Morgunblaðið - 02.10.2008, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
viðskipti/athafnalíf
!
"# $
"#
%
!"#$%
&'(
&%)#!
#)
*!! #
#)
+, %
% #
-'
+ .! '/
0( #
#)
1
2"!
3#
45678
4%#.#9*#:
;#
73< & =)> ?)@
AB4+
73< '
8 !!
C @ )! D 1# :E
("%
)
%
*
+
)## # %
)!%
EF DF% %
)!%
EF DF% %
,
-
!""#
("%
)
%
&'( '
&%)#!
#) '
*!! #
#) '
+, % '
% # "! '
-'
+ .! '/
0( #
#) '
1 *! '
2"! '
3# '
45678
4%#.#9*#:#D AED#'
"
'
;# '
.
"#
,
&%% ( & #>$
&%% ( 5%#). 5GA
+ ! *!
AH#)$ *!
8I#E '
B$. '
J %: '
(
'
K%#$ &. . K)
-*
# '
-. :E '
/
J :! %
B "): )! L
4
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
AE
:! %
9
9
9
9
9
9
=%
:!
#:
&B
&B
&B
„ER Ísland virkilega verr statt en
bæði Kasakstan og Líbanon?“ Þann-
ig er spurt í einum virtasta fjármála-
dálki heims, í dálkinum Lex í breska
viðskiptablaðinu Financial Times.
Lex svarar spurningunni og er svar-
ið á þá leið að skuldatryggingarálög
bankanna bendi til þess að staðan
hér á landi sé í raun verri en í fram-
angreindu löndunum tveimur. Höf-
undurinn er þó ekki á því að svo ætti
að vera.
Lex segir að aðgerðir Seðlabank-
ans frá því á mánudag, þ.e. sam-
komulagið um kaup ríkissjóðs á 75%
hlut í Glitni, til að tryggja stöðug-
leika í fjármálakerfinu og verja
hagsmuni viðskiptavina bankans,
hafi reynst verri en gagnslausar,
eins og staðan á íslenskum fjármála-
markaði var í gær. Er þá vísað til
þess hvað kaupin hafa haft slæm
áhrif á skuldatryggingarálag hinna
stóru viðskiptabankanna, Kaupþings
og Landsbankans. Skuldatrygg-
ingarálag á bréf þeirra hafi hækkað
mikið sem og álög á ríkisskuldabréf
vegna aðgerða Seðlabankans.
Gerðu ekki mikið rangt
Segir í greininni í Financial Times að
Seðlabankinn hafi mestallt síðastlið-
ið ár horft aðgerðalaus á hvert
stefndi varðandi íslensku bankana,
en hann hafi tekið til sinna ráða síð-
astliðinn mánudag. Sú ákvörðun að
yfirtaka Glitni frekar en að aðstoða
bankann með öðrum hætti, eins og
gert hafi verið víða í nágrannalönd-
unum, sé eins konar viðurkenning á
því að hið litla Ísland sé með of stórt
bankakerfi. Tekið er þó fram að bæði
Kaupþing og Landsbankinn hafi
ekki gert mikið rangt síðastliðna tólf
mánuði. Er vitnað til sölu Lands-
bankans á meirihluta af erlendri
starfsemi bankans á sviði fjármála-
ráðgjafar og verðbréfamiðlunar til
Straums-Burðaráss, sem tilkynnt
var um í gær. Þá hafi báðir bank-
arnir lagt áherslu á aukin innlán.
Eignasafnið hafi nánast ekkert verið
aukið og þá hafi afskriftir af núver-
andi útlánum enn ekki aukist. Þá
segir Lex að fjármálakreppan í
heiminum hafi leitt til þess að margir
sem áttu það skilið hafi orðið illa úti
vegna hennar. Íslendingar ættu ekki
að vera þar á meðal. gretar@mbl.is
Þjóðnýting gagnrýnd í
þekktum fjármáladálki
Eftir Guðnýju Camillu Aradóttur
camilla@mbl.is
MILLJARÐAR streyma til Írlands eftir að til-
kynnt var í fyrradag að þarlend stjórnvöld hygðust
tryggja innistæður og skuldir sex fjármálafyrir-
tækja í landinu til næstu tveggja ára. Gordon
Brown, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í
fyrrakvöld að innistæðutryggingar í Bretlandi yrðu
hækkaðar úr 35 þúsund pundum í 50 þúsund pund í
mánuðinum. Keppinautar írsku bankanna segja
það ekki nóg og krefjast sömu trygginga og veittar
eru á Írlandi.
