Morgunblaðið - 14.09.2008, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.09.2008, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ G ætir þú hugsað þér að skjót- ast í mjaðmaaðgerð til Singapore? Láta fjarlægja brjósklos á Indlandi? Fara í hjartaþræðingu í Taílandi? Menn skyldu fara varlega í að fussa og sveia yfir slík- um uppástungum. Al- þjóðavæðingin blómstrar sem aldrei fyrr – einnig í heilbrigðisgeiranum. Það hefur þekkst að sprenglært heilbrigð- isstarfsfólk úr austri sé ráðið á vestræna spítala en nú virðist straumurinn farinn að liggja í hina áttina. Þeim fjölgar stöðugt sjúklingunum sem ferðast yfir sjó og land í leit að lækningu á fjar- lægum slóðum. Þetta fyrirbæri hefur verið kallað lækningaferðamennska (e. medical tourism) og er útlit fyrir sprengingu á þessu sviði á allra næstu árum. Þannig greindi The Economist frá því nú í ágúst að tugir milljóna vantryggðra Bandaríkja- manna væru í æ ríkari mæli farnir að horfa til annarra landa til að sækja sér læknisþjónustu á broti þess verðs sem hún myndi kosta þá heima fyrir. Hið sama má segja um þarlend trygginga- félög og vinnuveitendur, sem margir hverjir standa straum af kostnaði við heilbrigðisþjónustu starfsmanna sinna. Á sama tíma væru bestu spít- alarnir í Asíu orðnir jafnir eða betri að gæðum og sjúkrahús í hinum vestræna, ríka heimi. Heilbrigðis- og ferðamálayfirvöld í Taílandi eru meðal þeirra sem gera sér grein fyrir sókn- arfærunum sem felast í þessu. Þar á bæ líta menn einfaldlega á lækningaferðamennsku sem enn eina tegund ferðamennsku, líkt og náttúru–-og menningarferðir erlendra ferðamanna, sól- strandaferðir, golfferðir, viðskiptaferðir og fleira í þeim dúr. „Það eru milljónir viðskiptavina á þessum markaði, sem vex stöðugt,“ segir dr. Sompoch Nipakanont, einn af aðstoðarfor- stjórum Bangkok sjúkrahússins á Phuket eyju (BHP). „Tækifærin innan þessa geira verða mý- mörg á þessari öld.“ Undir þetta tekur Kenneth Mays, markaðs- stjóri Bumrungrad spítalans í Bangkok, stærsta einkarekna spítalans í álfunni, sem meðhöndlar yfir milljón sjúklinga árlega. „Áður sóttu sjúk- lingar helst þjónustu til Evrópu og Bandaríkj- anna,“ segir hann. „Það sem er tiltölulega nýtt er að Asía er komin sterk inn.“ Einkasvíta með öllum þægindum Báðir vita hvað þeir syngja. Sjúkrahúsin sem þeir starfa fyrir eru meðal 333 einkarekinna spít- ala í Taílandi sem hafa hagnast verulega á lækn- ingaferðamennskunni undanfarin ár. Alls nutu 1,54 milljónir erlendra ríkisborgara sjúkrahúss- þjónustu þar á síðasta ári. Taílenska heilbrigð- isráðuneytið býst við að árið 2010 verði þeir komnir í 2 milljónir og skilji þá eftir sig um 192 milljarða íslenskra króna í taílenska hagkerfinu. Þá eru ótaldar tekjurnar sem Taílendingar hafa af þeim fjölda ferðamanna sem sækja sér heilsu- bót eða heilsudekur í einhverjum þeirra 1076 heilsulinda (spa) sem skráðar eru í landinu og/eða kaupa sér lyf eða bætiefni, framleidd af heima- mönnum. Þegar spítalar á borð við BHP og Bumrungrad eru skoðaðir fer ekki á milli mála að forkólfar þeirra leggja mikið upp úr að sannfæra við- skiptavini um að þeir standi vestrænum sjúkra- húsum fyllilega á sporði. Því til sönnunar veifa þeir alþjóðlegum gæðavottunum á borð við ISO og TQM (Total Quality Management for Hospit- al) og lofsamlegum umfjöllunum vestrænna tíma- rita á borð við Newsweek um starfsemina sem þar fer fram. Kynnisferð um spítalana sannfærir vestrænan blaðamann enda um að þarna séu há- tæknisjúkrahús af fullkomnustu gerð sem ráði við allt frá einföldu heilsufarseftirliti til flóknustu hjartaskurðlækninga. Meðvitaðir um mikilvægi erlenda markaðarins hafa spítalarnir tveir komið sér upp margháttaðri þjónustu við erlenda sjúklinga. Báðir hafa fjöl- skipað lið túlka á sínum snærum en 100 manns sem tala 12 ólík tungumál (m.a. skandinavísk) starfa við túlkaþjónustu á Bumrungrad. Sérstök 30 manna deild vinnur við samræmingu ferla vegna sjúklinga frá útlöndum. Allir 600 læknar spítalans tala ensku. Það á enginn að þurfa að misskilja neitt í ferlinu. Það vekur þó einna