Morgunblaðið - 14.09.2008, Side 16
16 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
S
érhvern dag eða svo gott
sem mæta rúmlega 100
milljónir manna á verk-
smiðjuvaktina í Kína og
sjá heiminum fyrir neyslu-
vörum. Allar líkur eru á að örbylgju-
ofninn, sjónvarpið og leikföngin sem
þú keyptir síðast séu framleidd af
þessu mannhafi vinnufúsra handa. Og
launin eru lág.
Árið 2002 voru meðallaun kín-
verskra verkamanna um 0,57 dalir á
tímann, tæplega einn þrítugasti af
laununum í Bandaríkjunum.
Hvatinn til að flytja verksmiðj-
urnar til Kína er enda mikill og er nú
svo komið að helmingi fleiri vinna í
verksmiðjum í þessu fjölmennasta
ríki jarðar en í Bandaríkjunum, stað-
reynd sem einhvern tímann hefði þótt
saga til næsta bæjar. Tímarnir hafa
breyst: Mikill meirihluti vöru-
framboðsins í Wal-Mart, stærstu
verslanakeðju heims, er búinn til af
her nafnlausra verkamanna í Kína, nú
þegar fimmtán ár eru liðin frá því
verslanarisinn tók að kaupa vörur frá
samstarfsaðilum austur frá.
Þessi gífurlegu umskipti frá mið-
stjórn til stjórnlauss kapítalisma eru
viðfangsefni blaðakonunnar Alex-
andra Harney, fréttaritara Finanical
Times, í bókinni „The China Price:
The True Cost of Chinese Competi-
tive Advantage“, þar sem hún leitast
við að bregða birtu á líf fólksins í
verksmiðjunum. Hverfum snöggvast
aftur í tímann með Harney.
Fordæmislaus áhrif
Eins og Harney rekur eru ofan-
greind umskipti ekkert minna en
heimssögulegur atburður.
Árið 1990 var hlutur Kínverja í
framleiðsluiðnaði heimsins 2,4%. Árið
2006 var hann kominn í 12,1% og fer
ört vaxandi. Árið 2020 ráðgera sér-
fræðingar Global Insight að Kína
verði mesti vöruframleiðandi heims-
ins. Tölurnar tala sínu máli. Árið 1984
fluttu Kínverjar út vörur að verð-
mæti 26 milljarða dala, tala sem var
komin upp í 969 milljarða dala 2006.
Á árunum 2002 til 2005 nam bein fjár-
festing í Kína 240 milljörðum dala,
jafngildi um 22.000 milljarða á núver-
andi gengi dalsins.
Niðurstaða Harney er skýr: Þrem-
ur áratugum eftir að einangrun Kína
lauk með innleiðingu markaðs-
búskapar hefur eitt land aldrei fyrr
haft jafn mikil áhrif á verðlagningu á
hlutum á svo skömmum tíma.
Launakostnaðurinn er heldur ekki
sambærilegur við það sem við eigum
að venjast og rekur Harney hvernig
AFL-CIO, stærstu samtök verka-
manna í BNA, hafa haldið því fram að
misnotkun á vinnuafli í Kína hafi átt
þátt í að 1,2 milljónir starfa hafi glat-
ast á bandaríska vinnumarkaðnum.
Með líku lagi hafi stofnunin Econo-
mic Policy Institute leitt rök að því að
frá árinu 2001 hafi viðskiptahalli
BNA við Kína þýtt að 1,8 milljónum
færri störf sköpuðust en ella hefði
verið. Erfitt sé að keppa við laun sem
eru jafnvel hlutfallslega lægri en á
dögum iðnbyltingarinnar.
Íslenska þjóðin í einni
raftækjaverksmiðju
Vart þarf að minna lesendur á,
þegar tölur eru settar fram um jafn
stjarnfræðilegt fyrirbæri og kín-
verska vinnumarkaðinn, að Ísland er
dvergríki og því að flestu leyti ekki
heppilegt til samanburðar.
Sést þetta gleggst á því að öll ís-
lenska þjóðin yrði aðeins dropi í
mannhafið sem hér um ræðir.
Lítum aftur á nokkrar tölur.
Að sögn Harney sérhæfa yfir 1.000
verksmiðjuþyrpingar sig í fram-
leiðslu ýmissa smærra hluta.
Sumar eru geysistórar. Ein verk-
smiðja í borginni Shunde framleiðir
um helming allra örbylgjuofna
heimsins. Þar starfa 30.000 manns.
