Morgunblaðið - 14.09.2008, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur
vjon@mbl.is
Á
standið á grísku eyj-
unum Krít, Ródos,
Kýpur og Zakinthos
um hásumarið er orðið
líkt og hermt er að ríkt
hafi í þeim syndum spilltu borgum
Sódómu og Gómorru. Mesta svipinn
setja breskar bullur af báðum kynj-
um, sem vaða þar uppi, annaðhvort
hálfrænulausar og ælandi á al-
mannafæri eða þær slangra um
grenjandi og gólandi, fækkandi föt-
um og flaðrandi hver upp um aðra
með klámfengnum tilburðum, öðr-
um til hryllings og hrellingar.
Undanfarin ár hafa lýsingar
breskra fjölmiðla á hegðun ung-
menna á stöðum eins og Ibiza, Mal-
lorca og Costa del Sol á Spáni verið
á þessa leið. Orðsporið er slæmt, en
hefur versnað og breiðst út eftir að
ungmennin héldu í auknum mæli
innreið sína til grísku eyjanna fyrr-
greindu. Þangað er ódýrt að fljúga
og þar flýtur allt í ódýru áfengi.
Núna síðsumars hafa ekki aðeins
breskir fjölmiðlar heldur líka ann-
arra þjóða fjallað um furðulegt
framferði Bretanna ungu og velt
fyrir sér undirrót hömluleysisins.
Dapurlegar frásagnir
The New York Times birti til að
mynda nokkrar frásagnir af hroða-
legum afleiðingum ótæpilegrar
áfengisneyslu þeirra. Ein segir af
tveimur sauðdrukknum konum, sem
heimtuðu ferskt loft um borð í vél-
inni frá eyjunni Kos heim til Man-
chester. Skipti engum togum að þær
réðust á flugfreyjurnar með vodka-
flösku að vopni og reyndu að opna
dyrnar í 30 þúsund feta hæð. Flug-
stjórinn þurfti að lenda vélinni í
skyndi í Frankfurt þar sem kon-
urnar voru handteknar. Önnur frá-
sögn er af unglingi frá Sheffield,
sem kafnaði í eigin ælu á eyjunni
Zakinthos. Sú þriðja er líka þaðan,
en þar handtók lögreglan sex bresk-
ar konur fyrir að hafa tekið þátt í
munnmakakeppni undir berum
himni og fyrir allra augum. Engum
sögum fór af karlkyns þátttak-
endum, en kannski þurfti þá ekki til.
Skelfilegasta frásögnin er frá Krít,
þar sem tvítug stúlka, sem stað-
fastlega hafði neitað að vera ólétt,
fæddi barn ein síns liðs á hótelher-
bergi sínu eftir að hafa verið úti að
skemmta sér með félögum sínum.
Samkvæmt framburði þeirra komu
þeir að barninu látnu, en stúlkan var
ákærð fyrir morð. Þá rifjaði blaðið
upp atburð frá því í sumar þegar
breskt par, sem eftir að hafa kynnst
á fylleríi í Dubai í Sameinuðu arab-
ísku furstadæmunum ákvað að hefja
kynlífsleiki á ströndinni og hrópaði
ókvæðisorð að lögreglunni þegar
hún skipaði þeim að hætta.
Af hverju?
Af hverju hegðar fólk sér svona?
spyr The New York Times. Einn
viðmælandi blaðsins, afgreiðslu-
stúlka í bakaríi á Krít, telur að Bret-
um líði eins og föngum í heimalandi
sínu og þá langi til að vera frjálsir.
Breskur starfsmaður í klúbbi á
sömu eyju hefur svipaðar skýringar
á takteinum og kennir breskri
menningu um.
Skýringin er eflaust ekki einhlít
og raunar afar vafasamt að Bretar
séu fangar í eigin landi frekar en
aðrir í lýðfrjálsum löndum. Í ljósi
þess að drykkjuhegðun ungra Breta
heima fyrir hefur síðustu árin þótt
álíka subbuleg kann margt að búa
að baki. Orð eins og aga- og siðleysi
og klámvæðing koma upp í hugann.
Hvers vegna einmitt Bretar hafa
orðið svo ofurseldir slíku umfram
aðrar þjóðir að alræmt er orðið eru
þó getgátur einar.
Brugðist við vondu orðspori
Orðsporið á erlendri grund þykir
hins vegar vera orðið slík þjóð-
arskömm að breska utanríkisráðu-
neytið sá sig tilneytt til að hleypa af
stokkunum herferð þar sem ung-
menni eru hvött til að sýna ábyrgari
hegðun. Áróðurinn var prentaður á
glasamottur, strandbolta og plaköt
og gróft og tvírætt orðalagið haft í
stíl við markhópinn.
Í skýrslu ráðuneytisins um hegð-
un landans í útlöndum kemur fram
að 4.603 Bretar hafi verið hand-
teknir á einu ári á 15 vinsælustu
sumarleyfisstöðum þeirra, sem var
16% aukning. Og að flestar handtök-
urnar hafi verið afleiðingar drykkju-
skapar.
The Sunday Times greinir frá því
að þrjár milljónir Breta komi til
Grikklands á ári, 602 hafi verið lagð-
ir inn á sjúkrahús, það sem af er
sumri hafi 41 bresk kona kært
nauðgun og á heilsugæslustöðvum
sé gríðarleg ásókn í morgunpilluna.
Haft er eftir lækni á ríkissjúkrahús-
inu í Zakinthos að þangað komi
einnig fjöldi breskra kvenna sem
telji sig hafa verið nauðgað. Oft
kveðst hann ekki geta merkt að við-
nám hafi verið veitt (að vísu eru slík
viðbrögð ekki algild), enda hafi
stúlkurnar farið með mönnum upp á
hótelherbergi og verið of drukknar
til að segja nei.
