynnast þeim? Hvenær sjáum við þau? Svar hans var mjög ein- falt og eftir því áhrifaríkt. Hann sagði okkurað líta á algebruna sem ab- strakt heim útaf fyrir sig. Berið saman algebru- reikning og sögurnar af Andrési Ond. Andrés Önd og félagar eru ab- strakt heimur útaf fyrir sig.Til þess að hafa gam- an af þeim, lifum við okk- ur inn í sögurnar, jafnvel þótt við vitum að endur geta ekki keyrt bíla, eld- að mat, gengið í fötum og fleira álíka. Á sama hátt sagði stærðfræði- kennarinn okkur að við ættum að fifa okkur inn í undraheim algebrunnar. Það hreif, enginn minnt- ist á misskilið praktískt gildi algebrureiknings framar. Stærðfræðikennarinn hélt áfram að leiða okkur um undraheima algebr- unnar og við hættum að horfa á x og y með sama augnaráði og hvíti kyn- þáttahatarinn horfir á svertingjann. Þannig þyrfti þetta einnig að vera í öðrum greinum. Höfum gaman af því sem við erum að fást við hverju sinni, og viðnáum árangri. 22. nóvember 1984, Haraldur Ingólfsson Samvinnuskólanum hug- leiðing um and- legan gróða

x

Denni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Denni
https://timarit.is/publication/325

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.