Morgunblaðið - 14.09.2008, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
!" #$ % & '(
)*
+( ,'- , % .&/ 0
* 1 (& , $% & 2
3
*
.$ +( $(% .&/ 0
3
+(. ,$ % &-/$'( 4- -
3
)* 5 67!89
99 6;1< ,; 7 & $ & ."
! "# $ % #" &' $ %( )* +,-.()*! /01 $'#+2 3$#.&+* )
."1 41/5 #" 6178 9 "#& :.;*-<. &)=* &#"1
= & >"2- " ???
- . @&
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Ólögleg veðmál blómstra íAsíu og veltan er talinnema milljörðum. Knatt-spyrnan er sérstaklega
vinsæl. Ekkert tilefni þykir of fráleitt
til að leggja undir fé, allt frá úrslitum
leikja til misnotaðra vítaspyrna og
hvenær dómari flautar til leiks. Á
þessari starfsemi eru skuggahliðar
og ýmislegt bendir til þess að brögð
geti verið í tafli og úrslitum hagrætt.
Veðjaði 2,8 milljónum
evra á einn leik
Í umfjöllun í tímaritinu Der Spieg-
el er fjallað um spillingaráhrif veð-
málastarfseminnar á knattspyrnuna.
Þar er rakið mál Williams Bees Wahs
Lims.
Sérstaklega er fróðlegt að lesa um
atburðarásina í kringum leik Kais-
erslautern og Hannover 96 í nóv-
ember árið 2005. Liðið var í neðsta
sæti þýsku Bundeslígunnar og hafði
ekki unnið leik í 13 vikur. Alls lagði
Lim 2,8 milljónir evra undir og veðj-
aði að Kaiserslautern myndi tapa
með að minnsta kosti tveimur mörk-
um. Kaiserslautern tapaði með fimm
mörkum gegn einu. Þennan laug-
ardagseftirmiðdag vann Lim 2,2
milljónir evra með því að veðja á úr-
slit í einum knattspyrnuleik.
Dæmdur fyrir að hagræða
úrslitum
Í leiknum urðu leikmönnum Hann-
over á ýmis mistök. Liðið fékk á sig
fyrsta markið þegar markmaður þess
sló boltann beint fyrir fætur and-
stæðingsins. Í réttarhöldunum yfir
Lim var ekki fjallað um það hvort úr-
slitin hefðu verið ráðin fyrirfram, en
margar spurningar vakna. Hvers
vegna í ósköpunum að veðja svona
miklu á einn leik? Ekki munaði nema
fjórum stigum á liðunum. Hvorugt
liðið hafði styrkst né veikst með af-
gerandi hætti rétt fyrir leikinn. Það
var ekkert öruggt við þennan leik
nema.
Lim var dæmdur í fangelsi fyrir að
reyna að hagræða úrslitum átta
knattspyrnuleikja. Lögreglan fylgd-
ist með honum í tvær vikur árið 2006
og hleraði hjá honum síma. Hann var
handtekinn í byrjun mars það ár.
Leikmaður liðs í einni af neðri deild-
unum í Þýskalandi sagði stjórn-
endum liðsins að Lim hefði reynt að
bera á sig fé fyrir að spila illa og sjá
til þess að lið sitt tapaði. Félagið lét
knattspyrnusambandið vita og það
lagði fram kæru.
Í ljós kom að Lim var með síma-
númer fjölda atvinnumanna í knatt-
spyrnu. Þegar hann loks leysti frá
skjóðunni eftir að hafa verið í haldi í
ár kom fram hvaða aðferðum hann
beitti. Hann reyndi að hafa uppi á
knattspyrnumönnum sem voru langt
að komnir í atvinnumennsku og lík-
legt var að væru einangraðir og ein-
mana. Síðan lét hann milligöngu-
menn vingast við þá og bjóða þeim
peninga.
Freistingin að hafa rangt við
Veltan í löglegum veðmálastofum á
netinu er talin vera rúmlega 13 millj-
arðar evra. Samkvæmt greininni í
Der Spiegel er það ekki nema dropi í
hafið borið saman við hinn ólöglega
veðmálamarkað í Asíu. Fræðimenn
við háskólann í Peking telja að Kín-
verjar muni á þessu ári veðja 50 millj-
örðum evra á úrslit knattspyrnu-
leikja.
