Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 6

Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 6
6 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is HLUTFALL kvenna í nem- endahópi Háskóla Íslands hefur hækkað jafnt og þétt. Konur voru fyrst fleiri en karlar í þessum hópi fyrir rúmlega 20 árum og á nýliðnu vormisseri voru konur 63,9% skráðra nemenda en karlar 36,1%. Þórður Kristinsson, sviðsstjóri kennslusviðs HÍ, segir að þótt fleiri konur stundi háskólanám nú en áður þýði það ekki að háskólakörlum hafi fækkað, því hlutfall þeirra í stúdents- prófsárgangi hafi ekki minnkað, en reyndar hafi hann ekki við höndina nýjar upplýsingar í því efni. „Þetta er bara liður í þróun samfélagsins,“ seg- ir hann um fjölgun háskólakvenna og vísar til framgangs þeirra á mörgum sviðum. Hann bendir á að haustið 1986 hafi konur verið 52% skráðra nýnema, en aðeins verið í meirihluta í félagsvísindadeild, heimspekideild og læknadeild. Þær hafi síðan sótt í sig veðrið á öðrum vígstöðvum og á vor- misseri líðandi árs hafi konur, bæði í hópi nýnema og í hópi allra nemenda, verið í meirihluta í öllum deildum nema verkfræðideild. Í því efni er slá- andi að 111 kvenkyns nýnemar voru skráðir í hjúkrunarfræðideild en að- eins fjórir karlar og alls 542 konur á móti 17 körlum. Hátt innritunarhlutfall Í ritinu Education at a Glance 2008, OECD Indicators, sem Efna- hags- og framfarastofnun OECD gaf nýverið út og greint er frá á vef Hag- stofunnar, kemur meðal annars fram að 37% fólks á háskólaaldri í OECD löndunum sóttu háskóla 1995 að með- altali en 57% núna. Hlutfall kvenna í OECD löndunum er 54% að meðaltali í hópi nýnema á háskólastigi en um 60% hérlendis. Innritunarhlutfall er næst hæst á Íslandi á eftir stöðunni í Ástralíu. 20% nýnema á Íslandi eru 40 ára eða eldri og skýrir það að hluta þetta háa innritunarhlutfall. Þórður bendir á að á sjöunda ára- tugnum hafi um 11% úr árgangi farið í háskólanám og hlutfall karla í þeim hópi verið mun hærra, en nú sé hlut- fallið komið yfir 35% í heild og hlutur kvenna í þeim hópi mun hærri. Þetta sé svipuð þróun og til dæmis á hinum Norðurlöndunum og víðar. Karlar lúta í lægra haldi fyrir konum í háskólasamfélaginu                                       !        "   #$   %&'           ()    !                                                                                                  !   ***+,  ! " "   "#$ ! $%! !! &$%! '$( !  !  )*   +, )*   - . / 0 ! -!! 1  )*   &  2        3      -- . .  / . 0 . 1 / 2* 1 /* 4 4  4 4 4  4 4  4      3  2   2     1  . - 0 . / . /  .2  4 4 4 4  4  4 4 4  4 (    +  333   5!#     333   5!#   & !   ***      +    2       633 6 6  6  6  6  6 6 6  633 6 6  6  6  6  6 6 6  %   ,  ,**11          333  3323333            7 ! 7 ! 8 $9 0  : : 3: 2  ;34 ;4  ; 4  7 ! 7 ! 8 $9 0   :22 :  ;4 2;34  ; 4  7 ! 7 ! 8 $9 0  2  2 2;34 ;4  ; 4  7 ! 7 ! 8 $9 0  : : :3  3;4  ;4  ; 4  7 ! 7 ! 8 $9 0   322 : ;4  ;4  ; 4  7 ! 7 ! 8 $9 0   2  ;24 ;4  ; 4  7 ! 7 ! 8 $9 0  3 23 2 ;34 ;4  ; 4  7 ! 7 ! 