Morgunblaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 11 viðskipti/athafnalíf Eftir Barry Eichengreen Til þess að leysa úr þeirri óreiðu sem nú ríkir á fjármálamörk- uðum er nauðsynlegt að skilja hvernig hún kom til. Grundvall- arástæðan, að sögn manna eins og John McCain, er græðgi og spilling á Wall Street. Ég ætla ekki að neita því að slíkt sé til staðar en ég full- yrði hins vegar að rætur krepp- unnar sé að finna í lykilhag- stjórnarákvörðunum undanfarinna áratuga. Í Bandaríkjunum höfðu tvær ákvarðanir meira að segja en aðr- ar. Sú fyrri, á 8. áratugnum, var þegar reglur um þóknanir hluta- bréfamiðlara voru afnumdar. Sú síðari, á 10. áratugnum, var að af- nema höft Glass-Steagall-laganna um blöndun viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Á dögum fastrar þóknunar lifðu fjárfesting- arbankar vel af því að miðla hluta- bréfaviðskiptum. Afnám reglu- gerða hafði í för með sér samkeppni og minni framlegð. Þegar Glass-Steagall hvarf gátu viðskiptabankar síðan seilst inn á önnur hefðbundin verndarsvæði fjárfestingarbankanna. Svar fjárfestingarbankanna var að búa til nýjar tekjulindir svo sem þróun og dreifingu flókinna afleiðuverðbréfa. Þeir tóku fé að láni og komu því í vinnu til þess að halda við arðsemi sinni. Þetta var fyrsta orsök kreppunnar: þró- unar- og dreifingarlíkan verðbréf- unar og mikil notkun lánsfjár. Óviljandi afleiðingar Það er mikilvægt að hafa í huga að þetta voru óviljandi afleið- ingar hagstjórn- arákvarðana sem í grundvallaratriðum voru skynsamlegar. Að öllu öðru óbreyttu gerði afnám reglu- gerðanna minni fjár- festum kleift að eiga ódýrari viðskipti með hlutabréf, sem var þeim til góða. En allt annað var ekki óbreytt. Sérstaklega var sú staðreynd að fjárfestingarbankar, sem vegna þessara reglugerðabreytinga var ýtt inn í áhættumeiri starfsemi, voru utan eftirlitsnetsins uppskrift að stórslysi. Samsteypur Að sama skapi var það í meg- inatriðum skynsamlegt að útrýma Glass-Steagall. Sem samsteypur eiga fjármálastofnanir auðveldara með að auka fjölbreytni starfsemi sinnar og sameining við viðskipta- banka gerir fjárfestingarbönkum kleift að fjármagna starfsemi sína með tiltölulega stöðugum inn- lánum í stað þess að treysta á hverflyndan peningamarkaðinn. Þetta líkan hefur reynst lífvænlegt í Evrópu um nokkurra alda skeið og kostir þess eru greinilegir í Bandaríkjunum nú þegar Bank of America hefur keypt Merrill Lynch. En samsteypuvæðing tekur tíma. Til skamms tíma var Merrill, líkt og öðrum fjárfesting- arbönkum, leyft að tvöfalda veð- mál sín og bankinn var algjörlega utan verksviðs eftirlitsaðila. Sem stök eining var bankinn við- kvæmur fyrir sveiflum á markaði og kreppu sem ógnar öllu fjár- málakerfinu þurfti til þess að hrinda af stað óhjákvæmilegri samsteypuvæðingu hans. Annar þáttur kreppunnar er mengi stefnumála sem ollu hnatt- rænu misvægi. Ríkisstjórn Bush lækkaði skatta og seðlabanki Bandaríkjanna brást við nið- ursveiflunni 2001 með vaxtalækk- un. Nýsköpun á fjármálamarkaði gerði lánsfé síðan enn ódýrara og aðgengi að því auðveldara. Þetta er ekkert annað en sagan um ótryggu veðlánin (e. Subprime) í öðru gervi og niðurstaðan var auk- in eyðsla í Bandaríkjunum auk þess sem sparnaður heimilanna hvarf. Jafn mikilvægt er ris Kína og samdráttur í fjárfestingu í Asíu í kjölfar fjármálakreppunnar 1997- 1998. Kína leggur nærri 50% vergrar landsframleiðslu sinnar til hliðar og eitthvert verða allir þeir peningar að fara. Stór hluti þeirra fór í fjárfestingar í bandarískum ríkisskuldabréfum og skuldabréf- um Fannie Mae og Freddie Mac. Þetta ýtti upp gengi dollars og dró úr lántökukostnaði banda- rískra heimila, sem hvatti þau til þess að lifa um efni fram. Þetta gladdi líka markaðinn fyrir verð- bréf Fannie og Freddie, sem var eldsneyti fyrir verðbréfunarvélina. Niðurskurður nauðsynlegur Árétta ber að þessar aðgerðir er ekki hægt að kalla bein mistök. Hægt er að færa rök fyrir því að það sé mikilvægasta afrek okkar tíma og færa 1 milljarð Kínverja úr fátækt. Viðbrögð seðlabankans við niðursveiflunni 2001 komu í veg fyrir að hún dýpkaði en við- brögðin höfðu í för með sér afleið- ingar sem ekki var búist við. Eft- irlitsaðilum í Bandaríkjunum tókst ekki að herða á kröfum um lán- veitingar og eiginfjárstöðu þegar ofgnótt fjármagns flæddi inn á markaðinn sem auk lágra stýri- vaxta tendraði ofsalega lána- sprengju. Þá var það olía á eldinn að Kínverjum tókst ekki að hvetja nægilega hratt til aukinnar einka- neyslu samfara hækkandi tekju- stigi. Nú er nauðsynlegt að skera nið- ur hinn þrútna fjármálageira. Nið- urstaða