Morgunblaðið - 14.09.2008, Side 42

Morgunblaðið - 14.09.2008, Side 42
42 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Karfavogur - endaraðhús Fallegt 220 fm endaraðhús, Sigvalda- hús, á þessum eftirsóttum stað. Glæsi- legar samliggjandi stofur, garðskáli, 5 svefnherbergi og rúmgott þvottaher- bergi innaf eldhúsi. Stórar svalir ofan á bílskúr. Gróin lóð. Eignin er vel staðsett innst í botnlanga. Stutt í skóla og þjónustu. Skipti mögu- leg á 100-150 fm eign í vesturbæ Reykjavíkur sem næst Seltjarnarnesi. ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17 Netfang: fastmark@fastmark.is • Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali • Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. FASTEIGNA- MARKAÐURINN Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG HÁALEITISBRAUT 101 MEÐ BÍLSKÚR: OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG MILLI KL 14 OG 16 Fjögurra herbergja björt og falleg 118 fm. íbúð á 1. hæð (hálf hæð upp) ásamt 23 fm. bílskúr með öllum lögnum. Gott skipulag er, góðar innréttingar og gólfefni. Að utan er húsið nýmálað. Góð staðsetning. Verð kr. 29,0 millj. Bjalla merkt Gunnar. Faxafen 10 - 108 Reykjavík - eignir@eignir.is EINBÝLISHÚS ÓSKAST TIL KAUPS Við höfum verið beðin um að finna gott einbýlishús til kaups fyrir við- skiptavin okkar. Húsið þarf að vera ca. 150-200 fm. með a.m.k. þremur svefnherbergjum, bílskúr og garði. Æskileg staðsetning er Reykjavík eða vesturbær Kópavogs. Verðhugmynd allt að 60 millj. Upplýsingar gefur Aðalheiður og Brynja á skrifstofu Eignaumboðsins. Sími 580 4600 Aðalheiður Karlsdóttir, lögg.fasteignasali www.eignir.is Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteigna- og skipasali www.hibyliogskip.is hibyliogskip@hibyliogskip.is Sími 551 7270, 551 7282 og 893 3985 Lanzarote og Kanarí Höfum til sölu og leigu úrval glæsilegra eigna í Puerto del Carmen á Lanzarote. Mjög góð staðsetning, rétt við strönd og steinsnar frá „Lauga- vegi“ Puerto del Carmen á Lanzarote. Verð á góðum, nýuppgerðum íbúð- um frá 119.000 til 140.000 evrur. Höfum einnig ódýari eignir með upphit- uðum sundlaugum. Hagstæð lánakjör og góðir útleigumöguleikar. Erum núna með nokkrar sérlega áhugaverðar eignir. Höfum einnig fengið einka- umboð til sölu á eignum á Kanarí og getum boðið þar góðar eignir með upphituðum sundlaugum. Erum nú með eignir þar á sértilboði á einstöku verði. Nánari upplýsingar á skrifstofu og á heimasíðu hibyliogskip.is Minnum á heimasíðu okkar www.hibyliogskip.is HVER eru rökin gegn Bjallavirkjun? Þau eru engin ef grannt er skoðað en Gegnálílandi flokk- urinn er nú að reyna að ná vopnum sínum í baráttunni gegn þess- ari 40 ára gömlu hug- mynd, þú hún sé í öll- um mynsturáætlunum um virkjun vatnsafls síðan 1965. Hún „rekur fleyg“ á milli Friðlands að fjallabaki og hálend- isins sem líka stendur til að friða. Auðvitað gerir hún það. Mörk friðlandsins eru dreg- in með m.a. það í huga að Bjallavirkjun lendi utan þess. Hún er í „anddyri Landmannalauga“, auðvitað er hún það, alveg eins og virkjanirnar Búrfell, Sultartangi, Hrauneyjafoss og Sigalda. Flestir á leið í Landmannalaugar fá sér kaffi og kaupa bensín í Hraun- eyjafossi. Venjulegt fólk hefur gaman af að skoða virkjanir. Í Landmannalaugar er líka hægt að komast eftir Dómadalsleið, þar er engar virkjanir að sjá, en þá leið fara mjög fáir nema hestamenn. Umhverfisráðherra telur það „allt of langt gengið að setja enn eitt lónið á miðhálendi Íslands“, og þetta lætur ráðherrann hafa eftir sér alveg án tillits til þess að uppi á hálendi þurfa virkjunarlón að vera til að gera verulegt gagn. Ráðherrann er líka dálítið heppinn að hafa ekki verið uppi fyrir 300 árum því þá var þarna stórt og mikið vatn, líklega kallað Stóri sjór ef trúa skal Elsu Vilmundardóttur