Morgunblaðið - 14.09.2008, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 14.09.2008, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Til leigu heil hæð í Skipholti (Ath! vsk. laust húsnæði) Til leigu og afhendingar strax 650 m² mjög snyrtilegt skrifstofuhúsnæði á 3. hæð í lyftuhúsi með fallegu útsýni að Esjunni. Frábær staðsetning miðsvæðis í Reykjavík með nægum bílastæðum og góðum umferðatengingum í allar áttir. Húsnæðið er fullinnréttað og nýtist sem ein heild, en einnig er auðvelt að skipta því í ofangreindar einingar, eða einhverja blöndu af þeim. Kældur tölvuskápur til staðar og tölvulagnir í stokkum. Ljósleiðari er inn í húsið. Dúkur á gólfum. Niðurtekin loft að hluta. Svalir. Aðgangsstýrð sameign. Teikningar á skrifstofu. Leiga kr. 1.695/m². Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur 896-0747. Sími 511 2900 M bl 10 46 12 1 Möguleg nýting (skipting); Rými 0: 650 m² (samtals) Rými 1: 390 m² Rými 2: 202 m² Rými 3: 58 m² Hjallahlíð 19A - Mosfellsbær Opið hús í dag milli klukka 14:00 og 15:00 Berg fasteignasala, Bolholt 4 Sími 588 5530 • Netfang: berg@berg.is Pétur Pétursson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali Glæsileg 117 fm.neðri hæð auk 26 fm. bílskúrs við Hjallahlíð. Samtals 143 fm. Flottar innréttingar og gott skipulag. Stór sólpallur með skjólveggjum í suður. Þrjú stór svefnherbergi. Glæsilegt eldhús og baðherbergi. Eign fyrir vandláta. Stutt í alla þjónustu. V. 34,9 millj Pétur Pétursson Löggiltur fasteignasali tekur á móti áhugasömum. M b l1 02 16 26 Vorum að fá til einkasölu / leigu meðferðar glæsilegt 1905 fm. húsnæði á tveimur hæðum með aðkomu á báðar hæðir, mikið og gott útipláss, næg bílastæði, frábært útsýni. Lofthæð ca. 6 m. á efri hæðinni og ca. 4,5 m. á neðri hæð. Hægt að skipta húsnæðinu niður í ýmsar einingar frá ca. 150 fm. og uppúr. Vandaður frágangur, flísalagt að utan og fl. Til afhendingar svo til strax. Víkurhvarf 4 Glæsilegt verslunar og/eða iðnaðarhúsnæði á frábærum stað. Upplýsingar veitir Ingólfur Gissurarson lögg.fasteignasali: 896 5222. ER sátt um að heil- brigðisþjónusta og lýð- heilsa á Íslandi sé á samábyrgð samfélags- ins? Líklega er að svar- ið meðal almennings sé já. Stjórnvöld virðast hins vegar spila eftir öðrum nótum. Þetta birtist m.a. í aðkomu heilbrigðisyfirvalda að meðferð við MS (multiple sclerosis). Nýtt lyf fyrir MS-sjúklinga, Ty- sabri, er komið á markað á Íslandi. Mun betri árangur næst með lyfinu við að hefta framgang MS-sjúkdóms- ins en með eldri lyfjum en MS-köst leiða til alvarlegra fatlana. Vakin hef- ur verið athygli á því undanfarið að stór hluti MS-sjúklinga bíði nú eftir að hefja meðferð með Tysabri. Í upp- hafi árs 2008 var gefin út af ráða- mönnum yfirlýsing um að 50 MS- sjúklingar skyldu hefja meðferð með lyfinu á árinu en lyfjameðferð hefur verið samþykkt fyrir 85 sjúklinga og byggist það á læknisfræðilegu mati. Nú, þegar átta mánuðir eru liðnir af árinu 2008, hafa eingöngu 25 MS- sjúklingar hafið umrædda lyfja- meðferð. Skýringin á þessum seina- gangi virðist ekki liggja í skorti eða læknisfræðilegum rökum. Þetta vek- ur óneitanlega spurningar