Morgunblaðið - 09.11.2008, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.11.2008, Qupperneq 36
36 Bókarkafli MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Jólablað Morgunblaðsins Stórglæsilegt sérblað tileinkað jólunum fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 28. nóvember. Meðal efnis er: • Jólafötin á alla fjölskylduna. • Hátíðarförðun litir og ráðleggingar. • Uppáhalds jólauppskriftirnar. • Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. • Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. • Smákökur. • Kökuuppskriftir • Eftirréttir. • Jólakonfekt. • Jólauppskriftir frá kokkum. • Vín með jólamatnum. • Laufabrauð. • Gjafapakkningar. • Jólagjafir. • Kertaskreytingar. • Jól í útlöndum. • Jólakort. • Jólabækur og jólatónlist. • Jólaundirbúningur með börnunum. • Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, föstudaginn 21. nóvember. E rla Bolladóttir hefur sent frá sér sögu sína, Erla, góða Erla. Í bókinni rek- ur Erla sögu Guð- mundar- og Geirfinns- málsins, en hún var einn sakborninga í því. Bókin er ævisaga og Erla segir frá æsku sinni og uppvexti og kynnum sínum af Sævari Ciesielski og öðrum þeim sem tengdust þessu umtal- aðasta sakamáli Íslandssögunnar. Hún rekur ítarlega hvernig yf- irheyrslur yfir henni fóru fram og segir rannsóknaraðila ljóslega hafa skapað mynd af atburðarás, sem þeir lögðu ofurkapp á að sanna. Sjálf hefði hún sagt ósatt í tilraunum til að gera rannsakendum til hæfis, losna úr gæsluvarðhaldi og komast aftur til litlu dóttur sinnar og Sævars. Í síðasta hluta bókarinnar rekur Erla líf sitt eftir að hún afplánaði dóm sinn. Hún sökk í eitur- lyfjaneyslu, en hefur nú náð að byggja upp nýtt líf. Hér eru birtir hlutar úr 12. kafla bókarinnar. Millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins. Rannsókn í kreppu Það var að kvöldi 3. maí 1976. Rannsóknin var í mikilli kreppu þar sem ekki hafði tekist að fá saklausu fjórmenningana til að gangast við þeim verknaði sem þeim var ætlaður samkvæmt skýrslum okkar hinna. Sýnt var að ekki yrði hægt að fram- lengja gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir þeim að öllu óbreyttu og allt stefndi í að þeir yrðu fljótlega látnir lausir. Í yfirheyrsluherberginu í Síðu- múla sátu þeir Örn Höskuldsson, Hallvarður Einvarðsson og Eggert Bjarnason. Ég hafði séð Hallvarð áð- ur og var mér meðvituð um að hann væri æðri Erni að embætti og kæmi ekki að rannsókn málsins sjálfur. En nú var augljóslega eitthvað í uppsigl- ingu. Alvarlegt yfirbragð þessara manna gaf það skýrt til kynna. Þeir tóku að yfirheyra mig en fljótlega sögðu þeir mér að þeir væru þarna til að hjálpa mér og nú þyrfti ég að taka á honum stóra mín- um til að rifja enn einu sinni upp at- burðarásina í Dráttarbrautinni í Keflavík nóttina forðum. Þeir væru þarna til að hjálpa mér við það vegna þess hversu þungbært það gæti reynst mér að muna hvað fram hefði farið. Maður hefði látið lífið og eðli- lega reyndi ég að útiloka minn- inguna um það. Þeir væru þarna til að styðja mig og hjálpa. Við skyldum byrja á byrjuninni og það væri ekk- ert fyrir mig að óttast. Ég skyldi bara láta þetta koma. „Upprifjunin“ hófst og orðalag var allt mjög varfærnislegt. Þeir spurðu mig gjarnan spurninga sem fólu í sér orð eins og „hvort mér fyndist sem“, „mig minnti“, „mér virtist“ og „það gæti verið“. Smám saman fór ég að átta mig á því hvað til stóð. Ég átti að segjast hafa banað Geirfinni. Það var það sem þeir höfðu í huga. Eins fjarstæðukennt og það var að játa á mig morðið á Geirfinni fylgdi tilhugsuninni um það sérkennilegur léttir. Með því tæki ég á mig sökina eftir að hafa logið sökum