Morgunblaðið - 14.09.2008, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 31
Morgunblaðið/ÞÖK
E
itt af því sem réð úrslitum við
myndun núverandi rík-
isstjórnar í fyrra var mat
stjórnarflokkanna á að þeir
gætu náð árangri í stórum
málaflokkum, sem höfðu
lengi verið í kyrrstöðu í fyrra
ríkisstjórnarsamstarfi.
Á fundi í sjálfstæðishúsinu
Valhöll 29. september í fyrra
sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra m.a.:
„Við áttum marga kosti í vor, eins og margir
muna. En við vildum ekki mynda
kyrrstöðuríkisstjórn, sem var einn möguleikinn,
örugglega, í stöðunni. Við vildum mynda ríkis-
stjórn þar sem hægt væri að þróa samfélagið
áfram og gera víðtækari breytingar í ætt við
okkar stefnu en kannski hefði tekist á öllum
sviðum í fyrrverandi ríkisstjórn og var líklegt í
annars konar samstarfi.“
Geir nefndi tvo málaflokka sérstaklega í
þessu samhengi; orkumálin, þar sem hægt væri
að gera breytingar í frjálsræðisátt, sem ekki
hefðu verið mögulegar í öðru samstarfi, og svo
heilbrigðismálin. Í síðarnefnda málaflokknum
sagði Geir að væri nú tækifæri til að greina á
milli hlutverks ríkisins sem kaupanda og selj-
anda í heilbrigðisgeiranum og þar með að gefa
fleirum möguleika á að verða seljendur heil-
brigðisþjónustu.
Þetta var áreiðanlega rétt mat hjá Geir
Haarde hvað báða þessa málaflokka varðar.
Eins og fjallað var um hér í Reykjavíkurbréfi
fyrir stuttu hefur ný löggjöf um orkumál skapað
grundvöll fyrir að hefja einkavæðingu fram-
leiðslufyrirtækjanna í orkugeiranum og losa
þannig orkuútrásina úr hömlum opinbers
eignarhalds, rétt eins og bankarnir voru leystir
úr viðjum.
Með nýju sjúkratryggingalögunum, sem sam-
þykkt voru á Alþingi í síðustu viku, var sömu-
leiðis stigið stórt skref í átt til breytinga í heil-
brigðiskerfinu, ekki sízt að nýta kosti
samkeppni og einkarekstrar til að tryggja fólki
meira val um heilbrigðisþjónustu og nýta
skattfé almennings betur.
Hvað vildu stjórnarflokkarnir?
Slíkum breytingum hefði áreiðanlega ekki verið
hægt að ná fram í öðru stjórnarsamstarfi en því
sem komið var á laggirnar í fyrravor. Fram-
sóknarflokkurinn er einhverra hluta vegna með
merarhjarta þegar kemur að heilbrigðiskerfinu.
Í tólf ár vildu heilbrigðisráðherrar flokksins
ekki ræða neinar grundvallarbreytingar á því,
þótt ljóst hafi mátt vera að bæði fjármögnun
kerfisins og gæði þjónustunnar hafa víða verið í
ólagi.
Áherzlur núverandi stjórnarflokka í heil-
brigðismálum fyrir síðustu kosningar voru hins
vegar býsna líkar.
Sjálfstæðisflokkurinn lagði áherzlu á „rétt
allra landsmanna til fullkomnustu heilbrigð-
isþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að
veita“ og vildi „nýta kosti fjölbreyttra rekstr-
arforma á sem flestum sviðum og tryggja þann-
ig hagkvæma nýtingu opinbers fjármagns.“
Flokkurinn vildi viðhalda almannatrygg-
ingum og að heilbrigðisþjónusta væri að mestu
greidd úr sameiginlegum sjóðum. Hann vildi
hins vegar breyta um kerfi sjúkratrygginga „á
þann veg að ljóst sé að um raunverulegt trygg-
ingakerfi sé að ræða þar sem menn njóta skil-
greindra réttinda til þjónustu sem þeir hafa
greitt fyrir með sérstökum iðgjöldum. Skil-
greina þarf lágmarkssjúkratryggingu svo að
einstaklingarnir viti hver trygging þeirra er.“
Sjálfstæðismenn vildu endurskoða fjár-
mögnun heilbrigðisþjónustu og taka upp aðferð-
ir þar sem þess væri gætt að fjárveitingar væru
í samræmi við þarfir, umfang og eðli þjónust-
unnar á hverjum tíma. Hann vildi sömuleiðis að
sjálfstæðir aðilar tækju í auknum mæli að sér
verkefni á sviði heilbrigðis- og velferðarþjón-
ustu og að kostir einstaklingsframtaksins yrðu
nýttir.
Samfylkingin vildi „tryggja aðgengi allra
landsmanna að heilbrigðiskerfinu óháð efna-
hag“.
