Morgunblaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 3
Börn 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008 Þegar Barnablaðið bar að garði hjá skátafélag- inu Vífli í Garðabæ voru þar rúmlega 20 kröft- ugir strákar sem biðu óþreyjufullir eftir að Gísli Örn Bragason, foringi þeirra úthlutaði þeim verkefnum. Gísli skipti strákunum í þrjá hópa og fóru þeir nokkrir að læra hnúta, aðrir að súrra og þriðji hópurinn að klifra. Með reglulegu millibili var svo skipt, svo allir fengu að reyna sig við hvert verkefni. Barnablaðið fékk tvo skemmtilega stráka lánaða, þá Eirík Egil Gíslason, 11 ára, og Jón Egil Þorsteins- son, 12 ára. Þeir Eiríkur og Jón Egill settust niður með okkur og sögðu okkur frá skátalífinu í Garðabæ. Útilegur og póstaleikir Hvað eruð þið búnir að vera lengi í skát- unum? Eiríkur: Ég er búinn að vera tvö ár. Jón Egill: Þetta er fimmta árið mitt. Hvers vegna ákváðuð þið að gerast skátar? Jón Egill: Mig langaði bara til að prófa eitt- hvað nýtt og svo var stóra systir mín í skát- unum svo ég vissi aðeins hvað var að gerast í skátunum. Eiríkur: Ég vildi prófa að fara í útilegur með vinum mínum. Þeir voru svo margir í skát- unum og eru enn. Hvað gerið þið í skátunum? Eiríkur: Við förum mikið í póstaleiki, úti- legur og tálgum. Jón Egill: Við lærum líka hnúta og svo lær- um við líka að bjarga okkur sjálfir og eldum mikið í útilegum. Landsmótið stendur upp úr Hvað er það skemmtilegasta sem þið hafið gert í skátunum? Eiríkur: Landsmótið í sumar. Jón Egill: Já, landsmótið í sumar var mjög skemmtilegt. Þá fórum við næstum því á hverju kvöldi á kvöldvöku þar sem allir á mótinu koma saman og skemmta sér. Eiríkur: Það er svo gaman á kvöldvökum í útilegum því þá erum við oft með skemmti- atriði. Við Jón Egill erum báðir í fréttastöðinni, sem heitir Er ég, og tveir aðrir vinir okkar og við erum alltaf með skemmtiatriði á kvöldvök- um. Jón Egill: Mér finnst líka mjög gaman þegar við fáum að kveikja eld. Ég er nefnilega smá brennuvargur og finnst mjög skemmtilegt að kveikja eld. Er ekkert leiðinlegt í skátunum? JónEgill: Það er ekki mjög skemmtilegt að verða rennvotur í útilegum og hafa ekki stað til að þurrka fötin sín. Eiríkur: Mér finnst heldur ekkert sérstak- lega gaman að binda hnúta því ég er ekkert svo góður í því. Akureyri heillar Hvert finnst ykkur skemmtilegast að fara í útilegur? Eiríkur: Til Akureyrar, við vorum þar á landsmótinu. Jón Egill: Já, mér finnst líka skemmtilegast að fara í útilegu á Akureyri. Ef þið væruð ekki í skátafélaginu Vífli í hvaða skátafélagi mynduð þið þá vilja vera? Eiríkur: Ég myndi vilja vera í Svönum á Álftanesi. Það eru margir skemmtilegir krakk- ar þar. Jón Egill: Ég myndi örugglega vera í Æg- isbúum því frændi minn er þar. Við kveðjum þessa skemmtilegu og skýru stráka sem hlaupa strax út á tún og taka til við að súrra saman fótboltamark. Það er greinilega mikið ævintýri að vera skátastrák- ur. Lærum að bjarga okkur sjálfir Morgunblaðið/Árni Sæberg Skátaskemmtikraftar Eiríkur og Jón Egill eru góðir vinir og eru saman í fréttastöðinni Er ég sem sér um skemmtiatriði á skátakvöldvökum. Skátar Strákarnir í Fornmönnum í skátafé- laginu Vífli hittast einu sinni í viku á skáta- fundum og kynnast nýjum ævintýrum. Skátadulmál - lausn aftast Á sunnudaginn var frumsýndi Ein- leikhúsið barnaleiksýninguna Ósk- ina í Þjóðminjasafni Barnablaðið fékk að fylgjast með Óskinni sem er gamansamt æv- intýri um Þrúði trúð sem eignast Snjólf snjókarl að vini. Þrúður trúð- ur þarf að bjarga Snjólfi snjókarli því hann bráðnar þegar sólin hækk- ar á lofti. Á næstu dögum mun Ein- leikhúsið heimsækja skóla og leik- skóla landsins svo börn landsins geti séð Óskina rætast. Óskin rætist í Þjóðminjasafninu 18 ára til að fara með hlutverk sjö barna herra Trapps. Skráning í áheyrnarpróf mun fara fram í anddyri Borgarleikhússins mið- vikudaginn 22. október næstkom- andi kl 16:30-18:00. Sjálf prófin munu síðan fara fram nokkrum dögum síðar og hverjum og einum úthlutaður tími. Svo nú er um að gera að hætta að loka sig inni í herbergi og syngja í hárburstann. Fáið leyfi hjá mömmu og pabba, skellið ykk- ur í áheyrnarprufu og leyfið öðr- um að njóta hæfileikanna. Í mars á næsta ári mun Borgar- leikhúsið frumsýna söngleikinn Söngvaseið. Söngvaseiður er einn þekktasti söngleikur allra tíma enda haldast þar í hendur hrífandi tónlist og hjartnæm saga. Verkið var frumflutt í New York árið 1959 en hefur tvisvar verið sett upp í atvinnuleikhúsi hér á landi. Tónlistin er löngu orðin sígild og nægir þar að nefna lög eins og Do re mí og Alparós. Í tilefni af uppsetningu þessa skemmtilega verks leitar Borgar- leikhúsið að söngelskum og hæfi- leikaríkum börnum á aldrinum 8- Vilt þú láta ljós þitt skína? Bókin Skrímslapest er bæði áhugaverð og góð. Hún er um skrímsli sem fá skrímslapest. Þegar litla skrímslið og stóra skrímslið fengu skrímslapest voru fullt af doppum á þeim. Stóra skrímslið lét eins og það væri eins árs. Litla skrímslið lét eins það var vitrasta skrímsli í heimi. Bókin kennir okk- ur að láta eins og litla skrímslið. Atli Mar Baldursson, 5 ára. Högum okkur eins og viturt skrímsli Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.