Morgunblaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 7 viðskipti/athafnalíf FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Öll stóru alþjóðlegu matsfyrirtækin hafa lækkað lánshæfiseinkunnir ís- lensku bankanna, auk íslenska rík- isins og Íbúðalánasjóðs, í kjölfar yf- irtöku ríkisins á Glitni. Þetta er gert þrátt fyrir að talsmenn bankanna segi engar líkur á því að þeir muni þurfa að leita á náðir ríkisins og fátt bendi til annars en að svo sé. Í raun verður það þó að teljast fullkomlega rökrétt að matsfyrirtækin grípi til þessara aðgerða. Erfiðleikar þeir sem Glitnir lenti í eru öðru fremur til marks um hversu ótryggt ástandið er á mörk- uðum heimsins. Ekki er langt síðan allt virtist í lukkunnar velstandi en síðan lítur út fyrir að einn lánveit- enda bankans hafa neitað að end- urnýja lán og krafið bankann um að greiða þann gjalddaga sem stóð fyr- ir dyrum. Ástæðan er sögð sú að við- komandi lánveitandi muni nýlega hafa veitt Seðlabankanum lán og því vildi hann ekki framlengja lán Glitn- is. Þetta má túlka sem svo að lán- veitandinn hafi ekki viljað leggja meira fé inn í íslenskt hagkerfi. Ástæðan þarf ekki að vera sú að lán- veitandinn treysti ekki íslenska hag- kerfinu eða að hann telji áhættu meiri hér en annars staðar. Á tímum sem þessum er eðlilegt að lánveit- endur séu varari um sig en þegar bjartsýnin er í hámarki eins og verið hefur á undanförnum árum. Á tím- um sem þessum er eðlilegt að lán- veitendur séu áhættufælnari en ella og því forðast þeir að leggja öll egg sín í sömu körfu. Vissulega getur lánveitandinn hafa óttast ásigkomu- lag íslenska hagkerfisins en það er alveg eins víst að hann hafi ekki vilj- að setja fleiri egg í Íslandskörfuna. Lausafé skiptir öllu Aðalatriðið í þessu öllu saman er hversu stutt er á milli þess að allt virðist ganga vel og að allt sé á leið í vaskinn. Bankar þurfa greiðan að- gang að lánsfé til þess að fjármagna rekstur sinn, því enda þótt eiginfjár- hlutfall þeirra sé fullnægjandi geta eignirnar verið illseljanlegar og erf- itt að breyta þeim í lausafé með skömmum fyrirvara. Á tímum sem þessum er aðgangur að lánsfé allt annað en greiður og þegar áætlanir bresta, eins og virðist hafa gerst í þessu tilviki, er ljóst að hlutirnir breytast mjög hratt. Þetta er sú staða sem Bear Stearns lenti í, sem og Northern Rock og Swedbank í Svíþjóð hefur verið að berjast við. Matsfyrirtækin þurfa að taka tillit til þessa og jafnframt að hafa í huga að lánveitendur tengja íslensku bankana alltaf saman, þótt ósjálfrátt sé. Erfiðleikar eins íslensks banka valda því að óvissan um stöðu hinna bankanna eykst. Óvissa getur valdið aukinni áhættufælni sem, ef allt fer á versta veg, getur valdið svipaðri stöðu og þeirri sem Glitnir lenti í þótt líkurnar á því virðist engar. Eins og áður segir hefur þessi fjár- málakreppa kennt okkur að hlut- irnir geta breyst mjög hratt. Í ljósi þess og hinnar ómeðvituðu teng- ingar fjárfesta á milli íslensku bank- anna er ekki óeðlilegt að matsfyr- irtækin skuli meta lán til íslensku bankanna áhættumeiri en áður. Aukin áhætta ríkisins Hvað varðar lánshæfiseinkunn ís- lenska ríkisins er jafn eðlilegt að hún lækki. Ríkið hefur lagt út í mjög stóra fjárfestingu og hafa ber í huga að fyrir vikið hefur bolmagn þess til þess að leggja út í fleiri fjárfestingar af sama stærðarflokki eða jafnvel stærri minnkað. Áhættan í hagkerf- inu hefur því aukist og sérstaklega þegar haft er í huga að ríkið mun án efa þurfa að taka á sig frekari skuld- bindingar vegna fjármögnunar Glitnis í framtíðinni. Þetta end- urspeglast einnig í einkunn Íbúða- lánasjóðs sem fylgir einkunn ríkisins eins og skugginn vegna hinnar margumræddu óbeinu rík- isábyrgðar. Trúverðugleiki matsfyrirtækja Auk þess sem rætt hefur verið hér að framan verður að hafa í huga að matsfyrirtækin berjast enn við að trúverðugleiki þeirra rýrnaði um- talsvert þegar í ljós kom að þau höfðu stórlega vanmetið áhættu skuldabréfavafninganna frægu. Í ljósi þess taka þau mun minni áhættu en áður og því skal engan undra að þau lækki lánshæf- iseinkunn íslenskra fjármálafyr- irtækja. Sérstaklega þegar haft er í huga að íslenska hagkerfið er talið áhættusamt, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Eðlilegt