Morgunblaðið - 14.09.2008, Qupperneq 11
í Kardimommubæ
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 11
M aðurinn virtist trylltur. Hann hafði stöðvaðumferð á Álftanesvegi, ráðist að tveimur fé-lögum sínum og sært þá með hnífi. Þarna ríkti
umsátursástand þegar Páll Winkel, þá ungur afleys-
ingamaður í lögreglunni í Kópavogi, kom á staðinn
fyrir hartnær áratug. Lögreglan í Hafnarfirði hafði
óskað eftir aðstoð og Páll og félagi hans, ung kona,
voru fljót að bregðast við.
„Hann var með slökkvitæki sem hann sveiflaði í
kringum sig, grjót og blóðugan hníf,“ segir Páll, sem
nú er fangelsismálastjóri, þegar hann rifjar atburði
næturinnar upp.
Maðurinn kastaði grjóti í höfuð lögreglukonunnar,
félaga Páls. Þá ruddist hann inn í lögreglubíl þeirra
og ætlaði greinilega að flýja á honum burt. „Ég dró
hann út úr bílnum, en þá lagði hann til mín með
hnífnum.“
Páll náði að víkja sér undan hnífslaginu. Í fyrsta,
annað og þriðja skiptið. En í það fjórða risti hnífurinn
sundur úlpuna og skyrtuna og Páll fékk skurð á upp-
handlegg. Skurðurinn var hvorki djúpur né langur og
Páll man ekki lengur hvort loka þurfti honum með
tveimur eða þremur sporum. En hnífurinn var alblóð-
ugur eftir árás mannsins á félaga sína. Annar þeirra
var smitaður af lifrarbólgu.
Skurðurinn var fljótur að gróa, en Páll varð að bíða
í sex mánuði eftir endanlegri niðurstöðu um hvort
hann hefði smitast af lífshættulegri lifrarbólgu.
„Þetta rífur í,“ segir hann þegar hann er spurður
hvernig líðan manna sé við slíkar aðstæður.
Páll gekk reglulega til læknis næstu sex mánuði og
fékk sprautur, sem áttu að vinna gegn hugsanlegri
sýkingu. Honum voru lagðar lífsreglur, hvernig hann
ætti að umgangast fólk, hvað hann ætti að varast svo
kona hans væri óhult.
„Ég man ennþá hvað mér létti þegar heimilislækn-
irinn minn hringdi og sagði að ég hefði ekki smitast.
Ég varð ótrúlega glaður.“
Páll sótti sér ekki áfallahjálp eftir árásina. Þar er
engum um að kenna nema honum sjálfum, segir hann.
Honum var bent á að tala við sérfræðinga, en kaus að
láta það eiga sig. Þá var áfallahjálp ekki eins almennt
viðurkennd og hún er núna, þegar sérstakt áfalla-
teymi starfar hjá embætti Ríkislögreglustjóra og
hann taldi sig ekki hafa þörf á aðstoð. „Ég hugsaði oft
um hvað ég hefði verið heppinn. Þessum atburði
skaut upp í kollinum á mér lengi, lengi á eftir.“
Stunginn með blóðugum hníf
» Líklega hefur ekkert breyst í hundrað ár. Lögreglumenn eiga aðharka af sér, þeir eiga ekki að kvarta þótt þeir fái pústra. Þeir trúa
þessu flestir sjálfir, að ofbeldið sé bara hluti af starfinu. Sumir geta að
vísu ekki litið þannig á málin. Þeir hætta.“
»Þegar einhver ræðst á mig í vinnunni er hann í raun ekkert að ráð-ast á mig. Hann er að ráðast á lögreglumann, en ekki mig sem per-
sónu. Ég hef ekkert gert honum, svo hann hefur enga ástæðu til að
ráðast á mig. Svona hugsa ég þetta alla vega og það auðveldar mér að
takast á við þetta.“
»Stundum hóta menn fjölskyldu minni. Þeir þekkja mig ekkert ogvita ekkert um fjölskyldu mína, svo þessar hótanir beinast í raun
