Morgunblaðið - 18.10.2008, Side 2

Morgunblaðið - 18.10.2008, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008 2 Börn Í þessari viku eigið þið að leita að eftirfarandi skátaorð- um í stafasúpunni. BAKPOKI BAND FÁNI GÖNGUSKÓR HNÍFUR HNÚTUR KLÚTUR RÖTUN SKÁTAMÓT SKRÚÐGANGA SUMARBÚÐIR TJALD ÚTILEGA VARÐELDUR Þegar þið hafið fundið öll orð- in standa eftir 24 ónotaðir stafir. Raðið þeim upp í réttri röð og þá fáið þið lausnarsetninguna sem þið skrifið á blað og sendið inn fyrir 25. október. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn, heimilisfang og aldur. Þá eigið þið möguleika á að vinna bókina Örlög guðanna. Sögur úr nor- rænni goðafræði. Framan á umslagið skrifið þið: Morgunblaðið Börn – verðlaunaleikur 18. október 2008 Hádegismóum 2 110 Reykjavík Fyrir tveimur vikum áttuð þið að telja sælgæti. Dregið var úr réttum lausnum og þeir heppnu fá bókina Lubbi lundi í verðlaun. Vinningshafar: Guðni Berg Hauksson 6 ára Ásvegi 25 760 Breiðdalsvík Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir 8 ára Hæðarbyggð 14 210 Garðabær Máni Ingason 10 ára Háukinn 8 200 Hafnarfjörður Ingólfur Rögnvaldsson 6 ára Hraunbæ 72 110 Reykjavík Aron Flavio Luciano 6 ára Öldugranda 7 107 Reykjavík Til hamingju, krakkar! Þið fáið bókina senda heim á næstu dögum. Verðlaunaleikur vikunnar Klipptu krossana tvo út og klipptu þá svo í sundur eftir skástrikinu. Þegar þú hefur gert það ættir þú að vera með fjóra útklippta búta, tvo rauða og tvo græna. Reyndu að púsla þessum fjórum bútum saman þannig að þeir myndi ferning. Lausn aftast. Krossapúsl Birta Líf, 10 ára, teiknaði þessa fínu mynd af hárprúðu fjöl- skyldunni. Þau Lucíanó, Melkorka og Emilía eru nú aldeilis glæsileg. Hárprúð fjölskylda Ballerína Harpa, 9 ára, teiknaði þessa sniðugu mynd af ballerínu sem dansar undir litríkri diskókúlu. Sjáið hvað ballerínan er í fal- legum ballettskóm. Sylvía Sól, 6 ára, teiknaði þessa fallegu mynd af prinsessu sem er föst í turni. Hún hefur kastað hárinu á sér út um gluggann svo prinsinn geti híft sig upp á því og kysst hana. Prinsessan í turninum Höfuðkast Undirbúningur: Hver þátttakandi klippir út lengju af kartoni og límir hana saman, þannig að úr verður einskonar botnlaus skál. Síðan þarf að gera gat, fyrir teygju, festa í kart- onið og svo smeygja þátttakendurnir teygjunni undir hökuna til að festa kartonskálina á höfðinu (sjá mynd). Því næst þarf hver þátttakandi að búa til 10 litlar kúlur úr álpappír. Leikur: Þátttakendur reyna að koma álkúlum ofan í kartonskál and- stæðingsins og sá sem kemur fleiri kúlum ofan í vinnur. Reglur geta verið breytilegar, t.d. þátttakendur standa kyrrir í fyrirfram ákveðinni fjarlægð hver frá öðrum eða hlaupið er um herbergið og reynt að forðast að fá kúlur ofan í kartonskálina. At- hugið samt að þegar álkúlan er kom- in ofan í má ekki hneigja sig svo hún detti úr. Notaðu höfuðið Kristín Anna, 10 ára, teikn- aði þessa glæsilegu mynda- sögu. Textinn á myndinni er svo smár og er erfitt að lesa hann og því kemur hann hér. Mynd 1: Komdu að leika. Mynd 2: Já, en spyrjum Mjása líka. Mynd 3: Komdu að leika, Mjási. Já, já. Komdu í felu- leik. Mynd 4: 1, 2, 3 … Mynd 5: Oooo. Voff. Fund- inn Mjási. Fundinn Voffi. Mynd 6: Hvernig fannstu okkur svona fljótt? Já. Það sást í ykkur. Mynd 7: Jæja, þá er komið kvöld. Góða nótt, förum nú heim. Já, góða nótt. Viljið þið gista? Já. Já takk. Vinir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.