Breski sendiherrann í Aþenu
flaug gagngert til Zakinthos til að
kynna sér ástandið og eiga fund
með yfirvöldum og borgarstjórinn í
Laganas á Zakintos, þar sem
ástandið er einna verst, hefur skorið
upp herör gegn óvini númer eitt,
áfenginu. „Ódýrt áfengi er rótin að
alls konar slysum og uppákomum,“
segir sendiherrann.
Gylliboð og lauslæti
Á aðalgötunni í Laganas er bar
við bar með alls konar gylliboð; til
að lokka konur inn er þeim boðið
upp á ókeypis drykki, hanastéli á
um 600 krónur fylgja fjögur skot og
svokallaða bollu, sambland af alls
konar þrælsterkjum drykkjum, má
fá fyrir lítinn pening. Þá falla marg-
ar konur fyrir því gamla og lævísa
bragði barþjónsins að þiggja af hon-
um marga drykki og fara svo með
honum heim.
„Þeir eiga mök við tvær, þrjár
konur á föstudags- eða laugardags-
kvöldi, allt upp í sjö á viku,“ fullyrti
læknir, sem rekið hefur einkastofu í
12 ár í Laganas.
Lögreglan þar í bæ hefur látið til
skarar skríða og bannað bareig-
endum að bjóða fría drykki og selja
unglingum undir lögaldri áfengi að
viðlagðri fangelsisvist.
Hagsmunaárekstrar
Blaðamenn The Sunday Times,
sem kynntu sér mannlífið á eyjunni,
eru þó vondaufir um árangur. Hags-
munaárekstrar, segja þeir og benda
á að unga fólkið sé ákveðið í að
skemmta sér með áfengi og bareig-
endur að græða peninga. Lög-
reglumaður, sem þeir töluðu við,
gerði lítið úr öllu saman, sagði lög-
regluna fara með vandræðageml-
ingana á stöðina, kanna vegabréf
þeirra og aðra nauðsynlega pappír
og sleppa þeim síðan. „Við viljum
vernda bresku gestina okkar, sem
okkur finnst vera gott fólk – og auð-
vitað koma þeir efnahag okkar til
góða,“ bætti hann við.
Breskir ferðasölumenn eru og
sagðir leggja sitt lóð á vogarskál-
arnar til að kynda undir ásókn unga
fólksins í áfengi. Á vefnum Club 18-
30 státuðu tveir með aðsetur á Zak-
inthos af að vera alltaf pissfullir og
einn af að hafa neytt fíkniefna.
Félagssálfræðingurinn dr. Arthur
Cassidy, sérfræðingur í ferða-
mennsku í tengslum við ungmenni,
segir að fyrir um fimmtán árum hafi
þeir sem efni höfðu á að ferðast til
sumarleyfisstaða á borð við Spán og
Grikkland verið námsmenn í efnaðri
kantinum. Kreditkort og ódýrt flug
hafi síðar gert efnaminni ungmenn-
um kleift að takast slíkar ferðir á
hendur. „Ólíkir hópar blandast núna
saman á þessum stöðum – og þá
byrja vandræðin,“ sagði hann.
Deila má um hvort þeir fátæku
fari verr með áfengi en þeir ríku,
eins og dr. Cassidy lætur í veðri
vaka. Á Íslandi er þó jafnan haft á
orði að rónarnir komi óorði á áfeng-
ið, en ekki öfugt – þótt ódýrt sé.
© Eleanor Bentall/Corbis
Á skallanum Bresk ungmenni eru ekki aðeins til vandræða á fylleríum sín-
um heima fyrir, heldur hafa þau getið sér sérstaklega slæmt orð vegna
dykkjuláta og lauslætis í sumarfríum sínum í útlöndum.
Bresk ungmenni sukka
á suðrænum sólarströndum
Breska utanríkisráðuneytið í herferð
til að sporna við ósæmilegri hegðun
og vondu orðspori á erlendri grund
Í HNOTSKURN
» Árið 2007 fóru um 17milljónir Breta í sumarfrí
til Spánar og þrjár milljónir til
Grikklands.
» Samkvæmt skýrslu breskautanríkisráðuneytisins
voru 2.032 Bretar handteknir
á Spáni frá mars 2006 til apríl
2007, sem var 33% aukning.
» Á sama tímabili var 231handtekinn í Grikklandi,
602 lagðir á spítala, 131 lést og
28 tilkynntu nauðgun.
» Í heild voru 4.603 Bretarhandteknir á fimmtán vin-
sælustu sumarleyfisstöðum
álfunnar, sem er 16% aukning.
» Gríska lögreglan upplýstiað í sumar hefði 41 breskri
konu verið nauðgað á þar-
lendri grund.
Hundrað ára skólasaga
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
S
K
43
61
9
09
/0
8
Ritið er fullt af áhugaverðum
upplýsingum um menntun og
skólalíf á Íslandi; skipulag þess,
og umfang, inntak, hugmyndir,
stefnur og strauma.
Einnig er lýst í máli og með
fjölda fágætra mynda, brotum
úr skólalífi í landinu frá upphafi
til þessa dags. Ritið er í tveimur
bindum, alls um 800 síður.
Ritstjóri er Loftur Guttormsson. Aðalhöfundar auk hans eru Helgi Skúli Kjartansson og
Jón Torfi Jónasson, en aðrir höfundar eru sex. Ritið er gefið út af Kennaraháskóla Íslands.
Ritið fæst á tilboðsverði núna: 9.900 kr. + póstkostn. (Fullt verð kr. 14.900).
Skráning á simennt@khi.is, í síma 525 5980 eða á http://srr.khi.is
Um leið er hægt að skrá sig á heillaóskaskrá sem birt verður í bókinni.