Morgunblaðið - 18.10.2008, Page 1

Morgunblaðið - 18.10.2008, Page 1
Halló, krakkar! Sjáið hvað þetta er fín mynd af mér. Hún Margrét Helga, 7 ára, teiknaði hana af mér. Mikið varð ég glaður þegar ég opnaði um- slagið og sá hana. Mig langar til að þakka ykkur kærlega fyrir alla fallegu myndirnar sem þið hafið sent mér og vil láta ykkur vita að við birtum þær allar en þið gætu þurft að bíða í nokkrar vikur eftir birtingu. Ég vil líka hvetja ykkur til að halda áfram að senda mér bréf um ykkur, teikningar, pennavinaauglýsingar, brandara, gátur, uppskriftir og bara hvað sem ykkur dettur í hug. Þið getið bæði sent mér póst á net- fangið barnablad@mbl.is og líka á heimilisfangið: Morgunblaðið Patti póstkassi Hádegismóum 2 110 Reykjavík Kæru kátu krakkar á Ís- landi, megið þið eiga góða helgi. Ég hlakka til að heyra frá ykkur, Patti póstkassi. Patti póstkassi Skúli skáti fann ekki vasahnífinn sinn í morgun þegar hann ætl- aði að fara að tálga. Hann kippti sér ekki upp við það og reyndi að tálga spýtukalla með sög. Það gekk nú heldur illa hjá honum svo hann biður ykkur um að hjálpa sér að leita að 10 skáta- hnífum á síðum barnablaðsins. Það gengur ekki að tálga með sög laugardagur 18. 10. 2008 börn LÁTTU LJÓS ÞITT SKÍNA BORGARLEIKHÚSIÐ LEITAR AÐ SÖNGELSKUM OG HÆFILEIKA- RÍKUM KRÖKKUM TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í SÖNGLEIK » 3 Atli Mar, 5 ára, gagnrýnir bókina Skrímslapest» 3 Skátar hittast vikulega á fundum og vinna að hinum ýmsu verkefnum. Barnablaðið heim- sótti skátafélagið Vífil í Garðabæ og fylgdist með nokkrum strákum sem voru að læra hnúta, klifra og að súrra. Þegar trétrönur eru bundnar saman á ákveðinn hátt, kallast það að súrra og þá er hægt að búa til úr þeim ótrúlegustu hluti, eins og borð, hlið, eldstæði, rólu og jafnvel fótboltamörk eins og strák- arnir í Garðabæ voru að reisa. Barnablaðið settist niður með tveimur kátum strákum og þeir sögðu okkur frá skátalífinu. » 3 Morgunblaðið/Árni SæbergSkátalíf Jón Egill og Eiríkur Egill súrra saman trönur og búa til úr þeim hið fínasta fótboltamark. Súrrandi kátir skátar í Garðabæ Einfaldir skátahnútar Hæ, hæ! Ég heiti Benedikt Einarsson. Ég óska eftir pennavini á aldrinum 7-9 ára, bæði stelpu og strák. Áhugamál mín eru aðallega vinir og tölvu- leikir. Kær kveðja, Benedikt Einarsson Hrísmóum 7 210 Garðabær Halló! Ég heiti Hafdís Katrín og óska eftir pennavini sem er 9 ára. Mér er sama hvort það er stelpa eða strákur. Áhugamál mín eru hestar, hundar, körfubolti og dans. Ég er sjálf 9 ára. Hafdís Katrín Hlynsdóttir Hörgatúni 13 210 Garðabær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.