Morgunblaðið - 14.09.2008, Síða 8

Morgunblaðið - 14.09.2008, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Að láta mömmu og pabba vita. VEÐUR Björn Bjarnason dómsmálaráð-herra kvartaði undan því á vef sínum fyrr í vikunni að framsóknar- menn reyndu að eigna sér hug- myndir hans um að semja tvíhliða við Evrópusambandið um upptöku evru.     Björn rifjaði upp í því samhengi aðÞórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans, hefði á sínum tíma gjarnan haldið því fram að heimskunnir stjórnmálamenn, einkum í Banda- ríkjunum, væru framsóknarmenn.     Og nú væru einhverjir bloggarartengdir Framsóknarflokknum farnir að gera því skóna að Barack Obama væri framsókn- armaður.     Ætli Björn eigiþar ekki við Hall Magnússon, sem fann út eftir lestur bókar eftir Obama, að hann og Eysteinn heitinn Jónsson væru andlega skyldir!     Nú er Guðni Ágústsson, formaðurFramsóknarflokksins, búinn að finna út að forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar, atvinnulífsins og bankanna séu framsóknarmenn.     Hann segir í grein í Morgun-blaðinu í gær að aðilar vinnu- markaðarins kalli nú einmitt eftir framsóknarstefnunni í efnahags- málum.     Þetta liggur allt saman í augumuppi. Björn, Obama og aðilar vinnumarkaðarins eru allir framsóknarmenn.     Það eina, sem hlýtur að valdaáhugamönnum um stjórnmál heilabrotum er að Framsóknar- flokkurinn, þessi alþjóðlega fjölda- hreyfing, hafi ekki nema 10% fylgi. STAKSTEINAR Barack Obama Allir eru framsóknarmenn! SIGMUND                            ! " #$    %&'  ( )                      * (! +  ,- . / 0     + -        !   !    "# #  $# $      %    12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (           #         :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).?   !$   &$  !$    $&&    $                                 *$BCD                      !  "   #     $   *! $$ B *!   ' ( ) #  #( #    * <2  <!  <2  <!  <2  ') #+ , -#./   CE $ -                     %                '  %  )   *  $ %   6  2  +   %                    !   ,    -    B       ' &       ( )  & .  !  "   /   $   0% # #11  #  #2   #+ , #3 $#  # $#$ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR TRÚNAÐARMANNARÁÐ SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu gagnrýnir launamun milli rík- isstarfsmanna og starfsmanna á al- mennum markaði og launamun kynjanna og gerir þá kröfu að mun- urinn verði leiðréttur. SFR áréttar að ítrekað hafi verið bent á að leiðrétting á launamun kynjanna verði ekki gerð nema með því að setja fjármuni í verkefnið og hækka sérstaklega laun kvenna- stétta. Það þurfi að gera án tafar. Ennfremur er bent á að réttindi starfsmanna á almennum markaði séu ekki svo frábrugðin réttindum ríkisstarfsmanna. Gagnrýnir launamun Réttindi ríkisstarfs- manna ofmetin Morgunblaðið/G.Rúnar Launamunur SFR segir að bæta þurfi kjör kvennastétta. Eftir Alfons Finnsson Snæfellsbær | Nú standa yfir fram- kvæmdir við leng- ingu á norðurgarði á Rifi. Verður garð- urinn lengur að töskuvita eða um 500 metra, að sögn Björns Arnalds hafn- arstjóra Snæfells- bæjar „auk þessarar lengingar erum við að setja nýjan sand- fangara sem verður á móti töskuvita og verður hann 300 metra langur,“ bætir Björn við. Björn segir ennfremur að efnið í þetta verk sé tekið úr námu hafn- arinnar sem er fyrir ofan Rif, og að efnismagnið sé 100 þúsund rúm- metrar. Áætluð verklok við norðurgarðinn eru 31. des. á þessu ári en verk- lok við sandfangarann eru 1. mars á næsta ári. Björn segir að kostn- aður samkvæmt útboði hljóði upp á 116 milljónir í þennan hluta verks- ins. Er það fyrirtækið Nettur ehf sem sér um þessar framkvæmdir. Auk þess standa yfir framkvæmdir við landvarnargarð við félags- heimilið Klif í Ólafsvík á vegum Snæfellsbæjarhafnar og Siglinga- málastofnunar. Ásamt þeim framkvæmdum notar Snæfellsbær tæki- færið til að breikka útrásina í gegnum grjótvarnargarðinn. Smári Björgvinsson bæjartæknifræðingur Snæfellsbæjar segir að með þessari framkvæmd séu slegnar tvær flugur í einu höggi, útrás- irnar sem fyrir voru eru orðnar of litlar og gamlar og því kominn tími til að skipta um þær. Segir Smári ennfremur að áætlað sé að ljúka verkinu fyrir helgi. Framkvæmdir Unnið við að stækka útrásina við félagseimilið Klif í Ólafsvík Morgunblaðið/Alfons Miklar framkvæmd- ir við Rifshöfn „VIÐ erum alveg á bullandi ferð í 30 þúsund og reiknum með að það verði í febrúar eða mars á næsta ári, eða jafnvel fyrr,“ segir Gunnar I. Birgis- son, bæjarstjóri Kópavogs. Þar á bæ vakta menn nú stíft hækkandi íbúatölu, bæði að- fluttra og nýfæddra, því ætl- unin er að verðlauna 30 þús- undasta Kópavogsbúann með einhverjum hætti. Íbúum hefur fjölgað mjög hratt í Kópavogi síðustu ár og búa þar nú yfir 29.800 manns en í upphafi árs voru þar 28.680 manns. Nái bæjarbúar þriðja tugnum á þessu ári er fjölgunin því um 1.300 manns. „Við heimsóttum 20 þúsundasta íbúann þegar það gerðist í kringum 1998, en við reiknuðum jafnvel með því að það myndi draga eitthvað úr þessu núna. Það hefur hins vegar ekki verið.“ Gunnar gefur ekki uppi hvað verði gert til að heiðra þann Kópavogsbúa sem fyllir tuginn en heitir því að það verði gert með viðhöfn. Hann neitar því að bæjaryfirvöld standi í sérstökum að- gerðum til að lokka fólk í bæinn. „Það þarf ekkert að gera það, fólk kemur af sjálfsdáðum því það veit að það er gott að búa í Kópavogi.“ unas@m- bl.is Kópavogsbúar þenja sig í 30 þúsund Í HNOTSKURN »Mikil íbúafjölgun hefur orðið í Kópa-vogi undanfarin ár »Fyrir tíu árum voru Kópavogsbúar um20.000 en hefur fjölgað um 10.000 manns síðan »Gert er ráð fyrir að 30 þúsundastiKópavogsbúinn verði verðlaunaður með einhverjum hætti Gunnar I. Birg- isson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.