Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 52

Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 52
52 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er sunnudagur 14. september, 258. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Sjá, hann kemur í skýj- unum og hvert auga mun sjá hann, jafnvel þeir sem stungu hann, og allar kynkvíslir jarðarinnar munu kveina yf- ir honum. Vissulega, amen. (Opb. 1, 7.) Víkverji brá sér inn á opinberastofnun á dögunum til að borga reikninga. Vitanlega þurfti að taka númer og það gerði Víkverji og beið svo þolinmóður. Í einum afgreiðslu- básnum stóð hópur kvenna mjög upp- tekinn. Víkverji komst ekki hjá að heyra tal þeirra. Þær voru að ræða uppskrift. „Mjög matarmikil,“ sagði ein kvennanna, „nægir fyrir sex“. Víkverji fann hvernig pirringur læst- ist um hann en sagði ekki orð því innst inni finnst honum að fólk eigi alltaf að halda ró sinni hversu erfiðar sem aðstæður eru. Nokkur tími leið þar til konurnar höfðu lokið við að ræða hina merku mataruppskrift og settust við afgreiðslu. Þá loks kom röðin að Víkverja sem fékk að borga reikningana sína. x x x Þjónustulund virðist vera á und-anhaldi. Víkverji veit að einmitt sú fullyrðing er til marks um að ald- urinn sé að færast yfir. En að þessu sinni er hann nokkurn veginn sann- færður um að hann hafi á réttu að standa. Fáir nenna lengur að afgreiða aðra með bros á vör. Víkverji finnur að hann er að byrja að sætta sig við að þannig sé það og þannig verði það. Það var öðruvísi hér áður fyrr. x x x Víkverji keypti sér nýlega nýjangeisladisk Megasar og Senu- þjófanna og er afar lukkulegur með þau kaup. Sérstöku ástfóstri hefur hann tekið við lögin Þórður kakali og Þegar hnígur húm að þorra. Dúndr- andi klassík! x x x Undarleg skrif hafa verið í Velvak-anda Morgunblaðsins um of- beldismyndir í sjónvarpi. Víkverji áttar sig á ekki hvað verið er að tala um. Ef það eru breskir og bandarísk- ir sakamálaþættir sem verið er að gagnrýna fyrir ofbeldi þá er umræð- an byggð á misskilningi. Þættirnir fjalla einfaldlega um morð og lausn þess. Prýðileg afþreying. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 vinnumenn, 8 hæðin, 9 huldi, 10 veiðarfæri, 11 kom í verð, 13 þverneita,15 korntegundar, 18 hugsun, 21 spil, 22 suða, 23 baktala, 24 tíbrá. Lóðrétt | 2 geðvond, 3 kunningsskapur, 4 rjúfa, 5 sakaruppgjöf, 6 elds, 7 sjávardýr, 12 atorku, 14 fáláta, 15 nirfill, 16 gjald- gengi, 17 endurtekning, 18 úttroðin, 19 snákur, 20 svelgurinn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hlemm, 4 björg, 7 afmán, 8 lærin, 9 ill, 11 part, 13 gróa, 14 eldur, 15 böll, 17 ábót, 20 kar, 22 gettu, 23 umtal, 24 renni, 25 lærir. Lóðrétt: 1 hlaup, 2 eimur, 3 máni, 4 ball, 5 ögrar, 6 gunga, 10 lydda, 12 tel, 13 grá, 15 bögur, 16 látún, 18 bítur, 19 telur, 20 kuti, 21 rusl. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O–O 6. Be2 e5 7. O–O Rbd7 8. Be3 He8 9. d5 Rh5 10. g3 Bf8 11. Re1 Rg7 12. Rd3 f5 13. f3 Be7 14. Dd2 Rf6 15. c5 fxe4 16. fxe4 Rg4 17. Bxg4 Bxg4 18. Rf2 Bd7 19. c6 bxc6 20. dxc6 Bxc6 21. Rg4 Dd7 22. Rh6+ Kh8 23. Hf7 Hf8 24. Haf1 De6 25. Bg5 Hxf7 26. Rxf7+ Kg8 27. Rh6+ Kh8 28. Bxe7 Dxe7 29. Hf7 Dd8 30. Rg4 De8 31. Hxc7 De6 32. Dh6 Bd7 Staðan kom upp á franska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Pau. Etienne Bacrot (2691) hafði hvítt gegn Manuel Apicella (2521). 