Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 2
2 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir,
annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
KRABBAMEINSFÉLAG Íslands
hefur tekið í notkun ný tæki sem
munu, að sögn Kristjáns Sigurðs-
sonar yfirlæknis, gjörbylta þjónustu
félagsins. Fimm ný, stafræn rönt-
gentæki voru keypt fyrir skemmstu
og hefur þremur þeirra þegar verið
komið upp í leitarstöðinni í Skóg-
arhlíð, eitt verður sett fljótlega upp
á Sjúkrahúsinu á Akureyri en eitt er
e.k. fartæki sem sent verður milli
heilsugæslustöðva á landsbyggðinni.
Upptaka stafrænnar röntgen-
tækni þýðir að gömlu framkölluðu
filmunum verður skipt út og farið að
skoða myndirnar beint af tölvu-
skjáum. Þannig er hægt að stækka
myndirnar og minnka að vild til að
auðvelda skoðun auk þess sem hægt
er að senda myndirnar milli staða,
hvort heldur sem er innanlands eða
utan.
Að sögn Kristjáns er kostnaður-
inn vegna röntgentækjanna, nýrra
ómskoðunartækja sem kaupa þurfti
og þeirra breytinga sem gera þurfti
á húsnæði Krabbameinsfélagsins
kominn yfir 600 milljónir króna. Til
að greiða niður kostnaðinn notaðist
félagið við fjármagn sem það hefur
fengið í gegnum tíðina frá velunn-
urum sínum.
Geislafræðingar með tækið
Eins og áður sagði verður eitt
stafrænu röntgentækjanna fartæki.
Það verður sent milli stöðva úti á
landi í fylgd tveggja geislafræðinga
í sérstaklega útbúnum bíl, einangr-
uðum og upphituðum, þar sem tækið
er afar viðkvæmt fyrir hnjaski. Í
raun hafa framleiðendur búnaðarins
sagt að hann sé of viðkvæmur til að
flytja milli staða en Krabbameins-
félagið hefur gert samning við fram-
leiðandann um eins árs reynslutíma
og er félagið hið fyrsta í heiminum
sem færir tilbúinn búnaðinn milli
leitarstöðva. Að sögn Kristjáns hef-
ur þetta verið reynt á Egilsstöðum
og Seyðisfirði og gengið mjög vel.
Vonast er til að með nýju tækj-
unum skapist starfsumhverfi sem
verður meira aðlaðandi fyrir rönt-
genlækna að vinna við en í gegnum
tíðina hefur verið skortur á röntgen-
læknum hjá stöðinni. Í Morgun-
blaðinu í dag er staða yfirlæknis á
röntgendeildinni auglýst ásamt
stöðu sérfræðings á deildinni. Þá
vantar klínískan lækni á leitarstöð-
ina, sem er vanur að greina brjósta-
sjúkdóma.
Losna við að fara
á marga staði
Kristján segir að þegar séu tveir
slíkir læknar til staðar en Krabba-
meinsfélagið vilji auka þjónustuna.
Krabbameinsfélagið á nú í við-
ræðum við Landspítalann um sam-
vinnu við mönnun á klínísku þjón-
ustunni og röntgendeildinni. „Við
sjáum að það hlýtur að vera hagræði
fyrir konu að geta á einum stað
fengið fljótt úrlausn sinna mála,
frekar en að fara á marga staði:
Fyrst til læknis úti í bæ sem skoðar
hana, síðan til okkar í brjósta-
myndatöku og svo aftur til læknisins
sem sendi hana. Þetta þýðir margar
ferðir fram og aftur,“ segir Kristján
en vonast er til að leysa megi þetta
vandamál með því að gera konum
kleift að fá alla þessa þjónustu við
sömu komu.
Stafrænt leitartæki flutt á milli staða
Flutningur Eitt tækjanna er flutt á milli heilsugæslustöðva og er beltadreki
nýttur til þess að koma því í vagn svo hægt sé að aka með það.
Krabbameinsfélagið tekur í notkun ný röntgentæki til leitar að brjóstakrabbameini
Eftir Guðmund Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
GEIR H. Haarde forsætisráðherra
sagði á opnum fundi í Valhöll í gær að
stærsta verkefnið nú væri að ná verð-
bólgunni niður, hún væri helsti óvinur
heimilanna nú um stundir og gerði
fyrirtækjunum afar erfitt fyrir.
Geir sagði að alþjóðlegar aðstæður
gerðu það að verkum að flóknara
væri nú en oft áður að fást við efna-
hagsvandann. Nýjar tölur frá Hag-
stofunni um hagvöxt sýndu þó að Ís-
lendingar upplifðu ekki þann
samdrátt í efnahagskerfinu sem spáð
var. Samkvæmt alþjóðlegum skil-
greiningum væri það kreppa þegar
hagvöxtur væri neikvæður í tvo árs-
fjórðunga. „Samkvæmt þessum skil-
greiningum er því ekki rétt að tala
um kreppu hér á landi,“ sagði Geir.
Því mætti þó ekki gleyma að upp-
lifun almennings byggðist ekki á al-
þjóðlegum hagfræðiskilgreiningum
heldur því hvernig verðlag og verð-
bólga þróaðist. Geir sagði að rík-
isstjórnin hefði lagt mikla áherslu á
að ná niður verðbólgunni og flestum
bæri saman um að hún mundi minnka
hratt með haustinu. Hins vegar
mætti búast við að mótvindur yrði
áfram í efnahagsmálum.
