Morgunblaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
viðskipti/athafnalíf
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
Sagan á það til að endurtaka sig og
gerir það reyndar óvenju oft. Slíkur
atburður átti sér stað í upphafi vik-
unnar þegar ríkið eignaðist 75% hlut
í Glitni, hvort kalla eigi það þjóðnýt-
ingu eða ekki skal hér ósagt látið.
Eins og flestum er í fersku minni hét
Glitnir áður Íslandsbanki en fréttir
af yfirtöku ríkisins á Íslandsbanka
má einnig finna í blöðum frá því í
febrúar 1930.
Íslandsbanki hinn fyrri, eins og sá
banki hefur stundum verið kallaður,
var stofnaður snemma árs 1904 sam-
kvæmt lögum sem konungur Dana-
veldis samþykkti 7. júní 1902. Bank-
inn var síðan opnaður 7. júní 1904 og
er engum blöðum um það að fletta að
hann reyndist íslensku atvinnulífi
vel. Um áratug eftir stofnun varð
bankinn hins vegar fyrir áfalli og í
kjölfar þess gekk rekstur hans brös-
uglega. Um þetta má lesa í grein sem
Eggert Þór Bernharðsson sagn-
fræðingur ritaði í fylgirit Morgun-
blaðsins árið 2004. Í kaflanum Ris og
hnig segir:
„Afkoma Íslandsbanka var góð
framan af en í ársbyrjun 1914 varð
hann fyrir sínu fyrsta stóráfalli þeg-
ar stærsti viðskiptavinur hans varð
gjaldþrota. Í fyrri heimsstyrjöldinni
var afkoma bankans hagstæð en að
henni lokinni syrti í álinn. Óðaverð-
bólga á styrjaldarárunum og fyrst
eftir stríðið leiddi til mikillar seðla-
prentunar en meiru skipti þó skyndi-
legt verðfall á íslenskum útflutnings-
afurðum haustið 1920. Jafnframt
kom gjaldeyrisskortur þjóðarinnar
hart niður á bankanum og reglur um
ókeypis yfirfærslu fjármagns milli
Danmerkur og Íslands fyrir Lands-
bankann voru honum þungar í
skauti. Bankinn safnaði skuldum og
barðist í bökkum. Árin 1922-25 batn-
aði hagur hans en á seinni hluta
þriðja áratugarins harðnaði á daln-
um á nýjan leik þegar afkoma út-
gerðarinnar stórversnaði. Íslands-
banki tapaði miklu fé, innistæður
minnkuðu og handbært fé til að
greiða sparifjáreigendum var af
skornum skammti, hlutabréf bank-
ans féllu í verði og traust lánar-
drottna þraut. Þá var ný bankalög-
gjöf óhagkvæm Íslandsbanka en
styrkti Landsbankann. Pólitísk sam-
staða náðist ekki um aðgerðir til
bjargar Íslandsbanka og raunar
höfðu ýmsir þingmenn ætíð horn í
síðu hans vegna þess að hann hafði
að mestu verið í eigu útlendinga en
ekki undir stjórn opinberra ís-
lenskra aðila. Bankanum var loks
lokað mánudaginn 3. febrúar 1930 en
á grunni hans reis Útvegsbanki Ís-
lands hf. sem var opnaður 12. apríl
1930 og yfirtók eignir og skuldir Ís-
landsbanka.“
Gjaldeyrisskortur
Erlendir sérfræðingar, sem og inn-
lendir, hafa haft á orði að fjármála-
kreppan sem nú geisar í heiminum
minni um margt á upptök kreppu 4.
áratugarins, kreppunnar miklu.
Vissulega má það til sanns vegar
færa og hvað Ísland varðar hefur því
eitt atriðið bæst við, þ.e. að ríkið hef-
ur tekið Íslandsbanka yfir.
Annað sem fjármálakreppan á
sameiginlegt með kreppunni miklu
er skortur á gjaldeyri. Gengi krón-
unnar hefur ekki verið jafnlágt síðan
það var sett á flot í mars 2001 og hef-
ur það m.a. verið skýrt með því að
gjaldeyri skorti í landinu. Hið sama
var uppi á teningnum árið 1931, þ.e.
gjaldeyri skorti tilfinnanlega í land-
inu þótt ekki væru áhrifin á gengi
krónunar hin sömu. Síðla septem-
bermánaðar 1931 voru öll viðskipti
með gjaldeyri stöðvuð á landinu og
þá var sú ákvörðun tekin að tengja
krónuna gengi pundsins og því lækk-
aði gengið ekki þótt gjaldeyrisskort-
ur ríkti. Gjaldeyrisviðskiptabannið
ríkti í tvær vikur en skömmu síðar
var ákveðið að setja gífurlega ströng
höft á allan innflutning til landsins
og var markmiðið að koma í veg fyrir
streymi gjaldeyris út úr landinu.
Í erindi sem Jóhannes Nordal,
fyrrum seðlabankastjóri, flutti á
Söguþingi fyrir 11 árum segir hann
að innleiðing haftanna hafi sennilega
verið bráðabirgðavarnaraðgerð en
eins og gjarnan hefur verið með
fleiri slíkar aðgerðir í gegnum tíðina
reyndist hún ekki til bráðabirgða.