8 $9 0   2   ; 4 ; 4  ; 4 Morgunblaðið/Kristinn Tannlæknanemar Gunnar Ingi Jóhannsson, Elísa Kristín Arnarsdóttir og Sverrir Örn Hlöðversson í stólnum sjá fram á breytt umhverfi í stéttinni. Í NÓVEMBER í fyrra voru tæp- lega 3.000 starfsmenn skóla í um 2.300 stöðugildum á há- skólastigi og hafði starfs- mönnum fækkað um 42 á milli ára, samkvæmt nýrri frétt Hag- stofunnar. Kennarar voru 2.078 í 1.384 stöðugildum sam- anborið við 2.052 kennara í 1.338 stöðugildum í nóvember 2006. Konur voru 33,3% kennara- liðs Háskóla Íslands 1. desem- ber í fyrra en 25,9% á sama tíma 1999. Þórður Kristinsson, sviðs- stjóri kennslusviðs HÍ, segir að samfara fjölgun kvenna í há- skólanámi hafi hlutur þeirra vaxið í hópi kennara. Lög um jafnan rétt karla og kvenna hafi líka þau áhrif að séu umsækj- endur um starf metnir jafnir og fleiri karlar til staðar sé ráðin kona. Í þriðja lagi vinni menn sig gjarnan upp innan kenn- arahópsins, þ.e. byrji sem lekt- orar og endi sem prófessorar. Vegna eðlis háskólastarfsins taki langan tíma að fá þessa breytingu fram. Guðrún Jóhanna Guðmunds- dóttir, starfsmannastjóri HÍ, bendir á að fyrir nokkrum árum hafi framgangshraðinn verið meiri hjá konum en körlum en nýjar tölur liggi ekki fyrir í því efni. Konur þriðjungur kennara HÍ ÁÐUR fyrr voru tannlækningar dæmigerð karlastétt en dæmið hefur snúist við og nú eru karlar í miklum minni- hluta í tannlæknanámi. Elísa Kristín Arnarsdóttir er á fjórða ári í tannlækna- námi við Háskóla Íslands. Hún segir að hugurinn hafi stefnt á nám í heilbrigðisgeiranum og tannlækningar hafi orðið fyrir valinu, ekki síst vegna þess að afi sinn sé tannlæknir og móðir sín hafi unnið hjá honum. „Mér fannst þetta mjög spennandi, fjölskylduvænt starf og góður vinnutími,“ segir hún. Hún leggur áherslu á vinnutímann og segir hann hafa ráðið úrslitum um að hún fór frekar í tannlækningar en læknisfræði. Um breytinguna úr karlastétt í kvennastétt segir Elísa Kristín að hana megi örugglega að stórum hluta rekja til fjölskylduvæns vinnutíma. Ekki sé um vaktavinnu að ræða og tannlæknar geti hagað vinnutíma sínum með þarfir barna sinna í huga. Nemendur á fyrsta ári í tannlækningum taka sam- keppnispróf í desember og komast sjö áfram. Aðeins á sjötta og síðasta ári eru karlar í meirihluta eða fjórir, en annars eru einn til tveir í árgangi. Samtals 10 karlar á móti 21 konu. Elísa Kristín segir að breytingin sé rædd í deildinni, bæði meðal nemenda og kennara, og margir óttist að laun tannlækna lækki eftir því sem konum fjölgi í stétt- inni. Hins vegar sé einhugur um að standa fast á rétt- indum og ekki virðist vera ástæða til að óttast að traðkað verði á konum á þessu sviði. Fín þróun „Það var nokkuð sem ég beit í mig þegar ég var ungur patti,“ segir Gunnar Ingi Jóhannsson um ástæðu þess að hann valdi að fara í tannlæknanám, en Gunnar Ingi er einn af fjórum strákum á sjötta ári. „Þetta er fín þróun,“ segir hann um fjölgun kvenna í deildinni. „Þær eru alveg jafn góðar og við og jafnvel betri.“ Hann segist ekki halda að það breyti einhverju þótt konur verði fjölmennari í stétt tannlækna. Sumir haldi að launin lækki en ekkert styðji þá tilgátu. Mikill viðsnúningur í tannlæknadeild

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.