Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 46
46 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Amma mín, Ólafía Kristín Gísladóttir, er látin 88 ára að aldri. Amma Olla, eins og hún var alltaf kölluð, missti afa minn, Atla Má, fyrir tveimur og hálfu ári en ✝ Ólafía KristínGísladóttir hús- freyja fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1920. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 23. október síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. þau höfðu verið gift í 64 ár þegar hann féll frá í febrúar 2006. Þau voru ekki bara vinir og fé- lagar heldur fór ekki framhjá neinum að þau voru ástfangin alla tíð, allt til enda. Fráfall afa gekk nærri ömmu en hún bar sig vel. Þannig var amma. Staðföst og sterk allt til síðasta dags og vildi aldrei vera neinum byrði. Amma setti sjálfa sig aldrei í fyrsta sæti heldur mat meir að stjana við aðra og láta þeim líða vel. Hún var alltaf tilbú- in að umvefja mann hlýju og kærleika á sinn kankvísa hátt. Allt frá því að móðir mín, þá sautján ára að aldri, gerði hana að ömmu fyrir fertugt, var ég, fyrsta barnabarnið, boðinn vel- kominn í heiminn og við mæðginin dvöldumst á barnmörgu heimili ömmu og afa í Eskihlíð fyrstu mán- uðina. Móðirin unga naut öruggrar leiðsagnar í umönnun frumburðarins, enda amma í góðri þjálfun eftir að hafa eignast fimm börn, og það yngsta aðeins þriggja ára um þetta leyti. Þannig átti ég frá fyrstu tíð at- hvarf hjá ömmu og afa og sótti til þeirra ást og hvatningu. Mér er minnisstætt hve falleg heimili ömmu og afa voru, hvort sem var í Eskihlíð, í Suðurgarði (Borgar- holtsbraut) eða á Kópavogsbraut. Heimilin voru smekkleg, án íburðar og snyrtileg. Þó að gestkvæmt væri hjá þeim, tókst ömmu einhvern veg- inn að hafa allt í röð og reglu. Í eld- húsinu, sem var hjarta heimilisins, voru umræðuefnin af ýmsu tæi, því að áhugamálin voru margvísleg; bók- menntir og listir, stjórnmál og nánast allt milli himins og jarðar. Þau sýndu hugðarefnum annarra áhuga. Oft var slegið á létta strengi. Amma var hlát- urmild og þau afi bæði létt í lund. Heimili þeirra var miðstöð barna, barnabarna og barnabarnabarna. Þangað var gaman að koma. Amma hélt utan um hópinn og var einlægt fylgjandi því að viðhalda sambandi við systkini sín og þeirra afkomendur, Grettlingana svoköll- uðu, kennda við foreldraheimili þeirra á Grettisgötu 27. Fyrir nokkrum árum tóku þær mæðgur, amma og stelpurnar hennar fjórar, upp þann sið, sem hélst til ævi- loka ömmu, að hittast einu sinni í viku, þeim öllum til gagns og gamans. Það voru kölluð „mömmukvöld“. Síð- ustu ár var oft farið í bíltúr á afmæl- isdegi ömmu 29. ágúst. Lá leiðin þá gjarna austur í sveitir, að Efri Sýr- læk í Flóa, sem var foreldraheimili móður hennar, og komið við á Ás- gautsstöðum þar sem faðir hennar var fæddur. Til stóð á afmælisdaginn hennar 29. ágúst sl. að fara að Sturlu- reykjum í Borgarfirði, þar sem fund- um ömmu og afa hafði borið saman á rómantískan hátt í upphafi kynna þeirra. Vegna veðurs varð að breyta þeirri ætlan. Nú sameinast þau að nýju, amma og afi. Það verða fagnaðarfundir og saman munu þau syngja áfram ljóðin hans og annarra samferðamanna í gegnum tíðina. Við hin höldum minn- ingu þessara heiðurshjóna á loft og tökum undir í viðlaginu. Ég kveð þessa fallegu ömmu mína með þökk og virðingu. Atli Örn Hilmarsson. Elsku fallega amma, svo yndisleg og góð vinkona mín. Ó, hve sárt ég sakna þín. Allar ljúfu minningarnar geymi ég í hjarta mínu að eilífu. Ég kveð þig með þessu fallega ljóði sem lýsir þér svo vel. Fyrir þig eru rósirnar rauðar, fyrir þig senda geislarnir yl. Fyrir þig geta svanirnir sungið, fyrir þig hafa skáld orðið til. Fyrir þig geta perlurnar glitrað, fyrir þig hafa strengirnir hljóð. Fyrir þig hefur hjartað