Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 57

Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 57 • Markaðsstjóri-meðeigandi óskast að bílaumboði. • Leiðandi hestavöruverslun með mjög góða staðsetningu. Ársvelta 100 mkr. • Rótgróið ræstingafyrirtæki með fasta viðskiptavini og skriflega samninga. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 25 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með góðum hagnaði óskar eftir sameiningu við vandaða trésmiðju sem sérhæfir sig í innréttingum. • Verslun með tískuvörur fyrir ungt fólk á góðum verslunarstað. Ágætur hagnaður. • Rótgróin verslun í Kringlunni með fatnað fyrir konur. • Þekkt verslun með húsgögn og gjafavörur. Ársvelta 140 mkr. • Sérhæft líkamsræktarfyrirtæki í góðum vexti. Ágætur hagnaður. • Markaðsstjóri-meðeigandi óskast að innréttingafyrirtæki. EBITDA 20 mkr. • Narfeyrarstofa. Glæsilegt veitingahús í eigin húsnæði á besta stað í • Stykkishólmi. Góður og vaxandi rekstur. Góður hagnaður. • Heildverslun með neytendavörur fyrir konur. Ársvelta 100 mkr. • • Góður hagnaður. Gæti hentað til flutnings út á land. • Lítil heildverslun með matvæli. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Föstudagur 26. september kl. 19.30 Eldur og ís - tónleikar utan raða Íslensk efnisskrá sem verður einnig flutt í tónleikaferð hljómsveitarinnar til Japan í október. Einstakt tækifæri til að hlýða á nokkur áheyrilegustu tónverk íslenskrar tónlistarsögu. Stjórnandi: Petri Sakari Einleikarar: Ari Þór Vilhjálmsson og Hallfríður Ólafsdóttir Jón Leifs: Þrjú óhlutræn málverk Jórunn Viðar: Eldur Hafliði Hallgrímsson: Poemi Þorkell Sigurbjörnsson: Columbine Áskell Másson: Rún Atli Heimir Sveinsson: Icerapp 2000 ■ Laugardagur 27. september kl. 17.00 Bandarískt brass - kristaltónleikar í Þjóðmenningarhúsinu Málmblásarasveit hljómsveitarinnar hefur leikinn í kammertónleikaröðinni Kristalnum með alkunnum glæsibrag. ■ Fimmtudagur 2. október kl. 19.30 Í austurvegi ■ Föstudagur 3. október kl. 21.00 Heyrðu mig nú - Gamelan Lou Reed’s Berlin Lou Reed tók upp plötuna Berlín árið 1973. Platan seldist illa og næstu 33 árin flutti Reed hana aldrei á tónleikum. Fimm kvöld í röð í desember 2006 flutti hann hana hins vegar í heild sinni í vöruskemmu í Brooklyn í New York borg. Platan er nú álitin meistaraverk um illar systur ást- arinnar; öfund, reiði og missi. Með því að nota tvískiptu borgina Berl- ín sem svið, tekst Reed að miðla á áhrifaríkan og beinskeyttan hátt sögunni af Caroline og elskhugum hennar. Ýmsir flytjendur unnu að tónleikunum og hjálpuðu Reed að skapa ánetjandi heim þar sem sjálfseyðing Caroline lifnar við. BerlinSong Kvikmyndin er saga sex tónlist- armanna úr söngvaskáldasenu Berlínarborgar. Þau voru frá Bandaríkjunum, Noregi, Hollandi og Ástralíu og gerðu borgina ein- hvern vegin að sinni. Leikstjórinn Uli M. Schueppel fékk hvert og eitt þeirra til að sýna sér „sinn eigin stað“ í Berlín og bað hvert þeirra um að semja lag um borgina. Hugsanir þeirra og minningar um borgina (sérstaklega Kreuzberg) blandast við ferli laganna frá því að þau eru bara hugmynd og allt þar til þau eru tekin upp og flutt á tónleikum. Wild Combination: A Portrait of Arthur Russell Á undanförnum árum hefur tón- listarmaðurinn Arthur Russell hlotið uppreisn æru, en þegar hann lést fyrir aldur fram úr al- næmi árið 1992 var hann að mestu gleymdur. Þó hafði hann sett mark