Morgunblaðið - 21.10.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.10.2008, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2008 Eftir Skúla Sigurðsson sport@mbl.is ÞAÐ er ekki hægt að segja að varn- arleikur hafi verið yfirskrift fyrri hálfleiks í gærkvöldi í leik Njarðvík- inga og Grindvíkinga. Staðan var 50:53 í leikhléi. Grindvíkingar voru síðan mun sterkari í síðari hálfleikur og unnu 98:84. Jóni Guðmundssyni, annar dómari leiksins, varð að orði að staðan í hálf- leik væri nánast sú sama og heild- arskorið úr síðasta leik sem hann dæmdi, en það var viðureign Snæ- fells og Tindastóls á síðasta föstudag sem lauk, 55:57. Leikurinn var hraður og jafn framan af og skoruðu liðin grimmt á hvort annað. Áhorfendur fengu að sjá skemmtilegan körfuknattleik og ekki laust við að líkja fyrri hálfleik við góðan Stjörnuleik þar sem vörn er í raun algert aukaatriði. Á meðan Njarðvíkingar skiptu stigunum nokkuð vel á milli sín var það Páll Axel Vilbergsson sem sá að miklu leyti um það hlutverk fyrir gestina og gerði m.a. 28 stig í fyrri hálfleik. Nokkuð hægði á leiknum í seinni hálfleik og gestirnir hertu þá vörn sína til muna. Njarðvíkingar náðu aðeins að skora 10 stig í þriðja leik- hluta og þar með Grindvíkingar komnir með þægilega stöðu fyrir síð- asta fjórðung leiksins. Augljós mun- ur var á liðunum í síðasta fjórðungi leiksins hvað þreytu varðar. Breidd Grindvíkinga fór loks að segja til sín og Njarðvíkingar höfðu einfaldlega ekki orku í það sem þurfti til að vinna upp 15 stiga forskot sem Grindvík- ingar höfðu byggt upp í 3. fjórðung. „Varnarleikurinn hjá okkur var ekki nægilega góður og svo má segja að smáatriði sem varðaði að gæta Páls Axels hafi einnig klikkað. Við skoruðum 84 stig sem á að vera nóg til að vinna leiki en fengum alltof mikið af stigum á okkur, líkt og í okkar fyrsta leik,“ sagði Friðrik Stefánsson, Njarðvíkingur, dauð- þreyttur í leikslok. „Breiddin skipti máli í kvöld og við vorum þreyttir eins og sást undir lok leiks en það þýðir ekkert að væla um það. Ljósi punkturinn kannski er að ungir leikmenn fengu að spreyta sig í nokkrar mínútur og stóðu sig prýði- lega. Við erum einfaldlega ennþá að slípa leik okkar saman,“ sagði Frið- rik ennfremur. Maður leiksins var án nokkurs vafa Páll Axel Vilbergsson. Pilturinn endaði leik með 41 stigi og 14 frá- köstum. „Mér fannst í kvöld að okk- ar hópur hefði einfaldlega verið dýpri en hjá Njarðvíkingum með fullri virðingu fyrir liði þeirra. Þeir héldu í við okkur í fyrri hálfleik en þá vorum við einnig að spila lélega vörn,“ sagði maður leiksins og bætti við; „Mér líður vel í Njarðvík það er greinilegt. Maður mætir bara í leiki til að leggja sig fram.“ Spurður um hvort hann myndi jafnvel hugsa sér að skipta yfir og spila einhvern tím- ann fyrir þá grænklæddu svaraði Páll: „Það er svo sem aldrei að vita, það er alltaf gott að spila hérna í Njarðvík.“ Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindvíkinga, var ánægður með sig- ur sinna manna í leikslok. „Við vor- um mjög sannfærandi í sókninni og okkur gekk vel að skora. Um leið og vörnin okkar smellur saman erum við skeinuhættir. Það var fín vörn hjá okkur í seinni hálfleik en hún var hreinlega bara léleg í þeim fyrri,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur. „Mér líður vel í Njarðvík“  Páll Axel Vilbergsson gerði 41 stig Ljósmynd/Skúli Sigurðsson Stórleikur Páll Axel Vilbergsson átti stórleik fyrir Grindavík í Njarðvík í gær. Hér fer hann framhjá Hirti Einarssyni sem mátti sín lítils í vörninni. Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is STJARNAN landaði sínum fyrsta sigri í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi þegar lið- ið sótti tvö stig í Breiðholtið. ÍR- ingar eru því án stiga eftir tvær um- ferðir en þeir virtust vera á góðri leið með að sigra þegar örfáar sek- úndur voru eftir af leiknum. ÍR komst yfir, 81:79, þegar um tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum en sigurkarfa Kjartans kom þegar sex sekúndur voru eftir og ÍR-ingum mistókst í síðustu sókn sinni: ,,Ég horfði á Justin Shouse og bað hann um að setja upp leikkerfi sem ég vissi að myndi enda með þriggja stiga skoti niðri í horninu. Við erum allir góðir skotmenn og sá sem er opinn tekur skotið. Þegar ég fékk boltann vissi ég að ég ætti að taka skotið og ég vissi að það færi ofan í. Ég gat ekki yfirgefið Seljaskóla án þess að setja niður þrist. En hann kom á góðum tíma og tryggði okkur sigurinn,“ sagði Kjartan í samtali við Morgunblaðið að leiknum loknum, og vísar þar til þess að hann hafði ekki hitt úr þriggja stiga skoti í leiknum þrátt fyrir margar tilraunir. ,,Bragi treystir öllum til þess að skjóta“ Þó svo að Kjartan hafi verið kald- ur fyrir utan þriggja stiga línuna verður það ekki sagt um samherja hans Birki Guðlaugsson sem hitti úr fimm þriggja stiga skotum í aðeins sjö tilraunum: ,,Nei, nei, ég er ekki með byssuleyfi frekar an einhver annar. Bragi þjálfari treystir öllum til þess að skjóta. Í kvöld var það ég sem fékk opin skot og tók þau bara. Félögum mínum tókst að finna mig þegar ég var óvaldaður og ég náði að nýta mér það. Það er alltaf gaman að vinna svona jafna leiki en mér fannst við gera okkur óþarflega erfitt fyrir. Ég tel að við hefðum getað klárað þetta mun fyrr. En það fór eins og það fór. Við höfðum sigur og það er það sem skiptir máli,“ sagði Birkir. Stjörnumenn byrjuðu leikinn mun betur en ÍR-ingar og höfðu yfir í hálfleik 47:40 en erlendu leikmenn- irnir Jovan Zdravevski og Justin Shouse voru drjúgir ásamt Birki. Í síðari hálfleik tókst ÍR-ingum að komast betur inn í leikinn og í síð- asta leikhlutanum komust þeir yfir, 77:75, eftir að Eiríkur Önundarson skoraði fimm stig í sömu sókninni. Á síðustu tveimur mínútunum var mik- ill darraðardans stiginn á dúknum í Seljaskóla þar sem liðin skiptust á að vera með forystu. En eins og áður segir átti Kjartan síðasta orðið. Eiríkur hætti við að leggja skóna á hilluna og gæti átt eftir að reynast ÍR-ingum mikilvægur vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á deildinni, en hann skoraði 23 stig:,,Maður ætl- aði kannski að vera aðeins meira til baka í vetur. Maður er farinn að spila leikstjórnanda aftur eftir að hafa verið meira í skotbakverðinum. En það er bara gaman. Nú fáum við allir meiri ábyrgð og það þurfa fleiri að taka af skarið. Við verðum flottir í vetur þegar við erum búnir að jafna okkur á þessum breytingum,“ sagði Eiríkur og finnst sárt að