jarð- fræðingi. Vatnið fyllt- ist af ösku í Skaft- áreldum, en þá urðu verstu náttúruspjöll sem yfir Ísland hafa gengið. Öll önnur virkjunarlón á Íslandi voru líka einu sinni stöðuvötn. Það er eng- in sérstök þörf á því að ríkisstjórn Íslands leggist í þá þver- móðsku að ekki megi endurreisa gömul vötn. Formaður Nátt- úruverndarsamtaka Ís- lands segir: „Þarna yrði uppsöfnunarlón á stærð við Mývatn með tilheyrandi drullu og aur“, en gleymist að geta þess að fyrir er á staðnum mikið svað úr þessari sömu drullu og þessum sama aur. Svæðið gersam- lega ófært öllum nema fuglinum fljúgandi, en það hefur mikinn og hrífandi hættusvip. Hér með er skorað á menn að skreppa upp í Veiðivötn og ganga yfir skarðið að Tröllinu sem þar stendur, horfa yf- ir svæðið og reyna að sjá hvort þeir kæmust aftur til baka eða sykkju í einhverja sandbleytuna ef þeir hættu sér út á aurana. Þeir sem ekki komast geta flett upp á ágætri mynd Guðmundar Páls Ólafssonar af Tröllinu í Hálend- isbók hans, á henni sést út á svæð- ið. En ekki trúa textanum, sjaldan hafa sést jafn margar villur í jafn stuttu máli. Frá 1958 var ég í þeim mæl- ingaflokkum sem lögðu sitt af mörkum til mynsturáætlana með mælingaferðum um hálendið. Ég kynntist frumherjum eins og Jak- obi Gíslasyni, Sigurjóni Rist og Guðmundi Jónassyni. Þeir ruddu brautina fyrir það starf sem nú hefur gert það að verkum að Ís- land er ekki afskekkt úthafseyja með deyjandi þorskstofn og fátækt fólk á flótta til annarra landa. Ég og aðrir í sömu sporum erum stolt- ir af verkum okkar og viljum ekki sjá þröngsýnan sértrúarflokk eyði- leggja þá vinnu. Þessi þröngsýni hefur orðið til þess að öll vitræn umhverf- isumræða hefur lagst af þar sem virkjanir eiga í hlut. Í þeirri um- ræðu sem á sér stað er þröngsýn- um pólitískum markmiðum þeirra sem berjast gegn áliðnaði sem full- trúa alheimskapítalismans á Ís- landi, blandað inn í fagleg sjón- armið atvinnusköpunar og raunhæfrar umhverfisverndar. Meginvopnið í þeirri baráttu er að telja öll umhverfisáhrif virkj- anagerðar sem náttúruspjöll, en slíkt er alger fjarstæða eins og margir hafa bent á, ótal sinnum. T.d. má benda á að hálendi Ís- lands líður af vatnsskorti sem kem- ur í veg fyrir að gróður þrífist nema þar sem grunnvatn er fyrir. Af þessum sökum er allt hálendið iðandi rykmökkur í þurru roki. Há- lendið frá Tungnaárjökli niður í Þóristungur er talandi dæmi um þetta. Ýmsir mælingamenn og jök- lafarar hafa horft á málninguna tætast af bílnum á leiðinni frá Jök- ulheimum í bæinn. Umhverf- isráðherra og aðrir þeir sem kalla sig umhverfissinna mættu snúa við blaðinu og horfa á þá möguleika sem virkjanagerð á hálendinu skapar til uppgræðslu og gróð- urverndar. Gegn þeim rökum er beitt mismunandi ófögrum orða- leppum og svo frasanum sem kem- ur þegar allt annað þrýtur „ þetta er bara mín skoðun“. Bjallavirkjun Jónas Elíasson skrifar um um- hverfismál Jónas Elíasson » Bjallavirkj- un er 40 ára gömul áætlun að lóni á svæði sem áður var vatn og hét Stóri sjór og gefur tækifæri til að styrkja gróðurvernd. Höfundur er prófessor. NÚ er mér gjör- samlega ofboðið af þessu boltabulli sem tröllriðið hefur þjóð- inni síðastu ár með því sem gerðist nú í lok Ól- ympíuleikanna. Ís- lenskar hand- boltabullur vinna silfurverðlaun og allt ætlar um koll að keyra. Sjáið til: Þeir unnu silfur, ekki gull! Samt er tekið á móti þeim sem þjóðhetjum. Og í ofanálag, þá rífur ríkisstjórn Ís- lands 50 milljónir upp úr sameig- inlegum sjóðum okkar og kastar í þetta boltabull. Á sama tíma eru til dæmis ljósmæður í kjarasamninga- viðræðum sem enda líklega með verkfalli. Nei, það má ekki setja pening í nauðsynlega þjónustu al- mennings en það má bruðla því í boltabullur. Svo hefði nú mátt nota þetta fé til mikilvægari mála, til dæmis þeirra sem eru