Morgunblaðið - 21.10.2008, Side 3
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2008
DAVÍÐ Þór Viðarsson, fyrirliði Ís-
landmeistara FH í knattspyrnu,
heldur í dag til Noregs þar sem
hann verður til skoðunar hjá norska
úrvalsdeildarliðinu Viking.
Davíð hefur áður verið til reynslu
hjá Viking en árið 2002 þegar hann
var 17 ára gamall æfði hann með
liðinu á La Manga á Spáni en var
ekki boðinn samningur. Hann samdi
hins vegar við Lilleström og var á
mála hjá liðinu frá 2002-2005. Í liði
Lilleström á þessum árum var Uwe
Rösler sem er nú þjálfari hjá Vik-
ing.
Davíð er 24 ára gamall sem átti
frábæru gengi að
fagna með FH-
ingum á nýliðnu
tímabili. Hann var
í landsliðshópnum
sem tók þátt í
leikjunum við
Hollendinga og
Makedóna á dög-
unum en kom
ekkert við sögu í
þeim leikjum.
Davíð Þór lék 21 af 22 leikjum FH í
Landsbankadeildinni í sumar. Hann
skoraði 3 mörk og var driffjöðrin í
miðjuspili liðsins. gummih@mbl.is
Davíð Þór heldur til skoðunar
hjá Viking í Noregi í dag
Davíð Þór
Viðarsson
Íslenska lands-liðið í hand-
knattleik karla,
skipað leikmönn-
um 19 ára og
yngri, hefur
tryggt sér keppn-
isrétt á heims-
meistaramótinu
sem fram fer í
Túnis í ágúst á næsta ári. Það var
mjög góður árangur U18 ára lands-
liðsins á Evrópumótinu í sumar þar
sem liðið hafnaði í 4. sæti, undir
stjórn Einars Guðmundssonar, sem
tryggði U19 ára liðinu farseðilinn á
HM næsta sumar. Reikna má með
því að uppistaða úr U18 ára liðinu
skipi U19 á HM í Túnis.
Brendan Haywood miðherjiNBA-liðsins Washington Wiz-
ards verður frá í allt að hálft ár
vegna meiðsla á hægri úlnlið. Hay-
wood meiddist í leik hinn 2. okt. sl.
og fór hann í aðgerð í kjölfarið þar
sem liðband í úlnliðnum var lagað.
Þak á áhorfendastúku á heimavellisænska knattspyrnuliðsins
Örgryte féll saman í leik þess gegn
Väsby í næstefstu deild um helgina.
Nokkuð margir áhorfendur slösuð-
ust en enginn þeirra alvarlega.
Einn af lykil-mönnum
norska hand-
knattleikslands-
liðsins, Børge
Lund, verður ekki
með liðinu á
heimsmeistara-
mótinu í Króatíu í
janúar. Lund
meiddist með þýska liðinu Kiel í leik
gegn Barcelona í Meistaradeild Evr-
ópu um helgina. Talið er að Lund
hafi slitið hásin og er ljóst að hann
verður frá keppni í langan tíma.
Kolo Toure, varnarmaður Arsen-al, er meiddur á öxl og mun
ekki taka þátt í leiknum við Fener-
bahce í Meistaradeild Evrópu í
knattspyrnu í kvöld. Hann meiddist í
leik gegn Everton um liðna helgi og
bætist á lista meiddra varnarmanna
hjá Arsenal, en þar eru fyrir William
Gallas og Bacary Sagna.
Sömu sögu er að segja af PatriceEvra, leikmanni Manchester
United, sem mun ekki leika með
Evrópumeisturunum gegn skoska
liðinu Celtic í kvöld. Evra tognaði í
læri í leik gegn WBA um helgina en
gæti verið orðinn klár í slaginn um
þá næstu.
