Morgunblaðið - 06.10.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.10.2008, Qupperneq 2
2 F MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Opið mán.-fös. kl. 9-17.00 Haukur Geir Garðarsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali haukur@fastis.is Ásbjörg Högnadóttir sölufulltrúi asbjorg@fastis.is Vorum að fá í sölu fallega og rúmgóða 3ja herb. íb. ofarlega í lyftuhúsi með stórglæsi- legu útsýni í þrjár áttir og 15 ferm. yfir- byggðar svalir. L.f. þvottavél í íbúð, þurrk- herbergi á hæðinni. Sérbílastæði. Ásett verð 22,2 millj. ORRAHÓLAR – ÚTSÝNI 3 Í einkasölu rúmgóð, 94 ferm., 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í nýlegu fjölbýli. Stofa, 2 svefnherb., eldhús, baðherbergi og þvotta- herbergi í íbúð. Parket. ÁKVEÐIN SALA. RJÚPNASALIR - KÓP. 3 Vorum að fá í einkasölu glæsilega 4ra herb. nýuppgerða hæð í þríbýli ásamt bíl- skúr m. mögul. á stækkun. Íbúðin sem er meira og minna nýl. uppgerð, er sérlega björt og rúmgóð. Eldhús, stofa, 3 herbergi og flísalagt baðherbergi. Sameiginlegt þvottahús. Endurnýjaðar vatnslagnir og rafmagn. ÝMIS SKIPTI MÖGULEG. ÓSKAÐ ER EFTIR TILBOÐI Í EIGNINA. SKIPASUND – GLÆSIL. HÆÐ - TILBOÐ SELJENDUR FÁIÐ RÁÐGJÖF HJÁ REYNSLUMIKLUM VIÐSKIPTAFR./LÖGG. FASTEIGNASALA VANTAR EIGNIR Á SÖLUSKRÁ. PERSÓNULEG OG TRAUST ÞJÓNUSTA Vorum að fá í einkasölu rúmgóða 2ja herb. 69 fm íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli. Glæsi- legt útsýni. Stutt í falleg útivistarsvæði. Gengið er af svölum í garðinn. Þvottahús innan íbúðar. Frábær fyrsta eign! Verð 18,9 millj. Opið hús í dag frá 18.00-18.30. VELKOMIN. REYKÁS 27 – 2JA – OPIÐ HÚS 2 Síðasta einingin. Um er að ræða 132 fer- metra einingu í nýl. iðnaðarhúsnæði sem er klætt að utan. Mjög góð lofthæð allt að 7 metrar. Milliloft að hluta. Stórar innkeyrslu- dyr. Gott athafnasvæði. Sanngjarnt verð: 19,9 millj. STEINHELLA – HAGSTÆTT VERÐ Atv Vorum að fá í einkasölu glæsilega 111 fer- metra 3ja herb. íbúð á jarðhæð í litlu ný- legu fjölbýli ásamt stæði í bílskýli. Stofa með hurð út á verönd, 2 herbergi, vandað eldhús, baðherbergi með baðkari og sturtu og þvottahús. Parket og flísar á gólfum. Húsið er klætt að utan og því viðhaldslítið. Áhv. um 16 millj. Ásett verð 33,8 millj. BOÐAGRANDI - NÝTT HÚS - BÍLSK. 3 Vorum að fá í einkasölu um 27 fermetra nýlega geymslu/bílskúr á afgirtu og vökt- uðu svæði í Hafnarfirði. Hiti, vatn og raf- magn. Malbikað plan. Sameiginlegar snyrt- ingar. Mjög gott húsfélag. Áhvíl. um 1,5 millj. Laust strax. Verð 3,9 millj. HAFNARFJ. – BÍLSKÚR/GEYMSLA Atv hæð Vorum að fá í einkasölu góða 4ra herbergja útsýnisíbúð á 3. hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bílskýli, á þessum vinsæla stað. Hol, stofa með suðvestursvölum, 3 svefn- herbergi, eldhús og baðherbergi. Góð sameign. Hús nýlega yfirfarið og málað. Ásett verð 26,9 millj. BOÐAGRANDI - BÍLSKÝLI TIL LEIGU BÍLSKÚR/VÖRUGEYMSLA Í HAFNARFIRÐI. VATN, RAFM.,HITI. SAM. SNYRTINGAR. LOKAÐ, VAKTAÐ SVÆÐI. LAUST STRAX. UPPL. Í 822-4850. 4 Það krefst bæði þjálfunar oghæfileika að innrétta fal-legt heimili og mistökingeta kostað bæði tíma og peninga. Þökk sé húsgagna- og innrét- ingasíðunni Mydeco.com eiga þeir sem ekki hafa góða tilfinningu fyrir rými eða litavali sér nú loksins ein- hverja von. Auk þess að vera bráðskemmtileg vefsíða um allt sem kemur innrétt- ingum heimilisins við býr Mydeco- .com yfir hreint mögnuðu forriti sem gerir fólki kleift að innrétta á tölvu- skjánum herbergi með alls kyns mublum og alls kyns efnum til að sjá með einföldum hætti hvernig allt saman kemur út. Það tekur enga stund