mitt titrað, fyrir þig hef ég sungið mitt ljóð. ( Bjarni Jónsson frá Gröf í Víðidal.) Ég elska þig. Þín Kristín Karólína. Ólafía Kristín Gísladóttir ✝ Hjartkær móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, RAGNHEIÐUR HILDUR SKARPHÉÐINSDÓTTIR, Rúrý, Njörvasundi 33, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 11. nóvember kl. 15.00. Hildur Imma Gunnarsdóttir, Anna María Ingadóttir, Hildur Ágústsdóttir, Skarphéðinn Valdimarsson, Ragna Dúfa Skarphéðinsdóttir, Guðmundur Kjalar Jónsson, Ágúst Skarphéðinsson, Jóhann Þröstur Skarphéðinsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ELÍSDÓTTIR, Þórustíg 13, Njarðvík, sem lést á heimili sínu mánudaginn 3. nóvember, verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 10. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Guðmundsdóttir, Reynir Guðsteinsson, Elís Guðmundsson, Jenný Johansen, Ágústa Guðmundsdóttir, Sigurjón Torfason, Esther Guðmundsdóttir, Walter Leslie. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HEIÐAR HALLDÓR VIGGÓSSON rafvirki, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 6. nóvember á Landspítala í Fossvogi. Útförin verður auglýst síðar. Sólveig Ástvaldsdóttir, Drífa Heiðarsdóttir, Jón Helgi Jónsson, Ásthildur Heiðarsdóttir, Stefán Jón Heiðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og vinur, INGVAR G. JÓNSSON, Drápuhlíð 5, Reykjavík, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 5. nóvember. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 11. nóvember kl. 13.00. Bergþóra Þorsteinsdóttir, Björn Oddsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR JÓNSSON fyrrv. íþróttavallarstjóri, Hraunbæ 192, Reykjavík, lést föstudaginn 7. nóvember á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin verður auglýst síðar. Jón Ingi Baldursson, Helga Gunnarsdóttir, Óskar Baldursson, Sigþrúður Stefánsdóttir, Sigrún Baldursdóttir, Guðmundur Óskarsson, Helga Hrönn Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku maðurinn minn, pabbi okkar og besti vinur, HAUKUR ÁSMUNDSSON, Furugerði 7, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 4. nóvember. Útför hans fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 11. nóvember kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ásta Hulda Markúsdóttir, Markús Hörður Hauksson, Ragnhildur Hauksdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RANNVEIG JÓHANNSDÓTTIR frá Litla-Skarði, Stafholtstungum, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði fimmtudaginn 6. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurður Þ. Ólafsson, Dóra Guðrún Sigurðardóttir, Guðbjörn Ólafsson, Valdís Erla Ármann, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, MARY CELINE INGIBJÖRNSSON, Ena, Skeljagranda 3, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 30. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar eigin ósk. Við erum innilega þakklát öllu starfsfólkinu á deild 13E á Landspítalanum fyrir einstaka umönnun, hlýju og góðmennsku í garð Enu, sem og aðstandenda. Hlýja ykkar og umhyggja gerði afar erfiða tíma mun léttbærari. Einnig viljum við þakka Lovísu hjúkrunarfræðingi á gjörgæzludeild fyrir einstaka hlýju og vináttu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Ólafur Patrick Ólafsson, Guðrún Mary Ólafsdóttir, Bjarni Ólafur Guðmundsson, Emma, Melkorka Mary og Hákon Tristan, David Ray, Joan Ray og fjölskylda. ✝ Elskulegi eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓNSSON frá Sandfellshaga, Norðurþing, síðar Miklubraut 66, Reykjavík lést á Droplaugastöðum fimmtudaginn 6. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. nóvember kl. 15.00. Ingibjörg Jónsdóttir, Jóna Björg Sigurðardóttir, Karl Halldór Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.