Enska knatt-spyrnu-
sambandið hefur
tekið til rann-
sóknar ummæli
Didier Drogba,
leikmanns
Chelsea, í ævi-
sögu sinni. Þar
kveðst Drogba
sjá eftir því að hafa ekki kýlt Nem-
anja Vidic, leikmann Manchester
United, þegar liðin áttust við í úr-
slitaleik Meistaradeildar Evrópu í
vor. Drogba var vísað af velli fyrir að
slá Vidic létt en segir:
„Ég er búinn að sjá leikinn og
finnst að ekki hafi átt að reka mig af
velli. Ef ég hefði kýlt hann myndi ég
skilja þetta. Núna vildi ég að ég hefði
gert það.“ Drogba gæti átt yfir höfði
sér leikbann og fjársekt fyrir um-
mælin en fordæmi eru fyrir slíku frá
því þegar Roy Keane skrifaði um
tæklingu sína á Alf Inge Haaland í
ævisögu sinni.
Morgan Pressel vann sigur áKapalua-mótinu í golfi um
helgina. Þetta er fyrsti sigur hennar
á LPGA-mótaröðinni.
Fólk sport@mbl.is
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
ÁGUGAVERÐUR leikur verður í E-
riðli meistaradeildar Evrópu í knatt-
spyrnu í kvöld þegar Manchester
United tekur á móti Celtic. United er
með 4 stig eftir tvo leiki líkt og Villar-
real, en Celtic með eitt stig eins og
AaB.
Celtic á væntanlega erfiðan leik fyr-
ir höndum, ekki endilega vegna þess
að liðið mætir United, heldur kannski
ekki síður vegna þess að árangur liðs-
ins á útivöllum í keppninni síðustu ár
er ekki til að hrópa húrra fyrir og er í
rauninni dapurlegur.
Eitt stig úr 16 leikjum á útivelli!
Celtic hefur leikið 16 leiki á útivelli í
meistaradeildinni, tapað 15 og gert
eitt jafntefli, við Barcelona á Nou
Camp í nóvember 2004. Gordon Stra-
chan, stjóri Celtic, hefur reynt að fylla
sína menn eldmóði og sagt að þeir eigi
ekki að þurfa að drattast með byrði
fyrrum leikmanna og stjóra liðsins.
Þessi slaki árangur á útivelli sé alls
ekki á ábyrgð þeirra sem nú leika fyrir
félagið og menn megi ekki láta það
trufla sig í leikjunum sem framundan
séu.
Árangur Celtic á heimavelli er hér
um bil jafn góður og hann er slæmur á
útivelli. Liðið hefur sigrað í 13 af 16
heimaleikjum sínum og aðeins tapað
einu sinni, fyrir Barcelona.
Skoska deildin of slök?
Hverju þessi slaki árangur á útivelli
er um að kenna skal ósagt látið en
margir hafa bent á að hugsanlega hafi
sú staðreynd að skoska deildin sé ekki
áberandi sterk haft eitthvað að segja.
Þeir sem telja það benda á að oft hafi
Celtic unnið heimaleiki sína á lokamín-
útum leiksins, hvattir áfram af áköfum
stuðningsmönnum. Á útivöllum fái lið-
ið hins vegar oft á sig mark eða mörk
snemma leiks og eftir það sé virkilega
á brattann að sækja, þrátt fyrir góðan
stuðning frá fylgismönnum sínum.
Á sama tíma og flautað verður til
leiks á Old Trafford hefst leikur Vill-
arreal og danska liðsins AaB á Spáni
og má búast við heimasigri þar.
Losnar Celtic við útileikjadrauginn?
ar hann hafði minnkað muninn með marki úr
aukaspyrnu. Sundsvall jafnaði síðan metin nokkru
síðar, 2:2, en mark frá Gefle á 73. mínútu reyndist
úrslitamarkið.
Sundsvall er því áfram í næstneðsta sæti deild-
arinnar þegar fjórar umferðir eru eftir en nú er
liðið fimm stigum á eftir næsta liði, Ljungskile, og
sex stigum á eftir Gefle.
Kári kom inn á sem varamaður hjá AGF á 72.
mínútur gegn Midtjylland á útivelli. Þá voru
heimamenn yfir, 2:1. Aðeins einni mínútu eftir að
hafa kominn inn á hafði Kári klórað í bakkann fyr-
ir AGF þegar hann skallaði knöttinn í mark Midt-
jylland. Lengra komust leikmenn AGF ekki og
þeir eru í 6. sæti deildarinnar með 12 stig að lokn-
um 10 leikjum. iben@mbl.is
otskónum
ÍSLENSKA karlalandsliðið í golfi endaði í 27.–29.
sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna sem lauk
um helgina í Ástralíu. Íslendingarnir léku samtals á
15 höggum yfir pari vallar en tvö bestu skorin í
þriggja manna liðum töldum á hverjum hring.