Geir sagði að Íslendingar hefðu á
undanförnum árum fjárfest í þekk-
ingu og breyttri þjóðfélagsskipun og
það væri besta fjárfesting sem völ
væri á. Þá hefði verðmætasköpun í ís-
lensku samfélagi aldrei verið meiri en
nú um stundir og þannig hefðu Ís-
lendingar aldrei verið jafn vel í stakk
búnir að mæta erfiðleikum.
Geir brýndi sjálfstæðismenn á
fundinum og sagði mikilvægt að
missa ekki móðinn þótt á móti blési
og sitja ekki með hendur í skauti þótt
skoðanakannanir væru óhagstæðar.
„Við sem höfum verið kosin til að
starfa í fylkingarbrjósti fyrir ykkur
ætlum ekki að láta deigan síga,“ sagði
Geir H. Haarde.
Stærsta verkefnið að
ná verðbólgunni niður
Geir H. Haarde sagði á fundinum í Valhöll að Evrópa hefði á undanförnum
vikum verið minnt á það með óþyrmilegum hætti að rússneski björninn
væri ekki dauður úr öllum æðum. Stórfelldar hernaðaraðgerðir Rússa í
Georgíu sýndu að sú ógn sem Evrópu stafaði af hernaði Rússa áratugum
saman og margir töldu heyra til liðinni tíð væri enn fyrir hendi.
„Þær raddir heyrast nú austanhafs og vestan að Bandaríkjamenn hafi
verið fullfljótir á sér að draga úr hernaðarviðbúnaði á Norður-Atlantshafi.
Tíðar flugferðir rússneskra sprengjuflugvéla við Íslandsstrendur eru
óþægileg áminning um nálægð okkar við það sem Rússar líta á sem sitt
áhrifasvæði,“ sagði Geir og bætti við að þeir sem hefðu sagt að sjálfstæð-
ismenn væru fastir í hlekkjum kalda stríðsins þegar verið var að end-
urskipuleggja varnarmálin eftir brottför varnarliðsins ættu kannski að
heimsækja Gori í Georgíu þar sem Rússar létu sprengjum rigna.
Sagði Geir að íslensk yfirvöld mundu fylgjast grannt með umsvifum
Rússa á Norður-Atlantshafi og gera nauðsynlegar ráðstafanir ef stigmögn-
un yrði á hernaðaruppbyggingu á því svæði.
Síðar á fundinum var Geir spurður hvort hann teldi að Bandaríkjamenn
myndu leita eftir aðstöðu hér á ný. Geir sagðist ekki telja það líklegt úr því
að þeir tóku þá ákvörðun að fara héðan.
Enn stafar ógn af hernaði Rússa
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verðbólga Geir sagði að verðbólgan væri helsti óvinur heimilanna nú um stundir og gerði fyrirtækjum erfitt fyrir.
„ÞETTA er versta veður sem ég hef
upplifað og minnir mig einna helst á
óveðrið á Látrum í Aðalvík í gamla
daga,“ segir Þóra (Lilla) Finnboga-
dóttir Raborn í Houston.
Fellibylurinn Ike olli miklu tjóni,
þegar hann gekk yfir strönd Texas í
gærmorgun með allt að sex metra
háum öldum, sem skullu á strand-
svæðum. Lilla hefur búið í Banda-
ríkjunum í 45 ár og þar af í 30 ár í
Houston. Hún segir að oft hafi blásið
en aldrei sem nú.
„Það er allt kolsvart úti og það
hvín í öllu,“ sagði Lilla þegar hún
vaknaði í morgunsárið. Hún sagði að
rafmagnið hefði farið af og ekkert
lífsmark væri í nágrenninu.
Houston er fjórða stærsta borg
Bandaríkjanna en um fimm milljónir
manna búa í borginni og nágrenni
hennar. Íbúum var ráðlagt að yfir-
gefa borgina og segir Lilla að um
helmingur íbúa hafi farið en þau
hjónin hafi ákveðið að bíða veðrið af
sér í húsi sínu enda sé það traust og
ekki hætta þar á ferðum.
„Það kom einn fellibylur í fyrra og
þá fórum við með hundana og kettina
til San Antonio,“ segir Lilla. „Við
vorum um 10 tíma á leiðinni, en
venjulega tekur ferðin um þrjá til
fjóra tíma. Umferðin hreyfðist varla
og bílar voru bensínlausir. Því
ákváðum við að vera bara heima
núna. Ég sauð kjöt, kartöflur og róf-
ur á föstudag og við borðum það við
kertaljós þar til rafmagnið kemur
aftur,“ segir hún. steinthor@mbl.is
„Versta veður
sem ég hef upp-
lifað vestra“
Houston eins og draugaborg og allt lokað
AP
Mikið flóð Vegna flóðsins komust slökkviliðsmenn ekki að nokkrum húsum
sem brunnu í óveðrinu á strandrifinu Galveston í Texas í gær.
Í HNOTSKURN
» Ike taldist annars stigsfellibylur.
» Vindhraðinn var 49 metr-ar á sekúndu þegar felli-
bylurinn kom að landi í Galve-
ston klukkan tvö eftir
miðnætti að staðartíma,
klukkan sjö árla laugardags
að íslenskum tíma. 12 vindstig
eða fárviðri miðast við 32,7
m/s eða meiri vindhraða.