upp á sak- lausa menn. Ég hafði glatað æru minni daginn sem ég skrifaði undir falska skýrslu um morðið á Guð- mundi Einarssyni og verið kvalin síðan af djúpri skömm og sekt- arkennd. Með því að játa á sjálfa mig morðið á Geirfinni myndi ég á engan hátt endurheimta æruna en á ein- hvern hátt jafna stöðuna. […] Rannsóknarmennirnir héldu áfram að mala um hversu vel þeir skildu að ég hlyti að muna þetta mjög óljóst vegna áfallsins sem slík- ur verknaður hefði valdið mér og sögðust sjálfir myndu hjálpa mér í gegnum þetta. Smám saman fann ég uppgjöfina innra með mér. Ég fann hvernig hugsunin brást, baráttan fjaraði út og ég gaf mig á vald þeirra, tilbúin að segja það sem þeir vildu heyra. Með einbeittri aðstoð allra við- staddra var klambrað saman frá- sögn. Spurningarnar leiddu og svör- in fylgdu. Andrúmsloftið varð þó vandræðalegt þegar kom að því að setja saman eitthvað sennilegt um það hvernig ég hefði banað mann- inum. Enginn viðstaddra fór í grafgötur um hvað var að gerast. Allir voru meðvitað að taka þátt í að fá fram falska játningu mína um manns- morð. Sjálf hafði ég á tilfinningunni að þeir væru orðnir svo aðþrengdir í rannsókn málsins sem gekk hvorki né rak að þeir þyrftu að verða sér úti um játninguna til að sýna fram á ein- hvern árangur. Auk þess hlyti ég að verða meðfærilegra vitni í gæslu- varðhaldi en ég var á meðan ég gat alltaf farið heim aftur til barnsins míns. Játningin var í fyrstu bæði ein- kennileg og mjög óljós. Samkvæmt henni hafði mér fundist sem Sævar hefði lagt eitthvert áhald upp í hend- ur mínar án þess þó að ég gæti sagt hvaða áhald þar væri um að ræða eða myndi hvernig það liti út. Og hann átti að hafa útskýrt fyrir mér hvernig ég ætti að halda á því. Ég gat ekki fengið mig til að nefna skot- vopn, það var of fáránlegt. Og rann- sóknarmenn hikuðu við að nefna slíkt að fyrra bragði af ótta við að styggja mig um of. En eftir miklar jafnvægislistir allra í yfirheyrslunni náðist fram játning á því að ég hefði gert eitthvað sem hefði orðið til þess að Geirfinnur lét lífið í Dráttarbraut- inni í Keflavík aðfaranótt 20. nóv- ember 1974. En það var ekki fyrr en allt annað var komið fram sem orðið riffill var notað yfir margumrætt áhaldið. Eftir meira en tíu klukkustundir var sagan komin vel á veg og menn stóðu upp og teygðu úr sér ánægðir með dagsverkið. Hallvarður hrósaði mér í hástert fyrir dugnað minn og kjark og sagði að ég væri góð stúlka. Svo hvarf hann en kom að vörmu spori aftur með rjómaís sem hann rétti mér hróðugur. Þetta voru verð- laun fyrir frammistöðuna. […] 60 daga varðhald Það tók ekki langan tíma að vél- rita skáldskapinn frá deginum áður. Í framhaldi af því opnaði Örn Hösk- uldsson dómsbókina sína og tók upp blekpennann. Í bókina hóf hann að skrifa á formlegu máli úrskurð sinn um sextíu daga gæsluvarðhald. Það var ekki fyrr en þá að ég átt- aði mig. Sextíu dagar? Af hverju? Ég var búin að gera eins og þeir vildu. Varla var ég líkleg til að spilla sönn- unargögnum. Hvað með Júlíu? Átti ég ekki að fá að sjá hana í sextíu daga? Hvað yrði um hana? Þetta hlaut að vera einhvers konar mis- skilningur. Ég grét og bað Örn að gera þetta ekki. Ég væri búin að játa þrátt fyrir að muna ekki að hafa skotið neinn. Ég væri reiðubúin að gera hvað sem var fyrir hann. Hvað vildi hann meira? […] Rannsóknarmenn höfðu und- Þú drapst nefni ERLA BOLLADÓTTIR VAR ALRÆMT GLÆPAKVENDI Í HUGUM LANDS- MANNA ÞEGAR HÚN VAR AÐEINS TVÍTUG. HÚN HEFUR SKRIFAÐ SÖGU SÍNA. Lífsreynsla Erla Bolladóttir var ung að árum sakborningur í einu umdeild- asta og umtalaðasta sakamáli liðinnar aldar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.