Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 20
20 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is R ichard Starkey flaðrar upp um mig í forstofunni. Keyrir mig nánast um koll. Gleði hans er fölskvalaus enda þótt við höfum aldrei sést áð- ur. Maður fær ekki svona mót- tökur á hverjum degi, hugsa ég meðan ég reyni eftir megni að halda kappanum í skefj- um. „Rólegur Ringó,“ fyrirskipar eigandinn og hundurinn dregur sig í hlé – með semingi. Ég er staddur á Víðimelnum hjá Bjartmari Guðlaugssyni söngvaskáldi. Hann vísar mér til sætis í stofunni og við byrjum að spjalla. Ringó bíður átekta undir borði, ætlar greini- lega ekki að missa af neinu. Ástandið í þjóðfélaginu er Bjartmari, eins og öðrum, efst í huga. „Það er hræðilega sorglegt hvernig komið er fyrir íslensku þjóð- félagi,“ byrjar hann, alvarlegur í bragði. „Ís- lenska þjóðarsálin á bágt. Það er ljóst að út- rásarvíkingarnir – eins og það er nú ljótt orð – fóru fram úr sér og misstu stjórn á partí- inu. Þetta var komið út yfir allan þjófabálk og græðgin hefur riðlað heimsmynd okkar. En liggur mesta ábyrgðin hjá athafnamönn- unum? Mitt svar er nei. Hún liggur fyrst og síðast hjá þeim sem stofnuðu til partísins, ís- lenskum stjórnvöldum. Það voru þau sem slepptu ljónunum lausum á sínum tíma og það er því kaldhæðni örlaganna að nú séu þessi sömu stjórnvöld að reyna að taka til eftir þau.“ Vantar allar hugsjónir Bjartmar gerir stutt hlé á máli sínu en heldur svo ákveðinn áfram. „Það var rík- isstjórn Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar sem gaf tóninn. Íslensk alþýða var spiluð upp í topp í hégóma og rugli. Forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson, tók líka þátt í að afvegaleiða þjóðina. Eftir höfðinu dansa limirnir.“ Honum þykja stjórnmál á Íslandi ótrúverð- ug nú um stundir. „Það er sama í hvaða horn er litið. Það er ekki nokkur maður í þessu af hugsjónaeldi. Sennilega er ekki ætlast til þess að stjórnmálamenn hafi hugsjónir. Það er þó merkilegt hvað þeir eru alltaf fram- sýnir þegar eigin hagur er í húfi. Sama hvort þeir heita Geir H. Haarde eða Steingrímur J. Sigfússon. Vilji þeir í raun og veru vera framsýnir ættu þeir að fella úr gildi lög um eftirlaunasjóð þingmanna. Sýna gott for- dæmi. En hvað veit ég svo sem? Kannski er ég bara þverhaus með staðreyndastíflu?“ Hann segir áberandi að ráðamenn þjóð- arinnar séu upp til hópa ekki menn mikilla sæva. „Það sést best á því að þeir þurfa alltaf að sníkja ljós annars staðar frá. Þess vegna tróðu forsetahjónin og ráðherrar í ríkisstjórn sér fram fyrir íslenska handboltalandsliðið þegar það vann silfrið á ólympíuleikunum í sumar. Það var lítil reisn yfir því. Væri hug- myndafræðin sterkari kæmi ljósið kannski til þeirra – milliliðalaust.“ Í sömu andrá rekur Ringó upp gól, þar sem hann liggur undir borði. Með honum bærast bersýnilega djúpar hugsanir. En hann kemur þeim ekki í orð. Ringó hefur athygli okkar Bjartmars eitt augnablik en síðan heldur greiningin áfram. „Kynslóðin sem varð ástfangin lýðveldisárið 1944 ber sína ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þjóðinni nú,“ segir söngvaskáldið. „Fá- tæktaróttinn var svo mikill hjá þessari kyn- slóð að hún ofverndaði börnin sín. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt en við erum að súpa seyðið af því nú.“ Krísan e.t.v. ekki til óheilla Honum þykir einsýnt að íslenska þjóðin þurfi að ganga í gegnum langa og stranga krísu. „En ég er ekki viss um að það verði til óheilla. Barnafólk mun í auknum mæli fara utan en það hefur ekkert slæmt af því að búa erlendis. Það kemur víðsýnna heim aftur með tvítyngd börn. Það hefur enginn Íslendingur haft vont af því að búa erlendis,“ segir Bjart- mar og talar af reynslu. Hann bjó um tíma í Danmörku. Og aukaverkanirnar gætu orðið fleiri. „Lýðveldiskynslóðin gæti þurft að skeina sig sjálf á elliheimilum landsins. En það skal heyrast stuna úr horni: Þetta reddast!“ Bjartmar segir brýnt að Íslendingar temji sér heilbrigða og gagnrýna hugsun við þessar erfiðu aðstæður og ræði saman á skyn- samlegum nótum. Það geti bjargað þessari þjóð. „Það er ekki gott að kasta fram illa ígrunduðum alhæfingum. Fjallabaksleiðir og hrein og klár lygi stjórnmálamanna hafa tafið þjóðina í að ná árangri í rökrænni hugsun. Íslendingar eru gott fólk. Það þarf ekki að segja þeim að vera góðir hverjir við aðra. Sjáðu bara allar björgunarsveitirnar. Það eru fleiri hundruð manns reiðubúin að bjarga öðru fólki í sjálfboðavinnu.