Morgunblaðið - 14.09.2008, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Nýjar og glæsilegar 4ra-5 herb. lúxusíbúðir í nýju fjórbýlishúsi, tvær íbúðir á hæð,
á fallegum og grónum stað í hjarta Hafnarfjarðar. Hver íbúð er um 180 fm að
stærð og fylgir þeim stúdíóherbergi og sérgeymsla á jarðhæð auk
bílastæðis í bílageymslu. Að innan verður hverri íbúð skilað fullfrágenginni á
vandaðan hátt. Hvítlakkaðar innréttingar frá INNX, granít borðplötur og sólbekkir
og vönduð tæki bæði í eldhúsi og á baðherbergi. Þvottaherb. verða lögð granít í
gólf og veggi. Lofthæð íbúðanna er minnst 2,70 cm, innihurðir eru extra háar og
breiðar og hitakerfi verður í gólfum íbúðanna. Arkitekt hússins er Haraldur
Ingvarsson, byggingatæknifræðingur er Emil Þór Guðmundsson og húsameistari
er Benedikt Sveinson. Verðtilboð.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17
Netfang: fastmark@fastmark.is • Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali • Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
Álfaskeið 31 - Hafnarfirði
Fjórar nýjar lúxusíbúðir með bílastæði í bílageymslu
Opið hús í dag frá kl. 13-17
Húsið er afar vel staðsett á hornlóð, örstutt
frá miðbænum, skólum og annarri þjónustu.
Íbúðirnar verða til sýnis í dag, sunnudag,
frá kl. 13-17.
Verið velkomin.
Suðurlandsbraut 32
Fjárfesting/skrifst.húsnæði
Nýkomið í sölu mjög gott 608 fm velskipulagt
skrifstofuhúsnæði á frábærum eftirsóttum stað
við Laugardalinn. Húsnæðið sem er á 2. hæð
(lyfta) er hægt að nýta sem eina heild, tvö ca 300
fm rými eða jafnvel smærri einingar. Húsið er
klætt að utan. Allt húsnæðið er leigt í dag af op-
inberum aðila (leigutekjur 1105 þús. pr. mán).
Möguleiki er fyrir áhugasaman kaupanda, sem
vill nýta eignina sjálfur, að enda leigusamninginn
eftir eitt til eitt og hálft ár. Gott raunhæft verð
105 millj.
Nánari upplýsingar gefa Ingólfur Gissurarson
lögg.fasteignasali á Valhöll: 896-5222
og Geir Sigurðsson lögg.fasteignasali
á Eignamiðlun: 824-9096.
50sala fasteigna í ár
Síðumúla 21, sími 588 9090, fax 588 9095
www.eignamidlun.is, eignamidlun@eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Söluaðilar:
UMHVERFISMÁL
eru ekki lengur jað-
armál í stefnumörkun
stjórnvalda og al-
mennri umræðu. Eins
og fram kemur í
skýrslu um umhverf-
ismál sem ég lagði
fram á Alþingi í vik-
unni tengjast verkefni
umhverfisráðuneyt-
isins efnahags- og atvinnulífi, heilsu
og lífsgæðum og stefnu Íslands í sam-
skiptum við önnur ríki.
Deilur um framkvæmdir
Á síðustu árum hafa landsmenn
deilt harkalega um ýmsar fram-
kvæmdir og áhrif þeirra á náttúru og
umhverfi. Það mun seint ríkja full-
komin sátt í þessum efnum en nauð-
synlegt er að treysta faglegan grunn
ákvarðana um framkvæmdir svo hægt
sé að meta heildaráhrif þeirra á hina
þrjá þætti sjálfbærrar þróunar: Um-
hverfisvernd, efnahag og félagslega
velferð.
Í því sambandi er brýnt að efla
rannsóknir, vöktun og grunnkortlagn-
ingu á íslenskri náttúru. Rétt er einn-
ig að ítreka mikilvægi rammaáætl-
unar um nýtingu og vernd
náttúrusvæða, þar sem meta á virkj-
unarkosti á faglegan
hátt út frá vernd-
argildi náttúrunnar
og öðrum þáttum. Þá
er mat á umhverfis-
áhrifum mikilvægt
tæki til að draga fram
allar nauðsynlegar
upplýsingar um áhrif
framkvæmda, ekki
síst þegar um stór
áform er að ræða.
Fyrirhyggja en
ekki nauðhyggja
Núverandi efna-
hagslægð er að hluta til afleiðing
ofþenslu á liðnum árum, auk sam-
dráttar á alþjóðlegum fjár-
málamörkuðum, verðhækkana á
olíu og matvöru og fleiri þátta.
Raddir heyrast um að við slíkt
ástand þurfi að slaka á kröfum um
umhverfisvernd og góða grundun
ákvarðana um framkvæmdir.