eins og t.d.: Eiga aðrir hagsmunir en heilsa sjúk- linga að ráða meðferð við sjúkdóm- um? Stendur til að setja kvóta á meðferð við öðrum alvarlegum sjúkdómum? Stenst ákvörðunartaka sem mis- munar MS-sjúklingum jafnræð- isreglu stjórnsýslulaganna? Stenst ákvörðunartaka sem hefur svo íþyngjandi áhrif á heilsu MS– sjúklinga meðalhófsreglu stjórn- sýslulaganna? Hefur ávinningur samfélagsins af árangursríkri meðferð gegn MS– köstum verið reiknaður á hag- fræðilegum grundvelli? Er forsvaranlegt að halda áfram að nota eldri lyf sem hafa í raun skilað takmörkuðum árangri þegar kostur er á lyfi sem sýnir mun betri árangur í meðferð við sjúkdómnum? Í dag er vitað um 330 til 340 einstaklinga sem greinst hafa með MS á Íslandi. Læknar hafa metið það svo að 85 MS- sjúklingar séu í brýnni þörf fyrir lyfið vegna framgangs sjúkdómsins hjá þessum tilteknu ein- staklingum. Sextíu þessara einstaklinga eru að bíða eftir lyfinu en á meðan fá ein- staklingar í hópnum MS-köst sem valda viðvarandi skemmdum á taug- um og líffærum. Ábati af árangursríkri meðferð við MS-köstum er margvíslegur, hann er samfélagslegur og hann er persónu- legur fyrir MS-sjúklinga og aðstand- endur þeirra. Sjúkdómurinn ræðst á ungt fólk og setur líf þess úr skorðum. Forsendur sem lagðar eru til grund- vallar um samfélagslegan ávinning af meðferð við MS-sjúkdómnum eru m.a. aukið framlag einstaklinga til at- vinnulífsins, aukin geta til þess að sinna eigin þörfum og annarra (t.d. barna) ásamt minni afnotum af ann- arri heilbrigðisþjónustu. Árangursrík meðferð við sjúkdómnum eykur lífs- gæði MS-sjúklinga og aðstandenda þeirra. MS-sjúklingar eru venjulegt fólk. Þeir eiga börn, þeir eru í námi, þeir eru í atvinnu og hafa komið sér í ýmsar skuldbindingar þegar sjúk- dómurinn ræðst inn í líf þeirra og set- ur það úr skorðum. MS-sjúklingar eiga líka sína framtíðarsýn og drauma, þeir vilja stofna fjölskyldur, ljúka námi, sýna árangur í starfi og sinna áhugmálum að sama marki og aðrir. Sumir þeirra sem hafa veikst myndu þó gleðjast ef þeir gætu sinnt eins einföldum þörfum og að matast án aðstoðar. Talað hefur verið um að það kosti um 100 milljónir á ári að veita fimmtíu einstaklingum meðferð með Tysabri. Ráðamenn hafa því á fyrstu átta mánuðum ársins, út frá þeirri forsendu, sparað ríkissjóði u.þ.b 80 milljónir með því að veita einungis 25 sjúklingum meðferð af þeim 85 sem sótt hefur verið um að fái lyfið. Þetta er lægri fjárhæð en Landspít- alinn greiðir birgjum í vanskilavexti á sama tíma og ríkissjóður er að skila tekjuafgangi. Byggist þetta val um meðferð fjármuna skattgreiðenda á hugmyndum ráðamanna um for- gangsröðun í heilbrigðisþjónustu? Hvernig rúmast hugmyndir um ár- angur, lífsgæði og bætta heilsu inni í svona meðferð á ríkisfjármunum? Það ber að benda á að meðferð með öðrum og minna árangurríkum og dýrum lyfjum (sem sjúklingar hætta að nota þegar þeir fá lyfjameðferð með Ty- sabri) hefur einnig í för með sér út- gjöld fyrir ríkissjóð. Áhrif á útgjöld ríkissjóðs vegna meðferðar með Ty- sabri eru því mun minni en beinn kostnaður af lyfjameðferðinni. Svo virðist vera að ákvörðun ráða- manna um kvóta