Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 40

Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 40
40 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fyrirtæki til sölu: Þekkt kaffihús í Kringlunni. Góð tæki og áhöld. Uppl. á skrifstofunni. Þekkt fatahreinsun til sölu. Staðsetninig miðsvæðis í Reykjavík. Veitingastaðir í miðbæ Reykjavíkur. Langur opnunartími, upplýsingar á skrifstofu. Sérhæfð bókabúð miðsvæðis í Reykjavík. Höfum kaupendur af fyrirtækum. Vinsamlegast hafið samband við okkur. Höfum yfir 20 ára reynslu í sölu fyrirtækja STAKKAHLÍÐ 17TVÖ STÓR STÆÐI Í BÍLSKÝLII Í ÍL LI ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.HUSAVIK.NETI I . I . OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-15I Í . 1 1 Sími 510-3800 Reynir Björnsson, lögg. fasteignasali Elías Haraldsson, lögg. fasteignasali Óvenju glæsileg og björt 116,4 fm., 3ja herbergja endaíbúð á 1. hæð í nýlegu tveggja hæða húsi í hlíðum Reykajvíkur. Íbúðin er óvenju vel innréttuð með stórri og bjartri stofu sem hefur útgang á verönd sem snýr til vesturs. Hjónaherbergi er með útgang á verönd til austurs. Þvottahús er innan íbúðar og tvö rúmgóð stæði í bílageymslu fylgja. Hér er frábært tækifæri til að eignast nýlega og glæsilega íbúð í Hlíðum Rvk. Verð 44 millj. FORSÆTISRÁÐ- HERRA taldi frétt Financial Times í ágúst um afkomu ís- lenskra banka sýna ágæti aðgerðaleysis. Afkoman var þó byggð á gengisfellingu og verðbólgu, sem eru áföll fyrir þjóðina. Hagsmunir banka og þjóðar eiga að fara saman. Fjármálaráðherra virðist ósammála honum, í grein í Mbl. 23.8. rekur hann aðgerðir á þessu ári sem hafi skilað árangri. Núver- andi ríkisstjórn hefur ekki gert mistök, önnur en að sofa á verð- inum. Þau eru fyrri ríkisstjórnar. Mistök hennar munu brenna á landsmönnum. Formaður Fram- sóknarflokksins ætti því að vanda orð sín vel. Við hag- stjórn þurfa menn að vera framsýnir, jafn- vel svo ekki rúmist innan kjörtímabils. Rök eru fyrir því að bankastjórn Seðla- bankans verði sjálf- stæðari gagnvart hinni pólitísku landstjórn en nú er. Laizzes faire Haustið 2004 varð vart „auðsáhrifa“. Fólk sá fasteign sína hækka í verði umfram almennt verðlag og hélt að það væri orðið efnaðra en áður. Það tók löng lán út á hækkunina og keypti skamm- vinn verðmæti. Allar götur fram til vors 2007 hélt dansinn í kringum gullkálfinn áfram. Sagt hefur verið að það sé hlutverk seðlabanka að fjarlægja veisluföngin þegar loks- ins er farið að vera fjör í partíinu. Það brást og telst til mistaka. Árið 2003 var bindiskylda afnumin. Út- lán jukust mikið. Árið 2004 hækk- aði Íbúðalánasjóður lán sín í 90%, áfram var þó óbreytt „þak“ á lán- um sjóðsins. Þetta notuðu bankar sem tylliástæðu til að fara í stríð við ríkið. Þeir auglýstu jafnvel 100% lán án nokkurs þaks og létu sér í léttu rúmi liggja að þetta hækkaði verðið. Þeir lánuðu jafn- óðum aftur út á hækkunina. Það er jafn gáfulegt og að sitja á grein sem maður er að saga af tré. Sveit- arfélög á SV-horninu voru óviðbú- in, skortur varð á framboði lóða. Þó er nóg til af byggingarlandi. Lagt var í opinberar framkvæmdir sem gátu beðið, s.s. jarðgöng. Við þenslunni átti að bregðast strax með því að draga inn fé af mark- aðnum. Ef menn vildu ekki bindi- Um bókstafstrú og mistök í hagstjórn Ragnar Önund- arson skrifar um efnahagsmál » Sagt hefur verið að það sé hlutverk seðlabanka að fjarlægja veisluföngin þegar loks er farið að vera fjör í partíinu. Það