Fréttablaðið - 13.05.2009, Síða 2

Fréttablaðið - 13.05.2009, Síða 2
MARKAÐURINN 13. MAÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Óli Kristján Ármannsson skrifar „Ef lagt er út í ný viðskipti, eða við fyrirtæki sem ekki þekkja til okkar, þá getur tengingin við Ísland truflað vegna orðspors landsins. Traustið er ekk- ert,“ segir Hafþór Hilmarsson, starfandi stjórnar- formaður Avion Aircraft Trading (AAT). Orðróm um að félag hans sé flutt úr landi segir hann hins vegar orðum aukinn. „Á Írlandi eigum við dótturfélag, sem aftur á tvær flugvélar,“ segir hann, en bætir um leið við að AAT noti nú írska dótturfélagið þegar kemur að nýjum viðskiptum. AAT, sem annast kaup, sölu og leigu fraktflugvéla, var áður hluti af Avion Group, en er nú í eigu Arctic Partners. AAT fellur undir skilgreiningar Seðlabankans um undanþágu frá lögum um gjaldeyrishöft, enda bæði með meirihluta tekna og gjalda í erlendri mynt. Hafþór segir félagið því ekki hyggja á flutning starfsumhverfisins vegna, en hefði félagið ekki feng- ið undanþágu frá lögunum er ljóst að það hefði ekki getað haldið starfseminni áfram hér á landi. Hann segir hins vegar lítið traust í alþjóðaviðskiptum og ljóst að ekki hjálpi til að segjast koma frá Íslandi í samskiptum við fyrirtæki eða fjármálastofnanir sem fyrirtækið hafi ekki átt í samskiptum við áður. „Þá er betra að nota írska dótturfélagið.“ Markaðurinn hefur hins vegar heimildir fyrir því að önnur smærri fyrirtæki sem ekki hafa feng- ið undanþágu frá gjaldeyrislögunum séu sum hver að hugsa sér til hreyfings. Nýlegt dæmi er um félag sem er með þjónustu- starfsemi erlendis og ætlaði í hagræðingarskyni að kaupa litla íbúð í Lundúnum vegna tíðra ferða þang- að. Gjaldeyrislögin gerðu hins vegar að verkum að fyrirtækið mátti ekki taka yfir lánin sem á íbúð- inni hvíldu. Fyrirtæki í þessari stöðu, sem eru með erlenda starfsemi án þess þó að falla undir undanþáguá- kvæði gjaldeyrislaganna, horfa gjarnan til Írlands með mögulegan flutning í huga, þar sem aðbúnaður sé þar góður og skattaumhverfi hagkvæmt. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins sem nefnt er hér að ofan segir að þar á bæ séu menn langþreyttir á að mega ekki haga fjárfestingum eftir eigin höfði og vera meinað að stökkva á tækifæri sem upp kunna að koma á erlendri grundu. Gjaldeyrishöftin voru lögleidd í lok nóvember og áttu samkvæmt laganna hljóðan að gilda í tvö ár, jafnlengi og samkomulag ríkisstjórnarinnar við A lþjóðagjaldeyrissjóðinn. Seðlabankinn segir stefnt að því að afnema höftin í þrepum eftir því sem að- stæður leyfa. Tenging við Ísland hamlar viðskiptum Flugvélamiðlunin Avion Aircraft Trading lætur dótturfélag á Írlandi annast ný viðskipti að mestu. Undanþága frá gjald- eyrishömlum gerir að reksturinn er ekki alveg fluttur. HAFÞÓR HAFSTEINSSON „Markaðurinn er krítískur, en hann er allur að koma til aftur. Þetta er ekki jafn bagalegt og á tímabili,“ segir Jón Þór Hjaltason, stjórnarmaður Nordic Partners, móðurfélags IceJet, sem rekur fimm Dornier 328-einkaþotur og leigir til auðugra einstaklinga og fyrirtækja. Samkvæmt upplýsingum evr- ópskra flugmálayfirvalda dróst einkaþotuflug saman um tæp tut- tugu prósent í Evrópu á fyrsta árs- fjórðungi á milli ára, að sögn Reut- ers-fréttastofunnar í gær. Þar er því bætt við að líf sé aftur að fær- a s t í