Morgunblaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is L íkur benda til að lag af Thank You For A Life- time, nýútkominni smá- skífu breska popparans sir Cliffs Richards, nái efsta sæti á breska vinsældalistanum á morgun. Fari svo slær hann engum öðrum en sjálfum sér við, því á ein- hverju skeiði síðustu fimm áratugina hefur hann átt þar lag í fyrsta sæti. Eflaust bíða aðdáendur hans spenntir, margir byrjaðir að lesa ævi- sögu hans, My Life, My Way, sem kom út 3. september, og hyggja gott til glóðarinnar um miðjan mánuðinn þegar átta safndiskar í einu setti, And They Said It Wouldn’t Last (My 50 Years In Music), kemur í versl- anir. Tilefnið er ærið því fimmtíu ár eru síðan Harry Rodger Webb braust til frægðar sem Cliff Richard og heillaði landa sína svo um munaði. Fyrst með smáskífunni Move It, sem hann gerði ásamt hljómsveitinni The Planets, sem síðar varð The Drifters og loks The Shadows, og fór beint í 2. sæti vinsældalistans, þá í sjónvarpsþætti, og í kjölfarið tónleikaferð um landið í byrjun október 1958. Síðan hefur Cliff Richard átt mikl- um vinsældum að fagna og stöðugt verið í sviðsljósinu. Orðspor hans er einstaklega vammlaust og ólíkt ann- arra rokkstjarna að því leytinu að kynlíf, eiturlyf og áfengi hafa verið víðsfjarri ímyndinni. Lastalaust líf- ernið og meint kvenmannsleysi hefur aftur á móti gefið sögum um samkyn- hneigð hans byr undir báða vængi. Sjálfur fór hann framan af eins og köttur í kringum heitan grautinn og tók ekki af tvímæli í þeim efnum fyrr en árið 1996 að hann neitaði afdrátt- arlaust að vera hommi. „Ég geri mér grein fyrir kjaftasögunum, en ég er ekki hommi,“ fullyrti hann þá við The Daily Mail. Sjö ára náið vináttusamband Í ævisögunni er allt annað upp á teningnum því söngvarinn upplýsir að hann hafi átt í sjö ára „nánu vin- áttusambandi“ við John McElynns, 55 ára fyrrverandi kaþólskan prest, sem hann kynntist í New York. Raunar gengur hann svo langt að kalla prestinn lífsförunaut sinn, þótt þeir hafi ekki í hyggju að ganga í hjónaband. „Þegar John hugðist láta af prests- embætti stakk ég upp á að hann að- stoðaði mig við nokkur góðgerð- arverkefni,“ segir Cliff Richard. „Við John höfum orðið æ nánari, sem er frábært því mig langar ekki að búa einn, ekki einu sinni núna,“ bætti hann við. Þrátt fyrir þessa opinberun hefur ekki verið neitt leyndarmál að þeir hafa í nokkur ár búið saman á rík- mannlegu setri Cliffs Richards í Weybridge á Suðaustur-Englandi og McElynn sér um eignir og ýmis við- skipti fyrir sinn mann. Á News.s- cotsman.com árið 2005 sagði að and- legur leiðbeinandi Cliffs Richards frá sjöunda áratugnum, Bill Latham, hefði búið hjá honum í þrjátíu ár, en flutt út stuttu eftir að McElynn flutti inn, þótt hann hafi áfram unnið fyrir Cliff Richard-fyrirtækin. Jafnframt var þess getið að McElynn hefði átt stóran þátt í að lífga upp á snautlegt einkalíf söngvarans, sem væri farinn að halda boð og umgangast fleira fólk. Trúuð rokkstjarna Þótt Cliff Richard sé alinn upp í kristinni trú varð hann ekki tiltak- anlega trúaður fyrr en árið 1964. Síð- an hefur hann ekki farið í launkofa með trú sína og hefur það haft tölu- verð áhrif á feril hans og ímynd. Til dæmis íhugaði hann um skeið að ger- ast kennari og gefa poppferilinn upp á bátinn, enda fannst honum afar óviðeigandi að vera lýst sem grófum, athyglissjúkum, of kynþokkafullum fyrir sjónvarp og ógn við landsins dætur. Með fágaðri framkomu og yf- irveguðum talsmáta breytti hann þeirri ímynd smám saman – varð svo annálað prúðmenni af poppstjörnu að vera að mörgum fannst nóg um. Á fimmtíu ára söngferli hefur hann ekki, svo vitað sé, móðgað nokkurn mann eða komið úr jafnvægi með orðum sínum og athöfnum. Einstaka gagnrýnandi hefur að vísu fjargviðr- ast yfir að hann hafi ekkert lengur fram að færa og sé alltaf að syngja sama lagið. Það segir þó sína sögu að þrjár kynslóðir skemmta sér saman á tónleikum hans. Kannski vildi Cliff Richard breyta ímynd sinni eða sýna meiri fjölhæfni þegar hann sótti fast að fá hlutverk illmennisins Heathcliffs í sam- nefndum söngleik eftir skáldsögu Emily Brontë, sem frumsýndur var 1996. Hann vissi sem var að fólk