Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 5

Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 5
BYRJAÐU AÐ FLOKKA OG ENDURVINNA Í FJÓRUM EINFÖLDUM SKREFUM Skref 1 Það er í þínum höndum að ákveða hvaða úrgang þú ætlar að flokka og skila til endurvinnslu. Vel gæti reynst að byrja smátt en bæta svo smám saman við eftir því sem þú venst hugmyndinni. Í öllum sveitarfélögum er tekið á móti spilliefnum og langflest þeirra taka við pappa, pappír og plasti til endurvinnslu. Skref 2 Á vef Úrvinnslusjóðs má finna upplýsingar um allar safnstöðvar á landinu. Skref 3 Nokkur fyrirtæki og sveitarfélög bjóða upp á flokkunartunnur fyrir endurvinnanlegan úrgang við heimahús. Kynntu þér hvernig málunum er háttað í þínu sveitarfélagi. Taktu ákvörðun Kynntu þér safnstöðvar Merktu við á dagatalinu Skref 4 Flokkun þarf ekki að taka mikið pláss og hún þarf ekki að kosta neitt. Endurvinnsla er í þínum höndum. Flokkaðu 15. til 19. september verður endurvinnsluvika haldin í fyrsta sinn á Íslandi. Úrvinnslusjóður stendur að átakinu í samvinnu við umhverfisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, Endurvinnsluna, SORPU, Gámaþjónustuna og Íslenska gámafélagið. Allir eru hvattir til að flokka og endurvinna en lögð verður sérstök áhersla á að kynna mikilvægi endurvinnslu í framhaldsskólum. Flestir framhaldsskólar landsins taka þátt í endurvinnsluvikunni. Nánari upplýsingar um vikuna, þátttakendur og dagskrá má sjá á www.urvinnslusjodur.is/endurvinnsluvika Po rt hö nn un /A P al m an na te ng sl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.