Þvert á móti má færa fyrir því rök
að aldrei hafi verið eins nauðsyn-
legt að meta gaumgæfilega allar
líklegar afleiðingar framkvæmda
og nú. Íslendingar munu áfram
nýta orkulindir sínar og annan
náttúruauð en það þarf að gera af
virðingu fyrir náttúrunni og fyr-
irhyggju en ekki nauðhyggju.
Ísland trónir nú efst á lista Þró-
unarstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna yfir þau ríki þar sem mest
velsæld ríkir. Ef við höfum ekki
efni á að meta áhrif stórra fram-
kvæmda vel og gera umhverf-
isvernd hátt undir höfði er varla
mikil von til þess að aðrar þjóðir
geti leyft sér slíkt.
Náttúruverndaráætlun
Fimm ár eru síðan fyrsta heild-
stæða náttúruverndaráætlunin
fyrir tímabilið 2004 til 2008 var
samþykkt á Alþingi. Í henni var
m.a. ályktað um stofnun Vatnajök-
ulsþjóðgarðs og friðlýsingu 14
svæða.
Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs í
sumar gekk vonum framar. Þjóð-
garðurinn er í senn náttúruvernd-
ar- og byggðaverkefni og þegar
uppbyggingu gestastofa og grunn-
þjónustu lýkur árið 2012 mun
hann færa þjóðarbúinu 3–4 millj-
arða króna í gjaldeyristekjur á
ári.
Friðlýsing svæða samkvæmt
náttúruverndaráætlun hefur geng-
ið hægar en vonir stóðu til. Af því
má draga lærdóma, m.a. þann að
val svæða til friðlýsingar án tillits
til eignarhalds eða afstöðu við-
komandi sveitarfélaga er ekki fall-
ið til árangurs. Þá staðreynd þarf
að hafa að leiðarljósi við gerð
náttúruverndaráætlunar fyrir árin
2009 til 2013. Í ljósi reynslunnar
mun þar gæta nýrra áherslna.
Alþjóðlegar samninga-
viðræður
Samningaviðræður um aðgerðir
gegn loftslagsbreytingum eru í
brennidepli á alþjóðavettvangi.
Markmið viðræðnanna er að ná
framtíðarsamkomulagi á fundi í
Kaupmannahöfn í desember 2009
um hertar aðgerðir eftir árið 2012.
Íslendingar þurfa að búa sig af
kostgæfni undir það að takast á
við nýjar skuldbindingar á eins
hagkvæman hátt og hægt er. Í því
skyni er unnið að kostnaðarmati
ólíkra leiða til að draga úr nettó-
losun gróðurhúsalofttegunda. Í
samningsviðræðunum hefur Ísland
lagt til að endurheimt votlendis
verði viðurkennd leið til að draga
úr losun.
Viðskiptakerfi með
losunarheimildir
Ísland er nú aðili að við-
skiptakerfi Evrópusambandsins
með losunarheimildir, þótt engin
íslensk fyrirtæki falli enn undir
það. Þetta mun breytast í náinni
framtíð, þar sem fyrirséð er að
flug falli undir það árið 2011 og
kerfið líklega víkkað út eftir 2012,
þannig að það nái m.a. til áliðn-
aðarins. Íslensk stjórnvöld eru nú
í viðræðum við ESB um hvernig
skuldbindingar okkar á al-
þjóðavettvangi og gagnvart EES-
samningnum fari saman og hvern-
ig hagsmunum Íslands sé best
borgið í því samhengi. Þar verður
haft að leiðarljósi að Ísland er
reiðubúið að taka á sig sann-
gjarnar kröfur í loftslagsmálum,
en að tryggt verði að íslensk fyr-
irtæki njóti sömu hagkvæmni og
aðgangs að kolefnismörkuðum og
sambærileg fyrirtæki innan ESB.
Vistvæn innkaup
Ríkið kaupir árlega vörur og
þjónustu fyrir um 100 milljarða
króna og er því ljóst að opinber
innkaup geta haft mikil áhrif á
þróun markaða. Á vegum um-
hverfis- og fjármálaráðuneytis
hafa verið unnin drög að stefnu
um vistvæn innkaup ríkisins. Inn-
leiðing stefnu um vistvæn innkaup
ráðuneyta, ríkisstofnana og rík-
isaðila mun hafa mikil áhrif til
þess að draga úr umhverfisáhrif-
um innkaupa og hvetja til nýsköp-
unar og virkrar samkeppni á
markaði með vistvænar vörur og
þjónustu.
