Morgunblaðið - 14.09.2008, Side 22
22 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Innritun stendur yfir í símum 588-3630 og 588-3730, eða í skólanum að Síðumúla
17, tölvupóstur: ol-gaukur@islandia.is Í boði er fjölbreytt nám með skemmtilegu
námsefni fyrir alla aldursflokka, bæði byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér.
Nánari upplýsingar um skólann og námsleiðir er að fá á heimasíðunni:
www.gitarskoli-olgauks.is eða í skólanum á innritunar-
tíma, en innritað er alla virka daga kl.14:00 til 17:00.
ATH! Frístundakort Reykjavíkurborgar í gildi.
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
K
óngulær hafa vísað Inga
Agnarssyni á meira en
berjamó því þær hafa
tælt hann til á milli 40
og 50 landa hitabelt-
isins á síðustu sex árum. Ferðirnar
eru jafnan í nafni rannsókna en Ingi
er með doktorspróf í líffræði frá
George Washingon-háskólanum í
Washington D.C. í Bandaríkjunum.
Sérsvið hans er félagslyndar kóngu-
lær. Margar ferðirnar eru ævintýra-
legar. „Maður flýgur inn í frumskóga
eða tekur þyrlur uppá fjallstoppa og
er skilinn þar eftir. Ein af síðustu
ferðunum var til Frönsku-Guyana.
Við tókum þyrlu inn í skóg og vorum
þar í lítilli rannsóknarstöð. Svo las ég
í New York Times tveimur vikum síð-
ar að það hefði verið ráðist á stöðina.
Gullgrafarar komu og drápu helm-
inginn af fólkinu. Þeir eru vopnaðir
og fara um í leyfisleysi og taka völdin
í sínar hendur. Það fór vissulega um
mig þegar ég las þetta,“ segir Ingi,
sem leitaði að pöddum en ekki gulli
þegar hann hljóp frjáls um Elliðaár-
dalinn í uppvextinum frá æskuheim-
ilunum við Blöndubakka og síðar
Keilufelli.
Fimm ára líffræðingur
Ingi hefur ekki langt að sækja
bæði akademísku hliðina og líffræði-
áhugann en bæði afi hans og pabbi
voru háskólakennarar. Hann er son-
ur Lindu Wendel og Agnars Ingólfs-
sonar, prófessors í vistfræði, en hann
er nýhættur störfum. Afi hans var
Ingólfur Davíðsson grasafræðingur.
„Langafi var víst líka með þennan
áhuga en ekki menntaður. Ég man
ekki eftir öðru en að hafa ætlað að
verða náttúrufræðingur,“ segir Ingi
en í honum blunduðu aldrei neinir
drengjadraumar um að verða lögga
eða slökkviliðsmaður. „Ég var alltaf
úti að safna pöddum. Þegar ég var
fimm ára þá tók ég opinberlega af-
stöðu og lýsti því yfir að ég ætlaði að
verða líffræðingur.“
Sem strákur komst hann í kynni
við Erling Ólafsson, skordýrafræðing
á Náttúrufræðistofnum. „Hann
kenndi mér réttu handtökin. Svo
labbaði ég um með háf alla daga, að
safna skordýrum. Þetta var það sem
mér fannst gaman að gera.“
Eftir líffræðinám við Háskóla Ís-
lands vann Ingi við Náttúru-
fræðistofnun með fyrrnefndum Er-
lingi, sem varð til þess að hann fór að
sérhæfa sig í kóngulóm.
„Ég var ráðinn í verkefni sem
komst ekki af stað á réttum tíma og
gaf Erling mér því frjálsar hendur.
Það var mikið til af kóngulóm á safn-
inu en ég fór í það að greina safnið og
skrifaði í kjölfarið litla bók um ís-
lenskar kóngulær sem stofnunin gaf
út.“
Ingi var alltaf ákveðinn í því að
komast í hitabeltið og var orðinn leið-
ur á fábreytileikanum hérlendis.
„Hitabeltið hefur alltaf heillað, þar er
dýralífið svo fjölbreytt. Ég var orðinn
leiður á því sem krakki að vera alltaf
að safna sömu tegundunum aftur og
aftur. Hérna var ég alltaf að safna
sama kvikindinu en núna þegar við
förum í kóngulóaleiðangur er
kannski helmingur tegundanna
óþekktur vísindalega.“
Með bjöllu í eyranu
Síðustu ár hefur Ingi gegnt tveim-
ur nýdoktorastöðum („postdoc“) við
háskóla í Vancouver í Kanada og Ak-
ron í Ohio í Bandaríkjunum. Starfið
er fjölbreytt. „Maður hefur verið að
flakka um heiminn í hitabeltinu tvo til
þrjá mánuði á ári,“ segir Ingi sem er
„mest að labba um á nóttunni með
ljós á hausnum að leita að kóngulóm“.
Hann safnar þeim, tekur myndir og
kannar atferli þeirra. „Svo er í þessu
smásjár- og genavinna og hálft árið
fer í að skrifa vísindagreinar.“
Starfið er ekki fyrir pjattrófur.
„Ein af leiðunum sem við notum til
að safna er að ganga um með bakka
og berja í tré um miðja nótt og sjá
hvað hrynur niður. Stundum detta
niður snákar og sporðdrekar. Maður
er heppinn að hafa ekki verið bitinn.