að einkunnirnar lækki Á tímum sem þessum er eðlilegt að lánveit- endur séu varari um sig og erfiðleikar eins ís- lensks banka valda því að óvissan um stöðu hinna bankanna eykst. Morgunblaðið/Kristinn Yfirtaka Öll stóru alþjóðlegu matsfyrirtækin hafa lækkað lánshæfiseinkunnir íslensku bankanna, auk íslenska rík- isins og Íbúðalánasjóðs, í kjölfar yfirtöku ríkisins á Glitni. Áhættan í hagkerfinu hefur aukist. FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is UM leið og órói myndaðist á mörk- uðum í febrúar 2006 hurfu öll skammtímamillibankalán sem ís- lensku bankarnir höfðu. Þessi lán skipta því engu máli lengur fyrir fjármögnun íslensku bankanna, segja sérfræðingar innan úr bönk- unum sem Morgunblaðið ræddi við. „Millibankamarkaður í Evrópu er er ekki lengur fyrir hendi. Bankar lána ekki hver öðrum,“ segir Þór- ólfur Matthíasson, prófessor í hag- fræði við Háskóla Íslands. Lánalínur hverfa Seinni hluta ársins 2006 og fyrri hluta 2007 var lánalínunum skipt út. Það sem er þýðingarmest fyrir fjár- mögnun bankanna í dag, þ.e. Lands- bankann og Kaupþing, er lausafjár- staðan og erlend innlán í Bretlandi og annars staðar í Evrópu. Icesave-innlánsreikningur Lands- bankans hefur notið vinsælda sem þýðir að bankinn hefur haldið ágæt- lega sjó og byggt upp lausa- fjárstöðu, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Innlánum hefur einni fjölgað jafnt og þétt á Edge- reikning Kaupþings. Þessir reikn- ingar hafa í rauninni virkað sem brynja fyrir bankana í þeim þreng- ingum sem þeir glíma við núna. „Við treystum á þann lausafjár- forða sem við eigum og að það myndist ekki órói í kringum fjár- mögnun okkar erlendis, þar á meðal að innlánsreikningarnir haldi velli,“ segir Yngvi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans. Bankar þurfa aðgang að lánsfé til þess að fjármagna reksturinn. Dótt- urfélög íslensku bankanna í Evrópu hafa haft aðgang að lánsfé hjá Seðlabanka Evrópu [SE] gegn veð- um í fjármálaafurðum. Reglurnar hjá SE fela það í sér að bankar þurfa að hafa A eða betra í einkunn hjá lánshæfismatsfyrirtækjum svo bankinn veiti lán með veði í fjár- málaafurð viðkomandi banka. Þegar um margar lánshæfiseinkunnir er að ræða ræðst það af meðaltali þeirra. Banki getur ekki farið inn í Seðla- bankann gegnum dótturfélag sitt og fengið þannig lán hjá SE tryggt með veði í fjármálaafurð sem útgef- in var af honum sjálfum. Ef það eru 20% eignatengsl á milli bankans og dótturfélagsins þá gengur það ekki. Það sem tíðkaðist var að dótt- urfélög íslensku bankanna fengju lán hjá SE gegn veðum í bréfum út- gefnum af öðrum fjármálastofn- unum, íslenskum sem erlendum. Dótturfélög Glitnis gátu fengið lán hjá SE gegn veðum í skuldabréfum útgefnum af Kaupþingi, svo dæmi sé tekið. Þessu var hætt núna í ágúst, samkvæmt upplýsingum frá bönkunum. Lækkun lánshæfismats bankanna mun því ekki hafa nein áhrif í grundvallaraatriðum. Hins vegar ef þessi viðskipti við Seðla- banka Evrópu hefðu verið fyrir hendi núna hefði lækkun á lánshæf- ismati haft veruleg áhrif á þau. Íslensku bankarnir virðast reiða sig á sölu eigna, erlend innlán og eigið lausafé til þess að fjármagna sig. Hljóðið úr bönkunum er að Glitnir hafi líklega sofið á verðinum þegar kom að erlendum innlánum og farið of seint af stað með svokall- aðan Save&Save-reikning sinn með- an Kaupþing og Landsbankinn voru báðir búnir að ganga frá slíkum áætlunum nokkru áður og þar með haft forskot til þess að tryggja sig fyrir áföllum á markaði. Glitnir fór líklega of seint af stað með erlenda innlánsreikninga Morgunblaðið/Kristinn Glitnir Bankinn svaf hugsanlega á verðinum þegar kom að erlendum inn- lánum og fór of seint af stað með erlenda Save&Save-reikninginn.  Erlendu innlánin eru vörn fyrir bankana í þrengingum  Millibankalánin eru horfin öll með tölu Í HNOTSKURN »Öll stóru alþjóðlegu mats-fyrirtækin hafa lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs og íslensku bankanna í kjölfar væntanlegrar yfirtöku ríkisins á Glitni. » Í þau tuttugu ár semStandard & Poor’s hefur reiknað út lánshæfi með þeirri aðferð sem fyrirtækið notar nú hefur einkunn íslenska rík- isins ekki verið lægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.