Á vef epn.dk segir að bankarnir sex séu með að-
gerðunum orðnir öruggasti staðurinn í heiminum til
að geyma fjármuni sem ekki eigi að verða fjármála-
kreppunni að bráð. Enn séu það helst viðskiptavinir
bankanna á Bretlandseyjum sem njóti góðs af ná-
lægðinni við írsku útibúin. Í raun sé þó ekkert sem
komi í veg fyrir að erlendir viðskiptavinir opni
reikninga þar. Framkvæmda- og fjármálastjórar
um alla Evrópu verði að taka til greina þessar ótak-
mörkuðu tryggingar Íranna þegar komi að því að
tryggja lausafé fyrirtækjanna sem þeir stjórni.
Raddirnar gerast sífellt háværari sem krefjast
þess að til svipaðra aðgerða verði gripið í öðrum
löndum. Þá helst frá fjármálastofnunum sem starfi
á sama markaði og þær írsku. Þar sé ekki keppt á
jafnréttisgrundvelli lengur.
Neelie Kroes, framkvæmdastjóri samkeppnis-
mála hjá Evrópusambandinu, staðfestir við breska
ríkisútvarpið að hún sé „í miklu sambandi“ við írsk
stjórnvöld. Hún hefur þó einnig lýst sínum efa-
semdum um áætlunina. „Ég vil hvetja ríkisstjórnir
Evrópulanda til að vinna ekki einhliða heldur halda
áfram samvinnu við Evrópusambandið. Það er
nauðsynlegt og krefst einungis þess að þær taki
upp símann,“ segir hún í samtali við Guardian.
Leiðtogar írsku stjórnarandstöðunnar vöruðu við
aðgerðunum og sögðu þær geta gert þjóðina gjald-
þrota ef illa færi. Breskir ráðherrar gagnrýndu líka
margir hverjir áætlunina og gáfu í skyn að hún gæti
brotið í bága við lög Evrópusambandsins. Eamon
Gilmore, þingmaður verkamannaflokksins á Ír-
landi, segir flokkinn ekki munu styðja aðgerðirnar
nema sett verði þak á laun þeirra hæst settu innan
fjármálastofnana.
Græna eyjan Írland
gefur tóninn í kreppunni
Kosning Búist var við að frumvarp um aðgerð-
irnar yrði samþykkt á írska þinginu í gærkvöldi.
Fjármálastofnanir krefjast þess að ríkisstjórnir í Evrópu taki upp írsku leiðina
Innistæðutrygging hækkuð í Bretlandi Efasemdir um ágæti áætlunarinnar
LENE Espersen, viðskiptaráð-
herra Dana, boðar hertar reglur
um starfsemi banka. Hún segir á
vef business.dk að ljóst sé að núver-
andi aðstæður kalli á aðgerðir. Rík-
isstjórnin hafi þegar til skoðunar
hvernig auka megi gagnsæi í
bankastarfsemi, einkum hvað varði
lausafjárstöðu og ábyrgðir. Einnig
sé sala banka á eigin hlutabréfum í
skoðun. camilla@mbl.is
Gagnsæi Lene Espersen setur
stífari reglur og herðir eftirlit.
Danir herða
bankareglur
FARIÐ verður fram á aukið eigið
fé banka samkvæmt nýjum reglum
Evrópusambandsins. Endurbættar
reglur voru tilkynntar í Brussel í
gær. Eftirlit með fjármálastofnun-
um sem starfa í fleiri en einu landi
innan Evrópu verður einnig hert.