Það þykir ekki mikið: Í einni raf-
tækjaverksmiðjunni starfa 270.000
manns. Hugsi þeir sér til hreyfings
má ugglaust finna pláss við hlið
þeirra tuga milljóna sem dag hvern
standa við færibandið í þeim ríflega
400.000 verksmiðjum sem nú eru
starfræktar í Guangdon-héraði (þetta
er ekki prentvilla).
Þegar börn verkafólksins tileinka
sér vestræna lífshætti verður til
neyslumarkaður í Kína sem á sér
engin fordæmi í mannkynssögunni.
Ólíkt hlutskipti
Ólíkt því sem ætla mætti í fyrstu
leið nokkur tími þar til boltinn fór að
rúlla fyrir alvöru í Kína og til að
byrja með þótti vöxturinn hægur í
fríhöfnunum fjórum, Zhuhai,
Shantou, Shenzhen og Xiamen, sem
Deng Xiaoping, þáverandi leiðtogi
kommúnistaflokksins, kom á legg
undir lok áttunda áratugarins til að
knýja hjól útflutningsiðnaðarins, í
anda „asísku tígranna“, sem brutust
úr fátækt til bjargálna með útflutn-
ingi, fyrst á ódýrum vörum, svo dýr-
um, í einkar vilhöllu skattaumhverfi.
Fæðingin var erfið og árið 1984,
sex árum eftir frívæðingu Xiaopings,
var vöxturinn í fríhöfnunum hægari
en meðaltalið í landinu.
Níu árum síðar, árið 1993, hóf
Wal-Mart að kaupa kínverskar
vörur og þótti það til marks um um-
skiptin að Shenzhen, ein fríhafnanna,
hafði þá orð á sér fyrir að vera villt og
löglaust kapítalískt svæði.
Iðnjöfrar lifðu í vellystingum og
gerðu svo vel við sig í mat og drykk
að kommúnistastjórnin sá ástæðu til
að minna á gildi hófseminnar.
Arðsvonin liggur víða
Þótt óhugsandi hefði þótt fyrir að-
eins nokkrum áratugum er Kína fullt
af nýríkum milljónamæringum.
Þriðji hver er eigandi kolanámu og
getur það komið sér vel að eiga hauk
í horni í stjórn kommúnista í hér-
aðinu og geta látið fé af hendi rakna
gegn því að bændur verði flæmdir
frá jarðnæði sínu.
Alls er að finna 24.000 smærri
kolanámur austur frá og segir Har-
ney að í Kína verði 80% allra bana-
slysa í námum, þótt hlutur þeirra í
heildarvinnslu heimsins sé aðeins um
35%.
Víða kraumar undir og vitna opin-
berar tölur um tugþúsundir mót-
mælaaðgerða á ári hverju. Það er þó
sem fyrr segir einkum framleiðslan
sem knýr hjól hagkerfisins og nefnir
Harney sem dæmi að á ritunartíma
bókarinnar hafi mátt finna þúsundir
fyrirtækja á vefsíðunni alibaba.com
sem framleiddu MP3-spilara. Enn
fleiri fyrirtæki sérhæfi sig þó í fram-
leiðslueiningum eða taki jafnvel að
sér að setja hluti saman úr einingum
héðan og þaðan.
Gífurlega hörð samkeppni
Harney gerir þetta að umtalsefni
og hefur eftir einum viðmælanda sín-
um að ástæðan fyrir því hversu
markaðurinn sé harður sé sú að hver
verksmiðja sé að keppa við 100-200
fyrirtæki í sama geira í Kína.
Samkeppnin setji mikinn þrýsting
á að halda öllum kostnaði niðri og eru
launin sögð engin undantekning.
Þegar fulltrúar Wal-Mart fari í
reglulegar skoðunarferðir sínar um
verksmiðjurnar séu starfsmenn und-
ir lögaldri sendir í frí, ásamt því sem
svokallaðar „fimm stjörnu“ verk-
smiðjur eru hafðar til sýnis, en
„skuggaverksmiðjunum“ (e. shadow
factories), þar sem meirihluti var-
anna sé framleiddur, kirfilega haldið
utan alfaraleiðar.
Heimildarmenn Harney þora ekki
að koma fram undir nafni en sam-
kvæmt þeirra upplýsingum starfa
verkamennirnir fyrir 165 Banda-
ríkjadali á mánuði, um 15.000 krónur,
fyrir 11-12 tíma vinnudag, jafnvel alla
daga vikunnar. Aðbúnaður verka-
fólksins sé oft og tíðum bágborinn og
verkakonur undir 25 ára aldri í mörg-
um tilfellum látnar sofa 10 til 12 sam-
an í herbergi.