sitt á ýmsa geira; framúrstefnu- lega nýklassík, tónlist söngva- skálda og – þótt ótrúlegt sé – diskó. Hann vann með Allen Gins- berg og Philip Glass en eftir því sem árin liðu sökk hann sífellt dýpra inn í eigin tónlist, í eigin heim, og undir lokin vann hann að mestu einn í íbúð sinni í New York. Þessari sögu eru gerð frábær skil í Wild Combination, mynd sem kem- ur á hárréttu augnabliki enda ber nafn Russells sífellt oftar á góma í tónlistarpressunni og endurómur verka hans er sterkur á nýjum plötum, t.a.m. hjá Hercules and Love Affair. Heavy Metal in Baghdad Þungarokk í Bagdad er heimild- armynd sem segir af írösku þunga- rokkssveitinni Acrassicauda (Svarti sporðdrekinn) frá því að stjórn Saddams Husseins féll árið 2003 til ársins 2007. Þungarokks- flutningur í einræðisríki hefur allt- af verið erfiður (ef ekki ómögu- legur) en eftir að Saddam var steypt af stóli leit út fyrir að sveit- in gæti flutt sína tónlist óáreitt. Þær vonir urðu fljótlega að engu eftir að borgarastyrjöld tók að geisa. Meðan eyðileggingin tók völd í Írak reyndu Acrassicauda hvað þeir gátu til að halda saman og halda lífi í sér og rokk- draumnum. Saga þeirra speglar vonir og drauma heillar kynslóðar íraskra ungmenna. Berlin Calling Teknóplötusnúðurinn og pródús- antinn Martin Krakow – betur þekktur sem DJ Ickarus – hefur verið á stanslausu ferðalagi um klúbba og útihátíðir heimsins ásamt kærustu sinni og umboðs- manni Mathilde. Eiturlyfjaneysla Martins fer þó stöðugt vaxandi og eftir tónleika í Berlín við heim- komuna lýkur hann nóttinni á geð- deild. Það er kornið sem fyllir mælinn, Mathilde hættir með hon- um, útgáfufyrirtækið segir honum upp, og í kjölfarið strýkur Martin af spítalanum í leit að meira dópi. Smám saman verður honum þó ljóst að hann verður að taka sig saman í andlitinu – en tekst honum það? Þessi mynd veitir tragikóm- íska innsýn í heim danstónlist- arinnar. Í aðalhlutverki er Paul Kalkbrenner sem sér einnig um tónlistina. Kunnugir þekkja hann þaðan, en hann er í framlínu Bpitchcontrol-fyrirtækisins í Berl- ín sem teknótröllið Ellen Allien rekur. Erlendar myndir á Sound on Sight ir Arnar Jónasson um raftónlistar- og danstónlistarsenuna á Íslandi síðast- liðin tuttugu ár en hún er jafnframt opnunarmynd „Sound on Sight“. Hins vegar er svo um að ræða Teipið Á ALÞJÓÐLEGRI kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) verður boðið upp á metnaðarfulla tónlistardagskrá sem ber yfirskriftina „Sound on Sight“ og samanstendur af kvikmyndum sem fjalla á einn eða annan hátt um tón- list. Tvær íslenskar myndir verða sýndar undir merkjum flokksins, annars vegar Rafmögnuð Reykjavík sem er ný íslensk heimildarmynd eft- gengur en það er heimildarmynd eft- ir Elsu Maríu Jakobsdóttur og Gauk Úlfarsson um upptökur Memfismafí- unnar á plötunni Oft spurði ég mömmu. Erlendar myndir flokksins eru sex en auk þeirra verður kvikmyndin Saga borgarættarinnar frá 1920 sýnd við undirleik hljómsveitarinnar Hjal- talín eins áður hefur fram komið. Rafmögnuð Reykjavík Þórhallur Skúlason og Biogen á fullum rafsnún- ing á einhverjum dansstaðnum undir lok síðustu aldar. Ljósmynd/Gudmundur Freyr Vigfuss Gamli skólinn Í Teipið gengur er fylgst með upptökum á plötu Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafíunnar. Fjölbreytt tónlist- ardagskrá á RIFF Tvær íslenskar myndir frumsýndar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.