Jafnframt vildi flokkurinn „kostnaðargreina
heilbrigðisþjónustu og taka upp blandaða fjár-
mögnun á heilbrigðisstofnunum þar sem fjár-
magn fylgir sjúklingum. Þannig fái heilbrigðis-
stofnanir fjármagn í samræmi við þörf og fjölda
verka“.
Samfylkingin vildi auka vægi útboða og þjón-
ustusamninga í heilbrigðisþjónustunni, en
tryggja að allir hefðu aðgang að þjónustunni,
óháð efnahag. Þá vildi flokkurinn auka valfrelsi
um þjónustu í heilbrigðiskerfinu.
Meiri samkeppni og valfrelsi
Þær breytingar, sem gerðar eru með nýja
sjúkratryggingafrumvarpinu, eru í samræmi
við þessar sameiginlegu áherzlur stjórnar-
flokkanna, að öðru leyti en því að ekki er gerð sú
breyting á sjúkratryggingunum að fjármagna
þær með sérstökum iðgjöldum og skilgreina ná-
kvæmlega hvað á að felast í tryggingunni, eins
og sjálfstæðismenn vildu.
Hins vegar er nú búið að aðskilja hlutverk
ríkisins sem kaupanda og seljanda heilbrigðis-
þjónustu og kveða á um kostnaðargreiningu og
að fé geti fylgt sjúklingum. Þetta fyrirkomulag
opnar á aukna samkeppni, valfrelsi og fjöl-
breytni í heilbrigðiskerfinu, en þó þannig að
skattgreiðendur fjármagna áfram í sameiningu
alla þá þjónustu, sem þeir fjármagna í dag.
Það hefur löngum vafizt fyrir mönnum að
greina að mismunandi hlutverk við veitingu al-
mannaþjónustu. Eitt er fjármögnunin, annað
skipulagning og setning reglna og viðmiða um
þjónustuna og það þriðja sjálf veiting þjónust-
unnar. Í heilbrigðismálum, rétt eins og í
menntamálum, vegagerð, sorphirðu, snjó-
mokstri eða annarri opinberri þjónustu, geta
alls konar fyrirtæki, samtök eða einstaklingar
veitt þjónustuna þótt hið opinbera greiði fyrir
hana, skipuleggi hana og setji henni regluverk.
Það kemur út á eitt og með því að mismunandi
fyrirtæki keppi um samninga við hið opinbera
minnkar kostnaður og meira fæst fyrir skatt-
peningana.
Vaxandi samkeppni í heilbrigðiskerfinu leiðir
vonandi til slíks sparnaðar. Og hún leiðir líka
vonandi til þess að notendur heilbrigðiskerfisins
hafi úr fleiri kostum að velja. Ef vitað er hvað
þjónustan á að kosta og peningarnir fylgja sjúk-
lingum, keppa sjúkrahús og læknastofur um að
ná til sín sem flestum sjúklingum. Sjúklingarnir
hafa þá val um þjónustu og um leið færist nýtt
vald í þeirra hendur, í stað þess að valdið sé í
höndum þess sem stjórnar lengdinni á biðlist-
anum eftir læknisviðtölum eða aðgerðum.
Í ljósi þess að hið opinbera heldur áfram að
borga, er út í hött að tala um einkavæðingu heil-
brigðisþjónustunnar, eins og Vinstri grænir
hafa gert í umræðum um sjúkratrygginga-
frumvarpið. En það má hins vegar tala um
markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins og það
finnst Vinstri grænum greinilega jafnvont. Rík-
isstjórn þeirra með Sjálfstæðisflokknum eða
öðrum flokkum hefði áreiðanlega orðið kyrr-
stöðustjórn í heilbrigðismálum, því að rétt eins
og framsóknarmenn vilja Vinstri grænir við-
halda gömlu og úreltu kerfi; eru bara ekki eins
hugmyndaríkir í því hvernig megi skera niður
kostnað og þjónustu.
Skilningur fræðimannsins
Vinstri grænir gerðu mikið úr því á Alþingi í síð-
ustu viku að hingað til lands hefðu komið stór-
merkilegir fræðimenn, sem hefðu rannsakað
breytingar á heilbrigðiskerfinu í Svíþjóð og
Bretlandi og komizt að þeirri niðurstöðu að
breytingar í þá átt, sem hér á að fara, væru stór-
hættulegar. Fræðimennirnir komu reyndar til
landsins á vegum Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja, en erindi þeirra fylgdu minnihlutaáliti
VG í heilbrigðisnefnd í heilu lagi.
Það er óneitanlega forvitnilegt að skoða þær
röksemdir, sem þar koma fram gegn markaðs-
væðingu í heilbrigðiskerfinu. Allyson Pollock,
brezkur fræðimaður sem BSRB, undir forystu
þingflokksformanns VG, fékk hingað til lands,
fjallaði um málið í afar löngu erindi á fundi sam-
takanna. Það er ekki að furða að Pollock lítist
ekki á markaðsvæðingu í heilbrigðiskerfinu,
vegna þess að hún telur frjálsan markað bein-
línis ónýtan til allra hluta.