langveikir, öryrkja, aldraða og svo framvegis. Ég get nefnt marga aðra íþrótta- menn sem unnið hafa til gull- verðlauna erlendis, til dæmis krafta- karla. Ég man ekki til þess að það hafi verið tekið á móti þeim af op- inberum aðilum. Þeir tóku bara rút- urnar frá Leifsstöð til Reykjavíkur. Og síðustu ár hefur varla komið sá mánuður að maður hafi getað horft á fréttir í sjónvarpi á auglýstum tíma (kl. 19) vegna beinna útsend- inga frá boltabulli. Og talandi um fréttatíma: Í tvo daga í röð eftir um- rætt boltabull, þá fóru ca. fyrstu 10- 15 mínútur fréttatímans í fréttir af bolta. Þó maður væri blindur og heyrnarlaus, þá myndi maður ekki komast hjá því að vita vitleysuna. Hvað með aðrar íþróttir, til dæmis torfæru, kvartmílu? Ég held að það hafi aldrei verið bein útsending frá slíkum keppnum, og ekki hef ég heyrt af því að þeir sem stunda kvartmílu eða torfæru fái eina krónu í styrk frá hinu opinbera. Nú, er ég skrifa þetta bréf, eru liðnir 3 dagar síðan boltabull- unum var flogið í B-757 þotu með tvær púmur og einn DC-3 á eftir, hring eftir hring í lág- flugi yfir Reykjavík og reiðin sýður enn í mér yfir óréttlætinu. Forseti íslands gengur alveg fram af manni með því að sæma þessa menn fálka- orðu. Hverjir fá næstir fálkaorður? Síðustu borgarstjórnir Reykjavík- ur? Nei og aftur nei! Þetta er of langt gengið. Og þessar heimsku „hópsálir“ sem hrúgast niður í bæ til að taka þátt í hinni og þessari lág- kúru, að horfa á boltabullur stíga út úr flugvél og þramma niður Lauga- veg í tugþúsundavís með sárveiku fólki einu sinni á ári. Ef þú ert ekki „með“ þá ertu rasisti, fordómafullur eða anarkisti. Kannski er ég einn af þeim? Mér finnst bara nóg komið af þessari einsleitu íþróttafrétta- mennsku. Ekkert nema bolti og aft- ur bolti. Og „hópsálirnar“ sitja heima í stofu útúrdrukknar af bjór- drykkju glápandi á beinar útsend- ingar af boltabulli og börnin þeirra horfa á foreldra sína fulla fyrir framan skjáinn. Er það svona fyr- irmynd sem við viljum sýna æsku þessa lands? Íþróttafréttamenn verða að fara að taka sig saman í andlitinu og verða víðsýnni og fara að leyfa okk- ur að horfa á aðrar íþróttir líka. Við fordómafullu rasistarnir og anark- istarnir viljum fá að sjá fleira, til dæmis rallý, kvartmílu, torfæru, tractorpulling, flugþætti, fallhlíf- arstökk og svo framvegis. Það er af nógu af taka ef menn bara litu smá- stund af boltanum. Ég er viss um að ég á fullt af samherjum úti í þjóð- félaginu sem er sama sinnis og ég, en þeir hafa einhverra hluta vegna ekki þorað að tjá sig eins og ég geri nú. Varðandi ferðakostnað og bruðl menntamálaráðherra, forseta Ís- lands og fleiri sem eyddu milljónum í ferðir og gistingar tengdar Ólymp- íuleikunum: Það er alltaf til nóg af peningum þegar eitthvert menning- ar- eða boltabull er annars vegar en svo er ekki hægt að borga mjög hæfu fólki sem sinnir brýnustu verkefnum þjóðlífsins almennileg laun eða leggja fé í starfsemi tengda starfi þeirra. Til dæmis má nefna lögregluna, lækna, hjúkrunarfólk, landhelgisgæslufólk, slökkviliðs- menn og fleiri. Mér finnst tími til kominn að við þurfum að fara að skipta út þessu fólki sem stjórnar Íslandi í dag. Hvað höfum við að gera með 63 alþingismenn? Ekkert! Það myndi alveg nægja að hafa þá til dæmis 15. Það myndi aldeilis sparast í launakostnaði þá. Og svo má líka afnema kosningarétt því at- kvæði okkar skipta engu máli. Síð- ustu hræringar í borgarmálum sanna það. „Strákarnir okkar“ Jón Jónsson er ósáttur viðbruðl í kringum bolta- íþróttir » Það er alltaf til nóg af peningum þegar eitthvert menningar- eða boltabull er annars vegar en svo er ekki hægt að borga mjög hæfu fólki sem sinnir brýnustu verkefnum þjóðlífsins almennileg laun Jón Jónsson Höfundur er fyrrverandi vagnstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.