hefði ekki trú á að hann gæti brugðið sér í hlutverk illmennis. Og viti menn – Cliff Richard sem ódámur sem beitir þungaða konu sína ofbeldi, reykir og selur ópíum virkaði ekki alveg. Þótt kominn sé hátt á sjötugsaldur er engan bilbug á honum að finna. Hann hefur líka viðhaldið drengja- legu útliti sínu ótrúlega vel; hann er bæði grannur og kvikur í hreyfingum og andlitið svo slétt og fellt að getgát- ur eru um botox-fyllingar annað slag- ið. Þá er dökkt hárið þannig að hver tvítugur væri fullsæmdur af. Vegna þessa meðal annars hefur hann feng- ið viðurnefnið Pétur Pan poppsins. Eins og kunnugt er var Pétur Pan drengur sem neitaði að fullorðnast, sköpunarverk skoska skáldsins J.M. Barries. Kynhneigð og kirkja Þar sem kristin kirkja er tvístíg- andi í afstöðu sinni til samkyn- hneigðra og sérstaklega til hjóna- banda þeirra á milli hefur Cliff Richard trúlega átt erfiðara en ella með að koma út úr skápnum. Raunar segist hann í ævisögunni vera orðinn hundleiður á vangaveltum fjölmiðla um kynhneigð sína. „Hvað varðar aðra um það? Ég held að aðdáendum mínum sé alveg sama,“ skrifar hann. En vitaskuld varð uppljóstrun hans um samband þeirra McElynns það helsta sem fjölmiðlar létu sig varða og vitnuðu orðrétt í ummæli eins og þessi í bókinni: „Hjónaband samkynhneigðra er kannski nútíma dæmi um hve margt hefur breyst. Mér finnst kirkjan verða að taka afstöðu og sjá fólkið eins og það er núna. Þeir tímar eru liðnir þegar við gerðum ráð fyrir að ástarsambönd væru einungis á milli karls og konu. […] Þegar upp er stað- ið trúi ég að fólk verði dæmt fyrir það sem það er. Mér virðist skuldbinding vera það sem máli skiptir, ef einhver kemur til mín og segir: „Þetta er fé- lagi minn – við erum skuldbundnir hvor öðrum,“ þá er mér sama hver kynhneigð þeirra er. Ég ætla ekki að dæma – ég læt Guði það eftir.“ Cliff Richard hefur þó tvívegis ver- ið að því kominn að kvænast, annars vegar Jackie Irving, dansara sem hann hitti í Blackpool, og hins vegar Sue Barker, íþróttafréttakonu hjá BBC og fyrrverandi tennisstjörnu, sem hann kynntist 1982. Hann dreg- ur heldur enga dul á að hann átti í ár- daga ferilsins í sambandi við fyrrver- 1958-1960 1961-1970 1971-1980 Spútnik 1 gervihnötturinn fellur til jarðar, Barbie-dúkkan frá Mattel kemur á markað og Fidel Castro kemst til valda á Kúbu. Bandaríkjamenn senda aukinn herafla til Víet-Nam, Bítlarnir slá rækilega í gegn, hippamenningin fæðist og John F. Kennedy er skotinn til bana. Margaret Thatcher verður forsætisráðherra, Bruce Lee kemur bardaga- listum á hvíta tjaldið og Jóhannes Páll II. er vígður til páfa í Vatikaninu. Tónleikaferðalög víða um heim,m.a. til Japans.Kvikmyndir: The Young Ones, Summer Holiday,Wonderful Life, Finders Keepers og Two a Penny. Eiginn sjónvarpsþáttur á BBC.Smellir: Bachelor Boy (einnig höfundur lagsins), varð í 2. sæti með Congratulations í Evróvisjón 1968.Talar æmeira um trú sína og á móti eiturlyfjum og kynlífi fyrir hjónaband. Fær ekki koma til Singapore vegna þess að hárið er of sítt. Smáskífan Sing A Song Of Freedom bönnuð í Suður-Afríku og Mósambík. Dúett með Oliviu Newton-John.Kvikmyndir: Take Me High.Smellir:Miss You Nights, Devil’sWoman,We Don’t Talk Anymore, lenti í 3. sæti með Power To All Our Friends í Evróvisjón 1973 Smáskífan Move It fer í 2. sæti 1958. Fjórar smáskífur til viðbótar og breiðskífa. Plötusamningur við EMI.Tónleikaferðalag um Bretland sama ár.Smellir: Living Doll, Travelling Light, Please Don’t Tease og I Love You.Kvikmyndir: Serious Charge og Expresso Bongo. Sjónvarpsþættir, verðlaun og viðurkenningar. Sagður þéna meira en forsætisráðherra Bretlands. Á meðan: Pétur Pan poppsins kemur út úr skápnum Cliff og The Shadows Framan af spiluðu The Shadows með Cliff Richard, en á sjöunda áratugnum skildu leiðir, þótt þeir spiluðu undir hjá honum annað slagið. Hljómsveitin spjaraði sig vel á eigin spýtur. Lífsförunautar Cliff Richard og vinur hans til margra ára, John McElynn, fyrrverandi kaþólskur prestur í New York, í verslunarleiðangri í Malibu, Kaliforníu. Hártískan Söngvarinn hefur löngum þótt hafa snotra hárgreiðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.