Endurbóta á reglum Evrópusam-
bandsins um starfsemi banka hefur
verið beðið lengi. Ráðist var í breyt-
ingarnar í ágúst í fyrra, áður en
bankakreppan gerði vart við sig.
Enn á eftir að greiða atkvæði um
breytingarnar á Evrópuþingi og hjá
aðildarríkjum. Reglurnar gætu
breyst enn frekar í því ferli. Í samtali
við Financial Times segir Charlie
McCreevy, framkvæmdastjóri innri
markaðar og þjónustu hjá Evrópu-
sambandinu, að nýleg áföll gefi starfi
hans meðbyr. Samkvæmt breyting-
unum þurfa allir bankar sem starfa í
fleiri en einu landi að koma á lagg-
irnar hópi eftirlitsmanna. Þá verður
fyrirtækjum sem selja verðbréfa-
pakka gert að taka á sig hluta af
áhættunni. Breytingarnar ganga
ekki eins langt í miðstýrðu eftirliti og
nokkrar af stærri aðildarþjóðum
Evrópusambandsins hafa farið fram
á. Aftur á móti er búist við andstöðu
frá minni ríkjum, einkum í Austur-
Evrópu. camilla@mbl.is
Banka í Evrópu bíður
hertari reglusetning
Umdeilt McCreevy
fær meðbyr nú.
Reglur Betra
eftirlit í Evrópu.
Eftirlit með starf-
semi hert og krafa
um eigið fé aukin
Í HNOTSKURN
»Eiginfjárhlutfall banka íEvrópusambandinu mun
þurfa að verða hærra, sam-
kvæmt nýjum reglum ESB.
»Þá verður eftirlit aukiðmeð alþjóðlegum fjármála-
fyrirtækjum.
MOGENS
Lykketoft, fyrr-
verandi fjár-
málaráðherra og
formaður
danskra sósíal-
demókrata, vill
láta banna kaup-
réttarsamninga í
Danmörku og
Evrópu allri.
Hann segir í sam-
tali við Berl-
ingske að samningunum sé að hluta
til hægt að kenna um fjármála-
kreppuna. Hann segir gráðuga
bankastjóra hafa rekið efnahags-
reikninga fyrirtækja í þrot. Tillaga
Lykketoft fær meðbyr hjá formanni
SF á þingi, Villy Søvndal. „Það þætti
mér upplagt. Samningarnir freista
veikra sálna.“ camilla@mbl.is
Vill banna
kauprétt
Græðgi Lykketoft
vill kenna gírugum
bankastjórum um.
HIÐ hægrisinnaða dagblað The
New York Sun hefur lagt upp laup-
ana, en blaðið var fyrst gefið út árið
2002. Blaðið hafði lengi verið rekið
með tapi, en hafði í umfjöllun sinni
lagt áherslu á umfjöllun um stjórn-
mál í New York-borg og menningu
og listir í borginni.
Auglýsingatekjur New York Sun
höfðu verið að aukast undanfarna
mánuði, en rekstrar- og prent-
kostnaður hafði aftur á móti aukist
umtalsvert.
Rekstrarfélag blaðsins verður
ekki gert gjaldþrota, heldur gert
upp í rólegheitum, að því er Wall
Street Journal hefur eftir Seth
Lipsky, ritstjóra blaðsins.
bjarni@mbl.is
Útgáfu New
York Sun hætt
BANDARÍSKI fjárfestirinn og
auðkýfingurinn Warren E. Buffett,
sem hefur gengið betur í fjárfest-
ingum á umliðnum áratugum en
flestum öðrum, hefur keypt hlut í
General Electric fyrir þrjá millj-
arða Bandaríkjadollara, jafnvirði
um 325 milljarða íslenskra króna. Í
síðustu viku keypti hann fyrir fimm
milljarða dollara í fjármálarisanum
Goldman Sachs. gretar@mbl.is
Buffett fjár-
festir í GE
AnnarhfRekstrarverkfræðistofan
Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is
a ÁrsreikningarBókhald
Skattframtöl