Þetta séu fórnirnar í samfélagi þar
sem hinn „ódýrasti lifi af“.
Ættu annars ekki möguleika
Meðal viðmælenda Harney er
verksmiðjurekandinn „Chan“, sem að
gefnu loforði um nafnleynd veitir
henni innsýn í hinn harða heim.
Hefur hún eftir Chan að ekki yrði
hægt að halda rekstri áfram ef farið
yrði eftir kínverskri vinnulöggjöf. Án
„skuggaverksmiðjanna“ myndi fyr-
irtæki hans ekki eiga möguleika.
Til að setja orð sín í víðara sam-
hengi vitnar Harney í gögn frá fyr-
irtækinu Impactt um að sumir starfs-
menn kínverskra verksmiðja vinni
frá 360 og upp í 400 tíma á mánuði,
jafnvel allt að 90 tíma vinnuvikur án
nokkurra frídaga. En samkvæmt kín-
verskum lögum ættu þeir ekki að
vinna umfram 204 tíma á mánuði, að
meðtöldum yfirvinnutímum.
Margar konur leiðast út í vændi,
sem er ört vaxandi atvinnugrein. Og
þess vegna, eins og áðurnefndur
Chan orðaði það, „finnur þú ekki fal-
lega konu við færibandið“.
Annað dæmi sé að í könnun sam-
takanna Verité, sem framkvæmd var
árið 2002-2003, hafi komið fram að 93
prósent starfsmanna hjá 133 verk-
smiðjum hafi unnið umfram löglegan
vinnutíma. Þreytan sligi marga og
vitnar Harney til heimildarmynd-
arinnar „China Blue“, þar sem starfs-
menn saumaverksmiðju noti örygg-
isnælur til að halda augunum opnum.
Sviknir um bætur
Álagið getur verið hættulegt og
segir Harney söguna af Li sem vann
18 tíma á dag við plaststeypumót, fyr-
ir 9 krónur á tímann í yfirvinnu. Dag
einn hafi hann verið uppgefinn við
vélina þegar hann fann til ærandi
sársauka. Höndin var mölbrotin. Li
var lagður inn á sjúkrahús og eftir
nokkra hríð kom vinnuveitandinn
fullur samúðar og bauð honum um
80.000 krónur í bætur.
Eftir nokkra eftirgrennslan og
lestur í lagabókum komst Li hins
vegar að því að honum bæri að fá hátt
í 1,2 milljónir í bætur frá vinnuveit-
anda sínum, að viðbættum sjúkra-
húskostnaði.
Saga hans er ekkert einsdæmi en
að sögn Harney er áætlað að yfir 200
milljónir kínverskra starfsmanna í
um 16 milljónum fyrirtækja vinni við
hættulegar aðstæður.
Þrælahald Ungar stúlkur jafna sig eftir að þeim var bjargað úr haldi verk-
smiðjueigenda í Guangdong-héraði. Börn niður í 9 ára eru seld í þrælahald.
Lífið getur verið grimmt í kínversku
verksmiðjuhverfunum, að því er fram
kemur í nýrri bók um efnahagsundrið
AP
Mannfrekt Kínverskar saumakonur vinna hörðum höndum í verksmiðju í Jiaxin í Zhejiang-héraði í Kína.
„Sá ódýrasti lifir af“
DREKAHAGKERFIÐ
»Margar konur leið-ast út í vændi, sem er
ört vaxandi atvinnu-
grein. Og þess vegna,
eins og áðurnefndur
Chan orðaði það, „finn-
ur þú ekki fallega konu
við færibandið“.
2008 U.S.
Presidential
Elections.
Overseas U.S. citizens are eligible to participate in presidential
and state primary elections, run-off elections and special
elections that occur throughout the year, as well as the
general elections in November 2008.
You are strongly encouraged to register to vote and
request your absentee ballot early! The of�icial U.S.
Government website for overseas absentee voting
assistance is the Federal Voting Assistance Program
website at www.fvap.gov.
Voting Assistance Of�icers at the U.S. Embassy in
Iceland are available to answer questions about
absentee voting.
Contact information for the Voting Assistance Of�ice is:
Tel: +354 -697 -4449
E-mail: Reykjavikconsular@state.gov
Look for notices from the Embassy relating to the 2008
elections at http://iceland.usembassy.gov/voting.html