Veðmál eru stór hluti af skipu-
lagðri glæpastarfsemi í heiminum.
Mikið er í húfi og það ýtir undir
freistinguna að hagræða úrslitum.
Evrópska knattspyrnusambandið,
UEFA, rannsakaði í fyrra 26 leiki í
Evrópukeppni félagsliða vegna gruns
um að úrslitum hefði verið hagrætt. Í
ár hafa sex leikir verið kærðir. Undir
grun liggja lið frá Albaníu, Eistlandi
og Litháen.
Í Þýskalandi komst fyrir stuttu
upp að Robert Hoyzer dómari hefði
þegið fé frá króatískum fjár-
hættuspilurum fyrir að nota flautuna
til að hagræða úrslitum í bikar-
leikjum og leikjum í annarri Bundes-
lígunni og svæðisdeildinni í Þýska-
landi. Vonin er sú að þessi tilfelli séu
einangruð, en fræjum efans hefur
verið sáð og skyndilega vakna grun-
semdir í hvert skipti sem leikmaður
gerir að því er virðist óskiljanleg mis-
tök.
Tapaði Gana viljandi?
Einnig vaknar spurningin um það
hversu langt spillingin kunni að
teygja sig. Í Der Spiegel er viðtal við
Declan Hill, kanadískan rithöfund,
sem skrifað hefur bókina Öruggir
sigrar; fótbolti og skipulögð glæpa-
starfsemi eða hvernig á að hagræða
úrslitum leikja. Hill lýsir í viðtalinu
manni, sem hann kynntist í Bangkok
og stundaði það að hagræða úrslitum
leikja. Manninn nefnir hann Lee
Chin, en það er ekki hans rétta nafn.
Í bók sinni gengur hann að því sem
vísu að úrslitin í leik Gana og Brasilíu
í átta liða úrslitum í heimsmeist-
arakeppninni í Þýskalandi árið 2006
hafi verið ráðin fyrirfram.
Chin bauð Hill kvöld í maí 2006,
skömmu fyrir HM í Þýskalandi, að
sitja fund á veitingastað í Bangkok.
Þar var einnig viðstaddur maður,
sem sagður var þjálfari U-17 lands-
liðs Gana. Þessi maður hafi sagst
hafa samþykki átta leikmanna liðsins
fyrir því að þeir myndu lúta í lægra
haldi gegn greiðslu. Þá hafði komið
fram í fréttum að leikmenn liðs Gana
fengju 20 þúsund dollara hver ef þeir
sigruðu. Hill spurði hvort það hefði
ekki meiri áhrif á leikmenn. Chin
svaraði: „En sigur er ekki 100%
öruggur. Og hjá mér er víst að hver
leikmaður fær 30 þúsund dollara.“
Eftir þetta fór Hill til Þýskalands
og komst að því að auðvelt var að
nálgast leikmenn og þjálfara lands-
liðs Gana. Hann sá hins vegar engin
merki um milligöngumenn. Tveimur
dögum fyrir leikinn við Brasilíu
hringir Lee Chin í Hill og segir að allt
sé klappað og klárt og Gana muni
tapa með að minnsta kosti tveggja
marka mun. Brasilía vann 3-0. Varn-
armenn Gana voru klaufar og mörkin
ódýr.
Sumarið eftir fór Hill til Gana og
hafði uppi á þjálfaranum, sem hann
hitti á veitingastaðnum í Bangkok. Sá
maður heitir Abukari Damba og stóð
eitt sinn í marki í landsliði Gana. Síð-
ar spilaði hann í Malasíu og þar
kynntist hann manni sem stundaði að
hagræða úrslitum leikja. Gamba játti
því fyrir Hill að hafa farið með tvo
milligöngumenn og komið þeim í
samband við menn í herbúðum lands-
liðs Gana í Þýskalandi, en hann viti
ekki hvað síðan gerðist.