33. Hxd7! Dxd7 34. Rf6 Rf5 35. exf5 Dg7 36. Dg5 gxf5 37. Dxf5 hvítur hefur nú léttunnið tafl. Framhaldið varð: 37…Hf8 38. Rcd5 Dg6 39. Dxg6 hxg6 40. b4 Hc8 41. a4 Hc2 42. a5 Ha2 43. Re4 Kg8 44. Rxd6 Hd2 45. Re4 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Í leit að drottningu. Norður ♠ÁDG862 ♥Á105 ♦93 ♣104 Vestur Austur ♠94 ♠3 ♥– ♥KDG972 ♦D8752 ♦1064 ♣975432 ♣KG8 Suður ♠K1075 ♥8643 ♦ÁKG ♣ÁD Suður spilar 6♠. Austur gefur og vekur á 2♥, veikum. Suður doblar og norður krefur með 3♥ – ætlar að segja 4♠ við 3G til að sýna slemmuáhuga. En þegar suður meldar sjálfur spaðann við kröfunni fyllist norður bjartsýni og stekkur í slemmu. Vestur á ekki hjarta til og kemur út með lauf upp á kóng og ás. Sagnhafi af- trompar vörnina og veltir fyrir sér framhaldinu. Svíning í tígli kemur varla til greina. Austur hefur sýnt ♥KDG og ♣K. Með ♦D til viðbótar myndu margir opna á 1♥ frekar en tveimur. Betra virðist að gera ráð fyrir ♦D í vestur: taka toppana til hliðar, spila svo ♦ÁKG og gefa vestri á ♦D. Vestur endurgeldur greiðann í næsta slag með því að spila láglit í tvöfalda eyðu. Eftir á að hyggja hefði austur betur látið ♣G í fyrsta slaginn. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Hvernig áttu að tryggja ódauð- leika þinn í hjarta einhvers? Þú sérð ekki eftir að vera skapandi í samböndum, sama hvernig undirtektirnar verða. (20. apríl - 20. maí)  Naut Viðureignin hefur margar lotur og stigin eru ekki talin fyrr en bjallan glym- ur í síðasta sinn. Gefðu þér einkunn jafn- óðum. Sjálfsmat skiptir miklu máli (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Tvíburinn er akkúrat þar sem hann þarf að vera. Trúðu því djúpt innra með þér. Rólyndi þitt hjálpar þér til þess að fást við milljónir smáatriða. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú er einstaklega framsýnn þessa dagana. Hvernig áttu að fara að því að út- vega peninga til þess að gera allt sem þig langar til? Haltu þínu striki. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þroski felur það m.a. í sér að fara eins hægt og þarf til þess að maður geti verið viss um hvert skref. Leyfðu sam- böndum þínum að þróast eðlilega. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Meyjan verður hissa þegar hún uppgötvar að gamlir vinir muna ekki hvar hún fæddist né kunna að skrifa nafnið hennar rétt. Segðu fólki sögu þína. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Tilfinningar valda misskilningi víða í dag, en ekki hjá voginni. Notaðu innsæi þitt til þess að stjórna og beina tilfinning- unum í þá átt að skapa betri framtíð. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú virðist lifa fyrir aðdáun þeirra sem þú dáir. En þannig er það ekki. Þú getur endurheimt vald þitt hve- nær sem er og ákveðið hvernig þér líður. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Letin hefur illt orð á sér. En maður getur verið latur án þess að vera iðjulaus. Ef metnaður þinn kemur þér ekkert áleiðis, skaltu hægja á ferðinni. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Skarpskyggni þín hjálpar þér við að greiða úr flækjunum í einkalífinu. Láttu eftir í litlu málunum og haltu þínu striki í þeim stóru. Leyfðu öðrum að hugsa um sjálfa sig. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Fagnaðu félagslyndinu í sjálf- um þér, það á eftir að gera kraftaverk í viðskiptum og fjármálum að styrkja tengslanetið. Yndisleg uppgötvun gerir sambandinu gott. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Sambönd verða fyrir truflunum. Bæling kveikir eld sköpunarinnar innra með þér. Spilltu sjálfum þér, láttu fundi ekki íþyngja þér, gerðu það sem þér sýn- ist. Stjörnuspá Holiday Mathis 14. september 1879 Dómkirkjan í Reykjavík var vígð á ný eftir miklar við- gerðir. Meðal annars höfðu verið settir ofnar í hana. Kirkjan var upphaflega vígð 30. október 1796. 14. september 1944 Marlene Dietrich, kvikmynda- leikkonan heimsfræga, hélt sýningu í Tripoli-leikhúsinu í Reykjavík ásamt leikflokki ameríska hersins, við geysi- lega hrifningu áhorfenda. Meðal boðsgesta var íslenska ríkisstjórnin og forsetinn. Dietrich dvaldi hér í nokkra daga til að skemmta hermönn- um. 14. september 1950 Flugvélin Geysir brotlenti á Bárðarbungu á Vatnajökli, á leið frá Lúxemborg til Reykja- víkur. Sex manna áhöfn komst lífs af. Flugvélin fannst ekki fyrr en fjórum dögum síðar. Hún var í eigu Loftleiða. 14. september 1963 Þrír bræður léku saman í landsleik í knattspyrnu, en það hafði ekki gerst áður. Þetta voru Bjarni, Gunnar og Hörður Felixsynir. Íslend- ingar töpuðu leiknum, sem var gegn Englendingum. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Helga Rún Gunnlaugsdóttir, Ágústa Sigurðardóttir og Aníta Guðrún Sigurðardóttir frá Selfossi héldu tombólu og söfnuðu 1.878 kr. Þær færðu Árnesingadeild Rauða krossins ágóðann. Hlutavelta SIGURÐUR Einar ætlar að halda upp á afmæl- isdaginn í faðmi eiginkonunnar, Rakelar Magn- úsdóttur. „Ég ætla að fara á hótel Rangá með kon- unni minni. Við ætlum að borða góðan mat og gista eina nótt,“ segir hann en dóttir þeirra hjóna, Eydís Lilja, verður í pössun hjá ömmu og afa. Það er óhætt að segja að dagurinn verði rólegri en þegar Sigurður Einar varð tvítugur. „Tvítugs- veislan endaði með því að pabbi hirti kassagítar fljótandi úr heitum potti,“ segir hann hálfhlæjandi en bætir við að þegar hann varð þrítugur hafi ver- ið haldin „hefðbundin og kúltíveruð“ veisla. Sig- urður Einar er menntaður íþróttakennari en er nú á lokaári í bygg- ingatæknifræði við Háskólann í Reykjavík. Hann segir nóg að gera í skólanum og það sé gaman að geta séð fyrir endann á náminu. Meðal áhugamála Sigurðar Einars eru íþróttir og tónlist en á sínum yngri árum keppti hann í körfubolta og fótbolta. Nú er hann búinn að leggja keppnisskóna á hilluna og lætur sér yfirleitt nægja að fylgjast með íþróttakeppnum. Spurður hvað hafi staðið upp úr í sumar nefnir Sigurður Einar tón- leika sem þau hjónin fóru á í sumar. „Við fórum til Danmerkur á tón- leika með Bon Jovi,“ segir hann en þau ákváðu að sjá félagana spila áður en þeir yrðu gamlir. Segir Sigurður Einar tónleikana hafa verið með þeim flottustu sem hann hafi farið á. ylfa@mbl.is Sigurður Einar Guðjónsson nemi 35 ára Fór á Bon Jovi-tónleika ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.