Skotar fögnuðu heimsmeistaratitlinum á 20 högg-
um undir pari, Bandaríkjamenn komu þar næstir á
11 höggum undir pari og Svíar enduðu í þriðja sæti
á 6 höggum undir pari.
Lokahringurinn var slakur hjá íslensku keppend-
unum en þeir voru í 22. sæti fyrir lokadaginn og
féllu því niður um 5 sæti á lokahringnum. Sigmund-
ur Einar Másson úr GKG lék lokahringinn á 77
höggum en Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum
og Íslandsmeistarinn í höggleik, Kristján Þór Ein-
arsson úr Kili, Mosfellsbæ, léku báðir á 78 höggum.
Í einstaklingskeppninni endaði
Ólafur Björn í 37.–42. sæti á 5
höggum yfir pari samtals (75-70-
72-78), Sigmundur endaði í 64.-
68. sæti á 10 höggum yfir pari
(75-72-76-77) og Kristján Þór
endaði í 110.-117. sæti á 20 högg-
um yfir pari vallar (75-77-80-78).
Alls tóku 190 kylfingar þátt en
besta skorið í einstaklings-
keppninni átti Bandaríkjamað-
urinn Rickie Fowler en hann lék
á 10 höggum undir pari. Aðeins 9 kylfingar léku
hringina fjóra undir pari vallar samtals.
Næsta keppni fer fram í Argentínu árið 2010 og
Tyrkir verða gestgjafar HM árið 2012. seth@mbl.is
Ísland endaði í 27.–29. sæti á HM í golfi
Sigmundur Einar
Másson
„Þetta var besti kosturinn fyrir mig
og mér finnst bara allt frábært
hérna hjá klúbbnum,“ sagði Björn.
Hann kemur heim í dag og heldur
síðan til Noregs á nýjan leik 1. des-
ember.
Björn verður 18 ára í febrúar á
næsta ári og segist hann hlakka
mikið til að klæðast hinum gula og
svarta keppnisbúningi félagsins og
ætti að kannast við sig í þannig lit-
um. Viktor Bjarki Arnarsson er
samningsbundinn Lilleström, en var
í láni hjá KR í sumar. Björn sagðist
ekkert vita hvernig hans mál stæðu.
Nýr þjálfari kemur til félagsins á
næstu dögum, Henning Berg, sem
lék áður með Manchester United
og Blackburn. Hann var áður hjá
Lyn.
Lilleström er í þriðja neðsta sæti
deildarinnar þegar tvær umferðir
eru eftir. Liðið byrjaði tímabilið
mjög illa og var þjálfara liðsins
Tom Nordlie sagt upp störfum. Í
fyrra fagnaði Lilleström sigri í
norsku bikarkeppninni en félagið
hefur fimm sinnum orðið norskur
meistari, síðast árið 1989. Teitur
Þórðarson var þjálfari liðsins um
tíma en margir íslenskir leikmenn
hafa komið við sögu hjá félaginu.
Þórður Guðjónsson, hálfbróðir
Björns, var fyrir hönd ÍA við samn-
ingagerðina.
„Ég hlakka rosalega til að byrja
og að sjálfsögðu ætla ég að taka
þetta með trompi þegar þar að
kemur,“ sagði Björn. skuli@mbl.is
Á Noregsmið Björn Bergmann yfirgefur ÍA og reynir fyrir sér hjá Lilleström.
Björn Bergmann samdi við Lilleström
„ÉG er bara kátur og mjög sáttur með
að hafa náð þessum samningum við
Lilleström,“ sagði Björn Bergmann
Sigurðarson, knattspyrnumaður frá
Akranesi, í samtali við Morgunblaðið í
gær eftir að hann hafði skrifað undir
þriggja ára samning við norska félagið
Lilleström.
„Ég er bara
kátur og
mjög sáttur“