á lyfjameðferð MS- sjúklinga standist ekki skoðun út frá siðferðilegum, hagfræðilegum, lög- fræðilegum og læknisfræðilegum sjónarmiðum. Framganga ríkisvaldsins í mál- efnum MS-sjúklinga einkennist af léttúð og kæruleysi gagnvart tilgangi með samábyrgð í velferðarsamfélagi. Langvarandi áhugaleysi stjórnvalda gagnvart almennri velmegun og áherslu á velmegun afmarkaðs hóps í samfélaginu hefur leitt þjóðina í ógöngur sem í dag eru að birtast á öll- um sviðum þess. MS–sjúkdómurinn fer ekki í manngreiningarálit en með- ferð við sjúkdómnum gerir það hins vegar í því andrúmslofti sem ríkir meðal heilbrigðisyfirvalda í dag. Er verið að skapa þá samfélagsgerð sem við viljum hafa á Íslandi? Er við- unandi að ungt fólk missi starfsgetu, getu til þess að sinna fjölskyldu, áhugamálum og eigin þörfum vegna þess að það hefur lent neðarlega á for- gangslista ráðamanna? Er verið að innleiða kvóta- kerfi í heilbrigðisgeirann? Jakobína Ingunni Ólafsdóttir skrifar um nýtt lyf MS- sjúklinga »Meðferð við MS með nýju lyfi, Tysabri, sem er mun árangurs- ríkara en eldri lyf, hefur verið frestað í marga mánuði hjá fjölda sjúk- linga í brýnni þörf. Jakobína Ólafsdóttir Höfundur hefur lokið námi til kand. mag.-gráðu í stjórnsýslufræði með áherslu á lýðheilsu, félags- og heilsu- hagfræði við Háskólann í Gautaborg. SIGURÐUR Þór Sigurðsson, forsvars- maður samtaka íbúa í Lindahverfi í Kópa- vogi, skreytir frásögn sína „Blautir kossar bæjarstjóra“ þeim orðum að í heimsókn sinni á skipulags- og umhverfissvið Kópa- vogsbæjar hafi ég per- sónulega afhent hon- um skipulagsgögn vegna Linda IV. Svo var ekki. Sigurður Þór hefur hvorki hitt mig né fengið hjá mér gögn. Við Sigurður Þór könnumst hvor við annan frá því áður en hann lét af störfum á bæjarskrifstofunum þann- ig að mér þykir ólíklegt að hann hafi farið mannavillt. Fram kemur enn fremur í umræddri frásögn Sigurðar að hægt sé að ná skipulagsgögnum „af vef bæjarins milliliðalaust“ og það hafi verið gögnin sem kynnt voru á íbúafundi sem haldinn var í Lindaskóla 28. ágúst sl. Sigurður nefnir einnig að við höf- um ræðst við fyrir um- ræddan íbúafund. Svo var ekki. Við ræddumst við eftir fundinn. Ég hringdi föstudaginn 29. ágúst í Sigurð og hvatti hann til fundar við okk- ur á skipulags- og um- hverfissviði til að ræða fyrirhugaðar skipulags- breytingar við Skóg- arlind 2 og til að fara yf- ir ályktanir íbúafundarins sem beindust að bæjaryf- irvöldum en höfðu ein- göngu verið sendar fjöl- miðlum. Sigurður afþakkaði slíkan fund með þeim orðum að íbúafundir væru fyrir íbúa en ekki bæjaryf- irvöld og að hann vildi ekki gerast talsmaður íbúanna. Til- boði um samráð og kynningu virðist ekki hafa verið komið til skila við íbúasamtökin. Á seinni fundi sínum báðu samtökin um það sem þegar hafði verið boðið. Hafa skal það sem sannara reynist. Hafa skal það sem sannara reynist Birgir Hlynur Sigurðsson svarar Sigurði Þór Sigurðssyni Birgir Hlynur Sigurðsson » Sigurður Þór hefur hvorki hitt mig né fengið hjá mér gögn. Höfundur er sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs Kópavogs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.