mark- a ð m e ð einkaþot- ur. Jón var í gær staddur á EBACE-sölusýn- ingunni í Genf í Sviss, þeirri stærstu í Evrópu. Þar sýna fram- leiðendur einkaþota og flugfélög vélar sínar. Á sýningunni eru sjötíu einka- þotur, þar af ein frá IceJet. „Við erum með aðra suður í Þýska- landi,“ segir Jón Þór. Verðmiði á vélar IceJet eru sex til tíu millj- ón dollarar. Það jafngildir 750 til tæplega 1,3 milljarða króna. Nýjar vélar fara á 25 til 30 millj- ónir dala. IceJet hóf einkaþotuútgerð- ina fyrir þremur árum og fram á haustið 2007 en þá var megn- ið af starfseminni flutt til meg- inlands Evrópu. Félagið gerir nú út frá Bret- landi, EIN VÉLA ICEJET. Markaður með einkaþotur lifnar við „Já, nokkuð margir hafa hringt og sýnt hlutnum áhuga,“ segir lög- maðurinn Sigurmar K. Alberts- son. „Þetta er fólk úr verslunar- rekstri.“ Lögmannastofa Sigurmars aug- lýsti þrjátíu prósenta hlut í versl- uninni Te & kaffi, sem áður var í eigu Pennans, til sölu um helg- ina. Hjónin Berglind Guðbrands- dóttir og Sigmundur Dýrfjörð, sem stofnuðu fyrirtækið árið 1984, eiga enn 70 prósent í fyrir- tækinu og hafa frá upphafi stýrt daglegum rekstri þess. - jab Margir skoða Te & kaffi Vika Frá ára mót um Alfesca -7,9% -31,0% Bakkavör 77,2% -9,6% Eimskipafélagið 0,0% -20,0% Föroya Bank 1,7% -1,2% Icelandair 0,00% -66,2% Marel 20,4% -24,2% Össur 6,9% 2,3% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Úrvalsvísitalan OMXI15 256 Úrvalsvísitalan OMXI6 694 *Miðað við gengi í Kaup höll á mánudaginn „Þeir sem eru með góðar hugmyndir geta týnst í stoðumhverfi sprotafyrirtækjanna. Mig sundlaði þegar ég gerði mér grein fyrir umfanginu,“ segir Rúnar Ómarsson, einn stofnenda fatahönnunarfyrir- tækisins Nikita. Rúnar hélt erindi og tók þátt í pallborðsumræðum ásamt þremur öðrum frumkvöðlum á evrópsku fyrir- tækjavikunni, SME Week ‘09, sem haldin var í gær. Þetta var fyrsta heildstæða kynning á stuðningsum- hverfi nýsköpunar sem haldin hefur verið hér. Um 230 manns tóku þátt í kynningunni, sem var langt umfram væntingar skipuleggjenda, Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands, Rannís, Útflutningsráðs og Samtaka iðnaðarins. Fram kom í erindum flestra að nýsköpunar- og sprotafyrirtæki verði að gera sér grein fyrir því snemma að heimamarkaðurinn sé of lítill og verði að sækja út fyrir landsteina eigi fyrirtæki að eiga möguleika á að dafna. - jab FJÖGUR Í PALLBORÐI Forsvarsmenn fjögurra sprotafyrirtækja voru sammála um að hugsa verði út fyrir landsteina. MARKAÐURINN/GVA Sprotafyrirtæki verða að hugsa stórt Alfesca tapaði 300 þús- und evrum, jafnvirði rúmlega 51 milljónar króna á síðasta ársfjórð- ungi, sem er sá þriðji í bókum félagsins. Gengismunur og fjár- festingar í tengslum við endurskipulagningu fé- lagsins hefur áhrif. Stjórnendur segja upp- gjör þetta viðunandi árangur miðað við markaðsaðstæður. Nettósala nam 118,3 milljón- um evra á fjórðungnum, sem er 3,6 prósenta samdráttur á milli ára. Sala samstæðunnar leið fyrir áframhaldandi efnahagskreppu, erf- itt neytendaumhverfi, óhagstæðar breyting- ar á gengi gjaldmiðla og hátt hráefnisverð á laxi. Fjárhagsleg staða fé- lagsins er áfram sterk en eigin- fjárhlutfall félagsins nam 43 prósentum í lok fjórðungsins. - jab Uppgjör Alfesca viðunandi FORSTJÓRINN XAVIER GOVARE

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.