brást og telst til mistaka. Ragnar Önundarson TÍMARNIR end- urtaka sig ekki, sagði Voltaire, en mennirnir gera það vissulega, bætti hann við. Það er sennilega ástæða þess að við endum iðulega á sama byrjunarreit. Hugsunin kemst ekki útúr farvegi sem gagn- aðist við aðrar aðstæður. Á sjöunda áratug liðinnar aldar var litið til stóriðju sem leiðar til að efla út- flutningsframleiðsluna en aðallega þó til að auka fjölbreytni og draga úr sveiflum í íslensku atvinnulífi. Þegar mikill samdráttur varð í afla eða fiskverð erlendis lækkaði dróg- ust bæði þjóðar- og gjaldeyristekjur saman. Ráðamönnum á viðreisn- arárunum var það ljóst, að fljótvirk- asta og auðveldasta leiðin til að renna fleiri stoðum undir atvinnu- vegi landsmanna var að nýta orku- lindirnar. Íslendingar þyrftu ekki annað en virkja fallvötn og selja orku. Útlendingar skyldu sjá um fjármögnun, framleiðsluferli og markaðssetningu. Þessi leið var góð með öðru, en átti aldrei að verða burðarstoð.Veikleiki hennar er m.a. sá að hér er byggt á utanaðkomandi þekkingu, ekki á þróun og þroska innviða hagkerfisins. Hver og ein stóriðjuframkvæmd skilur ekki mik- ið eftir af þekkingu eða sjálfbærri ný- sköpun. Engu að síð- ur héldum við áfram. Stóriðjan er nú að taka fram úr sjávar- útvegi sem stærsta útflutnings- atvinnugreinin. Gæt- um okkar á að end- urskapa ekki einhæfni, sem var svo átakanleg framan af síðustu öld. Kallað á meiri stóriðju! Stóriðjan á ekki lengur að leysa vanda einhæfs atvinnulífs heldur skal hún leysa þensluskort á Húsa- vík, vannýtta hafnaraðstöðu í Helguvík, orkuvanda Jakobs Björnssonar, og nú síðast einnig efnahagsvanda Íslendinga. Það er þetta síðastnefnda sem ástæða er til að staldra við, því það eru ný sjón- armið að ætla stóriðjufram- kvæmdum að koma í staðinn fyrir skynsamlega stjórnun efnahags- mála. Sú skoðun er hávær að nú megi alls ekki staldra við og leyfa þenslunni að sjatna og bíða með frekari stóriðjuframkvæmdir; yf- irvofandi kreppa kalli á nýjar fram- kvæmdir og þann tímabundna hag- vöxt sem þeim fylgja. Það er sérkennilegt að þegar örlar á því að efnahagslífið taki smá skref í átt að jafnvægi skuli vera hrópað á meiri framkvæmdir og nýja þenslu. Ef vel á að fara verðum við að fá tíma til að melta síðustu stóriðjuveislu áður en við hefjum þá næstu. Það er líklegt að við fáum einhverja kveisu af ofáti síðustu ára. Það verður þá að hafa það. Stjórnmálamenn og verkalýðs- leiðtogar mega ekki glúpna þótt hagkerfið hreinsi sig og leiti jafn- vægis. Undarlegt er að þeim hag- kerfum sem búa við stöðugleika er fundið flest til foráttu og þau sögð stöðnuð. Hvers eðlis er vandinn Við verðum að átta okkur á hvers eðlis þær þrengingar eru sem við horfumst í auga við. Við eigum ekki við framleiðslukreppu að glíma. Það er ekkert mælanlegt atvinnuleysi. Vandinn er fjármálalegs eðlis og á honum eru tvær hliðar. Ann- arsvegar miklar erlendar skuldir sem mynduðust í kjölfar stór- iðjuframkvæmda og bylgju húsnæð- isframkvæmda sem fóru úr bönd- unum samtíma mikilli útrás fjármálageirans. Þetta ásamt öldu- róti frjálsra fjármagnsflutninga hef- ur valdið stöðugri spennu í gengi Stóriðja sem efnahagsstefna? Þröstur Ólafsson skrifar um stór- iðjuframkvæmdir og stöðugleika »Miðað við þá um- gjörð sem atvinnulíf- inu er sköpuð getum við ekki gert hvort tveggja, hafið stóriðjufram- kvæmdir og náð stöðu- leika. Þröstur Ólafsson , ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.