Ef það gerist inni í miðjum skógi er
maður ekki á leiðinni á neinn spít-
ala.“
Þrátt fyrir að hafa hvorki verið bit-
inn af kóngulóm né snákum segist
hann vera „eins og gangandi hlað-
borð“ fyrir blóðætur eins og moskító-
og sandflugur. Hann hefur fengið
ýmsa sjúkdóma vegna þessa, til
dæmis veikst af malaríu.
Í einni ferðinni fékk félagi hans
bjöllu í eyrað, sem fór að naga hljóð-
himnuna. Þeim tókst að drepa pödd-
una með því að hella alkóhóli í eyrað
og ná henni svo út. Sterkt etanól er
alltaf með í för því þegar kóngulón-
um er safnað er þeim fleygt í etanól-
ið.
Starfið hefur sitt að segja hvað
varðar verndarstarfsemi. „Við reyn-
um að meta tegundafjölda á hverju
svæði. Til dæmis er þetta notað til að
finna sérstaklega tegundarík svæði
og til að taka ákvarðanir um hvaða
landsvæði þurfi að vernda.“
Madagaskar er í uppáhaldi hjá
honum. „Það er ótrúlega framandi og
óvenjulegur staður. Þar eru engar
hættur, engin eitruð dýr. Í Afríku
þarf að hafa áhyggjur af fílum, nas-
hyrningum og ljónum og í Suður-
Ameríku af snákum og sporð-
drekum.“
Hamingjusamar kóngulær
Sérsvið Inga er félagslyndar
kóngulær. „Þetta eru kóngulær sem
búa saman og hjálpast að. Þær gera
risastóra vefi og geta átt við miklu
stærri dýr þegar þær vinna saman.
Svo hjálpast þær að við að ala upp
börnin,“ segir hann en þetta er ekki
beint sú mynd sem flestir hafa af
kóngulóm. Kannski er það ekki
skrýtið í ljósi þess að um 40.000 teg-
undir af kóngulóm eru þekktar, þar
af eru 20 félagslyndar tegundir en
Ingi hefur átt þátt í uppgötvun
margra þeirra.
„Þær gera vefi sem geta þakið
hektara og verið tugir þúsunda sam-
an,“ segir hann þó stundum búi þær
á mun minna svæði, jafnvel einum
fermetra.
Sjálfur hefur hann aldrei verið bit-
inn af kónguló og skilur ekki fælni
gangvart þeim. „Þær eru aðallega
árásargjarnar gagnvart bráð sinni.
Maður hefur verið að leika sér með
stórar tarantúlur. Til að byrja með
stóð manni ekki á sama en komst
fljótt yfir það.“
Á leið til Puerto Rico
Ingi hefur nú fengið lektorsstöðu í
Puerto Rico og flytur fjölskyldan
þangað í október. „Ég fékk lekt-
orsstöðu þar og mun kenna við há-
skólann og verða forstöðumaður
dýrafræðisafns. Þetta er lang-
tímastaða þannig að líklegt er að fjöl-
skyldan ílendist þarna,“ segir Ingi en
kona hans er Laura J. May-Collado
og saman eiga þau dótturina Amélie
Melkorku, sem er rúmlega tveggja
ára. „Amélie er eftir kvikmyndinni
og svo þurfti eitthvert sterkt íslenskt
nafn til viðbótar.“
Laura er líka líffræðingur. „Hún
stúderar höfrunga. Hún er voða mik-
ið að vinna í sjónum við Panama og
Costa Rica en hún er þaðan,“ segir
Ingi. Þau kynntust einmitt í heima-
landi hennar árið 2001. „Ég var þar í
hitabeltislíffræðikúrsi. Hún var ein
af kennurunum.“
Laura er einnig með doktorsgráðu
og er búin að fá tímabundna stöðu við
háskólann í Puerto Rico. Staðurinn
Ber í tré
með ljós á
hausnum
Stærst í heimi Ingi hefur komist í tæri við
stærstu kónguló í heimi.
Litrík Engispretta í nærmynd.Í felulitunum Þessi kónguló er gul eins og blóm-
ið og felur sig fyrir bráðinni.
Fallegur Vefurinn er fallegur og komið hefur í
ljós að kóngulóarsilki er sérstakt efni.
Morgunblaðið/Kristinn
Kóngulóarmaðurinn Hitabeltið heillaði Inga Agnarsson frá unga aldri en
hann langaði til þess að sjá fleiri tegundir en finnast hér.
Í HNOTSKURN
»Ingi er að sjálfsögðu velað sér um kóngulær og
fús til að segja frá nokkrum
skemmtilegum staðreyndum
eins og þeirri að kóngulær
eru ekki skordýr heldur átt-
fætlur.
»Kóngulær senda silki-þræði á eftir sér og geta
þannig ferðast langa vegu.
Þær eru því alltaf með líf-
línu ef þær detta eða ráðist
er á þær.
»Sumar kóngulær getakafað. Þær nota silkið til
að grípa loftbólur og fara
þannig á kaf.
»Kóngulóarsilki er mjögsérstakt efni en Ingi
vinnur nú að rannsóknum á
því. Styrkleiki silkisins er á
við stál. Til viðbótar er
silkið teygjanlegt en stál
ekki. Silkið er sterkara en
öll efni sem maðurinn hefur
búið til.
»Enn hefur ekki gengið aðfjöldaframleiða kónguló-
arsilki en bandaríski herinn
hefur áhuga á að styrkja
slíkar rannsóknir. Efni sem
þetta væri hægt að nota í
skotheld vesti og reipi.
» Stundum detta niður snákar og
sporðdrekar. Maður
er heppinn að hafa
ekki verið bitinn.