Morgunblaðið - 14.09.2008, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.09.2008, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ           !" #$ % & '(   )*   +( ,'- ,  % .&/   0      *    1 (& , $% & 2        3 *        .$ +( $(% .&/   0      3      +(.  ,$ % &-/$'( 4-  -    3 )*   5 67!89 99 6;1< ,; 7  & $       & ."   ! "# $ %  #" &' $ %( )* +,-.()*! /01 $'#+2 3$#.&+* ) ."1 41/5 #" 6178 9 "#& :.;*-<. &)=* &#"1 =   & >"2- " ???     -     . @& Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Ólögleg veðmál blómstra íAsíu og veltan er talinnema milljörðum. Knatt-spyrnan er sérstaklega vinsæl. Ekkert tilefni þykir of fráleitt til að leggja undir fé, allt frá úrslitum leikja til misnotaðra vítaspyrna og hvenær dómari flautar til leiks. Á þessari starfsemi eru skuggahliðar og ýmislegt bendir til þess að brögð geti verið í tafli og úrslitum hagrætt. Veðjaði 2,8 milljónum evra á einn leik Í umfjöllun í tímaritinu Der Spieg- el er fjallað um spillingaráhrif veð- málastarfseminnar á knattspyrnuna. Þar er rakið mál Williams Bees Wahs Lims. Sérstaklega er fróðlegt að lesa um atburðarásina í kringum leik Kais- erslautern og Hannover 96 í nóv- ember árið 2005. Liðið var í neðsta sæti þýsku Bundeslígunnar og hafði ekki unnið leik í 13 vikur. Alls lagði Lim 2,8 milljónir evra undir og veðj- aði að Kaiserslautern myndi tapa með að minnsta kosti tveimur mörk- um. Kaiserslautern tapaði með fimm mörkum gegn einu. Þennan laug- ardagseftirmiðdag vann Lim 2,2 milljónir evra með því að veðja á úr- slit í einum knattspyrnuleik. Dæmdur fyrir að hagræða úrslitum Í leiknum urðu leikmönnum Hann- over á ýmis mistök. Liðið fékk á sig fyrsta markið þegar markmaður þess sló boltann beint fyrir fætur and- stæðingsins. Í réttarhöldunum yfir Lim var ekki fjallað um það hvort úr- slitin hefðu verið ráðin fyrirfram, en margar spurningar vakna. Hvers vegna í ósköpunum að veðja svona miklu á einn leik? Ekki munaði nema fjórum stigum á liðunum. Hvorugt liðið hafði styrkst né veikst með af- gerandi hætti rétt fyrir leikinn. Það var ekkert öruggt við þennan leik nema. Lim var dæmdur í fangelsi fyrir að reyna að hagræða úrslitum átta knattspyrnuleikja. Lögreglan fylgd- ist með honum í tvær vikur árið 2006 og hleraði hjá honum síma. Hann var handtekinn í byrjun mars það ár. Leikmaður liðs í einni af neðri deild- unum í Þýskalandi sagði stjórn- endum liðsins að Lim hefði reynt að bera á sig fé fyrir að spila illa og sjá til þess að lið sitt tapaði. Félagið lét knattspyrnusambandið vita og það lagði fram kæru. Í ljós kom að Lim var með síma- númer fjölda atvinnumanna í knatt- spyrnu. Þegar hann loks leysti frá skjóðunni eftir að hafa verið í haldi í ár kom fram hvaða aðferðum hann beitti. Hann reyndi að hafa uppi á knattspyrnumönnum sem voru langt að komnir í atvinnumennsku og lík- legt var að væru einangraðir og ein- mana. Síðan lét hann milligöngu- menn vingast við þá og bjóða þeim peninga. Freistingin að hafa rangt við Veltan í löglegum veðmálastofum á netinu er talin vera rúmlega 13 millj- arðar evra. Samkvæmt greininni í Der Spiegel er það ekki nema dropi í hafið borið saman við hinn ólöglega veðmálamarkað í Asíu. Fræðimenn við háskólann í Peking telja að Kín- verjar muni á þessu ári veðja 50 millj- örðum evra á úrslit knattspyrnu- leikja. Veðmál eru stór hluti af skipu- lagðri glæpastarfsemi í heiminum. Mikið er í húfi og það ýtir undir freistinguna að hagræða úrslitum. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, rannsakaði í fyrra 26 leiki í Evrópukeppni félagsliða vegna gruns um að úrslitum hefði verið hagrætt. Í ár hafa sex leikir verið kærðir. Undir grun liggja lið frá Albaníu, Eistlandi og Litháen. Í Þýskalandi komst fyrir stuttu upp að Robert Hoyzer dómari hefði þegið fé frá króatískum fjár- hættuspilurum fyrir að nota flautuna til að hagræða úrslitum í bikar- leikjum og leikjum í annarri Bundes- lígunni og svæðisdeildinni í Þýska- landi. Vonin er sú að þessi tilfelli séu einangruð, en fræjum efans hefur verið sáð og skyndilega vakna grun- semdir í hvert skipti sem leikmaður gerir að því er virðist óskiljanleg mis- tök. Tapaði Gana viljandi? Einnig vaknar spurningin um það hversu langt spillingin kunni að teygja sig. Í Der Spiegel er viðtal við Declan Hill, kanadískan rithöfund, sem skrifað hefur bókina Öruggir sigrar; fótbolti og skipulögð glæpa- starfsemi eða hvernig á að hagræða úrslitum leikja. Hill lýsir í viðtalinu manni, sem hann kynntist í Bangkok og stundaði það að hagræða úrslitum leikja. Manninn nefnir hann Lee Chin, en það er ekki hans rétta nafn. Í bók sinni gengur hann að því sem vísu að úrslitin í leik Gana og Brasilíu í átta liða úrslitum í heimsmeist- arakeppninni í Þýskalandi árið 2006 hafi verið ráðin fyrirfram. Chin bauð Hill kvöld í maí 2006, skömmu fyrir HM í Þýskalandi, að sitja fund á veitingastað í Bangkok. Þar var einnig viðstaddur maður, sem sagður var þjálfari U-17 lands- liðs Gana. Þessi maður hafi sagst hafa samþykki átta leikmanna liðsins fyrir því að þeir myndu lúta í lægra haldi gegn greiðslu. Þá hafði komið fram í fréttum að leikmenn liðs Gana fengju 20 þúsund dollara hver ef þeir sigruðu. Hill spurði hvort það hefði ekki meiri áhrif á leikmenn. Chin svaraði: „En sigur er ekki 100% öruggur. Og hjá mér er víst að hver leikmaður fær 30 þúsund dollara.“ Eftir þetta fór Hill til Þýskalands og komst að því að auðvelt var að nálgast leikmenn og þjálfara lands- liðs Gana. Hann sá hins vegar engin merki um milligöngumenn. Tveimur dögum fyrir leikinn við Brasilíu hringir Lee Chin í Hill og segir að allt sé klappað og klárt og Gana muni tapa með að minnsta kosti tveggja marka mun. Brasilía vann 3-0. Varn- armenn Gana voru klaufar og mörkin ódýr. Sumarið eftir fór Hill til Gana og hafði uppi á þjálfaranum, sem hann hitti á veitingastaðnum í Bangkok. Sá maður heitir Abukari Damba og stóð eitt sinn í marki í landsliði Gana. Síð- ar spilaði hann í Malasíu og þar kynntist hann manni sem stundaði að hagræða úrslitum leikja. Gamba játti því fyrir Hill að hafa farið með tvo milligöngumenn og komið þeim í samband við menn í herbúðum lands- liðs Gana í Þýskalandi, en hann