Umræðan um umhverfismál
verður áfram fyrirferðarmikil í
samfélaginu og vonandi verður
skýrsla sú sem ég lagði fram á Al-
þingi í vikunni til að styrkja hana
og varpa ljósi á það fjölbreytta
starf sem unnið er í umhverf-
isráðuneytinu og víðar.
Fyrirhyggja og metnaður
í umhverfismálum
Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir skrifar um
náttúruvernd og
umhverfismál
» Íslendingar munu
áfram nýta orkulind-
ir sínar og annan nátt-
úruauð en það þarf að
gera af virðingu fyrir
náttúrunni og fyr-
irhyggju en ekki nauð-
hyggju.
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
Höfundur er umhverfisráðherra.
AÐ undanförnu
hefur klasasamstarf
víða rutt sér til rúms
sem aðferð til að ná
fram aukinni samlegð
með mismunandi að-
ilum sem stunda
starfsemi á tengdum
sviðum, s.s. í rann-
sóknum, þróun og ný-
sköpun. Með klasa-
samstarfi eru
byggðar brýr milli
þátttakenda, sem
geta stuðlað að aukn-
um skoðanaskiptum,
samskiptum þekk-
ingar og nýjum hug-
myndum sem ganga
þvert á þau mörk sem
oft skilja þátttak-
endur að.
Markáætlunar-
verkefni
í undirbúningi
Nýlega auglýsti Rannsóknamið-
stöð Íslands, fyrir hönd vísinda- og
tækniráðs, eftir tillögum í mar-
káætlun, þar sem m.a. var kallað
eftir klasasamstarfi á sviðum þar
sem Íslendingar standa sterkir að
vígi í rannsóknum, þróun og ný-
sköpun. Í einni þessara tillagna,
sem hefur hlotið heitið Næring í
nýsköpun, er ætlunin að koma á fót
víðtæku klasasamstarfi um rann-
sóknir, þróun og nýsköpun á svið-
um matvæla, næringar og hollustu.
Tækifæri okkar til að ná afburðaár-
angri á þessum sviðum felast m.a. í
þeirri forystu sem við eigum nú
þegar í framleiðslu búnaðar fyrir
matvælaframleiðendur heimsins,
aðferðum og tækni til að tryggja
öryggi matvæla og rekjanleika,
framúrskarandi rannsóknaum-
hverfi og færni á sviði hollustu og
heilbrigðis, þekkingu og aðgangi að
sjávarfangi og afurðum úr um-
hverfi þar sem mengun og sjúk-
dómar eru í lágmarki, svo nokkur
dæmi séu tekin.
Eitt meginmarkmiða
klasans verður að efla
samstarf leiðandi aðila
hérlendis á þeim svið-
um sem að framan eru
nefnd. Að auki er leit-
að til erlendra þátttak-
enda sem standa fram-
arlega og geta styrkt
klasann með þátttöku
sinni, þannig að til
verði öflug starfsemi á
alþjóðlegum mæli-
kvarða.
Brúabygging frá
fræðum til frum-
kvöðla
Mikilvægur þáttur í
starfi klasans verður
tenging mismunandi
þátttakenda gegnum
sameiginleg verkefni
og samstarf á öðrum
vettvangi. Þannig mun
klasinn verða nýttur til
að tengja t.d. grunn-
rannsóknir, tækniþró-
un og frumkvöðlastarf
með markvissum hætti og fá þann-
ig fram aukinn afrakstur þeirra
fjármuna sem varið er til rann-
sókna og þróunarstarfs. Hérlendis
er fjöldi tækifæra til atvinnusköp-
unar víða um land, ekki síður en á
höfuðborgarsvæðinu. Klasinn mun
m.a. byggjast á þeirri sérstöðu sem
víða er að finna um landið, í stað-
bundnum hráefnum, þekkingu og
aðstæðum til nýsköpunar.
Næstu skref
Við undirbúning klasans hefur
verið auglýstur opinn kynning-
arfundur 16. september nk. þar
sem áhugasamir geta kynnt sér
verkefnið og rætt tækifæri og sam-
starf á þessum vettvangi. Tækifæri
okkar til samþættingar rannsókna
og þróunar á sviði matvæla, holl-
ustu, næringar og nýsköpunar eru
fjölmörg og stefnt er að því að fyr-
irhugað klasasamstarf styrki enn
frekar stöðu okkar þar.
Klasasamstarfið
Næring í nýsköpun
Kristinn Andersen
skrifar um sam-
starf í rannsóknum,
þróun og nýsköpun
Kristinn Andersen
» Í undirbún-
ingi er víð-
tækt klasa-
samstarf um
rannsóknir, þró-
un og nýsköpun
á sviðum mat-
væla, næringar
og hollustu.
Höfundur er rannsóknastjóri hjá
Marel, sem er meðal þátttakenda í
klasasamstarfinu Næring í nýsköpun.