Morgunblaðið - 14.09.2008, Síða 49

Morgunblaðið - 14.09.2008, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 49 ✝ Hilmar Th.Magnússon fæddist í Reykjavík 2. desember 1935. Hann lést 3. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Jóns- son frá Selalæk, f. 8. júlí 1893, d. 19. júní 1959 og Anna Sig- urbjörg Lárusdóttir frá Efra-Vaðli á Barðaströnd, f. 11. september, d. 3. mars 1997. Eftirlif- andi systkin og hálfsystkin Hilm- ars eru: Aðalheiður, Ágústa, Magnús, Jóhanna, Lárus, Rann- veig, Kristinn, Hrafnhildur, Sig- urður A., Sverrir, Lára og Hulda. Börn Hilmars ut- an hjónabands eru Alfreð, f. 27. apríl 1955, Ágústa Sigríð- ur, f. 6. janúar 1956 (ættleidd), og Rósa Margrét, f. 26. des- ember 1956 (ætt- leidd). Maki (skildu) Karolína K. Smith, f. 19. september 1936, sonur þeirra Eggert Garðar, f. 3. apríl 1964, d. 28. ágúst 1971. Út- för Hilmars fór fram í kyrrþey. Jarðsett var í Gufuneskirkju- garði. Ástkæri bróðir! Það er sárt að kveðja þig á þennan hátt. Kallið frá Guði kom fyrirvaralaust og allt of fljótt. Eftir stöndum við með sorg og söknuð í hjarta. Það er huggun harmi gegn að þú fékkst að kveðja þennan heim úti á hafinu bláa í blíðskaparveðri á litla bátnum þínum, (Marimu) þar sem þér leið alltaf vel og áttir þínar bestu stundir. Kæri bróðir! Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Við vottum syni hans Alfreð inni- lega samúð okkar. Þökkum elskuleg- um bróður samfylgdina og biðjum honum blessunar á Guðs vegum. Ágústa Magnúsdóttir og systkin. Hilmar Th. Magnússon Áfram veginn í vagninum ek ég, inn í vaxandi kvöldskugga þröng. Þetta er byrjunin á einum af uppáhaldssöngvum pabba. Hann reyndi oft að ná tökum á Ökuljóð- inu. Einkum í gleðskap með mömmu, góðum vinum og guða- veigum. Honum tókst nú aldrei sérstaklega vel upp með lagið en nú ekur hann væntanlega áfram sinn veg í vagninum um aldingarð- inn fagra við himneska hljóma. Og ef til vill er honum nú gefið að geta sungið svo fallega að englarnir taka undir með honum. Ég sé hann fyrir mér, laglegan og frískan mann sitjandi í vagninum, njótandi þess frelsis sem hann hefur nú öðl- Eiríkur Róbert Ferdinandsson ✝ Eiríkur RóbertFerdinandsson fæddist á Hverfis- götu 43 í Reykjavík 14. júní 1924. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hrafnistu í Hafnarfirði 4. sept- ember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 10. september. ast, laus við allar þjáningar. Á þessari saknað- arstund get ég þó ekki annað en sam- fagnað honum að hafa fengið að fara til himna, eftir að hafa þjáðst fárveikur og máttfarinn svona lengi. Hann hélt svo fast í lífið, að við sem vorum í kringum hann skildum ekki hvernig þetta var raunverulega hægt. Í hvert skipti sem við fjölskyldan héldum að nú væri komið að enda- lokum, þá reis hann bara upp og tjáði okkur ást sína. Hann náði að lokum að eiga ynd- islega stund með móður okkar þar sem hann tjáði henni kærleika sinn og þakkir fyrir fylgdina alla. Fyrir nokkrum dögum naut hann sam- verunnar með okkur svo innilega að hann með smá kersknissvip spurði hvort hann ætti ekki bara að hætta við að deyja! Þar kom glettnin vel í ljós og hversu erfitt hann átti með að gefast upp og yf- irgefa mömmu og okkur hin. Pabbi var fær og margt lék í höndum hans. Hann var líka vel gefinn, sérstaklega handlaginn og listrænn. Það var gaman að ræða við hann um andleg mál, hann var trúaður, en hafði sínar eigin skoðanir á krafti og styrk æðri máttarvalda. Honum tókst ekki alltaf vel að höndla hinn veraldlega auð og mátti sjá á eftir fyrirtækjum sem hann hafði stofnað. Tímarnir voru honum heldur ekki hliðhollir. Hann gat stundum verið svartsýnn en náði sér alltaf á strik aftur og gat litið á björtu hliðarnar á ný. Hann gat líka alltaf samglaðst velgengni annarra og lifað sig inn í það sem við hin tókum okkur fyrir hendur. Dagdraumar hans urðu oft að loft- köstulum. Ég naut þess líka oft sem barn að eiga dagdrauma með pabba, við náðum oft að vera kóng- ur og prinsessa í áhyggjulausu ríki. Pabbi var nefnilega vel hugs- andi, góður félagi með góðan húm- or. Í hjarta mínu met ég hann fyrir þá virðingu sem hann bar fyrir mér. Hann hefur alltaf stappað í mig stálinu og hvatt mig hvort sem ég vildi verða flugmaður, fornleifa- fræðingur eða búðarkona. Það er dýrmætt að finna virðingu og ást foreldra sinna, sama hversu gamall maður er. Nú er hann allur en ég ætla að njóta nærveru minninganna og vera þakklát fyrir tímann sem við áttum saman. Guð varðveiti skósmíðameistar- ann Eirík Róbert. Jóhanna Erla. Þegar mikill andi eins og herra Sigur- björn biskup hverfur héðan af sjónarsvið- inu setur mann hljóðan. Það rennur upp fyrir manni í allri sinni stærð hversu miklu hlutverki þessi maður gegndi í lífi þjóðar sinnar á meðan Sigurbjörn Einarsson ✝ Sigurbjörn Ein-arsson fæddist á Efri-Steinsmýri í Meðallandi 30. júní 1911. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgríms- kirkju 6. september. hann var og hét. Ekki einungis var herra Sigurbjörn einn merk- asti trúarleiðtogi sem við höfum átt, heldur var öll hans fram- ganga og líf lifandi vitnisburður um sann- kristinn vitran mann, sem aldrei slakaði á í viðleitni sinni til að fylgja því sem hann taldi sannast og feg- urst. Slíkir menn eru lifandi fyrirmyndir og stundum svo stórar að áhrifamáttur þeirra mótar heila þjóð. Herra Sigurbjörn var mikill gæfumaður í fjölskyldu- og einkalífi. Það er mér kært að minnast þeirra hjónanna, frú Magneu Þorkelsdótt- ur og herra Sigurbjörns, en saman voru þau tvíefld í andlegu lífi þjóð- arinnar. Á þessari stundu leitar hugur minn til kyrrðardaga í Skál- holti í dymbilviku fyrir um það bil tólf árum. Þau hjónin veittu okkur hina andlegu leiðsögn þessa daga og áhrifin voru svo sterk og langvinn að eftirfylgjandi páskahátíð breytt- ist í eitthvað undursamlegt. Eins var um viðtal við herra Sigurbjörn í sjónvarpinu á jólum 2006. Viðtalið orkaði svo sterkt á mig að eftirá sagði ég við sjálfan mig, nú eru jólin komin. Ég bið góðan Guð að blessa þau hjónin frú Magneu og herra Sig- urbjörn í nýjum heimkynnum. Við Guðný vottum eftirlifandi ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Gunnar Kvaran. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Lækjartúni 2, Akureyri. Útför hennar fór fram frá Glerárkirkju fimmtudaginn 11. september. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heima- hlynningar á Akureyri og starfsfólki lyfjadeildar FSA fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Sveinn Árnason, Guðný Georgsdóttir, Björg Kristjánsdóttir, Björn Guðmundsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS INGIBERG JÓHANNSSON leigubílstjóri og kafari, Hringbraut 104, Keflavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 7. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 16. september kl. 14.00. Hrafnhildur Guðbrandsdóttir, Ægir Magnússon, Hafsteinn Þór Magnússon, Sigfríð Magnúsdóttir, Þuríður Magnúsdóttir, Rebekka Magnúsdóttir, Haraldur Magnússon, tengdabörn og barnabörn. ✝ Faðir okkar, ÞÓRÐUR KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi miðvikudaginn 3. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtu- daginn 18. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Guðrún Elfa Þórðardóttir, Oddný Snjólaug Þórðardóttir, Guðmundur Egill Þórðarson, Þórunn Selma Þórðardóttir og fjölskyldur. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og bróðir, BÁRÐUR F SIGURÐARSON, löggiltur endurskoðandi, lést á dvalarheimilinu Grund fimmtudaginn 11. september. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. september kl.15.00. Guðrún Kalla Bárðardóttir, Hilmar Sigurþórsson, Gyða Bárðardóttir, Þórhallur Maack, Auður Bárðardóttir, Guðbrandur Elíasson, Sigurður Kr. Bárðarson, Álfhildur Ólafsdóttir Bárður Örn Bárðarson, Ólöf Margrét Snorradóttir, Þorsteina Sigurðardóttir. Elsku Pála. Okkur langar að minnast þín með nokkrum línum. Líf þitt tók óvænta stefnu fyrir nokkrum mánuðum. Og hlutirnir gerðust hratt. Þú tvínónaðir aldrei Pála Þrúður Jakobsdóttir ✝ Pála ÞrúðurJakobsdóttir fæddist á Hunku- bökkum í V- Skaftafellssýslu 25. apríl 1948. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 25. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 29. ágúst. við neitt, kastaðir þér í verkin eins og þau lágu fyrir hverju sinni. Lífinu tókstu passlega alvarlega og fórst þínu fram. Ef ákvörðun var tekin af þinni hálfu stóð hún. Þú bjóst yfir mikilli elju og stað- festu sem hefur hjálp- að þér í gegnum lífið og án efa nýttust þessi kostir þínir þér einnig þessa síðustu mánuði. Að þínu mati var ekk- ert það erfitt að það væri óyfirstíganlegt. Margt var brallað hér fyrr á árum. Minnis- stæðar eru sumarbústaðarferðir. Einnig hittumst við og borðuðum góðan mat saman og fengið var sér „aðeins í tána með“. Ekki spillti nú fyrir þegar Valdimar hóf upp raust sína og söng af mikilli innlifun og gleði. Þá var nú oft glatt á hjalla. Við vottum ykkur aðstandendum okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð gefa ykkur styrk og vera með ykkur. Kæra vinkona, þér þökkum við samfylgdina bæði í leik og starfi. Sofðu rótt, elsku Pála. F.h. vinkvenna þinna frá deild A-2. Guðbjörg Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.