viti ekki hvað síðan gerðist. Hill ræddi einnig við nokkra leik- menn landsliðsins og vildi enginn þeirra kannast við að reynt hefði ver- ið að hagræða úrslitum leiksins við Brasilíu. Nema Stephen Appiah, fyr- irliði landsliðs Gana í Þýskalandi 2006. Hann segir að oft hafi verið reynt að bera á sig fé og tvisvar hafi hann þegið fé, en það hafi verið til að vinna leiki og hann hafi skipt pening- unum á milli leikmanna liðsins. Ap- piah segir að einnig hafi honum verið boðið fé fyrir leikinn á móti Brasilíu, en hann hafi hafnað því. Appiah svar- aði játandi þegar hann var spurður hvort hann teldi að milligöngumenn- irnir frá Malasíu hefðu rætt við aðra leikmenn liðsins. Hill kveðst hafa látið alþjóðaknatt- spyrnusambandið, FIFA, vita af því að í Asíu hefðu fjárhættuspilarar vit- að fyrirfram hvernig leikurinn myndi fara. Joseph Blatter, forseti FIFA, hefði sagt að hann tryði því ekki að þetta væri rétt, en ef svo væri „væri öll vinna FIFA á undanförnum 30 ár- um unnin fyrir gýg. Þá höfum við brugðist“. Úrslit eftir pöntun? Knattspyrna | Fótbolti er heillandi vegna þess að hann er óútreiknanlegur - en hvað ef úrslitum er hagrætt? Tónlist | Strákarnir í Metallica rokka enn úr sér lifur og lungu, þótt liðin séu 27 ár frá stofnun hljómsveitarinnar Drekahagkerfið | Hundrað milljónir manna starfa í verksmiðjum í Kína, oft við mjög lakan aðbúnað og þiggja fyrir smánarlaun AP Ódýrt mark? Ronaldo skorar fyrsta mark Brasilíu í tiltölulega auðveldum sigri á Ghana í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi 2006. Var úrslitunum hagrætt? VIKUSPEGILL»  Spilling í knattspyrnuheiminum grefur undan trúverðug- leika íþróttarinnar  Var úrslitum á HM í Þýskalandi hagrætt? „Í dag vil ég benda á leik í ís- lensku knattspyrnunni: Valur Reykjavík gegn Fylki.“ Þannig hefst færsla á síðunni gam- blog.co.uk 24. júlí í fyrra. Þar er fjallað um íþróttir, en markmiðið er ekki að svala fróðleiksþorsta áhugamanna um knattspyrnu, heldur gefa fjárhættuspilurum ábendingar. „Valur er liðið, sem um þessar mundir er á siglingu á Íslandi, hefur unnið fjóra af síð- ustu sex leikjum, gert eitt jafn- tefli og tapað einum leik, liðið er í öðru sæti í deildinni og tveimur stigum á eftir FH.“ En fótbolti er óútreiknanlegur. „Valsmenn áttu engin svör við spræku liði Fylkis,“ sagði í Morgunblaðinu næsta dag. Fylkir vann Val 4-2. Þetta er eitt dæmi um áhuga veðmangara á íslenskri knatt- spyrnu. Íslendingur í Kambódíu rak upp stór augu þegar hann rakst á fréttir af gengi liða í ís- lenska boltanum í þarlendum fjölmiðlum. Hvergi er lagt jafn mikið undir í íþróttaveðmálum og í Asíu. Ekki er langt síðan iðu- lega var hringt í blaðamenn á íþróttadeild Morgunblaðsins að utan til að spyrjast fyrir um ís- lensk knattspyrnulið. Vildu menn fá að vita um meiðsli, leik- bönn og annað, sem gæti haft áhrif á leik liðanna. Það kann að vekja furðu að Ís- land skuli höfða til fjárhættuspil- ara, en ef til vill telja þeir ólík- legra að hér séu brögð í tafli. Veðjað á íslenska boltann KNATTSPYRNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.