“ Raunar hefur Bjartmar sjaldan verið bjart- sýnni fyrir hönd íslensku þjóðarinnar en ein- mitt nú. „Við blasir að koma hér á heiðarlegu og góðu kerfi sem verndar þá sem þurfa á því að halda, unga sem aldna. Einstaklings- framtakið mun áfram fá að njóta sín innan hæfilegra marka og undir skynsamlegu eft- irliti. Þetta reddast-kynslóðin hefur runnið sitt skeið. Ég var að koma frá Færeyjum og ræddi þessi mál heilmikið við Færeyinga. Það blés ekki byrlega fyrir þeim á sínum tíma en þeir hafa með seiglunni náð sér ótrú- lega vel á strik. Við Íslendingar eigum okkar bestu vini í Færeyingum og getum lært margt af þeim.“ Það er líklega engin tilviljun að á borðinu fyrir framan okkur liggur mikill doðrantur um færeyska listmálarann Mikines. „Hann var æðislegur málari, náttúrubarn eins og Kjarval. Sjáðu þessar myndir!“ Eftir þennan stutta útúrdúr dregur Bjart- mar mál sitt um þjóðfélagsástandið saman: „Það eru spennandi tímar framundan. Við komum ekki til með að sjá hér fjörutíu ára gamla Hummera og betlara í eldgömlum Armanifötum í framtíðinni. Það verður ekk- ert Kúbusyndróm á Íslandi. Íslenska þjóðin hefur alltaf haft gaman af því að byggja ofan á rústirnar. Sjáðu móðuharðindin, Vest- mannaeyjar, snjóflóðin. Hvers vegna ekki nú?“ Alltaf að spila og semja Að því sögðu vendum við kvæði okkar í kross, gerumst persónulegri. Hvað skyldi vera að frétta af Bjartmari Guðlaugssyni sjálfum? Þá sjaldan maður lyftir sér upp Ef ég mætti ráða Venjulegur maður Í fylgd með fullorðnum Með vottorð í leikfimi Það er puð að vera strákur Engisprettu- faraldur, Haraldur! Bjartmar Ljóð til vara Strik Vor Ekki barnanna beztur Tvær fyrstu 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 Með á plötunni Þú og þeir og allirnema einn Með á plötunni 16 ára Með á plötunni Strákarnir okkar 1970-1994 Með á plötunni Bjartar nætur Með á plötunni 25 ára Unnir Birna Vilhjálms- dóttir fæðist, Apple tölvur koma á markað. Gorbachev verður leiðtogi Sovétríkjanna, Orson Welles deyr. Spaugstofan verður til, eldflaugin Challenger springur í loft upp. Sjónvarpið hefur útsendingar alla daga vikunnar. Berlínarmúrinn fellur, Bush eldri verður forseti Bandaríkjanna. Írak ræðst inn í Kúveit, Þýskaland sameinast í eitt land. Davíð Oddsson verður forsætisráðherra, Persaflóastríðið hefst. Tékkóslóvakía skiptist í Tékkland og Slóvakíu, Smuguveiðar hefjast. Debetkort tekin í notkun á Íslandi. Albert Guðmundsson og Kurt Cobain deyja, sjómenn fara í verkfall. Jacques Chirac tekur við sem forseti Frakklands. Forritunarmálið Java er kynnt almenningi. Jökulhlaup úr Gríms- vötnum í kjölfar eldgoss, kindin Dollý fæðist. Ólafur Ragnar Gríms- son er kosinn forseti. Dario Fo hlýtur bók- menntaverðlaun Nóbels. Evran er fyrst tekin í notkun, Jeltsín segir af sér sem forseti Rússlands. Tveir Suðurlandsskjálftar og eitt Heklugos. Vísindavefurinn opnaður. Smáralindin er opnuð. Falun Gong-meðlimum meinað landvistarleyfi. Hugtakið „bláa höndin“ birtist á prenti í fyrsta sinn, Nói albínói frumsýnd Ólafur Ragnar Grímsson kvænist Dorrit Moussaieff. „Fjölmiðlafrumvarpið“ samþykkt af Alþingi en hafnað af forseta Íslands. Kyoto-bókunin tekur gildi, Jóhannes Páll páfi deyr. Finnland sigrar í Evróvisjón, Saddam Hussein tekinn af lífi. Anna Nicole Smith deyr, flóðbylgja í Suður-Kyrrahafi, Nepal verður lýðveldi. Bobby Fischer deyr á Íslandi, tveir ísbirnir ganga á land. Paul Fontaine-Nikolov, sest á Alþingi sem varaþingmaður. Efnahagskreppa í kjölfar hruns íslensku bankanna. Metallica spilar í Egilshöll fyrir um 18.000 manns. Sýndarmennska er Íslenska þjóðarsálin á bágt. Samkvæmið fór úr bönd- unum. Að áliti Bjartmars Guð- laugssonar söngvaskálds þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það. Eigi að síður hefur hann sjaldan verið bjartsýnni fyrir hönd þjóðar sinnar enda kunni hún fátt betur en byggja ofan á rústirnar. Og hvað með hann sjálfan? „Ég held áfram að rokka!“ Morgunblaðið/Kristinn Nóg efni „Ég sem alltaf vakinn og sofinn. Það liggur í hugsuninni. Gallinn við mig er hins vegar sá að ég er hundlatur að fara í stúdíó. Núna eru að vísu upptökur framundan. Það er þó ekki von á plötu alveg á næstunni, a.m.k. ekki fyrir jólin. Ég á frekar von á því að senda frá mér lag og lag,“ segir Bjartmar Guðlaugsson sem sendi síðast frá sér breiðskífu fyrir þremur árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.