ekki að henni. Það fær bara ekki staðist. Svo þetta er ekki eins slæmt
og það gæti verið. Ég tóna þetta svona niður.“
»Lögreglumenn verða að tala um þetta við félagana. Menn brennaupp í starfi ef þeir loka allt inni.“
»Ég sé ekki að það leysi neinn vanda að lögreglan fái vopn. Um leiðog lögreglan fengi vopn myndu afbrotamenn telja sig þurfa að
vopnbúast enn frekar. Viljum við fá svoleiðis kapphlaup?“
»Í fyrsta skipti sem ég var kýldur, þá nýliði í löggunni, kom ég niðurá stöð og var í hálfgerðu sjokki. Einn kollegi minn spurði: „Léstu
hann kýla þig, auminginn þinn?“ Svo var hlegið að þessu í ákveðnum
hópi lengi á eftir. Félagar mínir stóðu með mér en það eru alltaf ein-
hverjir sem halda að það sé töff að láta eins og ofbeldið sé sjálfsagður
hlutur.“
»Ég tek kylfuna og piparúðann með mér heim og hef við rúmstokk-inn. Ég hef svo oft heyrt viðbjóðslegar hótanir í minn garð og ekki
síður konunnar minnar. Kannski er einhverjum þeirra alvara?“
»Konan mín varð hrædd eftir að ráðist var á mig. Hún var alltaf aðrekast á árásarmanninn á förnum vegi, þetta er svo lítið samfélag.“
»Eftir að ráðist var á mig hugsaði ég oft um að ég hefði viljað hafarafbyssu og vera í skot- og hnífheldu vesti. En mér finnst sorglegt
að hugsa um það. Að sjá fram á að samfélagið verði þannig.“
»Þegar ég skríð heim eftir næturvakt, úrvinda og oft eitthvaðmeiddur, þá heyri ég fréttir um „eril hjá lögreglunni“, en að nóttin
hafi verið „áfallalaus“. Þá verð ég reiður.“
Léstu hann kýla þig?
Lögreglumönnum þykir sem dómstólar taki mildilega á þeim sem
beita þá ofbeldi eða hóta öllu illu. Ýmis dæmi kunna þeir að nefna af
dómum sem þeim þykja vægir:
Maður sem sparkaði í bak og fætur lögreglumanns, hrækti í andlit
hans og hótaði honum líkamsmeiðingum og lífláti fékk tveggja mán-
aða dóm. Skilorðsbundinn.
Maður sem réðst á lögreglumann við skyldustörf á Kirkjusandi, sneri
hann niður og nefbraut hann fékk sex mánaða dóm, þar af 4 mánuði
skilorðsbundna.
Maður sem sló lögreglumann með krepptum hnefa í bringu fékk
tveggja mánaða dóm. Skilorðsbundinn.
Refsing vegna árásar á fíkniefnalögreglumenn á Laugavegi í janúar
var tveggja mánaða fangelsi fyrir einn mannanna þriggja sem ákærðir
voru. Skilorðsbundin. Hinir voru sýknaðir. Málinu var áfrýjað til
Hæstaréttar.
Maður sem hótaði tveimur lögreglumönnum lífláti og lagði svo til
þeirra með hnífi var dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hann var reynd-
ar jafnframt dæmdur fyrir fleiri brot, þ.e. eignaspjöll og hótanir.
Maður sem sló lögreglumann ítrekað með krepptum hnefa í andlitið
var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi. En þrír voru skilorðsbundnir.
Maður sem hótaði lögreglumanni og fjölskyldu hans ofbeldi og lífláti
fékk þriggja mánaða dóm, óskilorðsbundinn. Dómurinn náði líka til
líkamsárásar á mann á förnum vegi.
Maður var dæmdur í átta mánaða fangelsi, en þar af voru 5 skilorðs-
bundnir, fyrir að slá lögreglumann í andlitið svo bein brotnuðu.
Maður sem hindraði lögreglumann í störfum og hótaði síðar að drepa
hann fékk 80 þúsund króna sekt.