Hill ræddi einnig við nokkra leik-
menn landsliðsins og vildi enginn
þeirra kannast við að reynt hefði ver-
ið að hagræða úrslitum leiksins við
Brasilíu. Nema Stephen Appiah, fyr-
irliði landsliðs Gana í Þýskalandi
2006. Hann segir að oft hafi verið
reynt að bera á sig fé og tvisvar hafi
hann þegið fé, en það hafi verið til að
vinna leiki og hann hafi skipt pening-
unum á milli leikmanna liðsins. Ap-
piah segir að einnig hafi honum verið
boðið fé fyrir leikinn á móti Brasilíu,
en hann hafi hafnað því. Appiah svar-
aði játandi þegar hann var spurður
hvort hann teldi að milligöngumenn-
irnir frá Malasíu hefðu rætt við aðra
leikmenn liðsins.
Hill kveðst hafa látið alþjóðaknatt-
spyrnusambandið, FIFA, vita af því
að í Asíu hefðu fjárhættuspilarar vit-
að fyrirfram hvernig leikurinn myndi
fara. Joseph Blatter, forseti FIFA,
hefði sagt að hann tryði því ekki að
þetta væri rétt, en ef svo væri „væri
öll vinna FIFA á undanförnum 30 ár-
um unnin fyrir gýg. Þá höfum við
brugðist“.
Úrslit eftir pöntun?
Knattspyrna | Fótbolti er heillandi vegna þess að hann er óútreiknanlegur - en hvað ef úrslitum er hagrætt?
Tónlist | Strákarnir í Metallica rokka enn úr sér lifur og lungu, þótt liðin séu 27 ár frá stofnun hljómsveitarinnar
Drekahagkerfið | Hundrað milljónir manna starfa í verksmiðjum í Kína, oft við mjög lakan aðbúnað og þiggja fyrir smánarlaun
AP
Ódýrt mark? Ronaldo skorar fyrsta mark Brasilíu í tiltölulega auðveldum
sigri á Ghana í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi
2006. Var úrslitunum hagrætt?
VIKUSPEGILL»
Spilling í knattspyrnuheiminum grefur undan trúverðug-
leika íþróttarinnar Var úrslitum á HM í Þýskalandi hagrætt?
„Í dag vil ég benda á leik í ís-
lensku knattspyrnunni: Valur
Reykjavík gegn Fylki.“ Þannig
hefst færsla á síðunni gam-
blog.co.uk 24. júlí í fyrra. Þar er
fjallað um íþróttir, en markmiðið
er ekki að svala fróðleiksþorsta
áhugamanna um knattspyrnu,
heldur gefa fjárhættuspilurum
ábendingar. „Valur er liðið, sem
um þessar mundir er á siglingu á
Íslandi, hefur unnið fjóra af síð-
ustu sex leikjum, gert eitt jafn-
tefli og tapað einum leik, liðið er
í öðru sæti í deildinni og tveimur
stigum á eftir FH.“ En fótbolti er
óútreiknanlegur. „Valsmenn
áttu engin svör við spræku liði
Fylkis,“ sagði í Morgunblaðinu
næsta dag. Fylkir vann Val 4-2.
Þetta er eitt dæmi um áhuga
veðmangara á íslenskri knatt-
spyrnu. Íslendingur í Kambódíu
rak upp stór augu þegar hann
rakst á fréttir af gengi liða í ís-
lenska boltanum í þarlendum
fjölmiðlum. Hvergi er lagt jafn
mikið undir í íþróttaveðmálum
og í Asíu. Ekki er langt síðan iðu-
lega var hringt í blaðamenn á
íþróttadeild Morgunblaðsins að
utan til að spyrjast fyrir um ís-
lensk knattspyrnulið. Vildu
menn fá að vita um meiðsli, leik-
bönn og annað, sem gæti haft
áhrif á leik liðanna.
Það kann að vekja furðu að Ís-
land skuli höfða til fjárhættuspil-
ara, en ef til vill telja þeir ólík-
legra að hér séu brögð í tafli.
Veðjað á íslenska boltann
KNATTSPYRNA