„Val á markaði hefur í för með sér að sumir
muni verða ofan á og aðrir undir. Því fylgir ekki
að þjónustan verði öll jafngóð eða yfirhöfuð
betri heldur að sumir neytendur geti valið sér
betri þjónustu en aðrir. Þannig virkar einfald-
lega markaðsfyrirkomulagið,“ segir Pollock.
Hún heldur því líka fram að eigi að vera um
val að ræða í heilbrigðiskerfinu þurfi umfram-
geta að vera í kerfinu varðandi aðstöðu og
starfsfólk, sem ekki samræmist hagkvæmni og
góðri nýtingu á mannafla. Þar fyrir utan vilji
neytendur ekkert val, heldur bara góða þjón-
ustu í næsta nágrenni.
Þetta er gamall hugsunarháttur vinstri-
manna sem aldrei hafa skilið upp eða niður í því
hvernig frjáls markaður virkar. Þeir halda að á
markaðnum vinni sumir neytendur og aðrir
tapi. Ef við yfirfærum hugsanagang Pollock á
einhvern annan markað, þá tapa til dæmis þeir,
sem verzla við Hagkaup, en hinir vinna, sem
verzla við Krónuna – eða er það öfugt? Og auð-
vitað er alveg ómögulegt að hafa val á milli
búða, þjónustufyrirtækja, framleiðenda eða
annarra, af því að þá neyðast öll þessi fyrirtæki
til að vera með umframgetu í aðstöðu og starfs-
fólki og peningar neytenda nýtast svo illa!
Niðurstaðan af röksemdafærslunni hlýtur að
vera sú að það sé langbezt að hafa ríkisreknar
hverfisbúðir með hæfilegu millibili, sem fínstilla
mannskap og hillupláss eftir vísindalega út-
reiknuðum þörfum og bjóða allar upp á eina
ríkissultu og eitt ríkiskex. Við vitum hvernig
síðasta tilraun í þá átt endaði – hillurnar voru
tómar og biðraðirnar helzt til langar.
Það er auðvitað hægt að kalla sig fræðimann
og safna saman upplýsingum í gríð og erg, en á
fólk sem skilur ekki grundvallaratriðin í hag-
fræði að vera helztu ráðgjafar hagsmuna-
samtaka og stjórnmálaflokka um breytingar í
ríkisrekstrinum?
Það er líka svolítið skondið þegar Pollock tel-
ur sig vera að lýsa hryllingsmynd markaðs-
væðingarinnar: „Ef arðsemiskröfur ráða er
óhjákvæmilega reynt að losna undan kostnaði
með margvíslegum hætti, m.a. með því að stytta
sem mest sjúkrahúsdvölina eða skerða aðstöðu
og laun starfsfólks, draga úr þjónustu eða taka
upp gjöld sem sjúklingar og fjölskyldur þeirra
verða að greiða.“ Hljómar þetta ekki frekar eins
og rekstur heilbrigðiskerfisins (í tíð Framsókn-
arflokksins) undanfarin ár?
Glíman við útgjöldin
Í flestum vestrænum ríkjum glíma stjórnvöld
við hraðvaxandi útgjöld til heilbrigðismála
vegna þess að þjóðirnar eldast og ýmis ný lyf og
tækni kostar mikla peninga. Sú leið, sem liggur
beinast við, til að vinna gegn því að útgjöldin
vaxi okkur yfir höfuð, er að nýta kosti sam-
keppninnar til að fá meira fyrir peningana.
Sumir halda því fram að það muni ekki duga
til. Sívaxandi hlutfall af kostnaði heilbrigð-
iskerfisins sé vegna lífsstílssjúkdóma af völdum
reykinga, drykkju, eiturlyfjaneyzlu, ofáts og
hreyfingarleysis. Heilbrigðiskerfi, sem sé borg-
að með skattfé, hvetji fólk til að lifa óheilbrigðu
lífi og láta aðra borga læknisþjónustuna, sem
það þarf fyrir vikið. Þess vegna þurfi að koma á
einhvers konar skyldusjúkratryggingu, þar sem
fólk fái bónus fyrir að lifa heilbrigðu lífi.
Þetta er forvitnileg umræða – en sem stendur
er víðtæk samstaða um að heilbrigðisþjónustu
eigi að greiða með skattfé. Þá verður að finna
aðferðir til að nýta skattpeningana sem bezt og
ekki hafa komið fram betri tillögur í því skyni en
að nýta markaðsöflin á vettvangi heilbrigðis-
kerfisins. Þess vegna eru hin nýju sjúkratrygg-
ingalög ríkisstjórnarinnar framfaraskref.
Tækifæri til breytinga í heilbrigðismálum
Reykjavíkurbréf
130908
25%
Hlutfall heil-
brigðismála
í heildar-
útgjöldum
ríkissjóðs
102
Milljarðar króna
sem renna til
heilbrigðismála
á fjárlögum
10%
Hlutfall útgjald-
anna af vergum
þjóðartekjum