Tveir menn hindruðu lögreglu við skyldustörf og annar hrækti í and-
lit hans. Annar fékk eins mánaðar fangelsisvist, skilorðsbundna. Hinn
borgaði 60 þúsund króna sekt.
Maður sem hótaði að drepa tvo lögreglumenn fékk 45 daga fangelsi,
skilorðsbundið.
Vægir dómar
Héraðsdómur var ekki jafn sannfærður. Dómari taldi
Litháana hafa túlkað aðgerðir fíkniefnalögreglumann-
anna á Laugaveginum á þann hátt, að þeir væru að ráð-
ast á konu þar og þeir hefðu ætlað að koma henni til
hjálpar. Einn Litháanna hefði gerst sekur um líkams-
árás þegar hann sló til tveggja lögreglumanna. Hann
hefði hins vegar ekki vitað fyrr en eftir á að þeir væru
lögreglumenn.
Enginn var dæmdur fyrir fólskulegustu árásina, þeg-
ar þrír menn réðust að einum lögreglumanni, felldu hann
í götuna með höggum og spörkum og rotuðu hann. Af því
að ekkert vitni gat sagt hverjir hefðu ráðist að honum.
Kannski voru það Litháarnir þrír sem voru ákærðir. En
þarna voru líka tveir Litháar til viðbótar sem ekki voru
ákærðir. Þetta var ekki ljóst og þess vegna voru menn-
irnir sýknaðir.
Eftir stóð að einn maður var dæmdur í tveggja mán-
aða fangelsi. Hinir tveir sýknaðir. Sá sem var dæmdur
þarf ekki að sitja af sér því refsingin var skilorðsbundin.
Það þýðir að geri hann ekkert annað af sér er hann laus
allra mála eftir tvö ár.
Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar, svo
endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir.
Lögreglumaðurinn, sem meiddist mest, segist ekki
missa svefn yfir atburðinum. Þetta hafi ekki verið í
fyrsta skipti sem hann hafi verið á vettvangi átaka. Eitt
sinn hafi félagi hans orðið fyrir harkalegri árás. „Þetta
hefur alltaf verið svona. Það eru alltaf einhverjir sem
veitast að lögreglunni. En núna fá þessi mál meiri at-
hygli. Líklega vegna þess að árásirnar eru oft hættu-
legri. Í gamla daga var enginn með hníf. Og útlending-
arnir sýna oft meiri hörku en við eigum að venjast. Ég
veit ekki hvað á að gera. Í þessu máli var þetta svo borð-
leggjandi, en samt voru tveir sýknaðir í héraðsdómi og
sá þriðji fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Í
öðrum löndum er tekið miklu harðar á svona málum.
Menn hafa jafnvel fengið 70 daga dóm í Danmörku fyrir
að hrækja á lögreglumann. Hérna eru vægir dómar í of-
beldismálum. Það er eins og menn átti sig ekki á alvöru
þeirra. En það er ekki mitt að leika dómara.“
F jórir óeinkennisklæddir fíkniefnalögreglumennvoru á Laugavegi við eftirlit aðfaranótt 11. janúarsl. Þeir könnuðust við tvo karla og eina konu í bíl,
fólk sem hafði áður komið við sögu í starfi þeirra. Þetta
fólk voru þeir að tala við þegar allt í einu bar að fimm
menn á tveimur bílum og skipti engum togum að þeir
réðust að lögreglumönnunum.
„Ég sá einn þeirra kýla félaga minn og hljóp til hans,“
segir einn fíkniefnalögreglumannanna. „Þetta voru út-
lendingar, Litháar, og ég reif upp skilríkin mín og
öskraði að við værum lögregla. Police. Þeir réðust samt
þrír að mér, höggin dundu á andlitinu á mér og ég datt í
götuna. Fyrst niður á hnén, en þeir héldu áfram og ég
féll á magann. Þá var sparkað í höfuðið á mér. Ég reyndi
að berja frá mér, en þeir voru þrír. Svo fékk ég högg á
gagnaugað. Og ég hlýt að hafa rotast stutta stund af því
að ég datt alveg út. En það stóð ekki lengi. Ég sá að einn
mannanna var sestur inn í bíl og sendi skilaboð í talstöð-
ina um númer bílsins. Svo gekk ég að bílnum. Maðurinn
vildi ekki opna og ég ætlaði að brjóta rúðuna með kylf-
unni, en þá ók hann á brott. Um leið kom einn þeirra
hlaupandi í flasið á mér og við féllum í götuna.“
Félagar hans stóðu líka í átökum en þeir náðu yf-
irhöndinni.