sumra aðgerða, svo sem hjónabands Bank of America og Merrill Lynch, veita meiri ham- ingju en aðrar, svo sem gjaldþrot Lehman Brothers, en hvað sem því líður er ljóst að niðurskurður mun eiga sér stað. Erlendir seðla- bankar eru að tapa fé vegna gá- lausra fjárfestinga og á meðan þeir vinna úr tapi vegna banda- rískra skuldabréfa mun fjár- magnsflæði til Bandaríkjanna dragast saman. Viðskiptahalli Bandaríkjanna og viðskipta- afgangur Asíu munu minnka og bandarísk heimili þurfa að taka til við sparnað á ný. Óvænt þróun dollars Eina frávikið er að dollarinn hefur styrkst á undanförnum vik- um. Þar sem Bandaríkin teljast ekki lengur til þeirra sem bjóða upp á fjáreignir af hæsta gæða- flokki hefði mátt búast við því að dollarinn veiktist. Styrkur dollars- ins endurspeglar hins vegar ósjálf- ráð viðbrögð fjárfesta sem nú flykkjast í örugga höfn banda- rískra ríkisskuldabréfa og hafa ber í huga að hið sama gerðist í ágúst 2007 þegar kreppan vegna ótryggra veðlána gaus upp. En þegar fjárfestar gerðu sér grein fyrir vanda Bandaríkjanna dró úr ásókninni og dollarinn tók að lækka á ný. Nú, þegar fjárfestar gera sér grein fyrir því hversu vandi bandaríska fjármálakerfisins er mikill, munum við sjá dollarann falla aftur. Horfurnar eru ekki góðar ef lögð er áhersla á að græðgi og spilling hafi valdið kreppunni. Við munum ekki breyta mannlegu eðli og við getum ekki dregið úr græðgi fjárfesta. Áhersla á stefnu- breytingar bætir horfurnar þó ekki sé alltaf hægt að komast hjá óæskilegum afleiðingum og mis- tökum við stefnumörkun. Hins vegar er hægt að leiðrétta slík mistök, en þá þarf fyrst að kafa dýpra til þess að leita róta vanda- málsins. Uppbygging kreppu »Ekki er rétt aðkenna græðgi um hvernig komið er fyrir fjármálamörkuðum, heldur höfðu breytingar á regluumhverfi banka og fjármálafyrirtækja einnig mikil áhrif. Barry Eichengreen er prófessor í hagfræði við University of California í Berkeley © 2008 Project Syndicate Millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins Barry Eichengreen Samtök iðnaðarins - www.si.is 7. október 2008 kl. 8.30-10.30 Gullteigur, Grand Hótel. Morgunverður í boði SI kl. 8.00. SI efnir til morgunverðarfundar um nýtingu orkuauðlinda. Dagskrá: Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Pallborðsumræðum stýrir Sigríður Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri miðlunar hjá SI Fundarstjóri: Helgi Magnússon, formaður SI Fundurinn er öllum opinn og ókeypis en tekið er við skráningum á netfangið mottaka@si.is. Orkunýting til hagsældar H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Það má segja að þeir semhafa fylgst með Glitnis-málinu skiptist í tvo hópa. Í öðrum hópnum er fólk sem hefur litla samúð með hluthöf- um og stjórnendum Glitnis. Það er fólkið sem er búið að standa fyrir utan gluggann og stara inn í veislu- sali bankamanna undanfarin ár. Og á allan glamúrinn. Þetta fólk kennir bankamönnun- um um hvernig komið er fyrir þjóð- arskútunni. Í öllum æsingnum, sem margir hrifust með, var þjóðin skuldsett í topp og það er komið að skuldadögum. Alltaf var ljóst að það myndi bitna harkalega á almenn- ingi. Því sé fjárfestunum – sjálfum veislustjórunum – engin vorkunn að taka á sig vænan skell. Þeim var nær. Í hinum hópnum er frekar fólk sem fylgist vel með, tekur þátt í og jafnvel starfar í fjármálaheiminum. Því finnst þessi aðgerð stjórnvalda harkaleg, skaðleg og vanhugsuð. Margir hverjir eru hoppandi brjál- aðir og segja að stjórnendur Seðla- bankans hafi ekki áttað sig á afleið- ingunum. Þá er bent á fordæmi utan úr heimi þar sem seðlabankar gera hvað þeir geta til að létta undir. Strax voru settar fram þær spurningar hvort ákvörðun Seðla- bankans hefði verið byggð á fagleg- um forsendum. Það er auðvelt eftir fyrri átök Davíðs Oddssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Því má spyrja hvort heppilegt var fyrir Davíð að keyra út úr Seðla- bankanum með forsætisráðherra í farþegasætinu og fjármálaráðherra í aftursætinu. Var heppilegt að hann talaði fyrir kaupum ríkisins í Glitni með milligöngu Seðlabankans á mánudag? Var heppilegt að allir fundirnir fóru fram í Seðlabanka Ís- lands en ekki í stjórnarráðinu? Hefði Davíð Oddsson mætt í Seðlabankann til fundar við sömu aðstæður þegar hann var forsætis- ráðherra? Því má spyrja hvort heppilegt var fyrir Davíð að keyra út úr Seðlabankanum með forsætisráðherra í farþega- sætinu og fjármálaráðherra í aftursætinu. Morgunblaðið/Golli Aftursætisbílstjórar innherji@mbl.is INNHERJI»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.