að sníða út herbergi til að innrétta og hægt er að vinna með metrakerfið sem mæli- einingu (það hefur verið helsti gall- inn á sambærilegum forritum til þessa að þau reikna allt í fetum, enda gerð fyrir Bandaríkjamenn). Þegar umgjörðin er komin má leggja á herbergið hvers kyns gólf- efni og koma fyrir gluggum og hurð- um eins og þarf. Síðan er hægt að raða inn í rýmið (og snúa á alla vegu) „alvöru“ húsgögnum sem öll eiga sér fyrirmyndir í hillum og búðargólfum alvöru húsgagnaverslana, en fjöldi stórra og smárra húsgagnaframleið- enda hefur lagt sitt af mörkum við gerð forritsins. Notandinn getur virt herbergið fyrir sér frá öllum sjónarhornum og til að kóróna allt saman reiknar for- ritið út í sterlingspundum verðið á húsgögnunum og skrautmununum sem valin hafa verið. Allt er þetta ókeypis og það þarf ekki einu sinni að hlaða forriti í tölv- una, því allir galdrarnir fara fram í gegnum vafrann. Reyndar þarf skráningu til að vista hönnunina, en skráningin er ókeypis og þarf ekki að hafa áhyggjur af endalausum straumi ruslpósts. Svo er ekki úr vegi að rápa aðeins um Mydeco-vefinn, því þar er allt morandi í góðum hugmyndum, áhugaverðum innréttingum og spennandi lausnum. Sims fyrir lengra komna  Allir geta innréttað draumaherbergið sitt með einföldu forriti á síðunni Mydeco.com  Hægt að gera tilraunir með litasamsetningar, gólfefni og „alvöru“ húsgögn Vinnuborðið Það tekur enga stund að ná tökum á forritinu og hægt að dunda sér nánast endalaust við að púsla saman ólíkum mublum og litum til að sjá hvort allt passar vel saman sem ein heild. Innlit Skoða má herbergið frá öllum sjónarhornum. Hérna sjá lesendur n.v. hvernig greinarhöfundur myndi vilja raða upp í stofunni hjá sér. Auð- vitað er hönnunin grófgerð en getur samt komið að góðum notum. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is TENGLAR .............................................. www.mydeco.com/rooms/planner Fasteignir Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang fasteignir@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Ásgeir Ingvarsson, asgeir i@mbl. is , Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Lækka vexti á nýjum lánum  Kaupþing tilkynnti í síðustu viku lækkun vaxta á nýjum íbúða- lánum um 0,15%. Eftir lækkunina verða lægstu vextir á nýjum íbúðalánum við bankann 5,90%. Kaupþing lauk hinn 26. september útboði á skuldabréfum til fjár- mögnunar nýjum íbúðalánum en alls bárust tilboð upp á 1,5 millj- arða króna. Kaupþing tók til- boðum fyrir 1 milljarð en með- alávöxtunarkrafa samþykktra tilboða var 5%. Íbúðalánasóður eignast íbúðir  Íbúðalánasjóður átti í síðustu viku alls 103 íbúðir, en þær hefur sjóðurinn eignast á uppboði og hefur eignum í eigu sjóðsins fjölg- að talsvert síðustu mánuði. Hluti íbúðanna var byggður eða keyptur með íbúðaláni og þurfti sjóðurinn að leysa þær til sín eftir erfiðleika leigufélaga, en flestar eru eign- irnar á Austurlandi og þá 2-4 her- bergi að stærð. Aðstoðarframkvæmdastjóri Íbúða- lánasjóðs segir innlausn eigna vaxandi vandamál. Starfsgreina- félagið AFL á Austurlandi hvetur leigjendur til að þinglýsa samn- ingum. Fleiri sækja um greiðslufrest  Íbúðalánasjóði hafa frá í sumar borist rúmlega 100 umsóknir um greiðslufrest. Sjóðurinn leyfir þeim sem eiga tvær eignir en hef- ur ekki tekist að selja aðra þeirra að fresta afborgunum af lánum. Einnig má fá afborgunarfrest vegna greiðsluerfiðleika t.d. af völdum tekjutaps eða atvinnumiss- is og hefur slíkum umsóknum fjölgað talsvert undanfarna mán- uði. ÞETTA HELST …

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.