Þrír lögreglumannanna voru meira eða minna meiddir
eftir átökin. Einn var með stóra kúlu á enninu, annar
bólginn á kinn og vör og tognaður á hálshrygg og sá
þriðji, sem verst varð úti, með heilahristing, mar í andliti
og á hálsi, kúlu á höfði, hruflaður á hnjám, tognaður í
hálsi, um olnboga og á þumli. Hann var frá vinnu um
nokkurn tíma. En þáði að fá áfallahjálp með félögunum.
„Við þáðum allir hjálpina saman. Það skiptir máli að rifja
atburðina upp, fá viðbrögð félaganna, átta sig á hvernig
þeim líður og segja þeim hvernig málin horfa við manni
sjálfum. Við hlutum ekkert varanlegt tjón af þessu, en
þetta hefur sótt dálítið á mig. Ég veit að það er tilgangs-
laust að velta fyrir mér hvers vegna þetta gerðist, en ég
geri það samt stundum. Við vorum bara að sinna
vinnunni okkar. Og þeir vissu að við værum lög-
reglumenn, það er ég sannfærður um.“
„Þá var sparkað í höfuðið á mér“
Þ eir höfðu greinilega ákveðið árásina fyrirfram.Þeir sátu fyrir mér þegar ég var úti að skemmtamér. Ég var lögreglumaður í litlum bæ og hafði
einhvern tímann haft afskipti af einum þeirra vegna
fíkniefnamáls.“
Lögreglumaðurinn var kominn í langþráð sumarfrí
og ákvað að fara út að skemmta sér. Hann var á
skemmtistað í bænum og fór inn á salernið. Þá fékk
hann salernisrúllu í höfuðið, sneri sér við og sá að þrír
menn höfðu raðað sér upp fyrir aftan hann, öxl við öxl.
Sá þeirra sem stærstur og sterkastur var steig fram um
leið og lögreglumaðurinn sneri sér við, skallaði hann í
andlitið og nefbraut hann.
Árásarmaðurinn náðist og reyndi ekki að þræta fyrir
brot sitt. Lögreglumaðurinn hafði aldrei séð hann áð-
ur, en maðurinn játaði að hafa vitað að þarna færi lög-
reglumaður. Þess vegna réðst hann á hann.
Þessi lögreglumaður starfar enn í bænum og segir að
þetta sé eina dæmið um áreitni sem hann hafi orðið fyr-
ir. Þegar gengið er á hann kemur í ljós að svo er ekki,
þetta er bara eina dæmið þar sem málarekstur varð.
„Já, auðvitað gengur margt á, það hefur verið sparkað
í klofið á mér og um daginn reyndi einn að stinga mig,“
segir hann, eins og það teljist ekki til árása. „Virðingin
fyrir lögreglunni er ekki mikil. Við lendum margoft í
því að unglingar stofna til einhverra vandræða og þeg-
ar við stillum til friðar erum við umkringdir krökkum,
sem allir eru með gemsana á lofti. Þeir gera sitt besta
til að stofna til vandræða og taka svo myndir og vídeó
af öllum viðbrögðum okkar.“
Nefbrotinn í fyrirsát þriggja
Ofbeldi gegn
lögreglumönnum
Orðið fyrir hótun
við vinnu
Orðið fyrir hótun
utan vinnu
Orðið fyrir ofbeldi
við vinnu, án meiðsla
Orðið fyrir ofbeldi
utan vinnu, án meiðsla
Orðið fyrir ofbeldi við
vinnu sem leiddi til
smávægilegra eymsla
70%
26%
43%
7%
40%