horfa á eftir stigunum: ,,Þetta var hrikalega svekkjandi. Við vorum því miður ekki tilbúnir í fyrri hálfleik þegar við misstum þá fram úr okkur. Það var ströggl að ná þeim en mér fannst við sýna góðan karakter með því að vinna upp forskotið og komast yfir. Undir lokin vorum við eiginlega komnir með sigurinn og áttum möguleika fram á síðustu sekúndu. “ Varð að setja niður þrist í Seljaskóla  Kjartan Kjartansson hitti loksins úr þriggja stiga skoti þeg- ar 6 sekúndur voru eftir  Reyndist sigurkarfa Stjörnunnar Morgunblaðið/Kristinn Tvö stig Jovan Zdravevski og Stjörnumenn sóttu sætan sigur í Seljaskóla. Eftir Ragnar Gunnarsson sport@mbl.is BÆÐI Vesturlandsliðin, Snæfell og Skalla- grímur, töpuðu leikjum sínum í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik og mættu því stigalaus í íþróttahúsinu í Borgarnesi í gær. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi boðið upp á flest annað en spennu því gestirnir fóru með 32 stiga sigur með sér í Hólminn, 94:62. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega og jafnt var á með liðunum fyrstu mínúturnar. Finnur Jónsson átti mjög góða spretti í upphafi leiks og fór fyrir sínum mönnum í Skallagrím. Skall- arnir komust í 12:6, en gestirnir jöfnuðu innan skamms og komust yfir undir lok 1. leikhluta 18:20. Borgnesingar skoruðu hinsvegar ekki körfu í 9 mínútur og 3 sekúndur í öðrum leik- hluta og Hólmarar völtuðu yfir heimamenn og komust í 18:40 án þess að Skallagrímsmönnum tækist að finna nokkur svör. Staðan í hálfleik var 23:43 Snæfellingum í vil og þar með má segja að dagskránni hafi verið lokið. Þriðji leikhluti var lítt skárri hjá Borgnes- ingum þar sem þeir skoruðu 8 stig en gestirnir 25. Lokaleikhlutinn var því bara formsatriði og nýráðnir þjálfarar liðanna leyfðu ungu mönn- unum að spreyta sig. „Þetta var þægilegur sig- ur, flott vörn hjá okkur fyrir utan fyrstu 5 og síðustu 5 mínúturnar. Sem er eðlilegt því þá voru úrslitin ráðin og menn eiga það til í svo- leiðis stöðu að missa einbeitinguna,“ sagði Sig- urður Þorvaldsson, annar þjálfara Snæfells, í leikslok. Sigurður átti mjög góðan leik í liði Snæfells og dró vagninn ásamt Hlyni og Jóni Ólafi. „Mér líst mjög vel á veturinn framundan, það verður spennandi að sjá hvernig þetta þróast. Það er mikið af spurningarmerkjum og ýmsar gamlar hetjur að draga fram skóna,“ sagði Borgfirðingurinn Sigurður Þorvaldsson glaðbeittur í leikslok „Annar og þriðji leikhluti þar sem við gerum samtals 13 stig drap okkur algjörlega. Við verðum að gera miklu betur ef við ætlum okkur að ná einhverju úr næstu leikjum. Það eru miklir óvissutímar núna, en við eigum von á 2 nýjum íslenskum leikmönnum á æfingu á morgun svo það er spennandi að sjá hvað ger- ist,“ sagði brúnaþungur Hafþór Ingi Gunnars- son, þjálfari Skallagríms. Það var fátt um fína drætti í leik Skallagríms. Þorsteinn átti ágæt- isleik og barðist vel, Sveinn átti fína spretti, sérstaklega í lokin. Mesta athygli vakti þó hinn 17 ára gamli leikstjórnandi Sigursteinn Hálf- dánarson sem gerði 10 stig á 14 mínútum. Skallagrímur var gjörsigraður  Borgfirðingurinn Sigurður Þorvaldsson var ánægður með stigin tvö sem hann tók með sér heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.