„Reyndin varð þó allt önnur og má
jafnvel segja, að fáar stjórnvalds-
ákvarðanir hafi markað jafnafdrifa-
rík þáttaskil í hagstjórn á
Íslandi á þessari öld, því að með
þeim var stofnað til haftakerfis, sem
átti eftir að gegnsýra flesta þætti
þjóðarbúskaparins og hugsunarhátt
stjórnvalda og almennings í næstu
þrjá áratugi.
Það er því áleitin spurning, hvað
réð gerðum manna þessa haustdaga
og hvers vegna gjaldeyris- og inn-
flutningshöftin festust svo fljótt í
sessi og urðu brátt ríkjandi í efna-
hagsstjórn landsins,“ segir Jóhannes
og bætir því við að lítill vafi leiki á því
að „ástandið hafi verið ískyggilegt í
augum bæði banka og ríkisstjórnar,
er hin auðugustu lönd áttu í gjald-
eyrisörðugleikum og margar þjóðir
höfðu gripið til hafta og annarra
verndaraðgerða.“
Í samhengi sögunnar | Ríkisvæðing
Sagan endurtekur sig
Ríkið keypti Glitni í vikunni – Það var þó ekki í fyrsta skipti.
Morgunblaðið/Kristinn
FRÉTT vikunnar er yfirtaka rík-
issjóðs á 75% hlut í Glitni, að mati
Jóns Hákonar Magnússonar, fram-
kvæmdastjóra KOM almanna-
tengsla. „Mánudagur-
inn verður einn af
þessum dögum þar
sem maður man alltaf
hvar maður var þegar
fréttin barst, líkt og
þegar John F. Ken-
nedy var myrtur, eða
þegar árásin var gerð
á tvíburaturnana í
New York,“ segir
hann. „Ég kalla daginn
svartan mánudag.“ Jón
Hákon segir að atburð-
ir mánudagsins muni
hafa gríðarleg áhrif á
efnahagslíf Íslands, en
orsökin sé þó alþjóð-
leg.
Ástandið síst betra erlendis
„Þetta er skelfilegt fyrir Glitni,
hluthafa, viðskiptavini bankans og
þjóðfélagið í heild. Ég veit ekki
hvort þetta gæti hreinlega komið af
stað skriðufalli í formi gjaldþrota og
uppsagna. Almenningur er orðinn
hræddur við að eiga sparifé í bönk-
unum, en veit að það þýðir ekki að
taka peningana út og stinga undir
koddann.“ Verðbólga og vextir séu
það há að slík viðbrögð eru ekki
raunhæf.
„Fólk fékk á mánudag áþreifan-
lega að finna fyrir því að við erum í
efnahagslegri niður-
sveiflu, þótt ef til vill
sé ekki rétt að tala um
kreppu. Atvinnuleysi
er enn mjög lítið, svo
dæmi sé tekið. Far-
andverkamenn hafa
verið að tínast heim til
sín og léttir það mjög
á atvinnumarkaði við
þessar aðstæður.“
Jón Hákon segir að
ekki sé hægt að kenna
Glitni eða ríkisstjórn-
inni um hvernig fór því
að þetta er að stórum
hluta erlent vandamál
eins og áður segir og
ástandið er síst betra í
öðrum ríkjum.
„Stóra erlenda fréttin er angi af
sama máli, en þegar bandaríska
þingið samþykkti ekki frumvarp
Bush forseta um björgunaráætlun í
efnahagsmálum lækkaði hlutabréfa-
verð þar í landi um 10%. Enginn sá
það fyrir að atburðarásin yrði svona
hröð hér á landi eftir að bandaríski
fjárfestingarbankinn Lehman Brot-
hers fór í þrot um miðjan mán-
uðinn,“ segir Jón Hákon.
Fréttin | Jón Hákon Magnússon
Svartur mánudagur
Jón Hákon Magnússon
Morgunblaðið/Golli
Fundahöld Helstu forystumenn ríkisstjórnarinnar auk seðlabankastjóra
áttu í gærkvöldi fundi með lykilmönnum úr bankageiranum
HugurAx / Guðríðarstíg 2-4 / 113 Reykjavík / Sími 545 1000 / Fax 545 1001 / www.hugurax.is
TOK, bókhalds- og launakerfið er hægt er að
fá í nokkrum mismunandi útgáfum sem henta
fyrirtækjum af öllum stærðum.
Þegar fyrirtæki stækka þá stækkar kerfið með.
Með þessu móti spara fyrirtæki sér fé með því að
nota bókhalds- og launakerfi sem hentar hverju
sinni sama hvort hjá fyrirtækinu starfa þrír eða
þrjúhundruð.
Vex með þínu fyrirtæki
TOK bókhalds- og launakerfið hentar stórum sem smáum
fyrirtækjum. Með TOK getur þú byrjað með lítið kerfi sem
hægt er að stækk eftir því sem fyrirtækið vex og dafnar.
Kynntu þér kosti TOK.
S
K
A
P
A
R
IN
N
A
U
G
L
Ý
S
IN
G
A
S
T
O
FA