mestu athygli blaðamanns hversu mikið er lagt upp úr aðbúnaði sjúkling- anna á þessum tveimur taílensku einkasjúkra- húsum. Hlýlegar og íburðarmiklar biðstofurnar minna á setustofur eða lobbý á fimm stjörnu hót- elum og eru ekkert í líkingu við einfalt spítalaum- hverfið á Íslandi. Bestu sjúklingaherbergin eru eins og flottustu svítur með eldhúshorni, flat- skjám, huggulegu sófahorni og aukarými með rúmi fyrir aðstandendur. Stoltar útskýra hjúkr- unarkonurnar á BHP að þær bjóði upp á „pillow menu“ – fjórar ólíkar tegundir af koddum vegna ólíkra þarfa sjúklinganna. Óski sjúklingar eftir því eru þeir sóttir út á flugvöll – í limmósínu – og sem dæmi um yfirgripsmikila þjónustu Bumr- ungrad eru sex à la carte veitingastaðir sem sér- hæfa sig í alls kyns alþjóðlegri matreiðslu auk al- þjóðlegra keðja á borð við Starbucks og McDonalds. Þá eru ótaldar fjölbreyttar verslanir spítalans sem selja allt frá matvöru til bóka og barnafatnaðar. Barnalæknadeild sjúkrahússins er sannkallað ævintýraland með glaðlega litum veggjum, leik- tækjum og fjörlegum skreytingum sem gleðja litlar lasnar sálir. Hið sama er uppi á teningnum á Rutnin augnsjúkrahúsinu, einkareknu fjöl- skyldufyrirtæki sem aðallega þjónustar þó taí- lenska augnsjúklinga. Þar hafa menn útbúið fjar- Tæknilegt Á Bumrungrad sjúkrahúsinu getur sjúklingurinn fylgst með útskýringum og skýringamyndum læknisins á skjá. Glæsilegt Það væsir ekki um aðstandendur á betri einkasvít- unum á Bumrungrad sjúkrahúsinu í Bangkok. Íburður Nýtískulegan bar í anda fínustu hótela er að finna á deild erlendra sjúklinga á Bumrungrad sjúkrahúsinu. Lúxuslækning á spott Á sama tíma og Íslendingar stynja yfir biðlistum í heil- brigðiskerfinu býðst þeim fyrsta flokks spítalaþjónusta á fjarlægum slóðum … og það fyrirvaralaust. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir kynntist því hvernig lækningaferða- mennska er að verða að stór- atvinnuvegi í Taílandi. Morgunblaðið/Bergþóra Njála Þægindi Á bestu herbergjunum á Bangkok spítalanum á Phuket er boðið upp á „pillow menu“ með fjórum ólíkum gerðum kodda fyrir sjúklingana. Eitt hundrað og sex Íslendingar fengu í fyrra meðferð á sjúkrahúsunum tveimur í Taílandi; BHP og Bumrungrad. Ef „norrænu sjúklingaformúlunni“ er beitt, að 60% séu ferðamenn sem lenda í óhöppum og slysum og 40% ferðist gagngert til Taílands að leita sér lækninga, þá eru íslensku slysatúr- istarnir 63 en hinir 43. Þessir 43 leita aðallega eftir lýtaaðgerð- um og tannlækningum. En fjöldi Íslendinga hefur farið í heilsu- ferðir til Taílands frá því Heimsklúbbur Ing- ólfs – Príma gekkst fyrir þeirri fyrstu 2001. Þá dvelja menn á heilsustofnunum sér til hressingar og heilsubótar og fara í ítarlega læknisskoðun. 43 í lækningaferð Það er ekki einasta að Ís- lendingar fari í lækn- ingaferðir erlendis, heldur hafa útlendingar einnig komið hingað til lands í þeim erindagjörðum. Á árum áður komu Svíar talsvert hingað í áfeng- ismeðferð, en nú eru það „Íslenskir útlendingar“; Ís- lendingar sem búsettir eru erlendis og eru þ.a.l. ekki með íslenska sjúkratrygg- ingu, sem sækja áfengis- og vímuefnameðferð í gamla landinu. Árið 2007 voru 13 slíkir sjúklingar innritaðir í afeitrun á Sjúkrahúsið Vog og 1. janúar 2008 til dags- ins í dag eru þeir orðnir 14 talsins. Á Vík og Staðarfell voru innritaðir 5 sjúklingar árið 2007 sem ekki voru með íslenska sjúkratrygg- ingu og það sem af er árinu í ár eru þeir orðnir 4. Meðan bandaríski herinn var á Miðnesheiði var eitt- hvað um að erlendar konur færu í lýtaaðgerðir hér á landi og munu slíkar lækn- ingaferðir, einkum frá Bandaríkjunum, hafa haldið áfram. Um tíma komu Norð- menn hingað til lands í magaminnkanir, en þeim ferðum lauk, þegar ásókn Íslendinga sjálfra í slíkar aðgerðir jókst. Psoriasissjúklingar hafa komið í lækningaferðir til Íslands og þá í Bláa Lónið. Hugmyndir hafa verið uppi um að stofna til sjúkrahúss og/eða heilsu- stofnunar sem byði útlend- ingum í lækningaferðir til Íslands. Áfengisstopp og magaminnkun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.